Þjóðviljinn - 07.11.1975, Page 5

Þjóðviljinn - 07.11.1975, Page 5
Föstudagur 7. nóvember 1975.ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 af erlendum vettvangi Vestur- Sahara Þegar þetta er ritað (á miðvikudegi) biða 350.000 marokkanskir göngumenn — 10% konur, 90% karlar — átekta reiðubúnir að hlýða boði leiðtogans, Hassans II. konungs um að marsera inn.í nýlendu spánverja i Vestur-Sahara. Göng- unni hefur verið frestað meðan diplómatar draumur marokkana sem Hassan ætlar nú að raungera. Ekki spillir það heldur fyrir að Vestur-Sahara er geysiauðugt af fosfati, stærsta náman, Bu Keraa, er næstauðugasta fosfat- náma heims. Persónulegar minningar Francos Frá bæjardyrum spánverja horfir málið öðruvisi við. Þeir hafa fallist á að veita ibúum Vestur-Sahara sjálfsákvörð- unarrétt um stjórnarfarslega framtið sina. En þeim er ekkert um það gefið að horfa aðgerðar- lausir á fjandmenn sina handan við Gibraltarsundið gleypa landið með húð og hári. Andarslitrur Francos gera þeim málið enn viðkvæmara. 3æði vilja arftakar hans ekki vera uppteknir i striðsrekstri þegar „caudillo” yfirgefur þennan heim og svo hefur Hassan sýnir vald sitt þeytast milli heimsálfa til að finna friðsamlega lausn á deilum þeim sem sprottið hafa af þeirri ákvörðun spán- verja að sleppa höndum af nýlendunni. Hassan konungur hefur sagt að gangan eigi að fara friðsam- lega fram. Herdeildir hans eru þó ekki langt undan, þvi bæði rikisstjórnir Spánar og Alsir hafa báðar svarið þess eið að mæta ásælni Hassans til nýlend- unnar af fyllstu hörku. Sjónarspil Ganga þessi var boðuð fvrir nokkrum vikum, en að sögn fréttamanna Spiegel hefur undirbúningur hennar staðið i ár eða svo. Þeir eru sammála kollega sinum frá Information um að gangan sé eitt heljar- mikið sjónarspil, sett á svið til að magna enn ljómann af geislabaug Hassans sem stafar á þegna hans. Þeir benda á allt það bruðl sem er þvi samfara að flytja 350 þúsund manns fleiri hundruð kilómetra,koma þeim þar fyrir, fæða þá, veita þeim læknis- þjónustu (1.600 manns sjá um það siðastnefnda) og dreifa meðal þeirra Kóraninum, helgi- riti múhameðstrúar, og þjóð- fána Marokkó. Þeir nefna þetta bruðl i landi þar sem flestir landsmenn hafa aldrei upplifað annan eins lúxus og þann sém göngumönnum er boðið upp á, margir þeirra hafa aldrei farið út úr þorpinu sinu fyrr en þeir hlýddu kalli Hassans. Allur undirbúningur virðist fylgja þaulskipulagðri áætlun og ekkert er til sparað svo hugir landsmanna þrútni af föður- landsást og trúarhita. Dægur- lagasöngvarar um allt land fjalla um gönguna i söngvum sinum. Frægustu trúðar landsins, Bsis og Bas, hvetja til „landfærðilegrar sameiningar marokkönsku þjóðarinnar” og ætla svo sannarlega að vera með i för. Erlend fyrirtæki eins og bilaleiguhringurinn Hertz og gúmmifélagið Goodyear aug- lýsa stuðning sipn við gönguna i blöðum. Og eitt blaðið, Le Matin (sem nú heitir raunar Le Matin du Sahara), segist ætla að taka upp nýtt timatal þegar gangan fer af stað. Mestallur flugfloti landsins hefur verið virkjaður i þágu göngunnar. Herkúlesflugvélar úr flugher hans hátignar mynda loftbrú til að flytja 10 þúsund plastkassa sem hver tekur 200 litra af vatni svo hægt sé að brynna mannskapnum. Sama Verður hann að snúa við eins og Múhameð forðum? máli