Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 4
4. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. nóvember 1975. DWÐVIUINN MALGAGN SÖSfALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: E^inar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 llnur) Prentun: Blaðaprent h.f. HAFA LANDSMENN EFNI Á AÐ GEFA ÚTLENDINGUM MILJARÐI KRÓNA! Þegar þjóðin á við efnahagsörðugleika að etja hlýtur það að vera meginstefna allra skynsamra valdhafa að reyna að tryggja sem allra mesta framleiðslu á verðmætum sem skila arði og gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Þessi stefna varð ofan á i vinstristjórninni og að henni búum við vissulega enn i dag; fullvist má telja að þegar væri komið hér sama eða svipað ástand i atvinnumálum og var 1968 og 1969 hefði ekki komið til i millitiðinni hin stór- fellda atvinnuuppbygging vinstristjórnar- innar. Vitanlega hlýtur atvinnuuppbygging is- lendinga fyrst að beinast að sjávarútveg- inum, og nú er svo komið að skipafloti landsmanna getur veitt allan þann fisk sem fiskifræðingar telja ráðlegt áð veidd- ur verði hér við land. Það er jafnframt ljóst að þetta fiskimagn verða islendingar að fá til þess að geta haldið áfram þeim lifskjörum sem sköpuðust á vinstristjórn- arárunum. En til þess að islendingar nái þessu fiskimagni þarf meðal annars að koma til sú stefna i landhelgismálinu sem tryggir isleridingum einum aðgang að fiski- miðunum umhverfis landið amk. innan 50 milnanna, en á þvi svæði hafa yfir 95% af veiddum þorski, ýsu, karfa og ufsa fengjst. í forustugrein Morgunblaðsins i gær er enn krafist lifskjaraskerðingar verkalýðs- stéttarinnar vegna efnahagslegra þreng- inga. Um efnahagslegu hliðina má margt segja, dag eftir dag berast fréttir um verð- hækkanir á afurðum okkar erlendis og um stóraukið framleiðslumagn sjávarút- vegsins. En hvað sem öllu talinu um efna- hagslegar þrengingar liður: Krafa ihaldsins um samninga við útlendinga er blátt áfram himinhrópandi hneyksli þvi að hver einasti fiskur sem islendingar sam- þykktu að heimila útlendingum að veiða hér við landið jafngildir enn meiri lifs- kjaraskerðingu á íslandi strax og samn- ingar yrðu gerðir og jafnframt þýddu samningar við útlendinga allt að efna- hagslegu hruni hér á landi eftir fáein ár. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því i tölum talið hversu alvarlegar afleiðingar eyðilegging þorskstofnsins gæti haft fyrir islenska þjóðarbúið. En það er hægt að gera sér grein fyrir þvi i tölum hvað samningar við útlendinga um ákveðið veiðimagn þýddu nú i dag; slikir samningar hefðu i för með sér miljarða- gjaldeyristap, þeir hefðu i för með sér stórfellt atvinnuleysi, þeir hefðu það i för meö sér að landsmenn yrðu að leggja sinum eigin skipaflota við bryggjur meðan bretar og aðrir skófluðu upp fisk- inum á íslandsmiðum. Rikisstjórn sem bæri ábyrgð á jafn glæpsamlegu athæfi og samningar um veiðar útlendinga væru mætti réttu lagi teljast ábyrg fyrir nær öllum efnahagsvanda islendinga i fram- tiðinni. En rikisstjórnin virðist ekki ætla að láta sér nægja það hneyksli að taka þátt i samningaviðræðum við útlendinga þrátt fyrir þær staðreyndir, sem hér hafa verið taldar. Málgögn hennar hafa krafist þess að landsmenn allir skerði lifskjör sin til þess að sýna þannig einhug i landhelgis- málinu. Hér er komið aftan að hlutunum svo sem frekast er hægt að