Þjóðviljinn - 27.09.1975, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. september 1975
AF FJAÐRAFOKI
„ Ekkert má nú," sagði karlinn, þegar sýslu-
maður ávítaði hann fyrir að hafa drepið kell-
inguna sína á eitri og limlest tvö af börnunum
sínum.
Þessi vísuorð karlsins koma manni óneitan-
lega upp í hugann útaf öllu því f jaðrafoki, sem
þyrlað hefur verið upp vpgna tiltölulega ó-
merkilegs máls, eða nánar tiltekið hins svo-
kallaða Ármannsfellsmáls.
Það sem einkum einkennir öll skrif um mál
þetta, er sú staðreynd að þeir sem um það
fjalla virðast ekki hafa hugboð um það hvers
vegna maður sé yfirleitt framsóknarmaður,
sjálfstæðismaður, kommi eða krati.
Þeir sem harðast hafa deilt á umsvifin í
sambandi við lóðaúthlutanir sjálfstæðis-
f lokksmeirihlutans í borgarstjórn, og nú síð-
ast úthlutunina í sambandi við Ármannsfell,
virðast ekki hafa hugmynd um það, að ef
maður gengur á hönd einhverjum stjórnmála-
flokki, þá er það sko meiningin að maður fái
eitthvað fyrir sinn snúð. Sumir virðast halda
að stjórnmál séu eitthvert barnagaman, sem
fólk leiki sér að yfir kaffibolla, en það er nú
öðru nær, og er ef til vill rétt að nef na átakan-
legt dæmi. Lætur nokkur maður sér detta í hug
að það sé til dæmis sársaukalaust að vera Al-
þýðuf lokksmaður? Þessari spurningu þarf að
sjálfsögðu ekki að svara. En hversu margir
haf a ekki orðið að bíta í það súra epli að ganga
Alþýðuflokknum á hönd til að fá vinnu í
Tryggingunum eða stöður í ráðuneytum? Eða
hugsið ykkur þá ægilegu smán, sem margur
þéttbýlingur hefur orðið að búa við, að vera
orðaður við Framsóknarf lokkinn, já, því er
meira að segja haldið fram að menn hafi látið
sig hafa það að ganga í þann flokk (hvílík
niðurlæging) til að fá einhvers konar fyrir-
greiðslu, annað hvort í föstu eða fríðu.
Eða lætur nokkur sér detta í hug, að ég nyti
þeirra forréttinda að fá að skrifa í aðalmál-
gagn Alþýðubandalagsins, sjálfan Þjóðvilj-
ann, ef ég ekki væri á einhvern hátt bendlaður
við Alþýðubandaiagið? Hvað halda þessir
dæmalausu sakleysingjar, sem hafa verið að
skrifa um Ármannsfellsmálið og lóðaúthlut-
anir Sjálfstæðisflokksins yfirleitt að lífið og
tilveran sé?' Bara dans á rósum kannske?
Svo mikið hefur að undanförnu verið skrif-
að um lóðaúthlutanir sjálfstæðismanna á veg-
um borgarinnar að það er að bera í bakkaf ull- ^
an lækinn að bæta þar miklu við. Þó get ég
ekki stillt mig um að kíkja ögn á þetta mál frá
þeim sjónarhóli, sem af einhverjum feimnis-
ástæðum ekki virðist hafa verið horft af í öllu
því þrasi og pexi, sem málið hefur einkennst
af að undanförnu.
Mjög hefur verið deilt á borgarstjórnar-
meirihlutann fyrir að láta félagsmenn í félög-
um sjálfstæðismanna ganga fyrir þegar lóð-
um er úthlutað. Hvílíkur barnaskapur! Til
hvers halda þessir fávísu menn að sjálfstæðis-
menn séu sjálfstæðismenn? Kannske bara til
að læra að dansa í Heimdalli? Að sjálfsögðu
eru ungir sjálfstæðismenn sjálfstæðismenn til
að fá frekar þak yf ir höf uðið. Eða á ef til vill
bara að setja unga sjálfstæðismenn útá gadd-
inn og það eins og veðráttan er hérlendis? Til
að fyrirbyggja slíkt glapræði verða ungir
sjálfstæðismenn að fá lóðir á góðum stöðum,
til að öðlast húsaskjól í borg sjálfstæðis-
manna, Reykjavík.
