Þjóðviljinn - 17.08.1975, Síða 9

Þjóðviljinn - 17.08.1975, Síða 9
Sunnudagur 17. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 GuAmundur viA rennibekkinn, sem hann fékk meA aAstoA góðra kunningja, þegar bankaveldiA brást. með hag allra fyrir augum, og það er sjálfsagt að gera að bestu manna ráði, og menn geta haft lýðræði i sambandi við það, allskonar vestrænt borgaralegt lýðræði, til þess að stuða ekki meirihlutann. Fullmikið flutt inn Og ef við tækjum innflutnings- málin til meðferðar. Nú er allt flutt inn og fullmikið virðist mér. Engin þorir að minnast á tak- markanir á innflutningi, af ótta við að vera kallaður haftasinni. Ég held að ég hafi fyrir satt að Bandarikin til að mynda verndi sinn iðnað með innflutningshöft- um, til að ekki sé fluttur þangað inn allur andskotin'n, sem hægt er að búa til i landinu sjálfu. Og fyrst hér er nóg rafmagn, eru verkefn- in ótæmandi fyrir islenska aðila og islenskar hendur. Islenski iðnaðurinn er löngu búinn að sýna og sanna að hann getur staðið fyrir sinu, ef hann er ekki kæfður með innflutningi. Það er til dæmis blikksmiðjan Glófaxi, ágætt fyrirtæki sem ég vinn fyrir. Þeir einbeita sér að þvi að smiða eld- varnarhurðir, og þeirra vörur þykja bæði að ég held, betri en sænskar vörur af þessari tegund og ódýrari. Nú eru þeir að byggja stórhýsi, þora sennilega ekki að biða eftir næstu gengislækkun, en hún kemur sennilega bráðlega. Eitt það hörmulegasta... Þótt Guðmundur væri sjálf- stæður atvinnurekandi, lá hann ekki á liði sinu i verkalýðsmálum, til dæmis þegar standa þurfti verkfallsvörð, og hann á lika margar minningar úr kröfugöng- um fyrsta mai, meðal annars frá þvi fyrir strið. Þá þurfti að gæta þess að kröfugöngunum lysti ekki saman, en þær voru gjarnan þrjár, ein á vegum Kommúnistaflokksins og siðar Sósialistaflokksins, önnur frá krötum og i þriðja lagi nasistar. — Ég hallast nú helst að þvi með islensku nasistana, segir Guðmundur — að það hafi verið rétt sem Jón Þorláksson að mig minnir sagði um það, að þetta væru „ungir menn með tiltölu- lega hreinar -hugsanir.” Þetta voru unglingar sem aldir voru upp á ihaldsheimilum. Ég hef aldrei viljað fordæma menn fyrir það, sem þeir hafa einhvern tima verið, það á að lita á það sem þeir eru nú. Það á að lita á það, sem gert er i dag. Til dæmis undir- skriftasöfnun svokallaðs Varins lands. Það er eitt það hörmuleg- asta, sem skeð hefur i sögu þess- arar þjóðar. Mér sviður það mál það sárt, að ég vil bókstaflega sagt ekki vita, hverjir hafi skrifað undir það plagg. Eins og maður hefur nú haldið upp á Þorstein Erlingsson, að það skuli þá vera dóttursonur hans, sem stendur fyrir þessu. En það þarf að halda þessu máli vakandi. Það þarf ekki endilega að gera það með stóryrðum. Það ætti að vera nóg að benda öllu skynibornu fólki á, að herinn er ekki hér til að vernda okkur. Þetta er eðlilegt framferði af hálfu stórveldis, sem tryggja vill hagsmuni sina með þvi að koma herstöðvum fyrir sem viðast. Og auðvitað er það hag kvæmast fyrir stórveldið að gera okkur gott, gera okkur að feitum þjónum. Þetta sér allt skyniborið fólk, ef það hugsar málin rólega. Það er svo margt skemmtilegt á döfinni Talið berst nú að öðrum áhuga- málum Guðmundar, sem eru mörg. — Ég hef haft áhuga á iþróttum frá barnæsku, segir hann. — Ég gekk i Ármann og stundaði leikfimi undir ágætri og elskulegri stjórn Jóns Þorsteins- sonar til 1965.