gegnir um flutningabila og járnbrautalestir. Allar venju- legar lestaáætlanir hafi verið lagðar til hliðar, og þegar Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom nýlega i Marokkó hitti hann ör- þreyttan lestarstjóra að máli sem sagðist ekki hafa sofið vit- undarögn i fleiri sólarhringa og sá ekki fram á neina hvild fyrr en flutningum vegna göngunnar væri lokið. Þjóðernishyggja, trúarhiti og fosfat Jörgen Siegumfeldt frétta- maður Information sem skrifar frá Marrakesh heldur þvi fram að meginmarkmið Hassans með öllu þessu tilstandi sé að sýna andstæðingum sinum heima- fyrir að þjóðin standi að baki honum og sé reiðubúin að fylgja honum út i hvað sem er. Segir hann að Hassan hafi sett völd sin að veði fyrir þessa göngu; ef hún tekst vel tryggir hann sér áframhaldandi völd um nokkurt skeið en ef hún fer úr böndunum eða nær ekki tilgangi sinum megi búast við ólgu i landinu og jafnvel valdaráni hersins. Höfuðröksemd Hassans fyrir réttmæti þess að innlima Vestur-Sahara er þjóðernisleg: meirihluti ibúa landsins er ara- biskur og landið þvi eðlilegur hluti Marokkó. Hann hefur að visu nokkuð til sins máls þvi fram til 1956 var allt Marokkó og Vestur-Sahara undir einum hatti — spænskum. Þá var Marokkó veitt sjálfstæði, en Vestur-Sahara klipið af og haldið eftir. önnur röksemd hans er trúar- leg: hann hefur likt göngunni sem fyrirhuguð er við göngu spámannsins Múhameðs (sem hann rekur reyndar ættir sinar til) og fylgismanna hans frá Medina til Mekka fyrir rúmum 13 öldum. Þessar röksemdir virðast ganga mjög vel i þegna hans sem eins og flestir arabar eru bæði trúfastir og geysilega þjóð- ernissinnaðir. Innlimun Vestur-Sahara er gamall Vestur-Sahara vissan sess i Dersónulegum minningum einvaldsins þvi einmitt þar hófst litrikur ferill hans sem her- foringja. Þeir reyndu þvi lengi vel að leysa málið með samningum við Hassan og um tima virtist það ætla að ganga. En þegar Juan Carlos var sestur i stól Francos kom afturkippur i viðræðurnar. Nú segjast spánverjar aldrei munu þola að marokkanar innlimi landið. Þeir hafa komið upp viglinu 10 kilómetrum frá landamærum Vestur-Sahara og Marokkó og búa sig undir að mæta göngumönnum með vopnavaldi. Hvað vilja landsmenn sjálfir? Þessi stefnubreyting spán- verja segja kunnugir að sé til orðin fyrir þrýsting frá Alsir. Þarlendir telja málið sér mjög skylt þvi Vestur-Sahara lokar aðgangi þeirra að Atlants- hafinu. Þeir leggja áherslu á að ibúar landsins fái sjálfir að ákveða örlög sin. Segjast þeir reiðubúnir að fara með ófriði á hendur Hassan ef hann gerist fingralangur um of. Frétir hafa boristaf miklum liðsflutningum alsirska hersins til landamæra Vestur-Sahara. I kringum göngumennina 350 þúsund vappa marokkanskir hermenn svo alltútlit er fyrir að átök muni hefjast. Kurt Wald- heim reynir mikið til að koma á sáttum og hefur heimsótt alla deiluaðila (þeir eru raunar 4; Máretania hefur einnig gert tilkall til Vestur-Sahara en styður Hassan i einu og öllu). Hans tillaga er að Sameinuðu þjóðirnar taki við stjórn landsins i hálft ár, en á þeim tima fari fram atkvæðagreiðsla meðal ibúanna um hvernig þeir vilji haga málum sinum. Wald- heim getur visað til nýlegs úrskurðar Alþjóðadómstólsins i Haag sem áskildi ibúum Vestur-Sahara rétt til að ráða málum