Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Umræður á alþingi um fjármál flokkaima í kjölfar þingsályktunartillögu Ragnars Arnalds Siðdegis á mánudag kom til fyrstu umræöu i sameinuöu þingi þingsályktunartaliaga Ragnars Arnalds og fleiri um rannsókn á fjárreiðum stjórnm álaflokka. Reiddist þá Eyjóifur Konráð svo mjög þegar sýnt var fram á hvernig frumvarp hans dregur fé úr rikissjóöi til félaga eins og Ar- mannsfells sem gefur stórgjafir i flokkssjóö Sjálfstæöisflokksins, að hann varð nær óvigur af mæði. Albert sagöi aö hann heföi veitt Alþýöuflokknum fjárstyrk þegar um hann var beöið. Hinu væri hann búinn aö gleyma hvort það var félagið Armannsfell sem gaf miljónina eöa bræöurnir sem fé- lagið eiga. Sýnt var fram á að stórgjafir til stjórnmálaflokka eins og sannað er að hafa farið um hendur Alberts Guðinunds- sonar verða erlendis fræknari þingsjá stjórnmálamönnum að falli en þeim sem sitja á alþingi islend- inga. t framsögu sinni minnti Ragnar Arnalds fyrst á það að fyrir tveimur árum þegar hreyft var á þingi fjármálum flokkanna hafi það verið að skilja á formælend- um Sjálfstæöisflokksins að hann væri fús til að fallast á það, að nefnd væri falið að semja laga- frumvarp um fjármál flokkanna, en þegar á hefði reynt hefðu þeir dregið allan stuðning við slikt til baka. Staðreyndin væri ómótmælan- lega sú, að tveir stærstu stjórn- málaflokkar þjóðarinnar, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, hefðu lengi haft sam- an hreinan meirihluta á löggjaf- arsamkundu þjóðarinnar, og þeim væri þvi i lófa lagið að móta löggjöf um flokkafjármál. Þeir hefðu hinsvegar aldreihirt um að Helgi Seljan mœlti fyrir tillögu Um sveitavegi á Austurlandi A fundi efri deildar alþingis þann 30. október sl. mælti Helgi Seljan fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur varðandi sveitavegi á Austurlandi. Tillag- an er á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórn aö láta framkvæma úttekt á þvi verkefni að gera greiðfæra sem vetrarvegi þá vegi i sveitum á Austurlandi, sem af- gerandi þýöingu hafa fyrir at- vinnurekstur bænda (mjólkur- flutninga). t úttektinni skal einnig miðað við aukna þörf á flutning- um skólabarna. úttektin verði falin Vegagerð rikisins og um hana haft fullt samráð við Búnað- arsamband Austurlands. t fram- haldi af niðurstöðum úttektarinn- ar verði ýtarlega kannað, hvort ástandið í þessum málum með til- liti til mjólkurframleiðslu i fjórð- ungnum gefi tilefni til séráætlun- ar um uppbyggingu þessara vega.” 1 ræðu sinni sagði Helgi m.a.: Helmingur vegafjár i hraðbrautir Um þróun vegamála okkar og framkvæmda á þeim mætti margt ræða. En þó mun það óum- deilanlegt, að verkefni af þvf tagi, sem hér um ræðir, verða aftar- lega á röðinni á þessum timum hraðbrauta og hringvegarfram- kvæmda, einkum þó þegar svo er komið, aðhelmingur vegafjár fer beint til þess að leggja bundið slitlag á vegi. Þvi minna kemur til skiptanna ihina almennu vegi, einkum út i hinum afskekktari landshlutum, og þar verða svo verkefni eins og sveitavegirnir oftlega út undan, vegna mikillar þarfar á ýmsum öðrum sviðum, m.a. þar sem samtenging þétt- býlisstaðanna hefur verið jafn slæm og raun ber vitni og sumir fjölmennir staðir hafa búið og búa enn við ótrúlega einangrun mik- inn hluta ársins. Allt þetta hnigur að þvi, að of litið fjármagn verður til þess að sinna aðkallandi verk- efnum