Þjóðviljinn - 04.10.1975, Page 1
Sjá leiðara
F ramlenging
stöðvunar á
útlánaaukningu
Viðskipta-
bankar og
Seðlabanki
ákveða:
Bankastjórar Seðlabankans og
stjórn Sambands viðskiptabank-
anna, héldu blaðamannafund i
gær, þar sem tilkynnt var, að
bankarnir hefðu ákveðið að fram-
lengja til áramóta þá ákvörðun,
að ekki skuli verða um að ræða
útlánaaukningu hjá bönkunum,
en slik útlánatregða hefur verið
siðan i febrúar sl.
Svofelld tilkynning var afhent á
fundinum:
,,A fundi Seðlabankans og við-
skiptabankanna 2. október var
gert samkomulag um það, að
engin aukning skuli verða á út-
lánum viðskiptabankanna frá
ágústlokum sl. til næstkomandi
áramóta öðrum en endurkaupan-
legum afurða- og birgðalánum,
einkum til sjávarútvegs, iðnaðar
og landbúnaðar, og reglubundn-
um viðbótarlánum til sömu
greina. Með þessum undantekn-
ingum munu bankarnir þvl á
samkomulagstimabilinu aðeins
hafa til ráðstöfunar það fé, sem
endurgreiðist af eldri lánum, og
munu láta nauðsynlegustu
rekstrarlán til atvinnuveganna
ganga fyrir um ráðstöfun þessa
fjár. Seðlabankinn hefur mælst til
þess við sparisjóði, að þeir hagi
útlánum sinum i samræmi við
þessa stefnu.
í sambandi við ofangreint sam-
komulag vilja bankarnir taka
fram eftirfarandi:
1) Vegna áframhaldandi þenslu I
efnahagsmálum, halla i við-
skiptum út á við, og þröngrar
lausafjárstöðu bankanna i
heild, er óhjákvæmilegt að
halda áfram þeirri stefiiu i út-
lánamálum, sem fylgt hefur
verið frá lokum febrúarmánað-
ar sl.
2) Stöðvun á útlánaaukningu við-
skiptabankanna er mikilvægt
tæki til að ná jafnvægi f þjóðar-
búskapnum. Áhinnbóginn geta
aðgerðir bankanna i þessu efni
ekki náð árangri, nema stefnt
verði að sama marki útgjöldum
rikisins og útlánum íjár-
festingarlánasjóða og liteyris-
Framhald á bls. 10
Rólumar eru alltaf eitt vinsælasta viðfangsefni
yngstu kynslóðarinnar, og hér hefur ljósmynd-
ari Þjóðviljans náð mynd af tveimur af þeirri
kynslóð, sem brugðið hafa sér „á róló” og
skemmta sér konunglega eins og myndin sýnir.
Ríkisstjórnin
yill kaupa
Baldur EA
Ríkisstjórnin ákvað á
fundi á fimmtudag, að
sjávarútvegsráðuneytið,
og fjármálaráðuneytið,
skuli semja um kaup á
skuttogaranum Baldri
frá Dalvik, en togarinn
verður keyptur með það
fyrir augum að verða
hafrannsóknarskip.
— Mér finnst ekki rétt að nefna
neinar tölur um verð, eða hversu
hátt við megum bjóða, sagði
Matthias Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra — ekki meðan
samningar standa fyrir dyrum.
Kau’pverðið verður hins vegar
ekkert leyndarmál, þegar búið
verður að ganga frá kaupunum.
— Hefur eigandi skipsins gert
ykkur ákveðið tilboð?
— Já. En ég tel rétt að vera ekki
að nefna neinar tölur i þessu sam-
bandi. Tilboð eru ákaflega
bundin, þvi að skuld er mikil á
skipinu. (Tvær gengis fellingar
hafa komið á kaupverð sKipsins.)
Brjóst ráðherra við, að
samningaviðræður tækju ekki
langan timaannað hvort yrði úr
þessum kaupum innan mjög
stutts tima eða ekki. -úþ.
Verðtrygging
bankalána
Á blaðamannafundi með nokkr-
um bankastjórum i gær, kom
fram, að unnið er að þvi, að til
framkvæmda komi verðtrygging
hluta inn- og útlána bankanna.
Sögðu bankastjórarnir, að sér-
stakir lánaflokkar yrðu verð-
tryggðir. Innlán sem eru til að
minnsta kosti eins árs yrðu þann-
ig verðtryggð, og útlán sem væru
til langs tima, td. fjárfestingalán
ýmiskonar.
Búið mun vera að taka upp
verðtryggingu að verulegu leyti
hjá hinum ýmsu fjárfestingasjóð-
um.
