Þjóðviljinn - 07.10.1975, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.10.1975, Síða 1
uomium Þriðjudagur 7. október 1975—40. árg. —227. tbl. Kjarabaráttunefnd námsmannasamtakanna: Áðgerðir í lánamálum Hlutaskiptareglunni fleygt fyrir borð? Nefnd sú, sem skipuð var af þeim aðilum innan Sjómanna- sambands Islands, er aðild eiga að bátakjarasamningunum og átti að gera tillögur að nýjum kjarasamningum fyrir ráðstefnu sambandsins, scm haldin verður nk. laugardag, 11. október kom saman um sfðustu helgi og ræddi þessi mál. Þar kom fram, að nefndin telur nauðsynlegt fyrir sjómenn að fara nýjar leiðir i kjarabaráttu sinni. Kom þar fram sú hugmynd að hverfa frá hlutaskipta- reglunni, þarsem þaðhefur gerst æ ofan i æ að vart hefur verið búið að undirskrifa nýja kjara- samninga fyrr en þeir hafa verið stórlega skertir. Jón Sigurðsson form. Sjómannasambands Islands nefndi sem dæmi, að þegar núverandi rikisstjórn kom til valda, skerti hún hlutaskipta- kjörin um 11% með þvi að taka af óskiptum afla i oliusjóð og stofn- fjársjóð, svo dæmi sé nefnt og taldi Jón að ef miðað er við töluna 100 þegar hlutaskiptasamn- ingarnir voru i upphafi gerðir, þá sé prósentutalan nú ekki nema 50. Jón sagði að það hefði komið fram að sjómenn, sem nú hafa i kauptryggingu 77 þúsund kr. á mánuði færu fram á 150 þúsund Framhald á bls. 10 Væntanlega ræðst það á fundi menntamálaráöherra i dag, hvort rikisstjórnin leysir úr vanda Lánasjóðs isl. námsmanna, þann- ig að sjóðnum veröi gert kleyft að standa við úthlutun haustlána til námsmanna eins og ráð er fyrir gert i i reglugerð hans. Mikil ólga er nú meðal náms- manna vegna tregðu stjórnarinn- ar við að leysa af hendi skyldur sinar við Lánasjóðinn. Kjarabaráttunefnd sem er samstarfsnefnd samtaka þeirra námsmanna, sem kost eiga á námslánum, gerði á fundi sinum fjórða október 1975 eftirfarandi á- lyktun: Kjarabaráttunefnd átelur harð- lega þá seinkun sem orðið hefur á útvegun fjármagns til haustlána. Nefndin krefst þess að stjórnvöld Framhald á bls. 10 STÓRBRIM VIÐ SSUÐURSTRÖNDINA Á sunnudaginn var, gerði mjög mikið brim við suð- urströnd landsins. Fór saman vont veður og stór- straumur. Myndina hér að ofan er tekin i Þorláks- höfn á sunnudag, þar sem fólk flykktist útað klett- unum til að horfa á hrimið. Nánar er sagt frá þessu mikla brimi og hvernig hafnarmannvirkin nýju i Þorlákshöfn stóðu sig i þessari eldraun. — Ljósm.: S.dór Jakob Jakobsson, fiskifrœðingur: Ættum aðeins að framleiða úr síldinni FLOKKS VÖRU ." i „Það þarf einfaldlega að nýta þá tækni og aðstöðu, sem er I landi, til þess að hægt sé að gera sildina eins verðmæta og mögu- legt er. Það segir sig sjálft, að við vorum ekki að friða sildina tii þess að gera úr hcnni annars flokks vöru. Við vorum að friða hana til þess að við gætum aukið þjóðartckjur okkar svo um mun- aði.” Þetta voru orð Jakobs Jakobs- sonar, fiskifræðings, er við spurð- um hann álits á þeim hætti, sem haföur hefur verið á um sildveið- arnar það sem af er haustinu, en nú mun að visu verða gerð nokkur breyting á vegna þrýstings m.a. frá sjómönnum. Jakob sagði, að veiðarnar i fyrrinótt hefðu gengið mjög vel. Þeir bátar, sem voru á miðunum fengu allir afla nema einn, sem reif nótina. Bátarnir munu hafa metið hversu mikið magn af sild þeir gætu tekið til vinnslu, en sleppt þvi lifandi, sem umfram var. — Telur þú, að sú sild, sem fengist hefur dauð i botnvörpu að undanförnu sé afkast frá hring- nótabátum? — Ég vil nú ekki taka dýpra i árinni en svo, að segja, að þetta geti verið sild, sem sleppt hafi verið dauðri i sjóinn. — Ekki tekur sild upp á þvi, svona allt i einu, að drepast i stór- um stil þar sem hún er komin i hafinu? — Það er ákaflega sjaldgæft. Þó' minnist ég þess, en