Þjóðviljinn - 27.09.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.09.1975, Blaðsíða 10
Di ítÐ V — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. september 1975 Alþýðubandalagið: Alþýðubandalagið Borgarnesi og nágrenni Almennur félagsfundur verður i dag laugardag kl. 2 i Snorrabúð. Jónas Arnason mætir á fundinn. VlamUorQ í sláturtíðinni Rúllupylsupressur Plast- stampar til að salta kjöt í 22 lítra, Kr. 1120 — 35 lítra, Kr. 1495 — 50 lítra. Kr. 1995 — Sendum í póstkröfu um allt land. bosahöld Simi 12527 Laugav. 22 - Hafnarst. 1 - Bankast. 11 - Reykjarík GLERVÖRUR Kr. 1.395.- Atvinna ■ Atvinna li| Starf við heyrnarmælingar: Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur, óskar að ráða stúlku til starfa hvð heyrnarmælingar. Æskilegt að umsækjandi sé fóstra, þroskaþjálfi, eða hjúkrunarkona. Umsókn með uppl. um aldur menntun og fyrri störf, sendist heyrnardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavikur, fyrir 10. október 1975. Nánari uppl. um starfið veitir forstöðumaður heyrnardeildar i sima 22400. Skrifstofustarf Hjá lögreglustjóraembættinu i Reykjavik er starf skrifstofustúlku laust til umsóknar. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist embættinu fyrir 10. október n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavik 23. september 1975. ■ í ÁLFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER 0 SAMVINNUBANKINN „Hverjum þykir sinn fugl fagur” Karl Arnason forstöðumaður Strætisvagna Kópavogs hefur sent Þjóðviljanum bréf vegna greinar i blaðinu 14. september sl. Karl segir: „Agúst Hafberg skýrir svo frá að Landleiðir hafi keypt vagna 1968 sem var ætlað að endast. Scania eru góðir bilar út af fyrir sig, en hins vegar eðli- legt að hann kaupi þá, þar sem hann er umboðsmaður þeirra hér oghverjum þykirsinn fugl fagur. Um sjálfskiptingu talar hann af sinni reynslu. Aksturstimi hvers vagns hjá SVK frá þvi hann fer frá Rvik og á að vera kominn þangað aftur er Hersetan Framhald af 1 . siðu. Skrásetning Þeir sem ráðstefnuna vilja sitja, verða að láta skrá sig til þátttöku og greiða 1500 króna ráð- stefnugjald. Ariðandi er að væntanlegir þátttakendur láti skrá sig sem fyrst hjá einhverjum i undir- búningsnefnd: Einari Braga i sima 19933, Eliasi Snæland Jóns- syni i sima 12002 og 42612, Gils Guðmundssyni i sima 15225 eða Finni Torfa Hjörleifssyni i sima 40281. Við ætlum Framhald af bls. 8. verið leikið i veðri eins og gerist best hér heima á sumrin. Sagði Guðmundur að þeir hefðu átt bágt með sig kýpurbúarnir, kuldinn ætlaði alveg að fara með þá!! — Þeir spila mikið upp á mið- herjann sinn, hann virðist eiga að sjá um flesta hluti. Hann er sterk- ur i skallaboltunum og vinnur vel fyrirliðið, sendirgóða skallabolta á samherja sina. Ég á þó frekar von á því að við ráðum við hann, það var a.m .k. ekki svo mjög erf- itt i fyrri leiknum. — Ég held að það sé töluverður áhugi fyrir leiknum. Við eigum möguleika á að komast áfram i keppninni og slíkt hlýtur að hafa nokkuð að segja, — sagði Jón að lokum. —gsp Þórarinn Framhald af bls. 1. Einar Ágústsson lýsti þvi yfir i þinginu i vetur, ef ég man rétt, að hann mundi láta gera könnun á þvi hvernig þessi innilokun tæk- ist. Mér er ekki kunnugt um þær niðurstöður ennþá, hvort þeirri könnun sé lokið eða hvort hún stendur enn yfir, sagði Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri að lokum. —úþ. 200 mílur Framhald af 12 siðu Frumvarpið gengur i sömu átt og frumvarp sem sjóverslunar- nefnd fulltrúadeildar hefur sam- þykkt og er einnig sams konar og frumvarp sem öldungaráðið sam- þykkti á siðasta þingtimabili en fékk þá ekki lagagildi. Frumvarpið felur i sér for- gangsrétt bandariskum fiskiskip- um til handa innan 200 mílna marka og heimildir fyrir stjórn- völd til leyfisveitinga handa er- lendum skipum að veiða þann fisk sem bandariskir aðilar geta ekki nýtt. Um árabil hafa bandariskir fiskimenn kvartað yfir þvi að fiskiskip annarra þjóða, einkum frá Sovétrikjunum og Japan, stundi rányrkju á grunnsævi við strendur Bandarikjanna. Moskvits Moskvits 1973—1974 óskast. Upplýsingar í síma 40821. 