Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 10
10 ÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. september 1975. Alþýðubandalagið: Alþýðubandalagið Vestfjörðum AOalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins I Vestf jarðakjördæmi verður haldinn i félagsheimilinu Suður- eyri Súgandafirði dagana 6. og 7. september n.k. Fundurinn hefst laugardaginn 6. september kl. 2 eftir hádegi. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, og Kjartan Ölafsson, ritstjóri Þjóðviljans, koma á fundinn. Dagskrá nánar auglýst siðar. Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðu- Ragnar Kjartan bandalagsins á VestjörOum. Atvinna ■ Atvinna Lausar stöður Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslu- stöðina i Stykkishólmi er laus til umsókn- ar frá 1. október 1975. Hjúkrunarfræðing- urinn skal hafa aðsetur og starfa i Grund- arfirði. Staða ljósmóður við heilsugæslustöðina i Ólafsvik er laus til umsóknar nú þegar. Staða hjúkrunarfræðings við 'heilsugæslu- stöðina á Djúpavogi er laus til umsóknar nú þegar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar ásamt upplýsingum um i menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. ágúst 1975. IP Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á hinar ýmsu deildir Borgarspitalans. Upplýsingar veittar á skrifstofu forstöðukonu, simi 81200. Reykjavík, 29. ágúst 1975. BORGARSPÍ TALINN ||I RITARI óskast við heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavikur. Umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sé skilað til forstöðumanns heyrnar- deildar fyrir 15. september. Heilsuverndarstöð Reykjavikur. Skrifstofustarf Stúlka óskast til vélritunarstarfa hjá rikisstofnun i Reykjavik. Um hálfsdagsstarf er að ræða. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 6 september nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. ágúst 1975. KR Framhald af bls. 9. aldur Júliusson hafði vippað yfir Magnús markvörð sem kominn var út i vitateig og oftar skall hurð nærri hælum. En inn fór boltinn ekki og það er það sem ræður úrslitum. KR lagði áherslu á varnarleikinn og tókst að halda fengnu forskoti og um leið að forða sér úr fallinu á ell- eftu stundu. Tony Knapp hefur trúlega verið manna fegnastur þvi með þessum sigri gáfu KR- ingarnir honum farseðilinn til Frakklands, Belgiu og Rússlands. Vestmannaeyingar verða enn um sinn að halda áfram við knatt- spyrnuæfingar. Þeirra keppnis- timabili er ekki lokið og erfiður leikur við Þrótt um 9. sætið i 1. deild er framundan. —gsp Portúgal Framhald af bls. 2. kratiskur flokkur. Foringi hans, Soares, hefur margoft lýst þvi yfir að sósialdemókratisk vel- ferðarstefna eigi ekki við i Portú- gal, heldur verði að stefna að sósialisma. Kommúnistaflokkur- inn er hins vegar ólikur s.n. „systurflokkum” sinum i Vestur- Evrópu, þar sem hann hefur hafnað breiðfylkingarstefnu þeirra og nú siðast i vaxandi mæli hollustunni við leikreglur borg- aralegs lýðræðis. Agreiningsmál þessara flokka eru mörg, en þeim til grundvallar virðist liggja tog- streita um forystuna fyrir verka- lýðsstéttinni i stéttarbaráttu hennar. 1 þessari togstreitu hefur Kommúnistaflokkurinn farið inn á þá braut að reiða sig stöðugt meir á Herjahreyfinguna, en sósialistaflokkurinn á samstarf við mið- og hægriöflin. Hér eru augljósar hættur á ferð, þar sem Kommúnistaflokkurinn reynir að vinna verkalýð til fylgispektar við s.n. „timabundið einræði” pólitiskt tvistigandi herforingja, en krafa Sósialistaflokksins um valdaafsal hersins myndi þýða stóraukna möguleika fasista á gagnbyltingu, næði hún fram að ganga. Afstaða Stúdentaráðs 1 þessari stöðu er fásinna fyrir lýðræðis- og alþýðusinna að iýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við einhver pólitisk samtök í Portú- gal, s.s. Sósialistaflokkinn og bandamenn hans, Kommúnista- flokkinn eða Herjahreyfinguna. Hins vegar er það skylda þeirra að standa alþjóðlegan vörðum þá sigra sem unnist hafa og þá möguleika til aukins frjálsræðis og jöfnuðar sem fyrir hendi eru i Portúgal. Að mati Stúdentaráðs eru eftirfarandi atriði mikilvæg- ust i þvi tilliti: — að alþýðuhreyfingunni verði veitt sem best vaxtarskilyrði. Stuðlað verði að virkri þátttöku fjöldans og sjálfsstjórn alþýðunn- ar. — að ekki verði lagðar hömlur á stjórnmálastarfsemi neinna andfasiskra afla^ og tjáningar- freisi leyft að blomgast með af- námi hafta á funda- og prent- frelsi. — að komið verði i veg fyrir æsingar og hermdarverk fasiskra og hálf-fasiskra afla i hinum i- haldssömu norðurhéruðum og