Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. september 1975. Þriðjudagur 2. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Heimsókn í hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn Þrátt fyrir að hús Jóns Sigurðs- sonar i Kaupmannahöfn hafi verið vigt til notkunar árið 1970, hefur það ekki verið opið að ráði fyrir islendinga fyrr en siðasta sumar. Nú i sumar hefur starf- semin blómgast, og ferðalangar jafnt sem kyrrstöðumenn i Kaup- mannahöfn hafa getað komið þar alla daga milli kl. 14 og 22. Þjóðviljinn ieit við i þessu „Islands kuluturhus”, einsog það nefnist og spjallaði við þá tvo menn sem hafa fyrst og fremst staðið fyrir þvi að húsið væri opið. Þeir eru Þorsteinn Máni, formaður félags Islendinga i Danmörku, og Guðlaugur Ara- son,formaður félags námsmanna i Kaupmannahöfn. Þeir félagar reka veitingasölu á fyrstu hæð hússins. Þar er boðið upp á kaffi og öl, „smörrebröd” og islensk dagblöð. Úr hljómtækjum berst ,,Er ég kem heim i BUðardal” og fleira i þeim dúr. „Þessi veitingasala var boðin út i vor. En enginn vildi taka hana að sér með þeim skilyrðum að hafa hana svona lengi opna, og með ekki meiri von um gróða. Það varð þvi úr að við slógum sjálfir til”, segir Guðlaugur. ,,Hvað sækja islendingar hingað”? „Fyrst og fremst dagblöðin. Hérna geta menn sest niður með hressingu og lesið blöðin. Einnig eru menn mikið að ieita sér félagsskapar innan um aðra Islendinga. t sumar hafa komið hingað u.þ.bþ fimm hundruð. manns. Margt af þessu fólki kemur hingað oft. Samastaöurdagblaða- hungraðra íslendinga Þórsteinn Máni, formaður Félags Islendinga I Danmörku, og Guðlaugur Arason, formaður Félags námsmanna I Kaupmannahöfn, við hús Jóns Sigurðssonar, þar sem þeir hafa rekið veitingasölu. Það er ekki sfður eldri kynslóðin sem sækir Hús Jóns Sigurössonar. Ekki má heldur gleyma að hér i húsinu er minningarherbergi um Jón Sigurðsson, sem ferðafólk vill yfirleitt skoða. Hússtjórnin hefur ekki treyst okkur fyrir lykli að þvi, og er presturinn sem býr hérna i húsinu þvi sá sem um það sér. Þegar hann er ekki heima, missa margir af að sjá her- bergið”, segja þeir Þorsteinn og Guðlaugur. „Hvernig skiptist aðsókn ferða- langa og þeirra sem búa i Dan- mörku”? „Nokkurnveginn jafnt. Það sem gerir það að verkum að ferðamenn eru svo stór hluti eru ferðahópar sem ferðaskrifstofur hafa stefnthingað nokkrum sinn- um.” „Hver er fjárhagslegur grund- völlur þessa húsreksturs?” „Hann er nú heldur bágbor- inn”, segja þeir félagar. „Þegar islenska rikið tók við húsinu sem gjöf frá Carli Sæ- mundsen árið 1967, var ráðist i miklar endurbætur innanhúss. Einn dýrasti arkitekt Dana var fenginn til að stýra umbótunum, sem kostuðu á sinum tima eitt- hvað á milli 30 og 40 miljónir. Reyndar er það saga út af fyrir sig að þessar umbætur reyndust litið hagkvæmar, og hefur margt verið rifið niður, og nýtt sett upp. En siðan þessum fjármunum var varið til hússins, hafa fáar krónur oltið hingað. Fyrst og fremst er treyst á áhugamennsku við rekstur hússins. Islenska rikið borgar hita og rafmagn og ræstingu, og sér að sjálfsögðu um öll útgjöld verið hefur til allskonar funda- halda. Þá þyrfti heldur ekki að koma til lokunar að vetrarlagi. Það er eiginlega sama hvað okk- ur dettur i hug varðandi