Þjóðviljinn - 07.11.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 07.11.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. nóvember 1975. Persónuleynd og tölvutækni 4 1 • • • •• •••• •• _ •• • ••' [ • • > • 1 ••• • > • • ••••• • ••• •• > • • < • •• • • ••• •• • • • • • < • > • i •• > • • •• ••• •• •• •• •• •• •• ••••• •• ••• • ••• • • •• ••• • ••• ••• ••• • »••••• • •••• • • • • •• • • • •••• a Aö vernda einstaklinginn, réttindi hans og velferð Seint í september sl. var haldin a 11 fjölmenn ráðstefna norrænna skýrslutæknifélaga í Osló f samvinnu við Norræna ráðið. Fjallað var um nauðsyn samræmdrar lög- gjafar til verndar einstaklingnum á tímum gagnabanka og marg- háttaðrar tölvuvinnslu á upplýsingum. Hvorki is- lensk stjórnvöld né Is- lenska skýrslutæknifélagið sáu ástæðu til að senda fulltrúa á þessa ráðstefnu/ en hana sótti þó einn ís- lendingur á áhugamanns- grundvelli/ Sigurður A . Magnússon, rithöfundur, skólastjóri Bréfaskólans. Þjóðviljinn náði nýlega tali af Sigurði A. Magnússyni og spurði hann tiðinda af þessari ráðstefnu. — Hvar eru norðurlandaþjóðir á vegi staddar með löggjöf um per- sónuleynd og eftirlit með tölvu- vinnslu? — Sviar urðu fyrstir allra þjóða i heiminum til að setja lög sem ná yfir allt sviðið, bæði gagnavinnslu rikisins og einkaaðila. Lögin tóku gildi i áföngum og er nú komin eins árs reynsla á full áhrif þeirra. Norðmenn leggja fram laga- frumvarp á þessu ári. Danir eru að undirbúa frumvarp, en finnar eru skemmst á veg komnir. Hjá þeim vinnur nefnd að könnun og undirbúningi tillagna. Ilver er reynslan af sænsku lögunum? Að mati svia sjálfra er hún stór- góð. Fulltrúum tölvueftirlitsins (Datainspektionen) og þeirra aðila sem 'eftirlitið bitnar á, iðnrekenda, tryggingarfélaga oþh. kom saman um ágæti þessa fyrirkomulags. Þó heyrðist sú rödd frá háskólastofnun i þjóð- félagsfræðum að lögin settu fullþröngar skorður við félagsleg- um rannsóknum. Slfkri gagnrýni og athugasemdum útlendinga svara sviar svo, að betra sé að hafa reglurnar strangar i byrjun og gefa siðan eftir þar sem ástæða er til. — Fara aðrar norðurlandaþjóðii að dæmi svia? — Að þvi leyti já að lög verða sett og eftirliti komið á. Aðstæður eru þó að ýmsu leyti mismunandi frá landi til lands og það kallar á ólika löggjöf til að sömu mark- miðum verði náð. — Hvað hefurðu i huga? — Ég vildi nefna það hvað sænskt þjóðfélag er miklu opnara en td. hér hjá okkur, og Danmörk og Noregur eru einnig nokkuð lokuð. „Offenlighetsprinsippet” er þarna að verki, þe. sem flest á að vera opinbert og aðgengilegt. A ráðstefnunni var nefnt það dæmi að Volvo-umboðið i Noregi gat ekki komist að þvi hverjir voru eigendur Volvo-bila i landinu. t Sviþjóð liggur það hinsvegar á lausu hverjir þar eiga Volvo-bila. Einmitt vegna þess hve upplýsingar sem telja má per- sónubundnar, eru aðgengilegar, telja sviar sig þurfa að hafa per- sónuleyndarreglur sinar svona strangar. — Hvaða mun veldur þetta á reglunum? — Hjá svium þarf að sækja um leyfi til að reka gagnabanka eða koma upp töluskrá með persónu upplýsingum, en i norska laga frumvarpinu er tilkynningá'r- skylda talin nægja. Svipað viðhorf kemur fram hjá dönum. — Væri þáð hugsanlegt I þessum löndum að niðurstöður viðtækrar und irs kr ifta söf n una r væru tölvusettar? — Mér var sagt að slíkt væri óhugsandi, einnig i þeim þar sem löggjöf er enn ösett um þessi efni. Sjálfsagt eru trænaur okkar á hærra siðgæðisstigi en við. Ég varð