Þjóðviljinn - 17.08.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 17.08.1975, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 Rauði háskólinn í Bremen getur borgað duglegri lögfræðingi og þarf ekki fyrirfram að óttast háan málskostnað. t þessu skyni var i Bremen unn- ið að þvi að kenna mönnum eftir kennsluskrám sem teygðusig yfir landamæri i hefðbundinni náms greinaskiptingu. Til dæmis áttu á sviði félagsfræða lögfræðingar, hagfræðingar, félagsfræðingar og sagnfræðingar að sjá til þess að stúdentar lokuðu sig ekki inni i sérstöku fagi (t.d. lögfræði), heldur lærðu i starfshópum (fjöldafyrirlestrar voru afnumd- ir) að skipa sérþekkingu sinni i félagsiegt samhengi. Erfiöieikar Þetta voru glæsileg áform. I heldur óvinsamlegri grein i Stern um háskólann, sem við byggjum þetta spjall á, er og mikið úr þvi gert, að margt hafi farið i súginn. Um leið er getið ýmissa ástæðna. Eitt var, að Kristilegir demókrat- ar, annar helsti flokkur landsins, hafa peð kjafti og klóm barist gegn ‘ hinum rauða háskóla i Bremen. Þeir hafa fyrir sitt leyti visað á bug öllum kennsluskrám, hye vel sem þær voru unnar. Kristilegir hafa hamrað mjög á þvi, að hér væri ekki um annað en „marxiska útungunarstöð” að ræða, og þessi áróður hefur leitt til þess, að iðnaðurinn hefur ekki þorað að fá Bremenháskóla rann- sóknarverkefni. Menn taki eftir þvi, að það sem mest fór i taugarnar á kristileg- um var meðákvörðunarréttur stúdenta og starfsfólks sem inn- leiddur var i Bremen. Þessir tveir hópar hafa i háskólaráðum jafnan rétt á við háskóiakennara (þrir jafnréttháir hópar). Meðákvörðunarrétturinn hefur að sumu leyti orðið háskólanum mjög erfiður. Hann hefur leitt til þess, að ákaflega mikill timi hef- ur farið i kappræður kennara og nemenda um það, hvernig eigi að haga náminu, hvaðsé rétt að taka fyrirog þar fram eftir götum. Þar ofan á bættist, að háskólinn var opnaður árið 1971, enda þótt undirbúningi að starfi hans ætti ekki að vera lokið fyrr en 1973. Tvennt var það sem þrýsti svo á: skortur á plássum við vesturþýska háskóla og metnaður hinna sósialdemókratisku ráða- manna i Bremen. (Endursagt). 3200 fermetra sal er skipt I hólf með færanlegum veggjum og innan Pólitiskur hversdagsleiki f Bremen: prófessor Jens Scheer safnar hvers svæðis vinna „starfshópar”. Kennarar hafa ekki rétt á sérvinnu- „klukkustundarkaupi” til aðstoðar við fórnarlömb Vfetnamstríösins. stofum. Til dæmis má nefna, að ung- sósialistar (yngri deild sósialdemókrata) sem annars- staðar þykja hinn mesti ógnvald- ur góðborgurum, eru i Bremen taldir „afturhaldssinnaðir”. Við siðustu kosningar til háskólaráðs (Konvent) fengu þeir aðeins 14,2% atkvæða, en höfðu áður rúmlega 20%. Maóistar úr KSB fóru með sigur af hólmi, fengu 33,7% atkvæða^-Smærri maóista- hópur, KSV, fékk 5,7%. Spartakussamtökin, sem eru tengd kommúnistaflokkinum opinberum störfum sem liklegir þykja til að vanmeta stjórnar- skrána). En samt verður þessi sami senator, sem er sósialdemó- krati, að játa, að „helmingur kennaranna eru gallharðir marxistar”. Fögur fyrirheit. Borgarstjórinn i Bremen lét á sinum tima svo um mælt, að há- skólinn þarætti að verða „háskóli