rekstur hússins, allt er undir þvi komið að starfsmaður fáist. Okkur finnst sjálfsagt að það húsnæðisem íslendingar hafa hér i Kaupmannahöfn verði nýtt til fullnustu i þágu þeirra. Það er fuil þörf fyrir þennan samastað, eins og sést best á þvi hve aðsóknin i sumar hefur aukist jafnt og þétt”. „Hvað eru margir Islendingar búsettir i Danmörku”? „Könnun var gerð siðastliðinn vetur á þvi, og samkvæmt henni eru þetta milli fjögur og fimm þúsund manns. Hér er um að ræða námsmenn og fjölskyldur þeirra, fólk sem hefur sest að til ýmist lengri eða skemmri tima, fólk sem dvelst hér vegna atvinnu sinnar o.fl. Þetta er liklega mun hærri tala en nokkurn hefur grunað.” Þaðvekur athygli gestkomandi i húsi Jóns Sigurðssonar, að ekki er þar öll islensku dagblöðin að sjá og engin timarit. „Vegna peningaleysisins höf- um við treyst á að fá blöð ókeypis, en ekki fengið öll. Okkur vantar einnig tilfinnanlega eitthvað af þeim fjölmörgu timaritum sem gefin eru út heima. Þess vegna viljum við skora á forráðamenn blaða aðsenda okkur eintak af út- gáfu sinni. Heimilisfangið er : Is- lands Kulturhus, östervoldgade 12, 1350 Köbenhavn K”, segja þeir Guðlaugur og Þorsteinn að lok- um. HUS JÓMS SIGURDSSONA ?* mm. m* mmm’m m " «&*#**' mtmm *** sm ** fm&ws/m ** m - - mm tm n* m m m rmmm m m* mmmm *mm m m* m***t mnmm '*-*'**■ m m mm *r mn r?m mm mm mmm’ m m m**m m mmm t *mmm m &*m m* mitm mit tm tmmtmm wfc fw «• ****** wwuím í SÍA vitnm «t i uaut rnttrniíWmm !&&*»*** MMvm ****** * m mttmm m m. ■. . . - - ■ xm xnm mI itmkn ibúðanna tveggja sem eru á ann- arri og þriðju hæð hússins. Fræði- mannsibúð er á annarri hæðinni og prestsibúðin á þeirri þriðju. Við höfum enga peninga til að fá neitt nýtt hingað á fyrstu hæðina, eða til að gera nokkurn skapaðan hlut. Hinsvegar má geta þess, að gamlir námsmenn i Danmörku, sem eru fluttir heim, eru að safna peningum til hús- gagnakaupa i salinn hér á fyrstu hæðinni.” „Hverjar eru framtiðar- áætlanir um rekstur hússins?” „Þær eru geysimargar, en byggjast fyrst og fremst á þvi að fenginn verði fastur starfsmaður til að sjá um framkvæmdir og eftirlit hér i húsinu, og yrði um leið búsettur hér. tslenski presturinn er um- sjónarmaður hússins. En bæði is- lendingafélögin hafa skýrt sendi- herranum frá þvi að þau hafi ekki áhuga á að hafa prest, heldur starfsmann er sjái um fram- kvæmdir og eftirlit. Þetta þýðir þó alls ekki að við séum óánægð með samstarfið við prestinn hér, heldur höfum áhuga á þessum breytingum i framtiðinni. Þegar þessi starfsmaður væri kominn,er fjölmargt sem við höf- um áhuga á að verði gert. T .d. má nefna að koma upp svefnpoka- plássi fyrir landann. Þá mætti einnig nýta húsið enn betur en Félagarnir Þorsteinn Máni og Guðlaugur Arason við afgreiðslu. Rætt við Margréti Margeirsdóttur, félagsráðgjafa, sem er nýkomin af norrænu þingi um málefni vangefinna Yfirlýsing um réttindi vangefinna I októbermánuði 1968 var efnt til þings alþjóðasamtaka styrkt- arféiaga vangefinna I Jerúsa- iem. A þvi þingi var gerð sam- þykkt um almenn og sérstök réttindi vangefinna, sniðin eftir samþykktum Sameinuðu þjóð- anna um mannréttindi og rétt- indi barnsins. Þessi samþykkt er hugsuð sem alþjóðlegur grundvöliur baráttunnar fyrir bættum aðbúnaði vangefinna og fyrir viðurkenningu samfélags- ins á þvi, að þessir borgarar eigi tilkall til almennra mannrétt- inda. Samþykktin er á þessa leið: l.gr. Vangefnir eiga tilkall til hinna sömu almennu mannréttinda og aðrir borgarar viðkomandi lands, sem eru á sama aldurs- stigi. 