54 minútur. Umferðin er mikil á þessari leið, umferðarljós og aðr- ar tafir, og þá er eins gott að vera á sjálfskiptum vögnum. SVK er með einn vagn, sem orðinn er 12 ára gamall og er hann beinskipt- ur og ógerningur að halda áætlun á honum á annatimum. Þess má geta að sjálfskipting og vökva- kópling fara mikið betur með vél og vagn. Hjá SVK voru eingöngu beinskiptir vagnarfyrir 1968 enda kom i ljós að vélin slitnaði óeðli- lega mikið, vegna kúplingarinn- ar. Þá var ákveðið að reyna sjálf- skiptingu, sem nú er i notkun og hefur reynst mjög vel. Bygging- arlagið sem er á strætisvögnum, þ.e. aðhafa mótorinn annað hvort undir eða aftan i, er mikið heppi- legra og fæst betra pláss og stærra farþegarými. Vagnar Landleiða aka beinustu leið frá Reykjavik um aðalgötur gegnum Hafnarfjörð og aftur sömu leið til baka og hafa til þess 1 klukkustund og fá kr. 80,— fyrir hvern fullorðinn farþega. Vagnar SVK aka frá Rvik suður i Kópavog og siðan þvers og kruss um allan Kópavog og til Rvikur aftur og hafa lika 1 klst. til þess, en fá kr. 36,— fyrir hvern fullorð- inn farþega, auk þess sem far- þegar SVK fá skiptimiða sem gildir i vagna SVR og komast þeir á þessum sömu 36 krónum svo gott sem um allt Rvikursvæðið. Skiptimiðakerfið er gagnkvæmt milli SVK og SVR. Ef notuð eru afsláttarkort er fargjaldið fyrir fullorðna ekki nema kr. 23.30. Á þessu sést að ekki er þjónust- an hjá Landleiðum og SVK sam- bærileg og kannski ekki von á öðru en það sé dýrara að veita þá þjónustu sem SVK býður upp á, og sýnir að þó mikið sé af einka- bilum er reynt að halda uppi all- sæmilegri og ódýrri þjónustu fyrir þá sem þurfa og verða að nota strætisvagna. í umræddri grein kemur fram að SVK hafi fjölgað ferðum og er það rétt, en það var fækkað ferð- um 1. júni, þvi farþegum fækkar jafnan þegar skólum lýkur og sumarleyfin hefjast, i 15 min. ferðir en er fjölgað aftur 15. sept. i 12 min. ferðir þegar skólar hefj- ast. Og svo hitt að farþegum hef- Sjónvarp án Sartre PARIS reuter — Franski heimspekingurinn Sartre, stoð og stytta frjálshuga vinstri stefnu i Frakklandi, hefur neyðst til aö hætta við 10 þátta sjónvarpsflokk þar sem ætlunin var að hann gerði grein fyrir hugmyndum sinum um samtiðina. Segir hann að yfirmaður dagskrárinnar hafi ætlað að ritskoða efnið fyrir útsendingu en það þoli hann ekki. Sartre er nú hálfáttræð- ur. ur fjölgað mikið eftir að leiða- breytingin var gerð. Það eru talsverð þrengsli i vögnunum milli kl. 17 og 19 en með 12 min. ferðunum er hægt að flytja um 400 farþega á klst. SVK hefur 7 strætisvagna og eru 5 i notkun frá morgni til kl. 20.00 og 6 til kl. 9.30 á virkum dögum. Það sést á þessu að miðað við hvað vagnakostur er litill þá hljóta þeir að vera allgóðir, þó bæði viðhald og eftirlit sé i takt við kröfur og þarfir nútimans. Mér finnst koma fram i grein- inni að ekki væru miklir flutning- ar milli kl. 17 og 19 en auðvitað er það þveröfugt, þessi timi og morgnarnir eru mestu annatimar vagnanna. Karl Árnason forstöðumaður SKV Kristján Hreins- mögur selur I sumar sendi ungt skáld, Kristján Hreinsmögur úr Kópavogi, frá sér tvær ljóða- bækur. Voru þær gefnar út á kostnað höfundar og fjölritað- ar i Letri. Bækurnar, sem eru önnur og þriðja bókin sem Kristján sendir frá sér, heita Og og Friðrik. Inniheldur sú fyrri 16 ljóð en hin siðari tutt- ugu. Kristján hefur i sumar selt bækur sinar sjálfur og hafa vegfarendur um Austurstræti vafalaust oft tekið eftir honum með bækur sinar á boðstólum. Aðspurður sagði Kristján söl- una hafa gengið framar von- um og var hann hinn ánægð- asti með undirtektir reykvik- inga og aðkomumanna i höf- uðborginni. Myndin er tekin af Kristjáni fyrir skömmu. —gsp Kappræðufundur ó ísafirði Félög alþýöubandalagsmanna og framsóknarmanna á isafirði efna til kappræöufundar um stjórnmál í Góð- templarahúsinu á isafirði, fimmtu- daginn 2. október nk. Frummælendur verða Kjartan Ólafsson, ritstjóri og Steingrímur Hermannsson, alþingismaður. Fyrirspurnir leyfðar úr sal. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.