Eða fjaðrafokið útaf Ármannsfelli. Ef til
vill er það upphaf þess máls að ,,f lokkurinn"
verður að hafa þak yfir höfuðið, eða hvernig
ætti starfsemin annars aðgeta farið fram? Og
hvað er þá athugavert við það þótt þeir, sem
flokkurinn gefur forgangsaðstöðu til að eign-
ast þak yfir höfuðið, láti nokkuð af hendi
rakna til að ,,f lokkurinn" eignist þak yf ir höf-
uðið?
Einhverjum kann að vísu að finnast eitt og
annað í sambandi við Ármannsfell dálítið
kindugt, en í raun og veru er málið ofur ein-
falt. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur
meirihluta í borgarstjórn, borgar sig að vera
sjálfstæðismaður. En eftir næstu borgar-
stjórnarkosningar verður vissara fyrir reyk-
víkinga að koma sér upp annarri sannfæringu.
Umfram allt ber okkur, sem þessa borg
byggjum að haga seglum eftir vindi og njóta
skoðana okkar í mynd þeirrar umbunar og
fríðinda, sem f lokkurinn okkar kann að veita.
Því hvað sagði ekki byggingarmeistarinn
við kollega sinn um árið:
Ef þig vantar litla lóð,
láttu af hendi rakna
fúlgu nokkra flokks í sjóð,
þess fjár muntu ekki sakna.
Flosi.
Bragi Valgeirsson
Af hverju
var bankastjóra-
staðan
ekki auglýst?
Nú þegar óvenju mikiö er skrif-
að um spillingu i þjóðfélaginu
væri gott að fá svar við þeirri
spurningu, hvers vegna nýleg
staða aðstoðarbankastjóra við
Seðlabankann var ekki auglýst til
umsóknar eins og kjarasamning-
ar kveða á um, sem Ragnar
Ólafsson form. bankaráðs Seðla-
bankans hefur skrifað undir m.a.
Var ráðning Sveins Jónssonar
bara framhald á friðindum eins
og þeir segja i Seðlabankanum?
Bankamaður
Einn hinna ungu og efnilegu
skákmanna uppi i T.R. er Bragi
Valgeirsson. Bragi hefur teflt i
nokkur ár og hefur þegar yfirgef-
ið unglingaflokk, annan og fyrsta-
flokk, hann er núna í meistara-
flokki og á eflaust eftir að láta
mikið á sér bera i framtíðinni.
Nú verður tekin upp sú nýjung
hér i þættinum að birta óskýrðar
skákir ef skákmaðurinn óskar
þess, en þá venjulega einni skák
fleiri.
Hér koma svo skákirnar:
Hvitt: Bragi Valgeirsson.
Svart: Margeir Pétursson.
Skákkeppni gagnfræðaskólanna
1973.
Pirc-vörn.
1. e4—d6. 2. d4—Rf6. 3. Rc3—g6.
4; f4—Bg7 5. Rf3—0-0 6. Bd3—Bg4.
7. o-o—Rc6 8. e5!?—dxe5 9.
fxe5—Bxf3. 10. Dxf3—Dd4+ 11.
Be3—Dxe5. 12. Hel—Dxd. 13.
Rb5—Dd7. 14. Bf4—Rd5! 15.
Hadl!—Rxf4. 16. Dxf4—e5! 17.
Dh4!!—Rd4?! 18. c3!—e4?. 19.
Bfl!—Rf5! 20. Dxe4!— Dc8. 21.