lika var við mikla undrun yfir þessu Islenska dæmi og var þvl haldið á loft til viðvörunar af erlendum ráð- stefnugestum. Þeir sögðu að þetta sýndi einmitt hve áriðandi það væri að setja löggjöf um tölvumálin. — Hverjir sóttu ráðstefnuna? — Þingmenn, jafnt frá öllum flokkum, verkfræðingar og tölvu- fræðingar i þjónustu stórfyrir- tækja, fréttamenn útvarpsstööva og blaða, lögfræðingar sem hafa sérhæft sig i persónuleyndarrétti, embættismenn, fulltrúar dóms- málaráðuneyta, hagstofnana og skattayfirvalda, málsvarar tölvufyrirtækja og fagtimarita, ýmis konar áhugamenn. — Af hverju leggja menn áherslu á að samræma lagaákvæði á Norðurlöndum um þtssi efni? — Einfaldasta svarið er liklega að spyrja á móti.: af hverju er norðurlandasamvinna keppikefli okkar? Eitt aðalatriðið er að varðveita það einkenni okkar norðurlandabúa að setja einstaklinginn réttindi hans og velferð, ofar en viöast hvar annars staðar tiðkast. En tölvu- tæknin sjálf krefst einnig alþjóða- samstarfs á timum, þegar unnt er að leiða upplýsingaboðin sim leiðis frá útstöð i einu landi að tölvumiðstöð i öðru landi. Menn sjá fram á margar hættur i þessu sambandi, eða liggur ekki við að bandariskar tölvur ógni sjálf- stæði Kanada? — Heldur tölvunum áfram að fjölga? — Aldrei hraðar en nú. Talið er að rafreiknar verði tvöfalt fleiri i Evrópu 1985 en þeir eru nú. A hverju ári eykst fjöldi þeirra um 15-20%, en afkastagetan um 25%. t Danmörku einni eru starfrækt 500 tölvukerfi, en i öllum heimin- um um 150 þúsund. Vinnum bug á sinnuleysinu! — Af hverju varst þú eini is- lendingurinn á ráðstefnunni? — Sinnuleysi islenskra stjórn- valda virðist algengt gagnvart þessu brýna máli, og tölvu- fræðingar, kerfisfræðingar eða hvað þeir heita þeir virðast ekki heldur hafa þann áhuga, sem einkennir starfsbræður þeirra erlendis. Ég tel að vl-málið hafi orðið hér til mikils tjóns og tafið fyrir þvi að islendingar tækju eins og menn á persónuleyndarmálun- um. Mér sýnist nefnilega að menn séu feimnir við málið, það sé þeim pólitiskt viðkvæmt. En auðvitað þarf að hefja það upp yfir þess háttar lágkúru. — Hvað er þá til ráða? — Tvennt: Annars vegar þarf að koma á almennri umræðu um tölvumál og persónuleynd, og þar tel ég að tölvufræðingum beri skylda til að hafa frumkvæði. Nema lögfræðingar taki af þeim ómakið? Hinsvegar eiga stjórn- völd þegar i stað að skipa nefnd til að rannsaka hvernig best verður staðið að persónuvernd við okkar aðstæður og undirbúa siðan til- lögur, sem geti orðið grundvöllur löggjafar. Rætt viö Sigurð A. Magnússon um samnorræna ráðstefnu um persónuleynd sem hann sótti í Osló Vilja kauphækkun Skriftvélavirkjar hafa sent frá sér greinargerð til þess að skýra ástæðurnar fyrir verk- fallsboðun sinni. Þeir segjast hingað til hafa þegið laun með viðmiðun af hærri töxtum raf- virkja. Þegar skriftvélavirkjar stofnuðu stéttarfélag sitt og gerðu kröfur gengu þær mun lengra en skv. töxtum rafvirkja. Vilja skriftvélavirkjar fá 525—797 kr. á klst. eða 28—45% hærri laun en rafvirkjar og 9,2—23,9% hærri laun en at- vinnurekendur i greininni hafa boðið, 4.11. Til viðbótar vilja skriftvélavirkjar fá 10% i óþrifaálag auk 30% sérstaks verkstjóraálags. Krossaöir Nýlega hefur forseti Islands veitt eftirtöldum mönnum ridd- arakross fálkaorðunnar: Arna Bjamasyni, Guðlaugu Narfa- dóttur, Guðlaugi Þorvaldssyni, Hallgrimi Dalberg, Ragnhildi Ingibergsdóttur, Sigurði Sigur- geirssyni, Sigurlaugu Arnadótt- ur. Unni Ágústsdóttur og Val- garði Briem. 