Þjóðviljinn - 10.08.1975, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1975.
A leið til
sósíalisma
með eflingu
einokunar-
auðvalds
Gisli Gunnarsson, sagníræðing-
ur, er mörgum aö góöu kunnur
vegna afskipta af stjórnmálum og
félagsmálum um alllangt árabil.
Hann er fæddur áriö 1938, tók
stúdentspróf 1957 og stundaöi siö-
an nám viö háskólann i Gdinborg,
Skotlandi, og lauk þaöan MA-
(Master of Arts) prófi 1961. Var al-
menn sagnfræði, einkum nútima-
saga, þar helsta námsgrein hans,
1961—1972 var hann i fullu starfi
sem framhaldsskólakennari,
aðallega við gagnfræöastigiö i
Reykjavik. Jafnframt stundaöi
Gisli félagsstörf, fram til 1968 að
mestu innan Æskulýösfylkingar-
innar, Sósíalistaflokksins og i Al-
þýöubandalaginu. Frá 1968 starf-
aði hann mikiö hjá Neytendasam-
tökunum og var ritstjóri Neyt-
endablaðsins á árunum 1969—72
og ritari samtakanna um svipað
leyti. i ágúst 1972 fór GIsli utan til
framhaldsnáms viö háskólann i
Lundi í Sviþjóö og hóf þar fram-
haldsnám i hagsögu. Þar hefur
hann verið við nám síðan. Þjóð-
viljinn náði tali af Gisla er hann
var fyrir skömmu staddur heima
i frii og ræddi viö hann um nám
hans og rannsóknir, svo og viö-
horf i stjórnmálum i Sviþjóö og
Oanmörku.
— 1 hverju hefur nám þitt i
Lundi einkum falist, Gísli?
— Ég hef verið við svonefnt
doktorsnám i hagsögu. Námið
samanstendur að hálfu leyti af
allskyns námskeiðum og að hálfu
leyti af doktorsritgerð. Ég hef nú
tekið nær öll námskeiðin og byrj-
að að draga útlinurnar i væntan-
lega doktorsritgerð. Efni nám-
skeiðanna hefur verið ýmiss kon-
ar, tölfræði, hagfræði og hagsaga.
Doktorsritgerð min væntanleg á
að vera einhvers konar kostnað-
arúttekt á dönsku einokunar-
versluninni. Hver var gróðinn, og
hvert fór hann. Ég mun að mestu
leyti takmarka mig við átjándu
öldina, enda heimildir fyrst og
fremst frá þeim tima.
1 þessu sambandi athuga ég um
leið aðra þætti i hagsögu íslands
fyrr á timum — hvað olli efna-
hagslegri hnignun fyrri alda, —
veðurfar, einokun, úreltir samfé-
lagshættir?
Mjög miklar
verðlagssveiflur
— Hvernig gengur að stuncla
slikar rannsóknir i Lundi?
— Lundur er ekki langt frá
Kaupmannahöfn, það er svona
fimmtán minútna lestarferð frá
Lundi til Málmeyjar og fjörutiu
og fimm minútur með hraðbát frá
Málmey til Kaupmannahafnar.
Flest mikilvægustu skjölin, sem
varða til dæmis tslandsverslun á
átjándu öld, er að finna i rikis-
skjalasafninu I Kaupmannahöfn.
— Hvernig gengur að kanna
hver gróðinn af einokunarversl-
uninni var?
— A þessum tima var verðlagi á
tslandi haldið föstu með konung-
legum tilskipunum, og hélst það
svo til óbreytt allt einokunar-
timabilið. A sama tima voru
verðlagssveiflur mjög miklar er-
lendis. Ot frá þessu hef ég komist
að þeirri niðurstöðu, að gróðann
af einokunarversluninni megi
fyrst og fremst finna með þvi að
athuga verðlagsþróun á islensk-
um afurðum erlendis og innflutn-
ingsvörum til tslands. Þessvegna
hefur slik athugun verið mjög
mikill hluti af rannsóknum min-
um.
— Hefurðu komist að einhverju
áður ókunnu varðandi þetta efni?
— Um það vilég ekki segja ann-
að en það, að ég get frætt menn á
þvi, ef einhver vill vita, að það
hljóta að hafa verið geysilegar
sveiflur i þessari verslun. Sum ár-
in var tap óhjákvæmilegt, en önn-
ur ár var geysilegur gróði óhjá-
kvæmilegur. Til dæmis má nefna
að timabilið 1760—1775 gat varla
verið annað en taptimabil, en
næstu tuttugu og fimm árin á
undan, 1735—1760, hljóta yfirleitt
að hafa skilaö gróða. En þetta er
alltsaman sagt með fyrirvara.