hugsa sér. Auðvitað kemur ekki til greina að verka- fótkið i landinu láti af kröfum sinum á einn eða annan hátt fyrir einingu um undan- haldsstefnu i landhelgismálinu. Og verka- lýðsstéttinni er jafnframt ljóst að skerðing á veiðimöguleikum islendinga i landhelg- inni jafngildir lifskjaraskerðingu verka- fólksins. Þess vegna hlýtur verkalýðs- hreyfingin nú á næstu vikum og mánuðum að beita sér af öllu afli gegn samningum um veiðar útlendinga i islensku fisk- veiðilandhelginni. Baráttan gegn samningum við útlend- inga um veiðar innan 50 sjómilnanna jafn- gildir kjarabaráttu, baráttu gegn atvinnu- leysi og landflótta og baráttu fyrir fulllri framleiðslu og nýtingu atvinnutækja landsmanna. Rikisstjórninni verður að gera það alveg ljóst að henni kemur að engu haldi að hrópa á lifskjaraskerðingu verka- lýðsstéttarinnar á sama tima og hún ætlar að færa breska ljóninu miljarði króna á silfurdiski. —s. KLIPPT... „Eigi krafist frekari dómsathafnar ” Saksóknari rikisins hefur eins og við mátti búast ekki talið ástæðu til frekari dómsrann- sóknar i Ármannsfellsmálinu svonefnda á grundvelli þess bréfs, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sendu honum. Við þessari niðurstöðu mátti búast vegna þess að samkvæmt gildandi lögum á tslandi er stjórnmálaflokkum ekki bannað að taka á móti gjöfum og byggingarfyrir- tækjum er ekki bannað að gefa gjafir og byggingarfyrirtækjum er ekki bannað að taka við lóðum fyrir starfsemi sina. t islenskum lögum eða réttar- farsvenjum eru nefnilega hvergi til ákvæði af neinu tagi um það að óeðlilegt geti verið að sama byggingarfyrirtækið gefi i flokkssjóð og fái um leið eftir- sóttustu lóðir borgarinnar þar sem viðkomandi stjórnmála- flokkur er i valdaaðstöðu. Það er óhætt að fullyrða að þeir menn sem myndu beita sér fyrir sliku erlendis væru óðara sviptir opinberum embættum sinum, en á Islandi er réttarfar og réttarfarsvenjur á svo lágu stigi að þeir sem réttu lagi hefðu átt að vikja sitja keikir i stöðum sinum. Hvað sem öllum lagakrókum liður brýtur Ármannsfellsmálið fullkomlega i bága við siðgæðis- vitund almennings. Hvað sem niðurstöðu saksóknara liður hanga enn snörur i hverju lofti Aladinhallar Sjálfstæðisflokks- ins. En menn taki einnig vandlega eftir þvi orðalagi sem sak- sóknari rikisins hefur á bréfi sinu, þvi sem birt hefur verið i fjölmiðlum. Hann sýknar ekki ihaldið og kveður á engan hátt upp efnislegan dóm. Það eina sem saksóknari gerir er að lýsa yfir: ,,eigi krafist frckari dómsathafna.” Þessi úrskurður segir ekkert um efnislegt inni- hald Ármannsfellsmálsins af hálfu saksóknara rikisins. Hafði Albert ekki hugmynd um upphafið? 1 framhaldi af niðurstöðum saksóknara rikisins hefur dagblaðið Visir haft viðtal við Albert Guðmundsson. Þar segir hann að pólitiskir andstæðingar sinir hafi reynst slefberar. „Slefberarnir ætluðu að knésetja Sjálfstæðisflokkinn.” Albert gefur i skyn að þessir slefberar hafi einkum verið málgögn minnihlutaflokkanna i borgarstjórn Reykjavikur. En segir siðan orðrétt: ,,Ég hef ekki hugmynd um hvaðan málið cr upphaflega runnið.” Þessi yfirlýsing Alberts Guðmundssonar er fróðleg þvi þarna gefur hann i skyn að upphafsmenn slefburðarins, sem hann kallar svo, hafi verið aðrir en fiokkspólitiskir and- stæðingar hans, kannski flokks- menn? Vel getur verið að Albert sé ekki kunnugt um það hvernig þetta mái fékk fæturna; og