- Ég var með i sýningum á þjóðhátiðunum 1930 og 1944, og i skiðadeild Ármanns er ég að nafninu til ennþá, þó starfið sé ekkert núorðið. Guðmundur er lika þekktur ferðagarpur og mikið fyrir bila, varð meðal annars fyrstur manna tilaðfara Svinaskarð á bil. Þá er hann mikill áhugamaður um ljóð og kveðskap og i fjörugum sam- ræðum er hann fljótur að bregða fyrirsig tilvitnunum úr ljóðum og lausavisum. Vonandi á Guðmundur Finnbogason eftir að hamra gló- andi járn i aflinum sinum um mörg ókomin ár enn. Allavega er enn ekki að sjá að aldurinn hafi unnið verulegan svig á andlegu og likamlegu fjöri hns, hjá honum haldast i hendur kvikar hreyfingar ungs manns og snögg og hnittin tilsvör — Ég mundi taka undir það, segir hann, sem Karl Kristjánsson sagði i eftir- mælum eftir kunnan samvinnu- mann. Þegar hann lá banaleguna. komst hann svo að orði, að hann væri svo sem tilbúinn að fara hvenær sem væri, en bætti þvi við að „mikið asskoti væri nú gaman að lifa svolitið lengur, það er svo margt skemmtilegt að döfinni. sem gaman væri að vita hvernig fer.” Og ég get alveg tekið undir þetta. -dþ. ; if nHM V6’. • ; liiiir •• z* C */ - „Stálið var málmurinn mikli, sem meistarinn valdi sér.” GuAmundur við aflinn i smiðjunni. ihaldinu nafn gamla Sjálfstæðis- flokksins. Nafnið eitt dugar þeim mikið, það eru svo margir sem hugsa litið út i þetta. Sjálfstæði — hver vill ekki vera sjálfstæður. Gefum landinu fallegt nafn, sagði Eirikur rauði, þegar hann fann Grænland. Björgvin Þorsteinsson, sem siðar flutti austur á Selfoss, var herbergis- félagi minn á Alafossi áður en ég gifti mig og mjög góöur kunningi til hins siðasta. Hann var mjög róttækur og af honum lærði ég mikið um sósialisma. Já, ég hef verið pólitiskur alla ævi og er enn. Ég var i Sósialistaflokknum og sótti fundi nokkuð vel hjá Sósialistafélaginu, en eftir að þetta fór út i hannibalismann hef ég oltið út úr þessu, hangi svona með eins og margir fleiri — Finnst þér hreyfing sósialista vera farin að útvatnast úr hófi? — Það mætti margt segja ef við færum út i það. Ég er til dæmis ekki frá þvi að mönnum væri holt að stokka upp og fletta upp i stefnuskrá Alþýðuflokksins gamla. Hvenær heyrist til dæmis nú talað um allt landið sem þjóðareign? Það er jú ymprað á þvi, aðallega um háhitasvæðin, en auðvitað er allt Island okkar sameiginleg eign. Ég á allt Island, alveg eins og þú og hver annar. Landið á svo að hagnýta, Fjölbýlishús Stofnanir Sveitarfélög Verktakar húsiö Þetta er orðsending tii þeirra, sem eruað leita aðteppum í hundruðum eða þúsundum fermetra. Komið eða hringið — við bjóðum fjölmargar gerðir, ýmist af lager eða með stuttum fyrirvara. Úrvalsteppi með mikið slitþol frá Sommer, Kosset, Marengo, Manville og Weston. Og greiðsluskilmálarnir — þeir eru við allra hæfi. Við sjáum um máltöku og ásetn- ingu. Teppadeild • Hringbraut 121 • Simi 10-603

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.