Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. september 1975. ÞJÓÐVJLJINN — SIÐA 5 í siðustu viku birtu islensku blöðin ávarp frá Raul Rego fyrrum ritstjóra Republica og sex kollegum hans. Var þar far- ið fram á að islenskir blaða- menn styddu við bakið á þeim starfsbræðrum sinum i Portii- gal sem „beita sér nú sem fyrr gegn öllu opinberu eftirliti með upplýsingamiðlun...” Telja þeir þingræðisskipulag og fjöl- flokkakerfi vænlegast til mót- Danmörk: Knud Vilby Information. ritstjóri Raul Rego fyrrum ritstjóri Republica. Ávarp Regos vægis við tilhneigingu stjóm- valda til ritskoðunar og tak- markana á tjáningarfrelsi. 65 fslenskir blaðamenn undir- rituðu ávarp þetta en fyrir utan birtingu þess urðu harla litlar umræður um efni þess. En þetta ávarp fór víðar og i Danmörku birtist það undirritað af 26 framámönnum útvarps og blaða, þe. frá sósialdemókröt- um og þaðan til hægri, enginn fjölmiðlungur vinstra megin við krata undirritaði skjalið. Þvi er á þetta minnst hér að nokkrar deilur urðu um skjalið i Information og er ætlunin að segja stuttlega frá þeim deilum hér á eftir. Þeir sem deildu voru Knud Vilby ritstjóri Information og BÞENT A. Koch ritstjóri frétta- stofunnar Ritzaus Bureau en hann hefur oft heimsótt ísland og ævinlega hefur Morgunblaðið birt við hann viðtal. Áður en hann tók við stöðu þeirri sem hann gegnir nú var hann rit- stjóri Kristaligt Dagblad. ,,Við vitum betur” Daginn sem ávarpið var birt ritar Vilby leiðara þar sem hann fer hörðum orðum um undir- skrifendur ávarpsins og skammar þá ma. fyrir að hafa þagað allan þann tima sem fas- isminn réð rikjum i Portúgal. ...þeim sem nú berjast fyrir ný ju frelsi mæta hræsnifull skil- yrði frá hinni frelsisunnandi Evrópu. I stað efnahagsaðstoð- ar fá þeir pólitiskar skammir. I stað samstöðu fá þeir að heyra að „við vitum betur”.” Hann segir einnig að við eigum ekki að dæma það fólk sem nú berst með ýmsum aðferðum fyrir ýmsum tegundum lýðræðis harðara en þá sem báru ábyrgð á hálfrar aldar fasisma i ladinu. Koch svarar Vilby i Infor- mation nokkrum dögum siðar af miklu yfirlæti og segir Vilby reka áróður fyrir þvi að menn eigi ekki að blanda sér i málefni Portúgals. Hann ber af sér að hann hafi þagað um fasismann i Portúgal, nefnir þar til skrif KD um hann og þátttöku sina i IPI, Alþjóða fjölmiðlastofnuninni, sem berjist fyrir tjáningarfrelsi i austri sem vestri. Einnig ber hann Vilby á brýn að kjósa fremur kommúniskt einræði en fasiskt. Asömusiðu birtir Vilby langt svar við bréfi Kochs. Byrjar hann á að fagna þvi að loskins hilli undir umræðu um þjóðfé- lagsstöðu fjölmiðla, tjáningar- frelsi og lýðræði, sem svo marg- ir hafi beðið eftir lengi. (Hann notar einnig tækifærið til að hnýta i danská blaðamanna- sambandið fy rir að vera aðili að IFJ, Alþjóðasamtökum blaða- manna, sem hefur innan sinna vébanda samtök blaðamanna i Vestur-Evrópu, Bandarikjun- um, Kanada og þar fyrir utan einungis samtök i löndum eins og Zaire, Tyrklandi, Suður- Kóreu og Suður-Vietnam sem var.Þetta á reyndar lika við um Blaðamannafélag Islands.) veldur deilum um lýðrœði tjá u i nga rfre Is i °g þjó ðfé lagss löðu fjölmiðla »«v> '.\írý‘-<y'rrK iXé v/-.’ •' Tjáningarfrelsið og stéttabaráttan Vilby snýr sér siðan að þvi að svara Koch. Hann segir að ef- laust séu þeir sammála um að lýðræðið fái ekki staðist án tján- ingarfrelsis (danir segja reynd- ar „pressefrihed” sem myndi þýða fjölmiðlafrelsi en við höld- um okkur við tjáningarfrelsið). Á hinn bóginn sé tjáningarfrelsi merkingarlaust i þjóðfélagi sem ekki býður þegnum sinum upp á lýðræði á öðrum sviðum. — Að minum dómi getur tjáningar- frelsi þvi aðeins staðið undir nafni að það veiti fjölmiðlum pólitiska og efnahagslega möguleika á að berjast fyrir málstað þess veikasta og veitir þeim veikasta tækifæri á að hagnýta sér fjölmiðla i baráttu sinni, segirVilby. Hann segir að þótt viða sé pottur brotinn i Danmörku sé þó ástandið þar þolanlegt miðað við þau mörgu þjóðfélög þar sem tjáningar- frelsið er hrein móðgun við þá verst settu þvi að komi þeim að engu gagni eins og skiptingu auðsins er háttað. Siðan tekur hann dæmi af Ind- landi og Kina. í Indlandi rikti tjáningarfrelsi á vestræna visu til skamms tfma. En það hefur ekki reynst sveltandi ibúum landsins mikil stoð i lifsbarátt- unni. — Ef Kina, með þvi sem Bent A. Koch nefnir e.t.v. kommúniskt einræði, hefur reynst færara um að leysa fæðu- öflunarvandamál sin en Ind- land, með spillingu, lýðræði og tjáningarfrelsi, sin vandamál — þá kýs ég frekar kommúniskt einræði, segir Vilby. Hann segir að Portúgal sé efnahagslega litið betur á vegi statt en margar þjóðir þriðja heimsins. Þær þjóðir hafi lika annað viðhorf til stjórnmála en velferðarþjóðfélög Vesturlanda. Á Vesturlöndum hugsi stjórn- málafræðingar meira um markmið mannskepnunnar, frelsi einstáklingsins og póli- tiskt siðgæði en þau jarðbundnu vandamál sem lúta að fátækt, hagvexti og rikisafskiptum af efnahagslifinu. 