af þvi tagi, sem ég er hér að fjalla um. Mjólkurframleiðslan i hættu Fyrir um það bil tveimur ára- tugum var sauðfjárrækt afger- andi aðalþáttur i búskap á Aust- urlandi. Mjólkurframleiðsla til Helgi Seljan sölu var sáralitil i flestum sveit- um. Á þessu hefur orðið mikil breyting á þessum tveim áratug- um, en á siðustu árum hefur þar orðið nokkur stöðnun. Mjólkur- framleiðsla hefur sums staðar dregist saman, svo að hætta er nú á, að um skort á mjólkurafurðum verði að ræða innan skamms tima og er þegar orðið nokkurt vanda- mál. Tillöguflutningur minn er i nánum tengslum við þessa stað- reynd. Sannleikurinn er vitanlega sá, að sveitir Austurlands eru misjafnlega settar hvað snertir skilyrði til annars vegar sauð- fjárræktar og hins vegar kúabú- skapar. Viða hefur þessi þróun i átt til aukinnar mjólkurfram- leiðslu, sem gerðist á 6. og 7. ára- tugnum, gerbreytt búskaparað- stæðum og efnahagsástandi fjöl- margra bænda á hinn jákvæðasta Spurt um meðlög kynlífsfræðslu og Nýlega voru lagðar fram nokkrar fyrirspurnir frá alþýðu- ba n da la gs m önn u nu m R a gna ri Arnalds, Sigurði Björgvinssyni og Vilborgu Harðardóttur. Vilborg Harðardóttir spyr um undanþágu afnotagjalda fyrir út- varp og sima, en i lögum er heim- ild til handa ráðherra um að und- anþiggja lifeyrisþega slikum gjöldum. Varðandi afnotagjöid sima kom það inn i lög á siðasta þingi að frumkvæði Magnúsai Kjartansso nar. Vilborg Harðardóttir spyr enn- fremur um framkvæmd á ákvæðum i svonefndum „fóst- ureyðingalögum” um kynlifs- fræðslu i skólum og um ráð- gjafarþjónustu á vegum heil- brigðisvfirvalda. Sigurður Björgvinsson spyr um útflutningsuppbætur á landbún- aðarafurðir, og Ragnar Arnalds spyr um endurskoðun á uppliæð barnalifeyris. neyta tækifærisins og segði það sittum áhuga þeirra á málefninu. Framhaldssagan með Ármannsfell Svo hefði dregið til merkra tið- inda I sumar. Fyrirtæki nokkurt fékk lóð á svæði sem áður var bú- ið að ákveða að yrði ekki byggt á, en öðrum var ekki gefinn kostur á að sækja um hana. Samtimis var upplýst að fyrirtækið greiddi eina miljón króna i flokkssjóð Sjálf- stæðisflokksins. Þetta samband milli úthlutunar lóðarinnar og miljónarinnar var lengi fram- haldssaga i blöðunum og hefur verið til umfjöllunar hjá ákæru- valdinu. Svo sýndist að skrif 2ja stuðningsblaða Sjálfstæðisflokks- ins beindust að þvi að einangra þann mann sem allt Ármanns- fellsmálið brann aðallega á, Al- bert Guðmundsson, og gera hann pólitiskst óvirkan. En svo fór að lokum að allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku málið á sig jafnt og óskipt. Eykon vill 530 þús. kr. rikisstyrk En nú kemur að þætti Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Hann flytur frumvarp um skattfrelsi gjafa til stjórnmálaflokka. Það felur i sér að rikissjóður endurgreiði fyrir- tækinu, Ármannsfelli, 530 þúsund krónur þvi að tekjuskattur félaga nemur 53%. En athyglisvert er að sama árið og Ármannsfell leggur fram að gjöf eina miljón króna, fær það um 146 þúsund krónur i tekju- skatt, og hafa þá hreinar tekjur þess samkvæmt bókhaldinu num- ið um 260 þúsund krónum. Hins vegar var veltan 236 miljónir króna. Skatttekjurnar eru minni en nema tekjum lifeyrisþega, og þessi aumingi i tölu fyrirtækja er látinn borga eina miljón i flokks- sjóð. Mér sýnist þvi, sagði Ragn- ar, að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafi fengið