i sjálfu sér ekki iiklegt að hann viti hvað gerist á bak við hann i Sjálfstæðisflokknum. Honum og öðrum flokksmönnum hans til upplýsingar skal það nú rakið. Albert: Ætli þetta geti verið siefberarnir, eöa hvað? A inyndunum eru: Birgir tsleifur, Davlð Oddsson, Styrmir Gunnarsson og Þorsteinn Pálsson. í upphafi var það Visir f upphafi verður að minna á deilurnar um ritstjórn Visis til þess að átta sig á þessu máli. Geirsklikunni i Sjálfstæðis- flokknum stóð ógn af þvi að minnihluti flokksins, Gunnar Thoroddsen, Albert og fleiri skyldu hafa algert tangarhald á Visi. Þess vegna létu Geirs- menn, „flokkseigendafélagið,” til skarar skriða innan útgáfu- félags Visis og svo fór að flokks- eigendafélagið náði meiri- hlutanum. Þá töldu margir að málið væri leyst i bili, en það fór á annan veg: ritstjóri og framkvæmdastjóri Visis ásamt Albert og Gunnari Thoroddsen, ákváðu að stofna annað dagblað „frjálst og óháð” eins og það var kallað. Nú voru góð ráð dýr. Skósveinar Geirs ákváðu 'að koma höggi á Albert og Svein Eyjólfsson. Hvernig var það hægt? Jú, með þvi að láta kvisast að Albert hefði beitt sér sérstaklega fyrir lóð handa Ármannsfelli um leið og hann hefði tekið við miljón i byggingasjóð Sjálfstæðis- hússins frá sama fyrirtæki. Hinir upphaflegu slefberar sem Albert talar um en veit ekki hvað heita voru þvi Styrmir Gunnarsson, Pavið Oddsson og Þorsteinn Pálsson. Svo einfalt er þetta mál, Albert. Þegar út i óefni var komið sáu þessir útsendarar „flokks- eigendafélags” Sjálfstæðis- flokksins i hendi sér að þeir stæðust Albert ekki snúning, og þess vegna tók flokksvélin að snúast fyrir Albert. Og þess vegna varð niðurstaðan sú að slefberarnir hanga sjálfir i snörum Aladinhallarinnar; sprelllifandi sem betur fer, en reynslunni rikari. Þannig varð Ármannsfells- málið opinbert vegna innri átaka i Sjálfstæðisflokknum. „Slefberarnir” vissu að þau vinnubrögð sem Albert Guðmundsson viðhafði i Armannsfellsmálinu brytu i bága við siðgæðisvitund almennings; svo ungir eru slef- berarnir að þeir muna enn hvernig siðgæðismat er, þó þeir hafi ekki snefil af þvi lengur sjálfir. Það sem hafðist upp úr krafsinu t hefndarfýsn sinni gegn Albert Guðmundssyni og Sveini Eyjólfssyni gleymdist „flokks- eigendafélaginu” að Birgir ísleifur Gunnarsson hafði verið aðalhluthafi og lögfræðingur fyrirtækisins Armannsfells. Hann hafði einnig náin tengsl við þetta félag þar sem vanda- menn hans bera þar enn veru- lega ábyrgð. Þar sem ættfræðin var ekki hin sterka hlið slefber- anna og þaðan af siður sagn- fræðin gleymdist þeim að taka borgarstjórann sjálfan með f reikninginn. Þess vegna munaði engu að þeir hefðu krækt honum upp i loft Ala- dinhallarinnar. Það sem þeir höfðu upp úr krafsinu varð eítir allt saman það eitt að beina athyglinni að spillingu Sjálf- stæðisflokksins i heild og þvi að Birgir tsleifur Gunnarsson var og er ekkert annað en ótindur fasteignabraskari. Annars vill undirritaður koma þeirri hugmynd á framfæri við Albert Guðnyundsson að hann beri upp tillögu á næsta fundi borgarmálaflokks Sjálfstæðis- flokksins. Tillagan gæti orðið eitthvað á þessa leið: „Borgarmálaflokkur Sjálf- stæðisflokksins samþykkir að fara þess á leit við saksóknara rikisins að hann beitti sér fyrir könnun á þvi hverjir voru upphafsmenn slefburðarins um Armannsfellsmálið.”-s. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.