hinum amerikaniseruðu Azoreyj- um. — að menn geri sér ljósa hina yfirvofandi hættu á fasisku valda- ráni i Portúgal. Viðurkenning þessarar staðreyndar höfðar til viðeigandi gagnráðstafana bæði af hálfu portúgala sjálfra og al- þjóðlegra stuðningsmanna frels- isþróunar þar i landi. — að forðað verði erlendum af- skiptum af þróun mála i Portú- gal. Slik hætta getur stafað frá spænskum fasistum, þeim er- lendu aðilum, sem fjárfest hafa i Portúgal, og jafnvel risaveldun- um. — að andfasisk öfl sameinist um viðieitnina til að draga úr spennu og hjaðningavigum milli hinna ýmsu hópa alþýðusinna, en stuðli að valdbeitingarlausri um- ræðu þeirra á meðal, með það fyrir augum að portúgalska þjóð- in velji sjálf sina framtíðarþróun. Yísir Framhald af bls. 3. Blaðaprents hf. taki til vinnslu og prentunar nýtt dagblað á vegum hlutabréfaflokksins, er úr mjög vöndu að ráða fyrir stjóm félagsins, sem að sjálf- sögðu vill forðast að blanda sér i deilur hinna strfðandi aðila meðal aðstandenda Visis. Þar við bætist, að engin ákvæði eru i lögum Blaðaprents hf., hvernig með skuli fara, ef þvilikur klofningur sem hér er orðinn, kemur upp. Verður þvi stjórn Blaðaprents að byggja afstöðu sina og niðurstöður á eigin sam- þykktum, almennum hlutafé - ■ lagalögum og almennum reglum eins og við getur átt. Verður stjórn Blaðaprents hf. að virða rétt þeirra, sem fara með hlutabréf i Blaðaprenti hf. en telur sér jafnframt skylt að standa við þau fyrirheit, sem gefin eru Visi i stofnsamningi Blaðaprents hf. um að séð verði um prentun hans á hefðbundn- um tima. Með skirskotun tii framarrit- aðs ályktar stjórn Blaðaprents hf. eftirfarandi: 1. St jórn Blaðaprents hf. ákveð- ur að Visir skuli unninn og prenlaður i prentsmiðju félagsins með sama hætti og áður. 2. Stjórn Blaðaprents hf. sam- þykkir þá beiðni meirihluta stjómar Járnsiðu hf. að taka til vinnslu og prentunar nýtt dagblað, enda sé það fram- kvæmanlegt, og felur framkvæmdastjóra og yfir- verkstjóra að hefja samninga um útkomutima og tæknileg atriði og leggur niðurstöður þeirra fyrir stjórn Blaða- prents hf. hið fyrsta. Samþykki allra stjórnar- manna I Blaðaprenti hf. þarf til ákvörðunar um útkomu- tima blaðsins. 3. Með þvi að ekki verður talið, að réttur hvers hlutabréfa- flokks i Blaðaprenti hf. sé til að láta prenta tvö dagblöð samkvæmt hinni sérstöku gjaldskrá, sbr. 18. gr. sam- þykkta félagsins, ákveður stjórn Blaðaprents hf. að gefa C hlutabréfaflokki, til bráða- birgða, kost á að njóta við- skiptakjara 18. greinarinnar fyrir bæði blöðin, Visi og hið nýja dagblað, enda samþykki þau eitt af tvennu: (a) að skipa hvort um sig, einn fulltrúa i 3ja manna gerðardóm þar sem farið yrði fram á, að Hæstiréttur skip- aði oddamann, en gerðar- dómur þessi kvæði á um það innan 4 vikna, hvort dagblað- ið ætti rétt á að njóta hinna sérstöku viðskiptakjara 18. greinarinnar. (b) að deponera eða leggja fram tryggingar fyrir mis- muninum á hinni sérstöku gjaldskrárgreiðslu og útsölu- taxta, þar til úr þvi verður skorið með samkomulagi eða dómi, hvort dagblaðið eigi rétt á að njóta viðskiptakjara 18. greinarinnar. 4. Stjórn Blaðaprents hf. telur, að við sölu stjórnar Járnsiðu hf. á hlutabréfum Járnsiðu I Blaðaprenti hf. til Jónasar Kristjánssonar og Sveins R. Eyjólfssonar hafi ekki verið gætt forkaupsréttar annarra hluthafa i C hlutabréfaflokki Blaðaprents hf. samkvæmt 7. gr.samþykkta félagsins. Mun stjóm Blaðaprents hf. sjá um, svo sem henni er skylt, að sölumeðferð þessara hluta- bréfa. fari fram i fullu sam- ræmi við samþykktir Blaða- prents hf.” lærir máliö r i MÍMI Sími 10004 1 Einkaritaraskólinn þjálfar nemendur— karla jafnt sem konur — í a) verslunarensku b) skrifstof utækni c) bókfærslu d)vélritun e) notkun skrifstofu véla f) notkun reiknivéla g) meðferð toll- skjala h) íslensku. Tvö tólf vikna námskeið/ 22. sept. — 12. des. og 12. jan. — 2. apríl. Nemendur velja sjálfir greinar sínar. Inn- ritun í síma 11109 (kl. 1—7 e.h.) MIMIR Brautarholti 4 Frá barnaskólum Reykjavíktir Börnin komi i skólana fimmtudaginn 4. september, sem hér segir: 1. bekkur (börn fædd 1968) komi kl. 9. 2. bekkur (börn fædd 1967) komi kl. 10. 3. bekkur (börn fædd 1966) komi kl. 11. 4. bekkur (börn fædd 1965) komi kl. 13. 5. bekkur (börn fædd 1964) komi kl. 14. 6. bekkur (börn fædd 1963) komi kl. 15. Skólaganga 6 ára barna (fædd 1969) hefst einnig i byrjun septembermánaðar og munu skólarnir boða til sin (bréflega eða simleiðis) þau 6 ára börn, sem innrituð hafa verið. Fræðslustjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.