sinum sjálfir. En fram til þessa hefur enginn spurt ibúa Vestur-Sahara hvað þeir vilja. Þeir eru um 70 þúsund talsins, flestir hirðingjar sem lifa við ættbálkaskipan. Það eina sem heyrst hefur frá þeim er komið i gegnum Marokkó. Talsmaður Hassans sagði frá þvi sl. þriðjudag að Khatri nokkur Joumani sem er forseti þings ættflokka landsins hefði gengið á fund Hassans og játað honum hollustu sina. Þetta túlkuðu marokkanar umsvifa- laust sem einrðma stuðning allra landsmanna við fyrir- ætlanir konungsins. Kannski fáum við aldrei að vita hvort það er rétt. —ÞH Greinargerð Jóns E. Ragnarssonar í Vl-máli gegn Sigurði A. Magnússyni, rithöfundi Málssóknin er einsdæmi í íslenskri réttarsögu Jón E. Ragnarsson, lögmaður, hefur samið eftirfarandi greinar- gerð fyrir Sigurð A. Magnússon, rithöfund, i máli Vl-inga gegn honum, en Sigurður mun sjálfur halda uppi málsvörn. Greinargerð þessi var lögð fram i bæjarþingi, og hljóðar svo: Ég sæki þing af hálfu stefnds i máli þessu og legg fram þessa greinargerð. Þær dómkröfur eru gerðar að málinu, öllu eða að hluta, sé frá dómi visað, en ef svo verður ekki, þá er krafist sýknu alfarið. I báðum tilvikum er krafist máls- kostnaðar, óskipt, úr hendi stefn- enda, að mati dómsins, en þó sé þess gætt, að um málsýfingar er að ræða, að ófyrirsynju. Það er af réttarfarsástæðum, að stefndi gerir fyrst frávisunar- kröfu, þvi að hann kýs fyrst og fremst efnisúrlausn dómsins um réttmæti stefnukrafna, þ.e. um tjáningarfrelsi sitt i stjórnmál- um. Ég læt strax i ljósi þá skoðun mina, að málsókn þessi er alger- lega einstæði islenskri réttarsögu og á sér enga hliðstæðu. Þeim mun sérkennilegra er þetta, að lögmaður stefnenda og tveir stefnendur eru kennarar við laga- deild Háskóla Islands og verður vanþekkingu á réttarfari þvi ekki um það kennt, hvernig nú er kom- ið. Stefnan i máli þessu er kölluð framhaldsstefna i bæjarþings- málinu nr. 5/1975 milli sömu að- ila, en þó er hvorki óskað né kraf- ist sameiningar máls þessa við það mál, eins og lög stefna til. Málið er þingfest á reglulegu bæjarþingi, þótt þá hafi Bjarni Kristinn Bjarnason, borgardóm- ari, farið með málið nr. 6/1975 og það stefnendum kunnugt. Það er að visu ex officio ákvörðun dómara þessa máls, hvort um sameiningu málanna verður að ræða, en þvi er andmælt af stefnda, að slik sameining eigi sér stað. Málshöfðun þessi er eingöngu vegna texta greinargerðar stefnda i bæjarþingsmálinu nr. 6/1975. Skv. m.a. 106. gr. laga nr. 85/1936, um meðferð einkamála i héraði, þá er stefnda bæði rétt og skylt að leggja fram greinargerð. Skv. m.a. 39. gr. sömu laga, þá fer bæjarþingsmálið nr. 6/1975 fram „i heyranda hljóði” og eru m.a. öll skjöl þess i þeim skilningi opinber, nema aðilar óski eftir „lokun” eða dómari málsins úr- skurði að svo skuli með fara. Þar sem slik ósk eða slikur úrskurður eru ekki fyrir hendi, þá er réttar- meðferðin i þessu máli opin og opinber, svo og skjöl málsins. Fjölmiðlar hafa aðgang að skjöl- um málsins, þ.