hinna forré11 inda 1 ausu ”. Keyndar er það svo, að i þessum skóla eru 15% stúdenta verka- mannasynir, og er það helmingi meira en gengur og gerist i öðrum þýskum háskólum. Þetta átti eins og fyrsti rektorinn von der Vring komst að orði, að verða „háskóli sem byggir á lýðræðislegu rétt- læti og félagslegri samstöðu... háskóli sem segir hvað hann vill og hugsar, og lætur sér annt um að koma þekkingunni á framfæri við almenning.” Samkvæmt áformum hinna sósialdemókratisku stjórnenda i Bremen átti þessi umbótaskóli að: — — ala upp kennara sem tryggt gætu að öll börn fengju i raun og veru sömu menntunarmöguleika, og þá fyrst og fremst að verka- mannabörn geti nýtt gáfur sinar til fulls — mennta verkfræðinga, sem hugsa til þess með samfélagslegri ábyrgðartilfinningu, hvaða um- hverfistjóni ný tækni getur vald- ið. -Mennta lögfræðinga,. sém risi gegn þvi, að i dag getur rikur maður auðveldlega náð rétti sin- um en aðrir, vegna þess að hann Eftir stúdentauppreisn- ina f Þýskalandi var stofn- aöur i Bremen (sem sósíaldemókratar stjórna) nýr háskóli. Hann átti fyrst og fremst aö taka viö börn- um verkamanna og vera nokkurskonar andsvar við hinum gamla háskóla, sem var þá undir mikilli skot- hríð frá vinstri. Háskólinn var stofnaöur 1971 og þar eru nú 3500 stúdentar. Hann hefur á skömmum tíma breyst í mikið virki á- hangenda ýmiskonar rót- tækra hÓDa. fengu 24% (höfðu 7,8%). Og Sósialiska háskólasambandið, sem hafði verið rekið úr sósialistaflokknum fyrir sam- fylkingarpólitik fékk um 23% at- kvæða stúdenta. Þessari miklu róttækni fylgja að sjálfsögðu harðar skærur og gagnkvæmar ásakanir um henti- stefnu og ævintýramennsku, einkum milli kommúnista DKP' (Spartakus) og maóista. Nokkuð hliðstæð skipti á milli hinna ýmsu marxisku hópa eiga sér stað i kennaraliðinu. Sá senator i Bremen, sem fer með kennslu- mál, hefur að visu reynt eftir föngum að visa t.d. kommúnist- um á bug (i Þýskalandi eru i gildi hin furðulegustu ákvæði um að HÚSASPJALL Við sögðum á dögunum frá Danilo Dolci, hugrökkum itölsk- um umbótamanni sem hefur unn- ið heimsfrægt verk meðal annars með afhjúpun samspils fjárplógs- manna mafiunnar og stjórnmála- manna. Enda var hann 23 sinnum leiddur fyrir rétt á sex árum. Dolci er arkitekt. Hann minnti á það, að þegar Feneyjar, þessi perla meðal borga, var að risa þá var þar enginn borgararkitekt. En hver maður sem reisti hús var listamaður, hver fjölskylda. Þetta fólk reisti sameiginlega mikið listaverk, þetta var hóp- sköpun. Dolci tók þetta dæmi til að nota i þeim boðskap.að mann- legt félag eigi að vera einskonar listaverk — hann hefur meiri áhuga á byggingu mannfélags- tengsla en sambandi þvi, sem steinar ná hver við annan i múr- vegg. Húsavernd. Hvort sem menn nú setja efst á blað, þá er það lika vist, að hús segja margt um fólk sem þau reisti og bjó i þeim og samskipti þess og kjör. Við eignuðumst aldrei neinar Feneyjar eða Brúgge, ekki heldur i örsmárri útgáfu, þótt vissulega hafi verið til reisulegir bæir og fallegar torf- kirkjur. Þetta er okkur bersýni- lega meira saknaðarefni en svo, að við getum látið huggast við það eitt, að við höfum þó alltaf átt „fýsn til fróðleiks og skrifta”. Þessi söknuður er svo mikill, að ioks er svo komið að.