Peningaverðbólga
á sextándu öld
— Hvað olli þessum miklu verð-
sveiflum?
— Hér tala ég eingöngu út frá
þeim athugunum, sem ég hef gert
á hlutfallslegu verði innflutnings-
og útflutningsafurða. En ég get
nú ekki svarað þeirri spurningu
að öllu leyti undireins, hvaða at-
burðir hafi valdið þessum verð-
lagssveiflum. í stórum dráttum
má þó segja þetta um þróunina. A
árunum 1540—1600 var geysileg
peningaverðbólga i Evrópu. Á
þessum árum hækkuðu brýnustu
nauðsynjavörur almennings, til
dæmis korn, miklu meira i verði
en þær vörur, sem almenningur
hafði ekki eins brýna þörf fyrir,
eða öllu heldur þær vörur sem al-
menningur hætti að hafa efni á að
kaupa, vegna þess hve mikið fór i
að kaupa brýnustu lifsnauðsynj-
ar. Verð á korni hækkaði þá til
dæmis miklu meira en verð á
fiski. Það þýðir að viðskiptakjör
islendinga versnuðu óhjákvæmi-
lega mjög á siðari hluta sextándu
aldar og eru fleiri skýringar á þvi
eins og aukið framboð á fiski
Krónborg: tslandsverslunin varfyrsta framtak Kaupmannahafnar á
fjariægum slóöum.
Gisli Gunnarsson
vegna meiri veiða hollendinga og
minnkandi föstu vegna undan-
halds kaþólskunnar. Við þessar
aðstæður var einokunarverslunin
sett á 1602.
— Og hvernig var þróunin á
sjálfu einokunartimabilinu?
Verösveiflur vegna
styrjalda
— I upphafi 17. aldarinnar var
útlit fyrir að kjörin færu batn-
andi, en þá kemur þrjátiuára-
striðið 1618—1648. Þá minnkar
mjög kornframleiðsla i Evrópu,
sem hefur aftur þau áhrif að
verðlag á korni hækkar til dæmis
I hlutfalli við fisk. En eftir þessi ó-
sköp, um 1650, fór verðlag á land-
búnaðarafurðum, einkum korni,
mjög niður og hlutfallslegt verð
fiskjar verður hærra. Þetta
stendur svona með ýmsum sveifl-
um og breytingum i stórum drátt-
um allt fram á miðja átjándu öld.
En þá virðist mér sem hefjist, að
visu með ýmsum sveiflum og
breytingum, nýtt timabil, þegar
korn fer hlutfallslega hækkandi i
verði, sem getur bæði stafað af
auknu framboði á fiski vegna
aukinna fiskveiða, og lika vegna
þess að i iðnbyltingunni fóru
raunveruleg laun mikið niður,
þannig að fólk hætti að hafa efni á
að kaupa annað en korn. Þess má
geta til dæmis að viss strið, önnur
en þrjátiuárastriðið, höfðu sin á-
hrif. Þannig er augljóst mál að
sjöárastriðið 1756—1763 hafði
þau áhrif að kornframleiðsla
minnkaði, enda Prússland þá að
miklu leyti i auðn. Korn hækkaði
þá mjög i verði, en fiskverð ekki
eins mikið, þótt það hækkaði þá
lika, þannig að þær verðsveiflur
urðu óhagstæðar Islandsverslun.
Sjálfstæðisstrið Bandarikjanna
1776—1783 virðist ekki hafa haft
nein veruleg áhrif á kornfram-
leiðsluna, en það kom aftur á móti
i sjö ár næstum alveg i veg fyrir
fiskútflutning frá Norður-
Ameriku, þannig að fiskafurðir
frá Islandi og yfirleitt allar fisk-
afurðir, sem komust til Evrópu,
hækkuðu mjög i verði. Þetta var
mikið striðsgróðatimabil og mik-
ið gróðatimabil fyrir Islands-
verslunina.
Island hafði mikla
þýðingu fyrir upp-
gang Kaupmannahafnar
— Það er sagt i frægu skáld-
verki að danskir hafi þegið Kaup-
mannahöfn af islenskum, það er
að höfuðborg Danmerkur hafi
verið byggð fyrir gróðann af Is-
landsversluninni.
— Ég þori ekki að svara þessu
ákveðið. Ég efast um aö nokkurn-
tima verði hægt að mæla ná-
kvæmlega gróða Kaupmanna-
hafnar á Islandsversluninni. En
það er hægt að spá i viss atriði.
