Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 10. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 KROSSGÁTA STARINN Þetta er hann Stari litli. Hann verpir við stofu- gluggann hjá mér. Hann kom hingað 1963. Þá vissi ég að starahjón bjuggu í dyraskúr á gömlu húsi við Bergstaðastræti og önnur í Kirkjugarðinum við Suðurgötu og þau þriðju í Landakoti. Starinn var sem sé mjög sjaldgæfur fugl í Reykjavík, þó hann setji nú svip á bæinn og sumir tali um staraplágu og vilji eitra fyrir hann. Hann sest á sjónvarps- loftnetið og hristir það svo það kemur draugur á skjáinn og það sem er jafnvel enn verra ber með sér fló. Laugardaginn 29. októ- ber 1960 birtist á barna- síðu Þjóðviljans frásögn undir f yrirsögninni Skrítnir fuglar á b.v. Geir. Togarinn Geir frá Reykjavík kom úr sigl- ingu á þriðjudaginn var. Hann seldi fiskinn í Þýskalandi eins og ís- lensku togararnir gera nú. Eftir venjulegan stans sigldi hann svo heim á leið. Á Norður- sjónum bar það til tíðinda að fjórir litlir fuglar settust á skipið til að hvíla sig. Þeir virtust að þrotum komnir. Skip- verjar tóku þeim vel og hlúðu að þeim. Það var búiðtil búrhanda þeim úr tveimur vírkörfum og þeim var gefið vatn, soðnar kartöflur, grjón og haframjöl. Þeqar skipið sigldi hjá Orkn- eyjum ætluðu skipverjar að sleppa fuglunum, því stutt var til iands. Tveir reyndu ekki að hefja sig til flugs, en hinir tveir flugu spölkorn, steypt- ust siðan i sjóinn og drukknuðu. Skipverjar tóku þá f uglana tvo aftur og settu þá í búrið og hlúðu vel að þeim. Ekki þekktu þeir fuglana. Þeir líktust að nokkru skógarþröstum, en voru svartir og sló á þá grænni slikju og voru þeir með gulum doppum. Nef ið var frekar langt og svart, einnig voru fæt- urnir svartir og vissu þrjár tær fram en ein aftur (setfótur). Þetta voru að öllum likindum spörf uglar. Þegar Geir kom til Reykjavíkur var það fyrsta verk tveggja skip- verjanna að kaupa fugla- fóður handa litlu fugl- unum. Á miðvikudag dó annar fuglinn, en ef hinn lifir verður honum gefið frelsi, þegar skipið kemur aftur á þær slóðir, sem hann kom frá. Geir hélt á veiðar á f immtudaginn. Það upplýstist seinna, að fuglarnir voru starar. Líklega þekkja flestir sjómenn frá Reykjavik stara nú. Hvaða fugla þekkið þið? Hvaða fugl finnst ykkur skemmti- legastur? Hvaða fugl finnst ykkur vænst um? Skrifið í fuglablaðið fyrir 21. september. Ungar fjallkonur samkomum á islendinga- daginn og tákna (sland. Heimamenn tóku siðinn eftir þeim. Skrýtla Stebbi litli er að læra að stafa, en gengur hálfilla að muna nöfnin á stöf- unum. Pabbi hans sýnir honum j og segir: ,,Manstu ekki hvað þessi stafur heitir? Sko, hann er nokkuð langur og gengur niður úr linunni." Stebbi: ,,Jú, jú, þá heitir hann víst qönqu- stafu'r." skvringar Lárétt: 1. Frón 6 klifur- fugl 7 dropar 8 þverslá 10 peningur 11 rykkorn í spádómur 3 nemur 4 sólargeisla. hanaslagur 5 eiturslanga Lóðrétt: 1 bumba 2 9 verkfæri til að róa með. I tilefni þess að vestur - islendingar minnast nú með miklum hátíða- höldum 100 ára búsetu í Kanada birtum við þessa mynd. Hún er tekin eftir gömlu póstkorti, en við vitum ekki hve gömlu því útgáfudags eða árs er ekki getið. Efst á kortinu stendur á ensku: lce- landic national dresses. Það þýðir íslenskir þjóð- búningar. Neðan við myndina er skráður aldur litlu stúlknanna 6 ára, 3 ára og 5 ára. Það voru vestur-íslend- ingar sem fyrst tóku upp þann sið að láta unga konu i þjóðbúningi, fjall- konuna, koma fram á Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.