Þjóðviljinn - 10.08.1975, Qupperneq 24
DIODVIUINN
Sunnudagur 10. ágúst 1975.
ÞEGAR
ALDUR
FÆRIST
YFIR
\
Um síðustu helgi rædd-
um við við Jón Björnsson
sálfræðing um ýmis
vandamál ellinnar, en
hann hefur unnið að
könnunum á hag
aldraðra. Meðal þess sem
fram kom í viðtalinu, var
að svo virðist sem af-
staða fólks til þessa
aldursskeiðs sé fremur
neikvæð og að margir séu
þess alls óviðbúnir að
verða aldnir. I raun og
veru ætti hér ekki að
þurfa að vera um neina
sérstaka skiptingu að
ræða, en þjóðfélagið virð-
ist þó æ meira þróast í þá
átt að flokka fólk niður
eftir aldri og ákveða
þarfir og hagsmuni þess
með ákveðnum aldurs-
árum. Til dæmis verður
maður gamall, að mati
yfirvalda, þegar maður
verður 67 ára, því þá
breytist æðimargt i lífi
flestra.
•
Þrátt fyrir þá ósk, að unnt
væriað má aldursskiptingu sem
mest út og hverfa frá þvi að
flokka fólk pjþur i þjóðfélagshólf
eftir aldri verður vart hjá þvi
komist að lita á aldraða sem
sérstakan hóp. Þar með er ekki
sagt, að það þurfi að búa þannig
að honum, að ellin verði fæstum
tilhlökkunarefni. Þvert á móti
þyrfti að búa þannig að fólki, að
það gæti meðtekið þetta ævi-
skeið með vissri tilhlökkun um
að fá frið og hvild til þess m.a.
að fást við það sem það hefur
áhuga á og hefur ef til vill ekki
haft tima til að stunda fyrr á
ævinni.
Þess vegna eru tómstunda-
iðkanir og áhugamál mjög
þýðingarmikil fyrir þetta fólk,
en þeir sem sifellt eru i kapp-
hlaupi við timann og vinnuna og
gefa sér aldrei tóm til að eignast
áhugamál, eiga oft erfitt með að
setjast niður á ævikveldinu með
einhver hugðarefni. Ef til vill er
ástæða fyrir okkur sem enn
erum ung að hugleiða þetta. Við
að hafa heimsótt aldraða á
heimilum eða stofnunum hefur
mér oft dottið i hug, hvilikur
reginmunur er á hugtakinu
timi, utan og innan veggja hjá
öldruðum. Vitanlega eru þess
mörg dæmi að aldrað fólk hafi
áhugamál og sé ekki i vand-
ræðum með að láta timann liða,
en þess eru lika æði mörg dæmi,
að fólk sitji með klukkuna sina
og biði eftir þvi að framhalds-
sagan byrji i útvarpinu eða að
dagurinn yfirleitt. taki enda, en
rétt fyrir utan húsdyrnar þeytist
yngra fólkið og reynir með
öllum mætti að lengja sólar-
hringinn, — láta hann endast
fyrir alla vinnuna, sem óleyst er
af hendi.
Við tókum tali nokkra borgar-
búá, sem enn eiga langt i elli-
launaaldurinn og spurðum þá i
framhaldi af þessum þönkum
hér að framan, hvernig þeirra
afstaða væri til ellinnar, hvort
þeir hefðu yfirleitt hugsað um
hana og þá hvernig.
„Svo margt er
sinnið
sem skinnið”
Rætt við nokkra vegfarendur
um afstöðu þeirra til ellinnar
,,Ætli maður láti
ekki bara
loka sig inni"
Ásgeir Kaaber varð fyrstur
fyrir svörum. ,,Eg hef ekki
mikið hugsað um ellina, en ég
held að ég vilji bara láta loka
mig inni. Ég myndi ekki vilja
þröngva mér upp á neinn eða
vera fyrir.”
„Heldurðu að þú myndir þá
ekki vilja vera heima sem
lengst?”
„Nei, ekkert frekar. En mér
skilst að það sé ekki nægilega
mikið gert fyrir aldraða. Mér
finnst þó að fólk eigi það inni.
Ég held að maður verði bara að
taka þvi að verða gamall. Ætli
maður verði ekki hvort sem er
jafn stressaður þá og nú”, sagði
Ásgeir.
,,Hef mestar áhyggjur af
því að verða miðaldra"
„Ég er nú litið farinn að hugsa
um ellina. Ég hef áhyggjur af
allt öðrum aldri, til dæmis þvi
að verða miðaldra,” sagði
Bjarki Þórarinsson, er við
ræddum við hann.
KHFFIÐ
ffrá Brasiliu
„Hvernig heldur þú að þú
vildir búa i ellinni?”
„Ég veit það ekki, en ég held
að ég gæti alveg eins hugsað
mér að fara á elliheimili. Þetta
er auðvitað fyrst og fremst
spurning um heilsuna Hún er
aðalatriðið. Annars þekki ég
litið til elliheimila, en það þarf
áreiðanlega að búa betur að
öldruðum i okkar þjóðfélagi”,
sagöi Bjarki.
