Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Föstudagur 7. nóvember 1975. George Kirby ásamt Arna Sveinssyni, einum af efnilegustu ieikmönnum iA. Akurnesingar ættu ekki að þurfa að kvíða framtíðinni Þeir eiga marga unga og efnilega knattspyrnumenn, sagði George Kirby, sem þjálfar ekki áfram á íslandi Störfum hins frábæra knattspyrnuþjálfara Georgs Kirby, sem verið hefur með íA-liðið i tvö síðastliðin keppnistimabil, er lokið hér á landi, i bráö að minnsta kosti. Hann kvaddi lið sitt með þvi að undirbúa og stjórna þvi i siðari leiknum gegn Dynamo Kiev. Og þrátt fyrir það, að hann hefur unnið mörg góð afrek með ÍA-Iiðinu sl. tvö ár, má fullvíst telja að honum og þvi hafi ekki tekist betur upp en á Melavellinum gegn sovésku meisturunum. Við ræddum stuttlega við Kirby fyrir nokkrum dögum og spurðum hann fyrst að þvi hvort liann væri ákveðinn i að koma ekki aítur til ÍA. — Já, það er ákveðið að ég kem ekki aftur til islands á næsta ári. — iiversvegna? — Þar kemur fleira en eitt til. Hæði er nú það, að þar sem synir minir eru báðir komnir i skóla i Knglandi, get ég ekki liaft fjölskylduna hjá mér nema i einn eða tvo mánuði af þeim 8 mánuðum sem ég verð að vera hér. Þetta er nú kannski helsta ástæðan. Svo kemur það einnig til, ég veit ekki livort þið islend- ingar skiljið það, en fyrir mann eins og mig sem er alinn upp i stórborg (Liverpool) og hef svo búið i mörg ár i London, er það ekki svo litil breyting á öllum lifsvenjum og umhvcrfi að flytj- ast til litils bæjar eins og Akra- ness, jafnvel Keykjavikur. Það cr afslappandi og gaman að gera þetta í stuttan tima, en til lengdar er það erfitt. Svo hefur veðrið hér á landi verið alveg óþolandi þetta árið, og ég er vægt sagt orðinn leiður á þvi. — En hvaö ef ieitað yrði til þin al'tur eftir 2—5 ár? — Ég myndi ekki vilja þjálfa annaö lið hér á landi en ÍA, en ef þeir leituðu til mín einhvern timann seinna, ja, ég loka aldrei neinum dyrum i þessu efni. — Ertu búinn að ráða þig til einhvers liðs i Englandi? — Nei, ég hef enga vinnu sem stendur og ætla raunar að hvila mig einhvern tima þegar ég kem heim aftur. — Þarsem þú hefur náð mjög góðum árangri með ÍA-liðið, tveir meistaratitlar og tvisvar i úrslitum bikarsins hér á landi, kemur þessi góöa útkoma þá til með að hjálpa þér við að fá gott starf ylra? — Nei, alls ekki. Breska knattspyrnan er svo lokuö, að þótt ég liefði náð svipuðum ár- angri með liö i Noregi, Dan- mörku eða Sviþjóð, þá hefði ekkert verið eftir þvi tekið, hvað þá hér norður frá. Ef ég hins- vegar hefði náð að koina ein- hvcrju liði uppúr 4. deild, eða svo ég tali nú ekki um uppúr :t. deild, þá er maöur ofan á, þá er larið að athuga hvað sé um að vera. — Nú hefur iA-liðið verið með enskan þjálfara i tvö ár og þarf að skipta um mann á næsta ári, telur þú að það sé hagstæðara l'yrir það að fá annan enskan þjálfara hcldur en að fá mann l'rá mið- eða Austur-Evrópu? — Ég lield að það skipti engu ináli, alls engu máli, aðalatriðið lyrir þá er auðvitað að fá góðan þjáifara, og ég tel að það sé saina hvaðan hann kemur. Ég tel mig ekki hafa innleitt enska knattspyrnu i liðið. Ég hef reynt að laða fram það besta sem býr i hverjum leikmanni og sam- ræma þaö svo i eina liðsheild. — Þú ert auðvitað ánægður meö árangurinn? — Það væri vanþakklæti að vera það ekki. Ég sá margt að liöinu og einstaka leikmönnum þegar ég kom fyrst og hef lagt mig fram um aö lagfæra það el'tir bestu getu.og leikmennirn- ir hal'a gert allt sem í þeirra valdi stendur til að fara eftir þvi. Ég vil nefna dæmi. Þeir Árni Sveinsson og Karl Þórðar- son voru bara litlir strákar þeg- ar ég kom og menn voru hissa á að ég skyldi taka þá inn i liöið. Ég sá strax hvað í þeim bjó og hvað inætti gera fyrir þá. i dag eru þeir tveir af bestu leik- mönnuin hér á landi. Nú, Jón Gunnlaugsson, sem ég tel besta miðvörð á islandi, liann hefur lekið stórstigum framförum. Þegar ég kom fyrst var margt að h já liomim. Ég benti honum á það og eins á leiðir til að laga það. Ilann