Þjóðviljinn - 02.11.1975, Page 24

Þjóðviljinn - 02.11.1975, Page 24
UOBVIUINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. NÝ BREIÐSKÍFA FRÁ ÞOKKABÓT RÆTT VIÐ FÉLAGA SVEITARINNAR UM TÓNLIST OG PÓLITÍK Söngsveitin Þokkabót eins og hún var skipuö i upptökunni. Frá vinstri: Haildór, Eggert, Ingólfur, Ragnar, Tony Cook véiamaöur f Hljóörita, Gylfi og Magnús. BÆTIFLÁKAR Það hefur ekki mikið heyrst til söngsveitarinnar Þokkabótar hér í höfuð- borginni að undanförnu. Hún er núna að bíða eftir að fá nýja hljómplötu úr pressun og er hún væntan- leg á markað innan skamms (undirritaður fullyrðir þó ekkert um út- komudag því það hefur reynst illa hingað til þegar islenskar plötur eiga í hlut). Þessi breiðskifa er tekin upp i byrjun september i Hljóðrita hf. i Hafnarfirði undir stjórn Tony Cook vélamanns og Ölafs Þórðar- sonar sem er einn aðstandenda útgáfufyrirtækisins Steinar hf. Eins og áður skipa Þokkabót seyðfirðingarnir Magnús Ragnar Einarsson, Ingólfur Steinsson og Gylfi Gunnarsson og Halldór Gunnarsson úr Hveragerði. Þeim hefur bæst iiðsauki þar sem eru þeir Eggert Þorleifsson blásari úr Reykjavik og hornfirskur trommu 1 e i kari, Ragnar Eymundsson, sem undanfarin sumur hefur leikið með þeim fé- lögum i danshljómsveitinni Eins- dæmi fyrir austan. Eggert leikur einkum á þver- flautu og klarinett en fjórmenn- ingarnir á gitara af ýmsum gerð- um, pianó og bassa. Auk þess var Reynir Sigurðsson slagverkamað- ur fenginn að láni hjá Sinfóniu- hljómsveitinni. Það sem gerir þessa plötu frá- brugðna fyrstu plötu þeirra er að megnið af efni hennar er frum- samið, bæði lög og textar. A hlið A eru þessi lög: Flugvélar, lag eftir Halldór Gunnarsson við ljóð Hannesar Péturssonar, Dufl og dans, lag eftir Donovan við ljóð Valgeirs Sigurðssonar kennara á Seyðisfirði, Möwekvæði eftir Þórarin Eldjárn við lag Magnús- ar Einarssonar, Sveinbjörn Egilsson einnig eftir Þórarin við lag Gylfa Gunnarssonar, Mið- vikudagur, lag Ingólfs Steinsson- ar við ljóð Steins Steinarr, Man- söngur, ljóð Halldórs Gunnars- sonar við lag Donovans, Við Austurvöll, lag Jóns Asgeirssonar við Ijóð Jónasar Arnasonar, og siðasta lagið er Unaðsreitur, hefðbundið islenskt klámrokk með mjaðmasveiflu, lag Magnús- ar við texta Halldórs. Hlið B er eitt verk sem nefnist Sólarhringur og skiptist i fimm kafla. Lögin eru eftir Magnús, Ingólf og Halldór og sá siðast- nefndi samdi einnig alla texta. Skifa þessi heitir svo Bætiflák- ar.Pressun er gerð i Amsterdam en umslagiðhjá Grafik, hannað af Þokkabót og Sigurjóni Jóhanns- syni sem tók ljósmyndir. Seyöfirskt sólskin mótaði plötuna Þjóðviijinn ræddi við þrjá þeirra félaga, þá Ingólf, Magnús og Eggert, fyrir skömmu og bað þá fyrst að segja frá tilurð plöt- unnar. — Við vorum á Seyðisfirði i sumar þar sem við lékum tveim- ur skjöldum, æfðum fyrir upptök- una og lékum fyrir dansi á böllum sem hljómsveitin Einsdæmi. Það var mikil sól á Seyðisfirði i sum- ar, eitt sólrikasta sumar sem menn muna, og platan ber merki þess. Fyrri hliðin er i léttum dúr og moll, efni sem við höfum verið að dútla við og fannst ágætt að losna við inn á plötu. Sólarhring- urinn á seinni hliðinni er mest- megnis náttúruflipp sem varð til i sumar á Seyðisfirði og hefði lik- lega ekki orðiö til hér i Reykjavik. Upphaflega átti hann að vera mun styttri en þegar við komum i hljóðrásaverið og fórum að nýta þá möguleika sem þar gáfust óx hann i höndunum á okkur, við hreinlega týndumst i músikinni og verkið varð um 20 minútur að lengd. Við það sópaðist heilmikið efni út af plötunni sem við höfðum æft og ætluðum að hafa með. — Þessi plata er með nokkuð öðru sniði en Upphafið. — Já, þær eru gjörólikar. Upp- hafið var nokkuð tilviljunarkennt. Við vorum með ákveðið lagasafn sem við sungum á skemmtunum og svo var það bara allt i einu komið inn á plötu. Bætiflákar sýna meira hvað við erum að gera og eru nær þvi sem verður hjá okkur, a.m.k. músikin. Það er ekki á stefnuskránni að gefa út irsk þjóðlög. Heldur ætlum við að vera með frumsamið efni og fara meira út i pólitikina. Kröfuspjaldafrasar fara itaugarnará okkur — Það sakna eflaust margir pólitikurinnar á þessari plötu. — Já, en við teljum okkur ekki þurfa að afsaka þessa plötu á neinn hátt, hún stendur fyrir sinu. Það felst i henni litil ádeila, tón- listin er aðalatriðið. Við erum eiginlega að spila okkur saman, finna okkur ákveðinn stil. Það hefur hins vegar farið i taugarnar á okkur hve leiðinleg lög eru iðulega sett við pólitiska texta, einhvers konar marsar o.þ.h. Og textarnir eru heldur ekki nógu góðir. Mest eru þetta kröfuspjaldafrasar. Ris upp fé- lagi! o.s.frv. Það þýðir ekki að kasta framan i fólk harðsoðnum frösum sem það notar ekki dag- lega og þekkir ekki nema sem einhvern kommúnistaáróður. Með þvi móti næst ekkert sam- band, fólk visar þvi á bug. Það verður að nota daglegt mál og fara eilitið i kringum hlutina, gefa fólki kost á að hugsa málin i stað þess að matreiða réttan skilning ofan i það. Það er i þessum anda sem okk- ur langar til að starfa. Það er hægt að syngja ýmiss konar texta viö lögin okkar en ekki kröfu- spjaldafrasa. Við viljum semja öðruvisi texta og getum það von- andi. Við höfum ágætan hagyrð- ing þar sem Halldór er og Eggert hefur lika gert ágæta texta. Von- andi má sjá árangur þessarar stefnu þegar við förum að spila i vetur: kreppurokk með vægri hagsveiflu. Við ætlum að spila saman fimm, þ.e. Ingólfur, Eggert, Halldór, Magnús og Leif- ur Hauksson sem hefur dundað við gitarleik, söng og lagasmið frá blautu barnsbeini. — Og ef við gefum út aðra plötu verður umslagið rautt, bætti Egg- ert við. Síðasti dagur sýningar Tryggva Ólafssonar Siðasti dagur á sýningu Tryggva ólafssonar i Galleri StJM er i dag, sunnudag. Aðsókn að sýningunni hefur veriö mjög góð og hafa margar myndanna selst.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.