Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 12
Marokkönsku göngumennirnir safnast saman og hrópa vigorð. Göngumenn komnir yfir lainUtmœrin Angóla: MPLA undirbýr sjálfstœðis- hátíðahöld Föstudagur 7. nóvember 1975. IJtfærsla auð- lindalögsögu : Viðrœður norðmanna og Frakka PARÍS 6/11 — Jens Evensen, haf- réttarráðherra Noregs, ræðir á morgun við franska ráðherra um mál í sambandi við fyrirætlanir norsku stjórnarinnar um að lýsa yfir 200 milna auðlindalögsögu. Munu norðmenn á næstunni einn- igræða við fulltrúa annarra rikja, sem láta sig útfærsluna varða. Frakkar eru sagðir mótfallnir einhliða útfærslu norsku auð- lindalögsögunnar og vilja að samningaumræður um þetta fari fram á milli Noregs og Efnahags- bandalags Evrópu. Samkvæmt friverslunar- samningi við EBE njóta norð- menn tollfriðinda á fiski og fisk- afurðum sem þeir flytja út til EBE-landa, en EBE hefur gefið i skyn að þáu hlunnindi kunni að verða tekin til baka ef norðmenn færi Ut fiskveiðilögsögu sina ein- hliða. Svæðismótið: F riðrik vann í 14. umferð svæðismótsins i gærkvöldi vann Friðrik Murr- ay, Parma vann Poutiainen, Ribli vann Björn og Oster- meyervann Hamann. Jafntefli varð hjá Liberzon og Zwaig, Jansa og Hartston og Laine og Van den Broeck. 14. umferð hefst i dag kl. 17. Þá teflir Friðrik við Oster- meyer. NORÐURLANDAMÆR- UM SPÆNSKA SAHARA 6/11 — ,,Friðargöngu- menn" Marokkókonungs fóru yfir landamæri Spænska Sahara — öðru nafni Vestur-Sahara — í dag. Þeir fremstu í göng- unni voru þegar síðast fréttist á leið yfir botn uppþornaðs saltvatns og vorujsumpart huldir i ryk- mekki, sem eyðimerkur- vindurinn blæs upp. Spænski nýlenduherinn hefur tekið sér stöðu um fimmtán kílómetra frá landamærunum og segist muni beita vopnavaldi, ef göngumenn reyni að kom- ast gegnum þá línu. í reut- er-frétt segir að herinn virðist vera í vígahug. LUANDA 6/11 —- Liðssveitir Alþýðuhreyfingarinnar til frels- unar Angólu (MPLA) eru sagðar hafa tryggt sér flugvöllinn við Lu- anda, höfuðborg landsins, og höfnina þar. A þessum tveimur stöðum skiptust MPLA-menn og portúgalskir hermenn á skotum i nótt. MPLA undirbýr nú hátiða- höld 11. nóv. nk. þegar landið fær fullt sjálfstæði, og hefur boðið til hátiðahaldanna um 15000 erlend- um gestum, þar á meðal frá öll- um Afrikulöndum nema Suður- Afriku og Ródesiu, þar sem hvitir minnihlutar stjórna, og Zaire, sem styður FNLA, aðra þeirra tveggja sjálfstæðishreyfinga er keppa við MPLA um völdin. Einnig er boðið fulltrúum frá Austur-Evrópurikjum, svo og frá Hollandi og Belgiu. Miklar dem- antanámur eru norðaustan til i Angólu og vill MPLA hafa gott samband við tvö siðastnefndu rikin sökum þess, þar eð þau láta mikið að sér kveða i demantavið- skiptum. Meðal boðinna eru einn- ig franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre og Fidel Castro, þjóðarleiðtogi Kúbu. Mexíkó: Frumvarp um 200mílna auð* lindalögsögu MEXIKÓBORG 6/11 — Rikis- stjórn Mexikó hefur lagt fyrir þing landsins lagafrumvarp þess efnis, að efnahagslögsaga landsins verði færð út i 200 mil- ur. Er gert fastlega ráð fyrir að þingið samþykki frumvarpið og að það taki gildi snemma á næsta ári. Verður þar með tak- markaður réttur erlendra fiski- skipa til að veiða nálægt Mexi- kóströndum, en sum fiskimið- anna þar eru mjög auðug. Samkvæmt frumvarpinu er erlendum fiskiskipum bannað að stunda veiðar innan 200- milna linunnar án sérstakrar undanþágu, en hinsvegar er takið l'ram að umferð skipa inn- an hennar verði ekki takmörk- uð. Innan hinnar nýju lögsögu- linu eru meðal 'annars auðug- ustu túnfisksmið i heimi, og eru þau mikið sótt af fiskiskipum frá Bandarikjunum og Japan. llér, á horni Fellsmúla og Grensásvegar ætla alþýðusamtökin aö reisa sér hús. Alþýðusamtökin að hefja byggingu stórhýsis Aiþýðubankinn, Alþýðusam- band tslands og Listasafn ASf eru i sameiningu að hefja byggingu stórhýsis á horni Grensásvegar og Fellsmúla i Reykjavik. Að sögn Hermanns Guðmundssonar, formanns bankaráðs Alþýðu- bankans er búið að teikna húsið