60 ára Drengur Ungmennafélagið Drengur er 60 ára á þessu ári. í tilefni af- mælisins var efnt til samsætis i Félagsgarði i Kjós. Þar var for- tlöar minnst og einhugur rikti um áframhaldandi starfsemi félagsins. Jólamerki Kvenfélagið Framtiðin á Akureyri gefur i ár út jólamerki sem fyrr I fjáröflunarskyni. Að þessu sinni er á merkinu mynd af Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Er myndin gerð eftir teikningu Eiriks Smith. Merkið ergefið út I tveimur stærðum. Nýtt mjólkursamlag 1. nóvember hófst bygging nýs mjólkursamlags i Borgar- nesi. Mjólkurbússtjóri tók fyrstu skóflustunguna. Húsið verður rúmiega 5000 fermetrar. Upphafiö myndskreytt Norski bókaklúbburinn hefur boðið islenskum myndlistar- mönnum að taka þátt i sam- keppni til þess að myndskreyta ljóðið Upphaf eftir Hannes Pétursson. Myndskreytingar þessar verða notaðar i útgáfu ljóðasafns islenskra ljóða eftir slöari heimsstyrjöldina. Allar upplýsingar um samkeppni þessa er að fá i Norræna húsinu. Um 25 islensk skáld munu eiga ljóð i safni þessu. Annað hvern þriðjudag Fransk-Isienska félagið Alli- ance Francaise stendur fyrir reglubundnum dagskrám annan hvern þriðjudag, hinn fyrsta og þriðja hvers mánaðar, I franska bókasafninu. Hér er um að ræða margskonar dagskrár i tali og tónum. Hófst starfsemin 4. nóvember. Franska bókasafnið er opið alla daga milli kl. 17 og 19. AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI Ring of Bright Water — The Rocks Remain — The House of Elrig — Raven Seek Thy Brother Gavin Maxwell. Penguin Books 1974. Það er mikið af fersku sjávar- lofti, lagardýrum og fuglageri i þessum bókum náttúruskoðarans Gavin Maxwils. Höfundurinn lýs- ir lifi sinu á eyðilegum stööum og ferðalögum til landanna við Mið- jarðarhafið, en sviöiö er einkum norðlægari breiddargráður og heimahérað hans Galloway, en um það fjallar hann i The House of Elrig og rekur þar bernsku- minningar sinar. Höfundurinn kom hingað til lands, i fuglaskoð- un sumarið 1965 og lýsir heim- sókninni i Raven Seek Thy Brother (fyrsta útg. 1968). Hann athugaði hér einkum lifnaðar- hætti æöarfuglsins og rjúpunnar. Höfundurinn lýsir smávegis ibú- unum og telur að hann hafi hvergi hitt jafn þægilegt sveitafólk og á tslandi en aftur á móti telur hann að ibúar Reykjavikur séu rudda- legirog óvinsamlegir i viðmóti og gleðiatburðir þeirra á opinberum skemmtistöðum séu i senn á- lappalegir og dónskir, reynsla hans i þeim efnum virðist bundin börnum, en þangað fór höfundur fyrir forvitnis sakir. Hann undr- aði mest hið almenna og algjöra svartnættisfylliri á þessum þriðja flokks knæpum. Þessi fjögur rit eru fjölbreytileg aö efni og höf- undur skrifar skemmtilega um þau efni, sem hann fjallar um. Hope Against Hope A Memoir. Nadezhda Mandel- stam. Translated by Max Hay- ward. Penguin Books 1975. Nadezhda Mandelstam er gædd snilli sögumannsins hún rekur hér þrenginga sögu manns sins og sina á Stalinstimabilinu i Sovét- rikjunum. Eiginmaður hennar, skáldið Osip Mandelstam var of- sóttur, fangelsaður og auðmýktur og dó i fangabúðum einhverntim- ann á árinu 1938. Ekkja hans lifði huldu lifi sem kennari úti á lands- byggðinni þar til hún loks fékk leyfi til þess að setjast að i Moskva 1956, þar sem hún hóf að rita þessar einstöku minningar, sem taldar eru meðal þess beztai sem skrifað hefur verið i Sovét- rikjunum upp úr miöri þessari öld.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.