Þjóðviljinn - 02.11.1975, Síða 22

Þjóðviljinn - 02.11.1975, Síða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. Sjónvarpið reyndist áhrifaríkt MORÐ í GAMNI Drengurinn á myndinni hét Michael Griin og var átta ára gamall. Tvær stúlkur, þrettán og f jórtán ára gamlar myrtu hann ekki alls fyrir löngu sér til skemmtunar. Stúlkurnar höfðu mikið glápt á sjónvarp og náttúrlega séð i þvi mikinn fjölda morða. Smám sam- an efldist sú hugmynd með þeim að bær ættu endilega að prófa það sjáífar að drepa einhvern. Þær sannfærðust endanlega um að þetta ættu þær að gera, eftir að hafa séð mynd eftir Chabrol þar sem traðkað er á konu einni uns hún biður sinn bana. Daginn eftir sátu stúlkurnar, Elisabeth og Iris, heima hjá ann- arri þeirra, spiluðu plötur og drukku kók. Þær virtu fyrir sér börn sem framhjá gengu og veltu þvi fyrir sér, við hvert ætti að reyna. Eitt barn slapp af þvi það var of feitt, annað var of ljótt. En þeim leist vel á Michael litla, hann var svo laglegur. Þær kölluðu á drenginn og báðu hann að koma inn fyrir — þær ætl- uðu að gefa honum bolta og hund úr gúmi. Þegar inn i ibúðina kom vöfðu þær baðslopp um höfuð Michaels og settust ofan á hann og héldu honum niðri þar til hann hreyfði sig ekki meir. Þær báru likið upp á þakloft, fóru siðan til lögreglunnar og sögðust hafa fundið likið þar. Sú saga þótti strax skrýtin, og ekki leið á löngu áður en stúlkurnar höfðu játað. Vetraráætlun tekur gildi í dag 1. november gengur vetrar- áætlun millilandaflugs Flug- félags tslands og Loftleiða í gildi. Fluginu verður hagað með svipuðu sniöi og síðastliðinn vetur. Þóverður sú breyting á, að nú fljúga Loftleiðaþotur allan veturinn til Chicago, en f fyrra vetur urðu hlé á þvi flugi bæði fyrir og eftir hátiðir. Hins vegar verður nú ekki um beint flug til Stokkhólms að ræöa yfir vetrar- mánuðina. Samkvæmt vetraráætlun fer millilandaflug íslensku flugfélag- anna fram sem hér segir: Til New York verður daglegt flug, brottför frá Keflavikurflug- velli kl. 17:15. Til Chicago verður flogið á þriðjudögum og föstu- dögum, brottför frá Keflavík kl. 17:30. TilLuxemborgarverða niu ferðir i viku, það er daglegar ferðir og tvær ferðir á miðviku- dögum og laugardögum. Til Kaupmannahafnar vérða dag- legar ferðir, brottför frá Keflavik kl. 08:30. Til Glasgow verða fjórar ferðir I viku, á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum, brottför kl. 08:30 og á laugardögum, brottför kl. 08:00. Til London verða ferðir á þriðju- dögum, brottför kl. 09:00 og á laugardögum, brottför kl. 08:00. Auk þess Lundúnaferðir um Giasgow sem að framan getur. Til Osló verða tvær ferðir i viku, á fimmtudögum og sunnudögum. Ferðir frá Osló verða á þriðju- dögum og laugardögum. Til Færeyja verður flogið á sunnu- dögum. Félögin munu nota DC-8-63 þotur, Boeing 727 þotur og F-27 Friendshipskrúfuþotur til ofan- greindra áætlunarflugferða. Rauða Stiarnan Bókabúð RAUÐA STJARNAN selur bækur og blöð sem fjalla um málefni verkalýðsins íslenskar, enskar, danskar, sænskar, kínverskar (á ensku), albanskar (á ensku), baácur á viðráðanlegu verði. Einnig seljun við hljómplötur og plaköt. Komið skoðið og kaupið. Sendum í póstkröfu um allt land. Skrifið til RS pósthölf 1357 R. Opið virka daga frá 15. 00-18. 30 Rauða Stjarnan Bókabúö Lindagötu 15 Reykjarvík Flugbjörgunarsveitin afl- ar fjár Flugbjörgunarsveitin i Reykja- vik heldur upp á 25 ára afmæli sitt um þessar mundir, en sveitin var stofnuð 28. nóvember 1950. Mun afmælisins verða minnst á næst- unni, en i dag, laugardag, verður hin árlega merkjasala Flug- björgunarsveitarinnar. Meðlimir Flugbjörgunar- sveitarinnar I Reykjavik eru nú talsvert á annað hundrað. Sveitin hefur aðstöðu I Nauthólsvik og af tækjakosti hennar má nefna 5 fjallabila, þar af eru tveir sér- staklega ætlaðir til sjúkra- flutninga, og snjóbil. Æfinga- dagar á þessu ári eru þegar orönir 190 og meðlimir sveitar- innar hafa verið kallaðir út sex sinnum til leitar eða vegna að- stoðar. Þó svo að Flugbjörgunar- sveitin sérhæfi sig i leitum að flugvélum og aðstoð i sambandi við flugslys, þá vinna meðlimir sveitarinnar einnig margvisleg önnur hjálparstörf. Félagar f Flugbjörgunarsveit- inni munu sjálfir selja merki á götum borgarinnar og m.a. úr snjóbil á Lækjartorgi. Einnig verða merki afhent sölubörnum i skólum borgarinnar og söluhæstu börnin verða verðlaunuð með klukkutfma útsýnisflugi með Vængjum. Merkjasalan er aðaltekjustofn Flugbjörgunar- sveitarinnar i Reykjavik og treysta meðlimir sveitarinnar þvi að sölufólki verði vel tekið, nú sem endranær. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar efnir til kaffisölu á Hótel Loftleiðum á sunnudaginn klukkan 15 og rennur allur ágóð: til starfsemi sveitarinnar. Áfram MA-veggskjöldurinn Nýlega hefur Nemendasamband Menntaskólans á Akureyri gefið út veggskjöld (platta) úrpostulíni með mynd af gamla skólahúsinu, sem svo margar minningar eldri og yngri nemenda skólans eru bundnar við. Teikningu af húsinu gerði einn af fyrrverandi nemendum skólans, séra Bolli Gústafsson i Laufási, en skjöldurinn er framleiddur i Gleri og Postulini h.f. i Kópavogi. Má búast við, að margir af nemendum skólans vilji eignast þennan fagra veggskjöld og verður hann til sýnis og sölu i versluninni Gleri og Postulini, Hafnarstræti 16. — Verð skjaldarins er kr. 2500,00 og verður öllum hagnaði af sölunni varið til þess að bæta aðstöðu til félagsstarfs í Menntaskólanum á Akureyri. Norðmenn rausnarlegir við Skógrækt ríkisins Norðmenn halda áfram rausnarskap slnum við Skógrækt rikisins. Að sögn Hákonar Bjarnasonar, skógræktarstjóra, gáfu þeir skógræktinni vél til að telja og rannsaka árhringi i lifandi trjám. Vinnur vélin þannig, að hún borar örmjótt gat á boi trjánna, en úr borkjarn- anum eru upplýsingar siðan lesnar. Skógræktinni hefur og hlotnast ísaldir Í Framhald af bls. 4. Margt er í óvissu á sviði rann- sókna.á veðurfari og isöldum. En eitt virðist ijóst: ef að svo heldur fram sem hingað til með bein áhrif mannfólksins á veðurfar og loftslag, þá kemur til isaldar löngu áður en jörðin rambar með sólu inn f spíralarma Vetrar- brautar næst. iRyggt á Information) annað hnoss. Er það drattarvél, sem hægt er að aka um veg- leysur. Það var þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna, sem veitti fé til kaupa á henni. Hákon sagði að nú vantaði aðeins plóg við vélina til þess að hún kæmist i gagnið. —"óþ llmur Framhald af bls. 8. orðið afdrifarik. Við heyrum sagt frá þessum fyrstu skrefum rithöf- undar i glettnum tón, hátiðleikinn er rekinn burt harðri hendi, en stoltið leynir sér ekki heldur. Bókinni lýkur á ljóðrænum kapi- tuna um túnið heima: „Ég var eitt af grösunum sem uxu i þessu túni”. Hér e^ tónninn sem oftar auðmýkt gagnvart vettvangi fyrstu ára ævinnar — og um leið vitum við af sjálfsögðu stolti manns sem hefur látið dag- drauma bernskunnar rætast. A.B. Framhald af 2 . siðu. illa fjarvista. Þótt ekki tækist með hótunum um uppsagnir og jafnvel málsókn að hræða konur frá þátttöku i fjöldaaðgerðunum 24. október, á nú greinilega að hræða þær frá frekari sókn. Það á að reyna að láta þær sjá eftir þátt töku sinni. Lög og siðferði Auðvitað er það hægt — laga- iega — að draga af kaupi þeirra sem ekki mættu til vinnu 24. októ- ber. Það er lika hægt að draga af kaupi þeirra karla, sem ekki mættu vegna þess að þeir gættu barna meðan mæðurnar lögðu niður vinnu og það er hægt að draga af kaupi þeirra karla, sem i raun voru óvinnufærir á vinnu- stöðum sfnum vegna þess að þeir tóku börnin með sér og gættu þeirra þar. Allt er þetta hægt — lagalega. En siðferðiiega hlýtur það að verða fordæmt. Og það mega þeir vinnukaupendur vita, að eftir þvi verður tekið, hvernig hver og einn gerir þessa hluti upp við sam- visku sina. Og það mega þeir lika vita.að svona vopn snúast gjarna i höndum þeirra sem beita þeim. 1 stað undirgefni hljóta þeir andúð, i stað hælingar uppreisn. Samdráttur — og konur sendar heim Sjálfsagt taka konur það ekki mjög nærri sér að borga með launum eins dags fyrir þá upplif- un sem samtakamátturinn veitti þeim föstudaginn 24. október. Hitt er alvarlegra mál, að enn stönd- um við frammi fyrir þvi, að sam- dráttur i atvinnulifinu bitnar fyrst og fremst á konum. Starfs- fólki frystihúsanna á Suðurnesj- um hefur öllu verið sagt upp vinnu. Allir vita, að yfirgnæfandi meirihluti þessa verkafólks er konur. Enn einu sinni eru þær sendar heim. Enn einu sinni verð- ur stór hópur kvenna atvinnulaus. En atvinnuleysinu nú mega konur ekki taka sem óhjákvæmi- legum hlut, eðlilegum og óbreyt- anlegum. Atvinnuleysi er ekki náttúruhamfarir. Það skapast af ákveðinni hagstjórnarstefnu, stefnu sem við verðum að berjast gegn. Nú þurfa konur, bæði á Suð- urnesjum ,og annarsstaðar að koma og ræða saman um þetta ástand og hvernig við berjumst gegn þvi. Það verður næsta fram- hald kvennaverkfallsins. — Afram! —vh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.