og munu byggingarframkvæmdir um það bil að hefjast. Þarna verður um að ræða 3ja hæða hús og mun hver aðili fá eina hæð til umráða. Fyrirhugað er að sögn Hermanns að þarna komi útibú frá Alþýðubankanum. Hermann sagði ennfremur að nú væri orðið mjög þröngt um alla starfsemi Alþýðubankans i hús- næði þvi sem hann á við Lauga- veg og væri þvi nauðsynlegt, ef hann ætti ekki að verða undir i samkeppni við aðra banka i land- inu, að hann stækkaði við sig til að geta veitt sömu fyrirgreiðslu og aðrir bankar landsins. Þá er.einnig orðið mjög þröngt um starfsemi Alþýðusambands Islands i húsnæði þess að Lauga- vegi 18 og er orðin brýn þörf á stærra húsnæði fyrir sambandið. Listasafn ASI hefur búið við litinn og vondan húsakost. Safnið er orðið mjög stórt og sifellt bætast þvi ný verk sem gefin eru af stór- hug velunnara þess og kannski er það i mestri þörf þessara þriggja aðila fyrir nýtt húsnæði sagði Hermann að lokum. Níðstöng reist á Herðlu Islenskir námsmenn í Bergen reistu íslensku stjórninni og ráðherrum hennar, níðstöng Islenskir námsmenn I Bergen framkvæmdu í gær þá fyrirætl- an sina að reisa isiensku rikis- stjórninni niðstöng á eynni Herðlu skammt fyrir utan Berg- en en þar reisti Egill Skalla- grimsson Eriki bióðöx Noregs- konungi og konu hans, Gunn- hildi, niðstöng árið 944. Athöfnin hófst klukkan 12 á hádegi með þvi að stutt ávarp var flutt þar sem sagt var að til- gangur aðgerðarinnar væri að vekja athygli norsks og Islensks almennings á árásum islensku stjórnarinnar á kjör náms- manna. Jafnframt var tekið fram að engar trúarlegar hvatir lægju að baki tiltækinu. Að ávarpinu fluttu var nið- stöngin reist Á henni var þorsk- haus þar sem yíirvöld höfðu bannað námsmönnum að nota hestshaus. Kom það ekki að sök þar sem þorskhausar voru not- aðir i þessum tilgangi á Islandi allt fram á 18. öld, einkum þeg- ar menn vildu senda fjand- mönnum sinum vont veður. Um leið og stöngin var reist var lesinn svofelldur niðfor- máli: „Hér set ég upp niðstöng og sny þessu niði á hönd is- lensku rikisstjörninni og ráð- herrum hennar. Sný ég þessu niði á öll þau öfl er oss megi gagna svo að þau öll fari vill vega, ekkert hendi né hitti sitt inni fyrr en þau leggja rikis- stjórn íslands að velli.” Þvi má bæta við að kjaftur þorsksins vissi i átt til Islands. Næst voru kveðnar tvær nið- visur, ortar að dróttkvæðum hætti og voru þær svona: Geirs drumb ishret æri arnnef fylli kvefi. Brekku stirðni stekkja staur, uns veitir aura. Moggalygi mygi Möttum digrum pöttum. Skældan skaði Óla skagfirsk meraþvaga. Skáldið Borgar baldið Brúar-Dóra klóri. Einars gungu og Gunnars gráni hár og þráni. Aurapúkar ærir allir skuiu kalla LtN ef lánin eigi leggja til, þeir geggist. Þvi næst var blóði stökkt á rúnirnar og fjöl þá sem visurnar voru ritaðar á. Var siðan hver ráðherra niddur af námsmönn- um. Fóru þeir á meðan með vis- ur úr galdralagi. Athöfninni lauk með þvi að sunginn var söngur sem ortur hafði verið i tilefni dagsins. Námsmenn þurftu að standa i nokkru stimabraki til að fá leyfi yfirvalda fyrir aðgerðunum. Lögreglan I Hörðalandsfylki sá þeim ekkert til fyrirstöðu en það sá hins vegar presturinn á eynni. Hafði hann augsýnilega fengið kvartanir frá sóknar- börnum sinum um að athæfi sem þetta væri ekki máttar- völdunum samboðið. Presturinn fékk sýslumanninn i lið með sér og lagði hann fram bréf frá presti þar sem athöfninni var mótmælt sem argasta guðlasti, heiðinni trúarathöfn og móðgun við rikisstjórn þjóðar sem verið hefði vinaþjóð norðmanna frá örófi alda. En þar sem lögregl- an sá ekkert athugavert við at- höfnina fékkst leyfi fyrir henni. Viðstaddir athöfnina voru um 20 námsmenn eða allflestir sem heimangengt áttu. Einnig voru þar 15-20 blaðamenn frá öllum blöðunum i Bergen, Dagbladet og Verdens gang i Osló, NTB, útvarpi og sjónvarpi en það sið- arnefnda sendi fimm manna flokk á vettvang. Hefur þvi þessi aðgerð námsmannanna eflaust vakið mikla athygli i Noregi. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.