hef þvi miður ekki getað haft upp á þvi ennþá nákvæmlega að fyrir svona tiu árum kom fyrir að togbátar fengu dauða sild i vörpu án þess að við teldum möguleika á þvi, að það væri af mannlegum ástæðum. Við höfum og fengið ský.rslu frá Kanada, en þar kom snögglegá fár i sildarstofn fyrir nokkrum árum, og varð af þvi mikið af dauðri sild á sjávarbotni. — Áttuð þið fiskifræðingar hug- myndina, að þeim vinnubrögðum, sem nú hafa viðgengist við sild- veiðarnar? — Nei. Þetta kom frá~stjórn- skipaðri nefnd, sem skilaði þvi á- liti, að þannig skyldi að þessu staðið. Við höfðum hins vegar gert til- Framhald á bls. 10 Hefst rækjuveiði ekki fyrr en eftir áramót við Ísafjarðardjúp9 Allt bendir nú til þess, að rækjuveiði hefjist ekki á ísa- fjarðardjúpi fyrr en eftir áramót, og veldur þvi, að ekki hefur verið ákveðið það verð fyrir rækjuna, sem sjómenn sætta sig við. Óskar Friðbjarnarson, fram- kvæmdastjóri á lsafiröi, sagði blaðinu i gær, að rækjan hefði fallið mjög i verði á sviþjóðar- markaði frá þvi i fyrra eða úr 19 krónum sænskum niður i 14,40 kr. sænskar. Sjómenn hafa boðist til þess að veiða rækju og selja hana verk- endum fyrir sama verð og i fyrra- vetur, en þá var verðið rúmar 50 krónur fyrir fyrsta flokks rækju, en 36 krónur fyrir annan flokk. Verðið á rækjunni lækkaði i sumar, samkv. ákvörðun verð- lagsráðs niöur i 42 kr. kg. af fyrsta flokks rækju en 26 kr. kg. af 2. flokks rækju. Engin rækjuveiði hefur verið stunduð vestra siðan þaö verð tók gildi, sem siðar sagði frá hér áð ofan. Verðlagsráð hefur ekki gefið út annað verð á rækju enn, og reiknaði Oskar með, að ef af rækjuveiði yrði vestra i vetur yrði verðið að verða samkomulag á milli sjómanna og verkenda. Reiknaði Óskar ekki með, að rækjuveiðar hæfust fyrr en um áramót vegna þessa, en i fyrra hófst rækjuveiði þar 12. október, en áður hefur hún jafnan hafist 1. október. Taldi öskar að ef af rækjuveiði yrði i vetur, mundu liklega 12 færri bátar stunda hana að þessu sinni, en stunduðu þann veiðiskap i fyrravetur. Bátarnir, sem stundað hafa rækjuveiðar eru af stæröinni frá 5 tonnum upp i 24 tonn, en flestir 10—15 tonn að stærð. Nokkrir báta þessara eru á handfæraveiðum þessa stundina, en Óskar sagði, að þann veiði- skap væri yfirleitt búið að afskrifa þar vestra á þessum árstima vegna gæftaleysis. -úþ Ráðuneytið lét undan: Síldarsöltun leyfð í landi Embættismenn i sjávarút- vegsráðuneytinu hafa orðið að láta af þeirri dagskipan að salta skuli alla þá sild, sem hér kann að veiðast i haust, um borð i sildveiðiskipunum. Má ugglaust telja þetta gert vegna gifurlegr- ar óánægju, sem rikjandi hefur verið með þessa tilskipan hjá sjómönnum. Ráðuneytið gaf út tilkynningu i gær, þar sem snúið ar frá villu fyrri tilskipunar. Segir þar, að „bátum sé heimilt að landa þeirri sild, sem ekki er söltuð um borð, isaðri i kössum til frystingar eða söltunar i landi.” Telja embættismennirnir „eina meginástæðuna” fyrir þessari stefnubreytingu vera þá, að mestur hluti þeirr- ar sildar sem veiðst hefur, hafi verið óflokkaður og heilsaitað- ur, en „nauðsynlegt þyki vegna þeirra markaða, sem islending- ar eru nú að reyna að komast inn á” að flokka sildina og haus- skera hana.” Þá segja ráðuneytismenn kokhraustir: „Ráðuneytið mun fylgjast ná- kvæmlega með þvi, að einstakir bátar fiski ekki meir en nemur þessum kvóta (185 tonn pr. bát) þeirra, en ef það mun koma fyrir geta þeir, sem það hendir átt von á þvi, að það komi niöur á leyfisveitingum til þeirra sið- ar.” 1 lok fréttatilkynningarinnar frá ráðuneytinu segir, að þvi sé aðeins kunnugt um að einn bát- ur hafi sleppt dauðri sild úr nót, og hafi viðkomandi skip ekki leyfi til sildveiða hér við land. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.