á m. greinargerð stefnds. Greinargerð stefnds var birt i dagblaðinu Þjóöviljinn hinn 27. febr. 1975 og er það orsök málshöfðunar. Mótmælin gegn sameiningu máls þessa við málið nr. 6/1975, svo og m.a. fyrir frávisun eru einkum þessi: Málið bar að þingfesta hjá dómara málsins nr. 6/1975 með þinghaldi i þvi máli. Dómara þessa máls er hvorki rétt né skylt að sameina málin, þar sem þess er ekki krafist, en að auki fær hann ekki metið málavöxtu, þar sem hann er ekki dómari f fyrra máli og það honum ekki falið til meðferðar. Ekki er heimilt að þingfesta „framhaldsstefnur” með þessum hætti. Hvað yrðu t.d/ um mál þetta við útivist? Ætti að gera það sjálfstætt sem útivistar- mál eða visa þvi frá, þar sem það sé ólöglega tengt við annað mál, sem ekki var fyrir dómi við þing- festingu. Þessi málatilbúnaður er þvi brot á réttarfarsreglum og starfsreglum borgardóms. Vegna þess ber ekki að sameina málin ex officio, en krafa um slika sam- einingu hefur ekki komið fram og verður ekki sett fram, úr því sem komið er. Eins og getið er, þá eru vanda- mál stefnenda i máli þessu tvi- þætt: hinsvegar ummæli, sem stefnt er af i málinu nr. 6/1975 og eru kaflafyrirsagnir i greinar- gerð stefnda i þvi máli til þess að ná skipulegri framsetningu. Sjálfsögð og algeng vinnubrögð. Hinsvegar sérstök ummæli i greinargerðinni, sem eru þáttur i málsástæðum hans. Að auki er stefnt vegna fyrirsagna i Þjóð- viljanum hinn 27. febr. s.l. Sérstök áhersla er lögð á það mjög merkilega atriði, að engar dómskröfur eru gerðar i stefnu og greinargerð yfirleitt, en þetta er slikt stórfellt brot á ákvæðum einkamálalaga og meginreglum réttarfarsins, aðleiðir hiklaust til þess að þetta mál verði ekki sam- einað neinu dónismáli, en leiðii hiklaust til frávisunar. Um frávisunarkröfur: Auk þess, sem að ofan greinir, þá er um að ræða „litispendense” að þvi er tekur til ummæla merktra A. I stefnu. Vegna sömu ummæla er nú til meðferðar mál- ið nr. 6/1975 og verður annað dómsmál ekki höfðað á þvi stigi. Ritun og framlagning greinar- gerðar i þvi máli breytir hér ekki um, né heldur opinber birting þeirrar greinargerðar af hálfu dagblaðs. Einkamálalögin gera sérstaklega ráð fyrir viðurlögum i sliku tilviki og er það krafa um ómerkingu ummæla i þvi máli og réttarfarssektir eða slik ákvörðun dómara þess máls ex officio i þvi máli. Málsókn af þessu tagi er þvi ólögmæt eða brestur heimild laga. Um sýknunarástæður: 1. Visað er til greinargerðar stefnda I málinu nr. 6/1975, sem lögð er fram af stefnanda i þessu máli, einsog hún er birt i Þjóbviljanum, að fráskildu framlagi dagblaðsins sjálfs. 2. Sé hér eingöngu stefnt vegna birtingar i Þjóðviljanum, en slik málsástæða kemur ekki fram I stefnu eða greinargerð og verður ekki að komið úr þvi sem komið er, þá er um aðildarskort að ræða vegna á- kvæða prentlaga, enda hér ekki um að ræða blaðagrein, ritaða undir nafni, heldur birt- ingu dagblaðs á opinberu málsgagni, á eigin ábyrgð. 3. Málsástæður undir 2. lið hér að ofan eiga sérstaklega við um fyrirsagnir, sem sérstaklega eru tilgreindar sem framlag dagblaðsins sjálfs, eins og skjalið ber með sér. 4. Stefnda i dómsmáli er heimilt að færa fram málsástæður sinar, óhindrað, en ákv. um ó- merkingu ummæla i þvi máli eða réttarfarssektir eru lög- heimiluð viðurlög. Sérstakt dómsmál verður þvi hér ekki höfðað og leiðir það til sýknu. Stefndi átti ekkert frumkvæði eða hlutdeild i birtingu greinargerðarinnar i dagblað- inu. 5. Refsikröfur eru fyrndar. Málið er lagt i dóm með venju- legum fyrirvara.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.