Verðtrygging, ef úr verður,
þýðir i reynd hærri vexti. —úþ
Arangurinn eftir
ársstjórn Olafs
Jóhannessonar:
Afkoma
verslunar
betri en
í fyrra
„Um verulega kaupmáttar-
rýrnun er að ræða”, en
verslunin verður með „betri
afkomu en i fyrra”. Ekki kem-
ur til greina að beita aðhaldi i
innflutningsversluninni, en
samt versnar gjaldeyrisstað-
an um 2,5 miljarða á þessu ári.
Þetta eru meðal annars
niðurstöðurnar úr ræðu þeirri,
sem Ólafur Jóhannesson flutti
á fundi I Framsóknarfélagi
Reykjavikur á miðvikudags-
kvöld. Er þessi ræða ákaflega
athyglisverð fyrir þá sök að
hann kastar algerlega frá sér
hugmyndum sem Framsókn
hefur oft flikað um aðhalds-
semi i gjaldeyrismálum.
Ræða Ólafs Jóhannessonar er
öll þannig, að hvaða ihalds-
ráðherra sem er hefði getað
flutt hana. En það er táknrænt
fyrir ráðherrann og þessa
rikisstjórn sem hann myndaði
fyrir Geir Hallgrimsson, að
þegar hann lýsir þvi yfir að
allt sé i kaldakoli meö gjald-
eyrismál, rikisbúskap og
kaupmátt launanna, — þá er
verslunin með betri afkomu en
i fyrra.
En umfram allt er ræða
Ólafs Jóhannessonar merki
um þau þáttaskil sem orðið
hafa i Framsóknarflokknum,
þvi aldrei fyrr hefur formaður
þess flokks gengið jafnaf-
dráttarlaust fram fyrir
skjöldu sem talsmaður
vérslunarvaldsins I landinu.
Ræða Ólafs Jóhannessonar er
þannig séð sögulegur atburður
og verður nánar fjallað um
það i blaðinu næstu dagana.
Á morgun, sunnudag, verður
haldinn Vietnamfundur i
Tjarnarbæ og hefst hann kl. 5. Le
Van Ky frá Suöur-Vietnam flytur
ræðu. Sýnd verður ný kvikmynd
frá Suður-VIetnam. Leikarar lesa
upp úr dagbók Iio Chi Minhs og
söngsveit Víetnamnefndarinnar
syngur baráttusöngva. Á fundin-
um lýkur Vietnamsöfnuninni sem
hófst i april og verður söfnunar-
féð afhent.
TF-GNA
hibi
Landhelgisþyrian
Ármannsfellsmálið i borgarstjórn:
Byggingarleyfi verður
gefið út áður en sakadóms-
rannsókn lýkur!
Niu borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins felidu á borgar-
stjórnarfundi i fyrrakvöld
tiliögu um að byggingaleyfi
verði ekki gefiö út tii Ármanns-
fells hf. vegna hinnar umdeildu
lóðar. Þá hafnaði mcirihlutinn
tillögum minnihlutamanna um
að sú regla skuli sett að lóöir
veröi framvegis auglýstar og að
sett verði sérstök sjö manna
lóðanefnd, kosin hlutafalls-
kosningu i borgarstjórn.
I umræðunum kom fram að
Albert Guðmundsson, borgar-
fulltrúi heldur enn fast við það,
að Armannsfell hafi haft frum-
kvæði að skipulagi lóðarinnar,
cn áður hafðiverið sýnt fram á,
að verkið var unnið hjá skipu-
lagsdeild borgarinnar.
Við hittumst kannski i saka-
dómi, kæru félagar, sagði
Albert.
Umræðan i borgarstjórn tók á
fjórðu klukkustund.
Sjá 8. síðu
DJOÐVIIIINN
Laugardagur 4. október 1975 — 40. árg. — 225. tbl.
Gná hrapar
í SkálafeUi
Hin stóra þyrla land-
helgisgæslunnar, Gná,
hrapaði um tvöleytið í gær
þegar hún var við flutn-
inga i hlíðum Skálafells
austan Esju. Tveir menn
voru i þyrlunni en sakaði
ekki.
Þyrlan hafði verið fengin til að
flytja staura fyrir iþróttafélagið
KR sem á skiðaskála á þessum
slóðum. Var hún i 4-5 metra hæð
þegar stélskrúfa bilaði að þvi er
talið var. Siðan þeyttist þyrlan og
valt um 200 metra niður bratta
hliðina og mun hún hafa eyðilagst
gersamlega.
Þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir
landhelgisgæsluna, en hún á nú
eftir 2 litlar þyrlur. Hitt er bót i
máli að gæslan er vel e£n*
um búin og munar ekki mikið um
að kaupa tæki til loftferða, eins og
dæmin sanna.