Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 1
Föstudagur 7. nóvember 1975 —40. árg. 253. tbl. Starfsfólki ráðuneyta greidd laun þrátt fyrir frí fráþann 24. október Undanfarið hafa birst fréttir um opinber og óopinber fyrir- tæki, sem notfæra sér þá heimild, að greiða konum eldci laun vegna „ólöglega” verk- fallsins þann 24. okt. Bæjar- stjórn Kópavogs og Seltjarnarneshreppur eru meðal þeirra fyrirtækja, sem nýlega hafa hýrudregið starfsfólk sitt. Að sögn ríkisféhirðis, Jóns Dan, verður starfsfólki i ráðu- neytunum greitt, þrátt fyrir fjarveru frá vinnustað á verk- fallsdeginum. Ekki sagðist Jón vita um nokkurn karl- mann sem hefði verið frá vinnu þann dag, en sér fyndist ekki óeðlilegt, að þeir fengju sin laun greidd eins og konurnar þótt um fjarvistir væri að ræða, — jafnréttið væri jti fyrir öílu. —gsp Svartsengis- mál rœtt á alþingi í gœr — sjá 3. síðu Skák Friðriks og Liberzons er á bls. 3 í Þjóöviljanum í dag. Hann var að setja saman „Guten- bergs” prentvélina sem veröur á sýningunni „Prentlistin breytir hciminum” sem opnuð verður nk. sunnudag. Þessi þýski prentari hcfur ferðast með sýninguna viöa um heim. SJÁ 3. SÍÐU Yfirheyrslur hafnar hjá verðlagsdómi vegna gruns um ólöglega álagningu byggingameistara á átselda vinnu Mál það sem reis vegna gruns um að byggingameistarar heföu lagt óiöglega mikið á útselda vinnu við húsbyggingar hefur nú vcrið sent frá saksóknara til vcrðlagsdóms og hefur sá siðar- nefndi hafið yfirheyrslur i þvi. Gunnar Eydal á sæti i verðlags- dómi og við báðum hann að segja okkur hver staðan i málinu væri. — Kæra verðlagsstjóra var send til rikissaksóknara sem kannaði málið litillega en sendi siðan áfram til verðlagsdóms. Verðlagsdómurhóf yfirheyrslur á miðvikudag. Þá mættu fyrir dómi þeir Gunnar S. Björnsson, for- maður Meistarasambands bygg- ingamanna og Georg Ólafsson verðlagsstjóri. Það kom litið nýtt fram en yfirheyrslum verður haldið áfram og hraðað eins og kostur er. — Þetta mál er risið vegna gruns um að meistarar hafi of- reiknað þrjá þætti við útreikninga á útseldri vinnu við húsbygging- ar. Þessir þættir eru: i fyrsta lagi að helgidagar hafi verið tvireikn- aðir, i öðru lagi að iðnaðargjald sem er 0,2% hafi verið lagt á en samkvæmt reglugerð eru hús- byggingar og mannvirkjagerð undanþegin þvi. t þriðja lagi að lifeyrissjóðsgreiðslur hafi verið ofreiknaðar. — Við munum taka fyrir alla þá aðila sem tóku þátt i breytingum á reglum um þessa útreikninga árið 1972 en þær voru gerðar i kjölfar kjarasamninganna i des- ember 1971. Er ætlunin að leiða i ljós hvort skekkjur hafi verið gerðar þá. En eins og stendur er ekki hægt að segja mikið um þetta mál, til þess er rannsóknin of stutt á 'veg komin. En ef þetta reynist rétt er hér um geysimiklar upphæðir að ræða og málið snertir hundruð manna, eða allá þá sem byggt hafa hús frá 1972. Eins hefur það áhrif á byggingavisitölu og þar með verð nýrra ibúða, þvi það er iðulega miðað við byggikngavisi- tölu. — En þegar við höfum lokið rannsókn málsins verður það sent aftur til saksóknara sem tek- ur ákvörðun um frekari aðgerðir i þvi, sagði Gunnar að lokum. —ÞH Lækkar, lækkar Framleiðsluráð landbúnaðar- ins ‘og sexmannanefnd hafa orðið sammála. um tilhögun niöur- greiðslna á nautakjöti. Er nú beð- ið eftir staðfestingu kauplags- nefndar og rikisstjórnar á mál- inu. Samkvæmt áætlun sem gerð hefur verið er gert ráð fyrir 26—37% lækkun á nautakjöti eftir þvi hver sölumátinn er, en jafn- framt mun kindakjöt hækka i verði um 5,8%, þ.e. súpukjötið. Tannlæknar og læknar hækkuðu mest í tekjum Yfirlit Hagstofunnar um framtalstekjur í fyrra Tannlæknar og læknar hækk- uðu mest allra f tekjum á sl. ári samkvæmt upplýsingum sem birtast f nýjasta hefti Hagtfðinda. Þing Verka- mannas. r Islands hefst 21. Akveðið hefur verið að þing Verkamannasambands Islands verði haldið f Lindarbæ i Heykja- vik dagana 21. til 23. nóvember nk. að þvi er Þórir Panfeisson framkvæmdastjóri þess tjáði okkur i gær. Aöildarfélögin að verkamanna- sambandinu eru nú 42 með um 18000félagsmenn. Mun þctta vera um 88% mcðlima verkamanna- félaganna i landinu. —S.dór Hækkuðu mcðaltekjur þessara starfsmanna heilbrigðisþjón- ustunnar um nærri 55% frá fyrra ári. Samkvæmt þessari skýrslu hafði 491 iæknir og tanniæknir 2.759 þúsundir króna í tekjur að mcðaltali, þannig að þeir hæstu hafa sjáifsagt haft tvöfalt meira. Þeir sem samkvæmt yfirlitinu hækkuðu næstmest i meðal- brúttótekjum eru „ófaglærðir við flutningastörf” eða um 50,9%. Meðalhækkun yfir landið á Framhald á bls. 3. Jafnvel Páfastóllinn hlynntur breyttu fyrirkomulagi páska! Alkirkjuráð, sem saman- stendur af nær öllum kristnum kirkjum heims eða 271 kirkju samtals, hefur um nokkurra ára skeið rætt þann möguleika, að hætta að halda páskahátiðina eftir stöðu tunglsins heldur binda hana við einhvern ákveðinn dag. Nú bendir allt til þess, að annar sunnudagur i april veröi fyrir valinu og sagði Sigurbjörn Einarsson biskup, að islendingar myndu að sjálfsögðu fara i einu og öllu eftir samþykktum alkirkjuráðsins á meðari annað væri ekki ákveðið af alþingi okkar eða rikisvaldi. — Annars þykir mér ekki trúlegt að það sé búið að ganga frá þessu máli endanlega — sagði biskup. — 1 lok mánaðarins verður haldið i Afriku allsherjar- þing ráðsins og þykir mér liklegt að þar verði um endanlega af- greiðslu að ræða. Fulltrúi okkar þar verður séra Bernharð Guðmundsson. Ég á von á þvi að þetta verði samþykkt. Umræður um málið hafa átt sér stað lengi og páfa- stóllinn i Róm er á meðal þeirra, sem fallist hafa á þessa tilhögun. Einhverjar kirkjur í austur- löndum munu þó eiga erfitt með að sætta sig við þetta, þar eð annað timatal gildir hjá þei'm en okkur hinum, sagði biskup. Búast má við þvi að væntanleg samþykkt alkirkjuráðsins, sem starfar i Genf að öllu jöfnu, muni taka gildi árið 1977. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.