samviskubit eftir útkomu skattskrárinnar og þvi vilji Eyjólfur Konráð að Ár- mannsfell fái 530 þúsund krónur úr rikissjóði. Hvi ekki rannsókn? Frumvarp Eyjólfs Konráðs um flokkafjármál vill koma slikum viðskiptum i kerfi með 40% eða 53% aðild rikissjóðs að gjöfum til flokka, lægri talan hjá einstakl- ingum, sú hærri hjá félögum. Við svona tillögur fellum við alþýðu- bandalagsmenn okkur ekki. Við viljum láta rannsaka slik mál sérstaklega og almennt, og þvi flytjum við okkar þingsálykt- unartillögu um nefnd er skoði þessimál og geri um þau skýrslu sem sé birt opinberlega og semji ' þar á eftir drög að frumvarpi um opinberan stuðning við stjórn- málaflokka. Rikisframlög i öðrum löndum Ragnar Arnalds rakti það að i flestum nálægum löndum hafa verið tekin upp rikisframlög til stjórnmálaflokka og hefur sú skipan verði lengi. A Norðurlönd- um mun vera miðað við kjós- endafylgi, en i Vestur-Þýskalandi við þingmannafjölda. Hefur þess ekki orðið vart að hægri sinnaðir flokkar i þessum löndum væru sliku fyrirkomulagi mótfallnir, né Ragnar Arnalds að þeir þyrðu að koma fram með tillögur um, að fésterkir aðilar réðu fjárframlögum einir og sjálfir, hvað þá að þeir gerðu það á kostnað rikisins. I þingmannatimariti Norður- landaráðs var nýlega fjallað um skipan þessara mála i Noregi og þess getið að i' ráði væri að hækka rikisstyrkinn þar um 3 miljónfr norskra króna. Þá yrði styrkur- innalls30miljónirnorskra króna, um 900 miljónir islenskra, á næsta ári, þar af 13 miljónir til flokksdeilda vegna starfa að sveitarstjórnarmálum. Ragnar kvaðst leggja áherslu á það að þingsályktunartillagan fjallaði um rannsókn á fjárreið- um blaða, félaga og fyrirtækja sem tengd væru stjórnmálaflokk- um, engu siður en á fjárreiðum flokkanna sjálfra. Að lokum minnti Ragnar á það að islensk löggjöf væri mjög fá- tækleg að ákvæðum um stjórn- málaflokka, og ósamræmi væri i þvi lika sem sagt væri. Nær Ármannsfell sér ekki á strik? Eyjólfur Konráðtók næstur til máls og var ógreitt um tal vegna skaphita, en það átti þó enn eftir að versna i umræðunni. Kvað hann Ragnar óhæfan til að vera þingmaður, tillagan væri að formi til vitlaus vegna þess að ekki væri getið hvernig nefndina skyldi kjósa. A kannske sendillinn að tilnefna hana? Þá næði það ekki nokkurri átt að nokkurn tima gæti komið til þess að rikið gæfi eftir 530 þúsund krónur i skatt- gjaldi hjá Ármannsfelli þar eð miðað væri i frumvarpi si'nu við vissa prósentu af skattskyldum tekjum sem hámark. Ragnar Arnalds svaraði hóg- værlega og sagði að tillagan um nefndarskipunina væri með tiðk- anlegu orðalagi sem ástæðulaust væri að snúa út úr. Auðvitað mundi alþingi kjósa slika nefnd hlutfallskosningu ef tillagan yrði samþykkt. Þá misskildi Eykon málið með tilvonandi skattaeftirgjöf til Ar- mannsfells. Gjöfin til Sjálfstæðis- flokksins félli ekki á sama árið og skattálagningin, heldur væri þarna ársmunur. Vonandi kæmist fyrirtæki með svona feikna veltu eins og Ármannsfell ekki hjá þvi að teija fram meiri skatttekjur að ári en var i ár, og við það hefði hann miðað. Ragnhildur gegn Ragnarr og Eykon Ragnhildur Helgadóttir flutti alllanga ræðu um nauðsyn þess að setja almenna löggjöf um stjórnmálaflokka, svo og um hagsmunasamtök, tii þess að Framhald á bls. 10 SÉRTILB0Ð SÉRTILBÖÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILB0Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.