1 augum kollega þeirra i þróunarlöndunum er stjómkerfið fyrst og fremst tæki til að ná sem mestum framför- um I efnahagsli'finu. Þeir hugsa meira um efnahagsþróunina og næstu fimm ára áætlun en póli- tiskt siðgæði. — Við getum verið áhyggju- fullir vegna þess að tjáningar- frelsið skuli ekki njóta algers forgangs á þessu stigi þróunar- innar. En það kunna að vera til þýðingarmeiri hliðar á frelsinu þessa stundina. Einnig i Portú- gal. Hins vegar er það eitt engin afsökun fyrir öllu þvi sem gerist i landinu þessa dagana en ég held að enginn vilji axla ábyrgð- ina á öllu þvi sem gerist. Vilby segir að vitaskuld hafi allir þeir sem settu nafn sitt und ir ávarpið rétt til að blanda sér i málefni Portúgals þótt þeir, sem fyrir byltinguna i fyrra veittu athygli þeim frelsisskerð- ingum sem tiðkuðust I Portúgal og nýlendum þess, hafi meiri rétt til þess en þeir — og þeir séu fleiri — sem ekki lyftu fingri til að mótmæla aðild einræðis- stjórnar fasista i Portúgal að EFTA og Nató. Og sem hafa ekki minnst einu orði á að dönsk fyrirtæki eru i óða önn að losa um öll viðskiptasambönd við Portúgal til þess að snúa sér i enn rlkara mæli að Spáni sem enn býr við fasisma. Nærtækari samanburður Loks segir Vilby að það væri mun eðlilegra að menn hefðu á- hyggjur af skerðingu tjáningar- frelsis i þeim löndum sem búa við það miki rikidæmi að þau ættu að geta boðið þegnum sin- um upp á ótakmarkað frelsi. Til dæmis sé nú orðið timabært að tala um ástand þessara mála i Sovétrikjunum þar sem fjöl- miðlar eru ekki i höndum auð- fyrirtækja heldur á að heita að þeir séu eign fólksins j landinu og ættu þvi að túlka malstað al- þýðunnar en ekki valdhafanna eins og þau gera. En danir geta tekið nærtæk- ara dæmi: Vestur-Þýskaland. Þar gefi ekki aðeins að líta stór- fellda samþjöppun valds yfir fjölmiðlun á hendur fámennra fjármagnshópa og sivaxandi formöngun heldur gilda þar lög sem beinlinis geri það hættulegt fyrir fólk að hagnýta sér tján- ingarfrelsið. Þar á hann við „Berufsverbot”: lög sem heim- ila stjórnvöldum að reka menn úr störfum eða sýnja þeim um störf hjá hinu opinbera vegna skoðana þeirra. Þar eiga rót- tæklingar, sem hagnýta sér tjáningarfrelsið til að setja skoðanir sinar fram á prenti, á hættu að vera sviptir atvinnu- möguleikum. — Hér sjáum við glöggt dæmi um frelsisskerðingu i þjóðfélagi sem i ávarpinu er nefnt fjöl- flokkakerfi (pluralistisk). Þjóð- félagi sem ekki getur afsakað sig með þvi að vera að gera upp við leifar af langvarandi fas- isma. Þjóðfélagi sem likistokk- ar mjög hvað varðar þingræðis- skipulag. Þjóðfélagi sem hefur tima og efni á að setja lýðrétt- indi öllu ofar og getur td. ekki afsakað sig með þvi að þróun efnahagslifsins sé mikilvægust þessa stundina. ÞH endursagði. Atvinna ■ Atvinna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á kvennalækningadeild Landspitalans nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. VÍFILSSTAÐASPÍ TALINN: HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomu- lagi, einkum á kvöld- og næturvakt- ir. Upplýsingar veitir forstöðukon- an, simi 42800. KLEPPSSPÍTALINN: STUNDARKENNARI óskast i vetur á skóladagheimili fyrir börn starfs- fólks. Upplýsingar veitir forstöðu- konan. FóSTRA óskast á dagheimili fyrir börn starfsfólks, nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á næturvaktir nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan. HJÚKRUNARKONA óskast á Göngudeild nú þegar eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar veitir for- stöðukonan. HJÚKRUNARKONA óskast á Flókadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarstjóri deildarinnar, simi 16630. ÞVOTTAHÚS RÍKIS- SPÍTALANNA: ÞVOTTAMAÐUR óskast nú þegar til starfa. Upplýsingar veitir for- stöðukona simi: 81714 STARFSSTÚLKUR óskast til af- leysinga nú i septembermánuði. Upplýsingar veitir forstöðukona simi: 81714. RANNSÓKNASTOFA H Á- SKÓLANS: AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir að- stoðarlæknar óskast til starfa frá 1. október n.k. Umsóknarfrestur er til 20. september n.k. Umsóknum, er greina aldur, mennt- un og fyrri störf ber að skila til Skrifstofu rikisspitalanna. Umsókn- areyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik 29. ágúst 1975. SKRiFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍMI 11765

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.