2. gr. Hver vangefinn einstaklingur á rétt á viðeigandi læknismeð- ferð, andlegri og likamlegri. Hann á rétt á þeirri menntun, þjálfun og handleiðslu, sem leiðir hann til hins mesta þroska, sem geta hans leyfir, án tillits til þess, hve fötlun hans er á háu stigi. Enginn vangefinn einstaklingur ætti að verða af slikri þjónustu vegna þeirra fjárútláta, sem hún krefst. 3. gr. Vangefinn einstaklingur á kröfu á efnahagslegu öryggi og viðunandi lífskjörum. Hann á rétt á gagnlegu starfi eða öðru verkefni, sem fullnægir honum. 4. gr. Vangefinn einstaklingur á rétt á að búa hjá fjölskyldu sinni eða fósturforeldrum, að taka þátt i almennu félagslifiog fá aðstöðu til tómstundastarfs við sitt hæfi. Sé dvöl á hæli nauðsynleg, þá skal umhverfi þar og aðbúnaður miðastviðaðskapaeins eölilegt lif og hægt er. 5. gr. Vangefinn einstaklingur á rétt á, að honum sé fenginn hæfur tilsjónarmaður, ef þörf krefur, til þess að annast réttindamáí hans og velfarnað. Ekki mega starfsmenn á stofnunum fyrir vangefna eða aðrir, sem hafa atvinnu sina i sambandi við um- önnun vangefinna, gerast til- sjónarmenn þeirra. 6. gr. Vangefið fólk á rétt á vernd gegn hvers konar misnotkun og litillækkandi meðferð. Við af- brot á það kröfu á réttlátri málsrannsókn með tilliti til sak- hæfni þess. 7. gr. Þeir, sem eru vangefnir á háu stigi eiga erfitt með að notfæra sér almenn mannréttindi. Aðrir eru á þvi stigi, að þeir geta hag- nýtt sér þau að hluta. Séu þessir einstaklingar sviptir borgara- legum réttindum, að nokkru eða öllu, skal þess gætt, að á undan fari mat kunnáttumanna, er tryggi, að ekki sé ekki sé um misbeitijngu valds að ræða. Einnigskalfara fram endurmat á þvi, hvort auka skuli borgara- leg réttindi einstaklingsins og skal heimilt að skjóta þvi til yfirvalda til endanlegs úrskurð- ar. Þurfum að mynda heildarstefnu um málefni vangefinna „Þcssi mál komast aldrei i gott horf hérá landi, fyrr en félagsleg þjónusta, skólamál og heil- brigðismál ná að tengjast saman i eina samverkandi heild. Okkur skortir cnn heildarstefnu um málefni vangefinna og þess vegna er t.d. mjög erfitt að skipuleggja kennslu þroskaþjálfa. Við þurfum að ákveða hvort við viljum að umönnun vangefinna sé fyrst og fremst fólgin i hjúkrun og gæslu, eða hvort hún sé uppeldislegs eðlis. Þótt fjöldamargir aðilar hafi sýnt þessum málum áhuga hérog reynt að mynda sér stefnu, er það fyrst og fremst opinber afstaða og heildarstefna sem vantar.” Þetta sagði Margrét Margeirs- dóttir, félagsráðgjafi, er við ræddum við hana, en hún er nýkomin af 15. norræna þingi um málefni vangefinna. Það er Nordisk förbund for psykisk utveklingshámning (NFPU) sem stendur að þessum þingum, sem haldin eru annað hvert ár. Að þessu sinni sátu fulltrúar frá Norðurlöndunum 6, þar af 9 frá Islandi. Þrlr frá hverju landi sitja f stjórn sambandsins, en af Islands hálfu eru þau Sigriður Ingimarsdóttir, Magnús Kristins- son og Kristinn Björnsson i stjórn. Er ákveðið að næsta þing verði haldið hér á landi. Við byrjuðum