Þjóðviljinn - 10.08.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 10.08.1975, Page 7
Sunnudagur 10. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Eignaréttur og Votmúlamál Ég hef rætt hér um tvo megin- .þætti islensku stjórnarskrárinn- ar, ákvæðin um vald fólksins og um handhafa valdsins. Þá eru ó- nefnd þau ákvæði, sem falla undir efnahags- og atvinnumál, menn- ingar- og félagsmál. Þyngst á metunum er eignar- réttarákvæðið, sem tvimælalaust þarfnast endurskoðunar, jafnvel ' þótt ekki sé hreyft við „friðhelgi” eignaréttarins. Samkvæmt stjórnarskránni er eignarnám heimilt, ef þörf krefur og Alþingi veitir samþykki sitt til þess með lögum, enda „komi fulltverð fyr- ir”. Orðið, sem ég undirstrikaði ræður úrslitum um, að bætur eru miðaðar við hæsta, fáanlegt verð, sem hugsanlegt er að fá fyrir eignina, en ekki við sanngjarnar bætur. Sá, sem verður að þola eignarnám, fær þvi ekki aðeins bætur fyrir þann missi, sem hann verður fyrir af þvi að geta ekki nýtt eignina áfram, heldur fær hann til viðbótar þann verðauka, sem aðgerðir annarra, t.d. opin- berar framkvæmdir i næsta ná- grenni, hafa valdið. Af þessum , sökum spretta upp Votmúlamál i nágrénni þéttbýlisstaða um land 'allt. „Sanngjarnar bætur” er-ein- mitt orðalagið, sem Samband is- lenskra sveitarfélaga leggur til að tekið verði upp i nýja stjórnar-: skr£\, óg séu þær miðaðar við eðli- leg not eignar, en ekki við verð- breytipgar, sem leiða af fyrirhug- uðum. notum eða framkvæmdum sapifélagsins, sem gefið hafa eigninni aukið gildi. ' r • Obyggðir íslánds í nýja stjórnarskrá þarf að ' •se'tja ákvæði, sem tekur af öll tvi- ' mæli' um það, að óbyggðir ís- lands, bæði almenningar, afréttir og önnur svæði, sem ekki hafa lengi verið i byggð, svo og 'öll ihveraorka, vatnsorka og önnur auðæfi, sem þar eru i jörðu, séu ævinleg eign islensku þjóðarinnar ep ekki i einkaeign einstaklinga. Þetta ákvæði ásamt nokkrum öðrum tillögum, sem nefndar eru i þéssum pistli, þ.á m. um þjóðar- atkvæði, um framsal rikisvalds og friðlýst land, var aðalefni frumvarps, sem við Einar OÞ geirsson fluttum á Alþingi á árun- um 1964—1967. óbyggðirnar hafa verið sameign þjóðarinnar og verða að vera það áfram, m.a. til að koma i veg fyrir, að þessi auð- ævi verði seld útlendingum. Með þessu ákvæði er ekki verið að skerða rétt bænda, enda hafa þeir aldrei átt óbyggðirnar, en þeir hafa ótt afnotaréttað þeim. I til- lögu okkar Einars var tiltekið, að méð lögum skyldi ákveða beiti- rétt, veiðirétt og annan hefðbund- inn afnotarétt á þessum svæðum, svo og hvernig farið skuli með eyðijarðir, sem þar eru. Atvinnu- og félagsmál . I frumvarpi okkar Einars var m.a. svofellt ákvæði: „Hver maður á rétt á atvinnu, Rikið skal stefna að þvi að tryggja öllum fulla atvinnu. Með Iögum skal skipa um öryggi manna við vinnu, hæfilegan ■ mnnutima og ráðstafanir gegn of- pjökun”. t mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna er m.a. við- urkenndur réttur manna til Vinnu. Þetta ákvæði getur að visu aðeins orðið stefnuyfirlýsing en þó mikilvæg viðurkenning á grundvallarmannréttindum. t stjórnarskránni frá 1874 er yfirlýsing um opinbera fræðslu- og framfærsluskyldu gagnvart fátækum og munaðarlausum börnum. Þessi ákvæði eru orðin nokkuð á eftir timanum og þarfn- ast endurnýjunar. 1 stjórnar- skránni á að vera yfirlýsing um almenna tekjutryggingu og opin- bera aðstoð i viðlögum. Einnig um efnahagslegt jafnrétti til menntunar. Framhald á 22. siðu. ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON SKRIFAR Spennum í loft upp sjálfan sprengjarann Nú gerist það undarlegt á miðju fjarska undarlegu sumri, að hópur hálaunaðra jaðarlista- manna, arkitektarnir, sprengja af sér öll bond. Einskonar umskiftings Prómeþeifur breiðir úr örkúm sinum og i ljós koma snyrtilega dregnar hamrahallir. Þarna er skyndi- lega borg i borginni, borgar- hverfi með tiskusveiflu i þak- linunni, sprottið þarsem i gær hét Grjótaþorp! Ennþá einu- sinni afsánnast kenning Eliots: This is the way the world ends / Not with a band but a whimper. Það er enginn smásláttur þegar skrattinn skriður útúr is- lenska sauðaleggnum. Burtu með skittið, rifið fúakassana, feykið bárujárninu úti hafs- auga, burtu með allt nema Silla & Valda og Moggann, þeir skulu standa um aldir alda hverjir öðrum til dýrðar Smámsaman hefur verið þrengt að Grjótaþorpinu. Við' sem bjuggum þarna fyrir vestan sáum það grotna niður af viðhaldsleysi. Málning og báru- járn lágu ekki á lausu hjá hús- eigendunum, þótt margir væru fúsir tilað búa i þessum húsum og hafi búið i þeim, og meira- segja viljugir að taka að sér við- gerðir á húsunum endurgjalds- laust. Nei, það var stefnan að láta þau drabbast niður. Siðan var gengið i safnið, einn og einn jaxl tindur úr gómnum uns hann blasti við Austurstræti og Vesturgötu brunninn og ljótur. Þá var rekin niður stiftönn, Morgunblaðshúsið (þar sitja Karius og Baktus), svo var ruðst um, velt niður görðum og hleðslum, malbikað uppfyrir eyru, ein lóðin af annarri lögð undir hin kunnu þjóðþrifafyrir- tæki bilastæði. Menn kunna söguna, hún hefur endurtekið sig viða um borgína. Og nú á að hfefjast fyrir alvöru nótt hinna löngu jarðýtu- tanna, nú skal Grjótaþorpið i jörðina jafn ábyggilega og Snorri skrifaði Njálm Það liggur auðvitað fyrst fyrir að spyrja, hvérskonar menn eru ‘ þessir arkitektar, sem alltaf eru. tilbúnir að láta etja sér úti •. foraðið. Almenningur er að_' komast að þvi smámsaman.” Þetta eru, með ágætum undan-' tekningum þó, smáfeitar, reglu:, ■ strikaðar normalsálir, fram-' far asin naðir , fr jálsly ndir:. borgarar, sem annan daginn’., brosa smeðjulega i víku:- blöðunum grátandi yfir.-. draumnum um manngött'. umhverfi og hinum músiskuv öflum i mannsálinni, sem eiga ■ að leika léttan strengjaleik .á járnabindinguna i steinsteypt-' um grátmúrum villuhverfanna — en hinn daginn vaðandi um með brandinn á lofti i gerfi, framfara og „raunsæis”. Þessi stétt hefur einstakt lag á ; þvi að láta viðbjóðslega hluti brosa á teikningum sinum, við könnumst öll við þessar lifandi, flæðandi linur i unaðslegri pers- pektifparadis, við könnumst við litlu gosbrunnana og smátjarn- irnar og letrasettdömurnar sem veifa skutnum og arkitektteikn- uðu jólatrén, við höfum öll séð hið ágæta mannlif sem þrifst milli steins og glers á teikn- ingunum. Þetta er ljósfælin stétt. Það er sjaldan að hún kemur útúr steininum og ræðir opinskátt um verk sin. Þó eru það einmitt þessir menn sem eru að sniða okkur og komandi kynslóðum stakk, þeir eru að ákveða á teikniborðum sinum hvar komandi kynslóðir eiga að matast, elskast, gánga, skemmta sér og deyja. Heil borgarhverfi eru teiknuð ánþess nokkrusinnistandi um þauopin- ber umræða. 1 mesta lagi kemur ■til smavegis hundaslagur i borgarráði vegna lóðabitlinga. Breiðholt leið hljóðlaust uppúr holtinu, stærsta byggð á tslandi og engin lyfti fingri á opinberum vettvángi fyren allt var um garð gengið. Og þessa dagana sitja .fáeinir menn og teikna annað .éinshverfisem ætlað er að risi á Korpúlfsstaðatúni. Engin um- ræða. Það er útaf fyrir sig for- :kastanlegt að dagblöðin skuli e.kki hafa sérfróða menn tilað fylgjast með og skrifa um bygg- Ingárframkvæmdir og skipulag, alveg á sáma hátt og þau hafa ■menn tilað skrifa um bækur og tó’niist og-guð veit hvað. •. \ Það er auðvitað leiðinlegt að '■ ■ 'þúrfa að hafa orð á þvi, en hjá ’þvi verður ekki gengið, að rig- V. úrinn milli arkitektanna, inn- >•* byrðis slagur þeirra um bitana, ,■;.tómur frám i öfugsnúinni mynd ••’sem þagnarsamsæri. Þagnar- samsæri um bruðl, lóðabrask, eyðileggingu og tildur. Og hvernig bregðast arkitektarnir upp og ofan við goðsögninni um „húsnæðisskortinn”? I borg þarsem heil hverfi standa þvi næst mannauð, þarsem nýtingin á húsnæði er fyrir neðan allar hellur vegna ófullkominnar lög- gjafar um skyldur húseigenda tilað nýta húsnæði sitt. Það er rétt að taka það fram að þetta á fyrst og fremst við um þá arki- tekta sem eru á miðjum aldri, ýmsir úr hópi hinna ýngstu hafa reynt að klóra i bakkann, en með sorglega litlum árangri. Þeir hafa talað fyrir daufum eyrum. Þegar siðari heimstyrjöldinni lauk I Evrópu lá Varsjárborg i rústum. Það var af mörgum talið anakróniskt og „óraun- sætt” að endurreisa borgina i sinni fyrri mynd. Þó var það gert að drjúgum hluta. Engum sem I dag leggur leið sina um Varsjá blandast hugur um að þar hafi þó mannlegt vit i eitt skipti sigrast á „raunsæinu”. Borg án sögu er dauð borg, menn án sögu eru hálfir menn, þjóð án sögu er rekald. Á siðustu áratugum hafa margar borgir verið búnar til frá grunni, borgir einsog Bras- ilia höfuðborg Brasiliu. Þær eru flestar ef ekki allar andvana borgir: jafnvel meisturum á borð við Courbusier hefur ekki tekist að blása lifi i teikniborðs- hugmyndir sinar. Borgir virðast nefnilega vera margt annað en þrauthugsuð kerfi og glæsileg strik á blaði, þær eru lika hefð, baksviðið gefur hinum nýorðna hlut gildi — tilfinningin fyrir samhengi fortiðar og framtiðar hleypir spennu i núið. Látum hinum barnslega kapi- tula vandalismans lokið, endur- reisum Bernhöftstorfu og Grjótaþorp (svo við höldum okkur við þessi umræddu svæði, þótt mörgum öðrum þurfi að gefa auga). Byggjum i skörðin yfirlætislaus hús, flytjum húsin sem nú dúsa kviksett að Arbæ i Grjótaþorpið. Þvi hús eiga að vera með fólki, þau eiga ekki að liggja I húsakirkjugörðum. Og vel á minnst, hvað er sögu- legt? Hlýtur ekki einmitt það sem skiptir fólk máli að vera sögulegt, verður hjá þvi gengið að söguskynið er ætið bundið til- finningum okkar að verulegu leyti? Er ekki að vaxa upp kyn- slóð sem lftur á þessar tætlur sem eftir eru af eldri byggð i Reykjavik sem nauðsynlegar sögulegar og tilfinningalegar stiklur? Og á að ansa rök- semdum á borð við þá að húsin i Grjótaþorpinu séu ekki „list- ræn”? Fellur ekki „listrænt gildi” um sjálft sig þegar það rekst á tilfinningalega nauðsyn. Auk þess er það ljóst að ef nota á einhvern listrænan mælikvarða á byggíngar i Reykjavik þá standa ansi fá hús eftir, fyrir nú utan það hve fráleitt er að leggja á byggíngar meira og minna tiskubundinn mæli- kvarða. Eflaust eru margir vinir minir I arkitektastétt komnir með hiksta, en þeir geta huggað sig við það, sem Sartre segir: Það eru hinir sem eru helviti. En i rauninni eruð þið aðeins menn einsog við vitum, ykkur er púttað inni ákveðið stéttarlegt samhengi, þið fáist við hluti sem vega salt á mörkum frjálsrar sköpunar og kaldrifjaðrar gróðahugsunarinnar. Og það er eins vist að Guðmundur Kr. og Ólafur lýsi þvi yfir I næsta partýi að þeir séu „innilega" á móti hamraborginni sem þeir hafa teiknað i stað Grióta- þorpsins og séu óðir og uppvæg- ir” að endurskoða hvaðeina” og „taka allar ábendingar til yfir- vegunar”. Á meðan þeir fá borgað fyrir vángaveltur sinar Við skulum hinsvegar segja með Hamlet: Innsigluð skjöl! tveir skólabræður minir, sem ég ber traust til einsog eitursnáka, sendir með boð! þeir sópa götu mina, og stýra mér i gildru: gott, þá það! Þvi spaugið er, að spenna i loft upp sjálfan sprengjarann, með hans púðri: og þá er hart ef ekki gref ég alin dýpra en þeir og blæs þeim uppi tunglið: tvöfalt gaman að tvennum vélabrögðum lendi saraan! Svo gónum við fullir trúnaðartrausts á borgarráð sem mun fjalla um tillöguna að eyöingu Grjótaþorps. Við treystum þvi aö borgar- ráð taki i hnakkadrambið á öllum lóðabröskurum á stvkk- inu og standi hér eftir sem hingað til fastan vörð um eldri borgarhverfi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.