,,Þaö þarf fyrst og
fremst aö breyta þessum
stofnunum"
„Eg vil vera sjálfs mins herra
eins lengi og hægt er og búa
heima hjá mér. Ég vil halda
minu sjálfstæði meðan ég get.
Ég hef vissulega hugleitt ellina
og svo mikið er vist, að mér
liður betur með hverju árinu
sem liður. Ef þetta heldur svona
áfram, þarf ég engu aö kviða.
En ég ætla ekki á elliheimili,
nema það verði gerðar ein-
hverjar róttækar breytingar á
þeim”, sagði Hrefna Steinþórs-
dóttir.
„Hvað finnst þér þýðingar-
mest að gera i dag til þess að
bæta hag aldraðra?”
„Ég held að minnsta kosti að
það þýði ekki að byggja nýjar
stofnanir, nema þær sem fyrir
eru verði endurbættar. Ég held
að fólk tapi sjálfstraustinu á
þessum stofnunum og þvi sé
gerð ellin óþarflega erfið. Fólk
þarf lika að fá að vinna, á
meðan það hefur heilsu til.”,
sagði Hrefna ennfremur.
,,Ekki óþægileg
tilhugsun"
Málfriður Eyjólfsdóttir ræddi
næst við okkur og sagðist hún
litið hafa hugleitt ellina, en
kvaðst þó halda að hún myndi
vilja búa heima hjá sér sem
lengst.
„Þeg.-r ég hugsa um það,
finnst mér i raun og veru ekkert
óþægileg tilhugsun að eiga eftir
að verða gömul. Mér list bara
vel á það.”
„Við eigum að taka
aldraða að okkur"
„Ég get nú ekki sagt að mig
langi til þess að verða mjög
gömul, en að öðru leyti hef ég
litið hugsað um ellina sem slika.
En ég held að ég vildi helst búa
út af fyrir mig en ekki fara inn á
stofnun. Og auðvitað ættum við
þetta yngra fólk að leyfa öldr-
uðum að búa með okkur ef þeir
vilja,” sagði Edda Einarsdóttir.
„Svo margfer sinnið sem
skinnið"
'f
,,Það er sjálfsagt stundum
sárt fyrir fólk að vera upp á
aðra komið, en þó held ég að
flestum öldruðum liði vel hér
t.d. á elliheimilum. Annars er
þetta svo misjafnt þvi „svo
margt er sinnið sem skinnið”.
Það sem einum hæfir, hæfir
ekki öðrum. Ég hef ekki haft
mikil samskipti af þessum
stofnunum fyrir aldraða, en ég
held að ég gæti gel hugsað mér
að fara á slikan stað, ef vel væri
hugsað um fólkið”, sagði Ingi-
björg Jónsdóttir.
„Finnst þér að fólk ætti að fá
að vinna eins lengi og það vill?”
„Já, mér finnst óréttlátt að
taka fólk úr vinnu ef það vill
vinna og hefur heilsu til”, sagði
Ingibjörg ennfremur.
„Undirbúa fólk með
áróðri"
„Það þarf að undirbúa fólk
undir þetta æviskeið með þvi að
hafa uppi áróður i f jölmiðlum og
viðar. Fólk þarf að eignast
áhugamál meðan það er yngra,
sem það siðan getur notið þegar
það eldist og getur kannski ekki
lengur unnið. Margir eldast
fyrst þegar þeir hætta að vinna
og þá er nauðsynlegt að hafa
eitthvað annað til þess að dreifa
timanum”, sagði Þorsteinn
óskarsson og bætti við:
„Annars kviði ég ekki ellinni,
en mig langar ekki til þess að
fara inn á elliheimili. Ég myndi
vilja búa heima sem lengst með
konunni. Ég held að þetta ævi-
skeið geti verið mjög ánægju-
legt ef maður hefur áhugamál.
En mér finnst að það ætti að
hjálpa fólki eins og hægt er til
þess að búa heima hjá sér,
meðan það getur”, sagði Þor-
steinn.
„Ég gæti ekki lifað af
þessum ellilaunum"
Hagnheiður Bragadóttir er
siðasti viðmælandi okkar i dag,
en hún var ekki i vafa um að hún
gæti ekki lifað af ellilaununum
eins og þau eru i dag.
„Ef ég verð hraust, þegar ég
eldist, vildi ég helst hugsa um
mig sjálf og mér finnst gott
hvað öll heimilishjálp handa
öldruðum hefur aukist, t.d. er
hægt að fá heimsendan mat og
aðstöðu til tómstundaiðkunar.
Ég býst við að fólk búi sig
almennt ekki undir það að verða
gamalt og mér finnst að það ætti
enginn að missa vinnu, bara
vegna aldurs”, sagði Ragn-
heiður.
þs