á að spyrja Margréti hver hefðu verið helstu umræðu- efni þingsins. „Það var fjallað um tvö aðal- efni. I fyrsta lagi um jafnrétti og réttaröryggi vangefinna og i öðru lagi um fyrirbyggjandi fötlun (eða vangefni) frá læknisfræði- Iegu og félagslegu sjónarmiði. Að auki voru svo fluttir styttri fyrir- lestrar eða erindi um fjöldamörg efni, t.d. húsnæðismál van- gefinna, kennslu, samvinnu for- eldra og starfsfólks (Marerét flutti m.a. erindi um það efni) og kynferðisvandamál vangefinna svo eitthvað sé nefnt. Lars Nördskov Nielsen lög- fræðingur ræddi um réttindi van- gefinna, skyldur og réttaröryggi og byggði að mestu á þeirri stefnu, sem Danir mörkuðu 1959 með nýjum lögum um vangefina, þ.e. að þessir einstaklingar eigi að hafa sama rétt og heilbrigðir einstaklingar til þess að njóta fræðslu og lifa eins eðlilegu lffi og mögulegt er. Með þetta i huga hafa Danir gert margt markvert, t.d. byggt skóla, dagheimili, þjálfunarstöðvar, verndaða vinnustaði, litlar heimiliseiningar inni i venjulegum ibúðarhverfum o.s.frv. Arið 1974 breyttu þeir nafni þroskaþjálfa úr omsorgs- assistent i Omsorgspedagog, sem sýnir að þeir leggja æ meira upp úr uppeldislegri hlið starfsins. Lars ræddi m.a. um jafnréttis- sjónarmiðið — um jafnt gildi allra einstaklinga. Það er þó ljóst að við getum ekki gert sömu kröfur til allra einstaklinga, en eigi að slður hafa þeir sama rétt. Van- gefnir hafa rétt til umsjár af hálfu hins opinbera, en þeir hafa t.d. ekki rétt til að ganga I hjóna- band.” „Hefur það atriði ekki einmitt verið umdeilt?” „Jú, það var mikið rætt um það og mörgum finnst sjálfsagt að leyfa vangefnum að ganga i hjónaband, þótt fæstir séu fylgjandi þvi að þeim leyfist að eignast börn. Þá ræddi Lars Nördskov lika um fræðsluskyldu vangefinna, sem i Danmörku er til 21 árs og einnig um þá frelsis- sviptingu, þegar vangefnir eru dæmdir inn á stofnanir. Hver er réttur vangefinna á stofnunum var einnig mjög umrætt, en for- svarsmenn stofnananna geta t.d. ákveðið á hvers konar deild hinn vangefni er settur.” „Geturðu sagt okkur eitthvað frá umræðunum um hitt aðalefni þingsins, fyrirbyggjandi van- - gefni?” „,Já, aðalerindið um það efni flutti Ole Munch, yfirlæknir og fjallaði hann m.a. um nauðsyn þess að ná til barnanna sem allra fyrst, þannig að unnt væri að hefjast handa um kennslu, þjálfun og lækningu strax i upp- hafi. Um fyrirbyggjandi aðgerðir, þ.e. til þess að fyrirbyggja fæðingar vangefinna, eru fóstur- vatn srannsóknirnar einna athyglisverðastar, en þær byggjast á þvi að tekið er sýni úr fósturvatninu i upphafi meðgöngu og er þá unnt að sjá hvort barnið er t.d. mongoliti. 1 slikum til- fellum á móðirin rétt á fóstur- eyðingu. Einnig eru stundaðar viða athyglsiverðar rannsóknir á arfgengum sjúkdómum, sem leitt geta til vangefni. Talið er að með auknu eftirliti mæðra á meðgöngutima, muni með timanum verða hægt að komast að fleiri ástæðum, en ennþá eru orsakir vangáfna oft óskýrðar.” „Hefur ekki þekking manna á orsökum fæðingarskaða (þ.e. börn sem skaðast i fæðingu) fækkað i slikum tilfellum?” „Jú, aukin fæðingartækni og meiri þekking hefur fækkað fæðingarskaða i tilfellum, þótt oft sé erfitt að meta áhrif fæðingar á börn, sem siðar reynast sködduð á einhvem hátt andlega. Sömu- leiðis