það virðist fundið eitt mál sem allir geta sameinast um, eða svo gott sem. Þetta mál er varðveisla gamalla húsa. Manni sýnist að öll torfhús og timburhús sem einhvern aldur hafa séu að verða heilög i vitund fólks. Og allir vilja vernda þau, eða að minnsta kosti að einhver annar (annar eigandi, annað bæjarfélag) verndi þau. Þetta er eins og verndun fiskistofna — þaö eru alltaf aðrir sem stunda rán- yrkju. Ekki hann ég. Já og nei Út i þessa sálma er litillega farið hér vegna skemmtilegrar sýningar, sem haidin er i Nor- ræna húsinu i tilefni húsfriðunar- árs. Skemmtilegrar og dapur- legrar. Það er blátt áfram ánægjulegt að vera minntur á að fegurð og smekkvisi leynir viðar á sér en maður man eftir i svip- inn. þegar gengið er um islenska bæi og þorp. Og það er ömurlegt að skoða þau dæmi, sem á sýning- unni eru einkar skýrt dregin fram, um barbariska meðferð á þeim fátæklega arfi sem viö eig- um i húsagerðarlist. Hvernig lögulegustu hús hafa verið af- skræmd og eyðilögð með viðbyggingum, kvistum, glugga- breytingum, „forskalningu” og þar fram eftir götum. Eða þá rif- in, eins og ót.al dæmi eru um. Það hefur mikið farið i súginn af þvi sem við áttum i húsum. Og það er kannski vegna þess, vegna vondrar samvisku af þvi að menn rönkuðu seint og illa við sér, að húsverndartalið er nú einum of laust við gagnrýni. Manni finnst einatt, að aldurinn einn sé nægur til að helga mannvirki i vitund fólks og fegra það. Og þá vilji menn gleyma þvi, að einnig fyrir sextiu, áttatiu eða hundrað árum voru islenskir veikir fyrir tildri ýmiskonar og svo undarlegri sambræðslu stiltegunda. Maður getur meira að segja ekki horft á jafnágætt hús og sjálfsagt til verndar og landshöfðingjahúsið án þess að glotta svolitið út i annað munnvikið yfir þessum býsanska lauki sem allt i einu hefur dottið hér ofan á venjulegt skandinaviskt timburhús. Og mörg dærai eru til miklu hæpnari. Þaö sem á eftir kom En mönnum er vorkun þótt þeir vilji nú halda i svotil hvaða timburhús sem er, sé það eldra en fullveldið. Einkum vegna þess, að það sem menn hafa fengið i stað- inn er oftast nær mun verra. Það er vafamál, að nokkur þjóð hafi verið jafn óheppin með hús og is- lendingar nú á sinum uppgangs- timum. Það er sama hvort litið er til opinberra bygginga eða ibúðarhúsa — allt er þetta að lygi- lega stórum hluta ófrumlegt, illa lagað islenskum aðstæðum, kauðalegt, blátt áfram ljótt. Þegar maður horfir til dæmis á leiðindahús eins og Árnagarð, þar sem handritin búa, hús sem gæti eins verið hundaspitali i Panama, þá liggur meira að segja við að maður sakni þjóðernisrómantik- ur i ætt við þá sem Guðjón Samúelsson iðkaði. Það má margt illt um Hallgrimskirkju segja og það með góðum rökum. En grinið er, að hún er einstök i sinni röð, á ekki sinn lika, er svo hrikaleg timaskekkja, að menn munu að lokum sætta sig við hana. Eins oog svokallaðar rjómaterlur Stalins i Moskvu. Kannski er eymd okkar i húsa- málum nú svo mikil, að Hall- grimskirkja verður helsta keppi- kefli húsaverndunarmanna fram- tiðarinnar? a.B.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.