Hd2? !—a6. 22. Rd4—Rxd4. 23.
cxd4—Hfe8 24. Dxe8-I—Dxe8. 25.
Hxe8H—Hxe8. 26. b3—Hd8. 27.
d5—c6. 28. d6—c5! 29.
Hd5!—Bd4+ 30. Khl—Kf8. 31.
Kynning á
ungum
skák-
mönnum
Bc4—f5. 32. a4—Kg7. 33. g3—Kf6.
34. Kg2—Be5? 35. Kf3—Bd4. 36.
h3—Kg7. 37. d7—Kf8. 38.
b4!—Ke7. 39. bxc5—Hxd7. 40.
Hxd7-|—Kxd7. 41. Bg8-h6. 42.
Bh7—g5. 43. Bf5+—Kc6. 44.
Be4+— Kc7. 45. h4—Bxc5? 46.
Bd3—Be7. 47. h5! — Kd6. 48.
g4—Kc5. 49. Kc4—b5. 50.
axb5—axb5. 51. Ke5—b4. 52.
Ke6—Bf8. 53. Kf7—Bd6. 54.
Kg6? ?—Bf8? 55. Kf7—Bd6.
jafntefli.
Hvitt: Bragi Valgeirsson.
Svart: Arni Sigurbjarnarson.
Haustroót T.R. 1974.
1. e4—c5 . 2. Rf3 —d6. 3.
d4—cxd4. 4.' Rxd4—Rf6. 5.
Rc3—a6. 6. Be2—e5. 7. Rb3—Be7.
8. o-o—o-o. 9. Be3—Rc6. 10.
a4—Be6. 11. f4—Ra5. 12.
Rxa5—Dxa5. 13. Dd2—Dc7. 14.
f5—Bd7.15. g4—d5. 16. exd5—Bc5.
17. Khl—Bxe3. 18. Dxe3—h6. 19.
g5—hxg5. 20. Dxg5—Rh7.
21.Dg2—f6. 22. Bd3—Had8. 23.
Be4—Be8. 24. Hgl— Rg5. 25.
Bd3—Bh5. 26. Be2—Bxe2. 27.
Dxe2—Df7. 28. Hg3—Hd7. 39.
Hagl—De8. 30. h4—Rh7. 31.
Hg6—Kh8. 32. Dg2—Df7. 33.
Kh2—Hg8. 34. Kh3—Hc8. 35.
De4—Df8. 36. Hg-g3—Dg8. 37.
Dg2—Df8. 38. Dgl—Hc-c7. 39.
Db6—Dg8. 40. De6.—Hf7. 41.
Re4—Dd8. 42. d6—Hcd7. 43.
Dd5—Hf8. 44. Hd3—He8. 45.
Rc 5—Rf8. 46. Hg4—Dc8. 47.
Rxd7—Dxd7. 48. Hc3—Rh7. 49.
Hc7—Dxf5. 50. Hcxg7—Rg5+ 51.
hxg5—Kxh7. 52. Dxb7+— Kg6. 53.
gxf6+—Kxf6. 54. Dg7 + — Ke6. 55.
Dg6H---Dxg6. 56. Hxg6+ og
Bragi Valgeirsson
svartur gaf nokkrum leikjum
siðar. J.S.H.
,
1 Blikkiðjan SLpp,
Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur * 1 hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð.
i SÍMI 53468
Utboð
Tilboð óskast i að gera sökkla og botn-
plötu fyrir færeyskt sjómannaheimili i
Reykjavik.
tJtboðsgagna má vitja hjá undirrituðum
gegn 10 þúsund króna skilatryggingu.
ARKITEKTASTOFAN SF.
Ormar t»ór Guðmundsson
og Örnólfur Hall
Síðumúla 22, Reykjavík
Tilboð óskast
i Land-Rover og nokkrar fólksbifreiðar, er
verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju-
daginn 30. september kl. 12-3. Tilboðin
verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
Sala varnarliðseigna.