hefur verið unnt að fækka til muna heilahimnubólgusjúk- lingum með tilkomu pensillins, en heilahimnubólga getur einnig orsakað heilaskaða. Þá var einnig rætt um fyrirbyggjandi félagslegt starf, en ef félagslegar ástæður eru mjög slæmar getur það haft mikil áhrif á þroska barna.” „Hvernig búum við íslendirigar að okkar vangefnu þegnum i samanburði við hinar Norður- landaþjóðirnar?” A leiö úr vinnu — eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. „Okkur skortir fyrst og fremst heildarstefnu til þess að hægt sé að byggja upp hér þær aðstæður, sem þurfa að vera fyrir hendi. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa reynt að aðhæfa þessa einstak- linga þjóðfélaginu, eins og hægt er, forðast stórar stofnanir, en byggja upp litlar einingar inni i þjóðfélaginu, þar sem þessir ein- staklingar geta stundað störf og fræðslu við sitt hæfi. Þá er sérstaklega vert að geta þeirrar miklu opnu umræðu, sem hefur verið t.d. I Danmörku og Sviþjóð á siðustu árum og raunar iFinnlandi og Noregi lika. 1 Dan- mörku er sérstök deild i Félags- málaráðuneytinu, sem fjallar um málefni vangefinna, en forstöðu- maður hennar, Bank-Mikkelsen sagöi i grein á s.l. ári að fjöl- miðlar i Danmörku hafi gegnt mjög þýðingarmiklu hlutverki við að breyta viðhorfi yfirvalda og almennings með þvi að opna mjög ýtarlega og opinskáa umræðu. Slik umræða hefur litið heyrst hér á landi, en hún ætti að geta stuðlað að markvissri afstöðu hins opinbera og aukinni meðvitund almennings” sagði Margrét að lokum. „Könnun á fjölda vangefinna og skipting þeirra eftir landshlutum” er Margrét tók saman á árunum 1973-75 hefur verið gefin út af Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og verður fjallað um hana siðar I Þjóðviljanum. —þs Sköpun — hversu frumstæð sem hún er — vekur alltaf ánægju. Lög um fávitastofnanir voru gefin út 22. april 1967 og eru hér tvær greinar úr þeim. Það vek- ur athygli að orö eins og fáviti, fávitagæsla og fávitahæli skuli vera i lögum um málefni van- gefinna, þar sein þau sjást tæp- ast á prenti lengur. Einnig vek- ur athygli við lögin að forstöðu- maöur „aðalhælis fyrir fóvita”, sem rikið rekur, skuli hafa úr- slitavald um vistun vangefna, — ,hvar eða hvernig þeir skuli vist- ast, og um skólastjórn og menntun „fólks til fávitagæslu” eins og það heitir i lögunum, án þess að nokkurs staðar sé getið um menntunarkröfur til við- komardi forstöðumanns. 11. gr. Allar umsóknir um hælisvist fyrir fávita. hvort heldur á rik- ishæli. hælum eða dagvistunar- heimilum bæjar- eða sveitarfé- laga eða einkaaðila. skulu ber- ast forstöðumanni aðalfávita- hælis rikisins. en hann sker úr þvi, að undangenginni fullnægj- andi rannsókn. á hvaða stofnun umsækjandi skuli vistaður. Ekki verður vistmaður þó settur á fávitastofnun. sem rikið rekur ekki, nema með samþykki hlut- aðeigandi forstöðumanns, sem á kröfu á að fá allar tiltækar upplýsingar um umsækjanda. 15. gr. Við aðalfávitahæli rikisins skal reka skóla til að sérmennta fólk til fávitagæslu. Forstöðu- maður er skólastjóri, en undan- þeginn skal hann kennslu- skyldu. Um stjórn skólans. námstima, námsefni. prófkröf- ur og annað, er varðar starfs- emi hans. skal ákveðið i reglu- gerð. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.