Þegar Kaupmannahöfn fær ein-
okun á tslandsversluninni er
þetta smáborg, sem hafði varla
nokkra verslun fyrir utan Eyrar-
sundssvæðið.lslandsverslunin var
fyrsta framtak Kaupmannahafn-
ar á fjarlægum slóðum. Og það er
alveg ljóst á öllu að uppbygging
Kaupmannahafnar stendur I
mjög nánum tengslum við Is-
landsverslunina. Island hafði
mjög mikla þýðingu fyrir upp-
gang Kaupmannahafnar á sey-
Rætt viö
einokuna
tjándu öld, hvort sem það var
vegna beins gróða eða vegna þess
að ísland varð dönskum sjómönn-
um og kaupmönnum nokkurs
konar uppeldisstöð, eins og Norð-
ur-Amerika var fyrir frakka og
englendinga.
— Hve lengi stóð það mikil-
vægi?
— Eftir þvi sem veldi Kaup-
mannahafnar jókst, fóru menn
þaðan að sækja á aðra staði, eink-
um á seinni hluta átjándu aldar.
Þá voru þeir farnir að græða i
Vestur-Indium á þrælaverslun og
sykri. Það er augljóst, að eftir þvi
sem Kaupmannahöfn verður öfl-
ugri, m.a. vegna tslandsversl-
unarinnar, þá minnkar þýðing Is-
lands. — En ég vil taka fram að
þetta, sem ég hef sagt, er fyrst og
fremst almennar alhæfingar, sem
ég get þó staðið við i aðalatriðum.
En öll smærri atriði myndarinnar
eru ennþá að mestu óuppteiknuð.
ihaldsstjórn Hartlings
Við skulum þá vikja að öðru
efni, sem þú ert vel kunnugur,
stjórnmálum svia og dana. Það
hefur vakið athygli að þrjú Norð-
urlandarikin, Sviþjóð og raunar
einnig Noregur og Finnland, hafa
staðið bærilega af sér kreppuna,
en hjá dönum hefur hinsvegar
margt gengið á afturfótunum.
Stendur þetta i sambandi við
þátttöku þeirra i Efnahagsbanda-
lagi Evrópu?
— Það liggur að sjálfsögðu Ijóst
fyrir að ætli danir að reka mjög
sjálfstæða efnahagspólitik, þá er
það erfiðara innan Efnahags-
bandalagsins. En beri maður
saman Sviþjóð og Danmörku, er
það fyrsta sem þarf að athuga að
Sviþjóð er miklu rikara land og
getur þvi staðið betur undir
mörgu öðru en dönum hefur tek-
ist. Þessi margumtalaða skatt-
pining kemur til dæmis miklu á-
takanlegar niður á láglaunafólki i
Danmörku en Sviþjóð, þótt danir
reyni að hafa næstum sömu fé-
lagsleg friðindi og sviar. En það
verður að athuga að danir höfðu
um skeið svæsna ihaldsstjórn,
sem jók áhrif kreppunnar með
þvi að draga úr framkvæmdum
t.d. i húsbyggingum. Hér á ég
auðvitað við Hartling-stjórnina.
Ég held að skýringin á þessu ó-
venjuslæma ástandi i Danmörku
sé að miklu leyti sú, að kreppan
og erfiðleikar samfara henni voru
margfaldaðir af þessari ihalds-
stjórn svokallaðs Vinstriflokks.
Og núverandi rikisstjórn hefur
hvorki kjark eða getu til að snúa
þessu verulega við.
Flokkur laus viö
siðmenningaráhrif
— Hvað viltu segja um
Glistrup?
— Glistrup er timaskekkja,
ekki sist vegna þess, að hann
kemur fram á tima, þegar þörf er
á þvi að auka opinberar fram-
kvæmdir vegna minnkandi at-
vinnu. Glistrup beitti sér hinsveg-
ar gegn opinberum framkvæmd-
um og Hartling-stjórnin tók mikið
mið af þessu.
— Er Glistrupsflokkurinn ekki
að verða aðalflokkur danska
ihaldsins, sem þar kemur fram i
nýrri og klúrari mynd en gamli
Ihaldsflokkurinn?
— Glistrup virðist sjálfur stefna
að þessu, samanber það að hann
hafði áður á stefnuskrá sinni að
draga úr öllum rikisútgjöldum,
þar á meðal til lögreglu og hers.
En nú er flokkur hans farinn að
berjast fyrir þvi að slik útgjöld
megi ekki skerða. Hann er þannig
að reyna að skapa sér mynd sem
hreinn ihaldsflokkur. Það segir i
sjálfu sér talsvert um ástandið i
Danmörku og viðar i Evrópu að
flokkar, sem eru svona hér um bil
lausir við öll siðmenningaráhrif
siðustu áratuga, skuli vera á
góðri leið með að verða aðalfor-
mælendur mjög stórs hluta borg-
arastéttarinnar.
Ungt fólk forðast
danska krata
— Hvernig list þér á danska