fóreftir þessu út i æs- ar ineð þeim árangri sem allir geta séð, og eins og cg sagði áö- an, ég tel hann besta miðvörð landsins. Og fleiri slik dæmi gæti ég nefnt. En að lokum vil ég segja þetta: Akurnesingar eiga mjög góðan efnivið og Framhald á bls. 10 \ íslandsmótið óðum að fara í gang: Fyrstu blak- leikirnir fara fram um helgina Næstkomandi laugardag hefst íslandsmótið i blaki með leik IMA og Þróttar i iþróttaskemmunni á Akureyri kl. 16. A sunnudaginn fara siðan fram fyrstu leikirnir hér fyrir sunnan. A Laugarvatni keppa UMFB og ÍS og hefst leikurinn klukkan 14.00 i Haga- skóla er ráðgert að leikur Vikings og UMFL hefjist klukkan 19.00. Keppni i 2. deild hefst einnig um helgina, en i kvennaflokki verður fyrst leikið laugardaginn 22. nóv. Þetta er i fyrsta sinn að skipt er i deildir i blakinu og reyndist það nauðsynlegt vegna sivaxandi þátttöku i landsmótinu samfara aukinni blakiðkun um land allt. Sex lið leika i 1. deild karla, IS, Vikingur, Þróttur, UMFL, UMFB og IMA. í 2. deild er skipt i A, B og C riðilog eru fjögur lið i hverjum. I kvennaflokki eru átta lið og er þeim skipt i 2 riðla, annar fyrir norðan og hinn fyrir sunnan. Verður tvöföld umferð i norður- landsriðli en einföld i suðurlands- riðlinum. -gsp TOPPLEIKURINN í KÖRFUBOLTA VERÐ- UR í NJARÐVÍKUM Fyrstu körfuboltaleikirnir i tslandsmótinu fara fram um helgina með leikjum á Seltjarnarnesi og i Njarðvíkum. Mótið stendur siðan yfir nær stanslaust til marsloka að undan- teknum jólavikunum. Samtals senda 25 félög lið til mótsins og cru þau um 80 talsins. Þátt- takendur eru samtals um eitt þúsund körfuboltamenn. Auk landsmótsins i körfubolta verður haldið Islandsmót i Minni- bolta. Þátttakendur þar verða væntanlega hátt á annað þúsund talsins. 1 1. deild karla eru sex félög frá Reykjavik. Eru það KR, IR, 1S, Fram, Valur og Armann. Auk þess taka þátt lið frá Stykkishólmi, Snæfell, og frá Njarðvikum, UMFN. Eru 1. deildar liðin þvi samtals átta. 1 2. deild eru samtals sex lið og i þeirri þriðju hefur orðið geysileg fjölgun þátttakenda, sem koma frá öllum landshornum. Þar leika samtals 10 lið. I Meistaraflokki kvenna eru sex lið, KR, IS, IR, Fram. UMFS og Þór fra Akureyri. 1 vetur munu körfuboltaleikir fara fram aðallega á fimm stöðum. Verður Snæfell með heimaleiki á Akranesi, 1S i iþróttahúsi Kennaraháskólans, KR i iþróttahúsi Hagaskólans og UMFN I Njarðvikum. Onnur lið leika heimaleiki sina á Seltjarnarnesi. Ekki er að efa að heimavallarleikirnir, sem til þessa hafa ekki þekkst i körfu- boltanum, munu auka á stemmninguna á leikjunum, auk þess sem vonast er til, að blökku- Framhald á bls. 10 DRÆM AÐSÓKN AÐ DÓMARANAMSKEIÐI í KÖRFUBOLTA Dómaranefnd KKÍ hélt um sið- ustu helgi dómaranámskeið i körfubolta. Þátttaka var öllu minni en æskilegt hefði verið, en bréf var sent til allra félaga og þau beðin um að senda a.m.k. einn fulltrúa sinn á námskeiðið. Vantaði mikið upp á að allir brygðust við og sendu mann, en samtals mættu þó fimmtán þátt takendur. Þar af voru sex stúlkur frá KR, sem trúlega eru með fyrstu konunum, sem leggja dóm- arastörf i körfubolta fyrir sig. ENN ER HÆGT AÐ FÁ TÍMA í BORÐTENNIS Enn er hægt að fá borðtennis- tima hjá borðtennisdeild KR, sem trúlega er sú eina af borðtennis- deildum eða félögum, sem ekki hefur nú þegar fullbókað tima sina að mestu. Byrjendum i greininni er eink- um ætlaður timi á sunnudögum frá klukkan. 18—18.40. Auk þess eru timar hjá KR á mánudögum kl. 18—19,40., þriðjudögum kl. 21.20—23.50 og á föstudögum ki. 22.10—23.50. Aðalþjálfari er Hjálmar Aðalsteinsson og með honum er Oddur Sigurðsson. All- ar æfingar fara fram i KR-heimil- inu. ÁRSÞING BÍ Arsþing Badmintonsambands Islands verður haldið sunnudag- inn 9. nóv. nk. — Þingið verður haldið að Hótel Loftleiðum og hefst kl. 10.00 f.h. A þinginu fer fram kjör stjórn- ar sambandsins fyrir næsta ár auk annarra aðalfundarstarfa. Þess er vænst að fulltrúar mæti stundvislega. Stjórn B.S.I.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.