Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 19. nóvember 1975—40. árg. 263. tbl. Ograði varðskipinu V erndarskip koma í dag Herskip búa sig undir Islandsferð I frétt frá Reuter i gær sagði aó breska stjórnin hefði sent fjögur óvopnuð verndarskip til aðstoðar breskum togurum á tslands- Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að stöðva veiðar islenskra sildveiðibáta í Norður- sjó frá og með 25. þessa mánaðar. Bátarnir hafa veitt 11 þúsund lestir á þessuin slóðum frá þvi i júli. Upphaflega var islendingum úthlutaður 1!) þúsund lesta kvóti i Norð-austur-Atlantsliafs- fiskveiðincfndinni og mátti veiða 1/3 hluta hans fyrir áramót sam- kvæmt tilmælum nefndarinnar, eða 6.300 lestir. Af hálfu islcnd- inga var kvótanum mótmælt i heild. miðum. Þrjú þeirra lögðu af stað i fyrrinótt frá Leirvik á Hjaltlands- eyjum og eru væntanfeg á miðin i dag. Skipin þrjú sem lögð eru af stað heita Sirius, Polaris og Aquarius en það fjórða, Lloydsman se'm menn kannast við úr siðasta þorskastriði, átti að leggja úr höfn i Invergordon i Skotlandi i gærkvöldi. Breskir embættis- menn sögðu að skipin ættu að verja togarana fyrir togvira- klippingum islensku varðskip- anna. Breska stjórnin hefur einnig sent þrjú vopnuð gæsluskip til æfinga á Norðursjó. Er það gert til að búa þau undir væntanlg átök á íslandsmiðum aö sögn Reuters. —ÞH Skipherrann á minnsta varðskipinu og byssan Um hádegisbilið i gær var klippt á togvira breska togarans St. Giles 40 sjómilur austur af Norðf jarðarhorni. Atburðurinn átti sér stað með þeim hætti, að varðskipið lét reka i grennd við nokkra breska togara sem þarna voru að veiðum. Allt i einu tók St. Giles sig útúr hópnum og ögraði varðskipinu með þvi að toga rétt fyrir framan stefni þess, eftir að liafa gert sig liklegan til að sigla á það. Varðskipsmenn gcrðu sér þá litið fyrir, settu á fulla ferð og kiipptu á togvira togarans. 1 fréttaskeyti frá norsku frétta- stofunni NTB i gær um þennan atburð segir, að þessi ögrun St. Giles hafi verið samantekin ráð hjá bresku skipstjórunum. Þeir ætluðust til að varðskipið skæri á Framhald á bls. 10 Viðræður í Bonn í dag i dag verður haldiö áfram Þýskalandi. Af hálfu viðræðunum ásamt cmbættis- samningaviðræðum um land- Islcnsku Hkisstjórnarinnar taka mönnum helgismálið við V-Þjóðverja og ráðherrarnir Einar Agústsson og Ef marka má ummæli fara viðræðurnar fram I Bonr i Gunnar Thoroddsen, þátt i eru viöræðurnar á lokastigi. 0,6% kaup- hækkun! Kaup hækkar um 0.6% f rá og með f yrsta desember. í kjarasamningunum er gerðir voru á síðstliðnu sumri voru ákvæði um að færi framfærsluvísitalan fram úr 477 stigum 1. nóvember skyldi verða launahækkun mánuði síðar í samræmi við það . Hækkun á vinnulið verðlagsgrundvallar búvöru og hækkun á áfengi og tóbaki f rá fyrsta maí skyldi þóekki tekin i dæmið. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar var fram- færsluvisitalan í nóvemberbyrjun 491 stig eða 32 stigum hærri en i ágústbyrjun. Þetta er um 7.1% hækkun. Vísitöluhækkanir vegna búvöruhækkana og verðhækkana á áfengi á tóbaki hafa numið 5.02 og 6.29 ■ vísitölustigum f rá 1. maí til 1. nóvember, eða samtals 11,31 stigi. Sú visitala sem þá er miðað við til launa- ákvörðunar er því 479.88 stig (491,19 mínus 11,31) og er 2.88 stigum yfir „rauða strikinu". Umfram- hækkunin er 0.6 % og kauphækkun 1. desember ákveðin samkvæmt þvi. Er þetta lokatilboð, eða á að gera enn betur við breta? Því fékkst forsœtisráðherra ekki til að svara á alþingi í gœr Á f undi Sameinaðs alþingis i gær urðu enn miklar umræður um landhelgismálið utan dagskrár. I þeim umræðum sagði Lúðvík Jósepsson m.a.: Fg ber enn fram kröfu um að ríkisstjórnin láti nú þegar frá sér fara opinbera skýrslu um gang viðræðnanna við bæði breta og vestur- þjóðverja. Það er ekki bara bretum, sem gert hefur verið tilboð, heldur iika þjóðverjum, og það liggur fyrir, að ekki ber mikið á milli um afla- magn i viðræðum við þjóðverja. Það er ekki lengur hægt að liggja á því, hvað þarna hefur verið að gerast og neita þjóðinni um upplýsingar. Fg læt ekki lengur binda mig öllu lengur með einhverjum kröfum um trúnað innan land- helgisnef ndarinnar. Haldi ríkisstjórnin áfram á sömu braut og hingað til með að halda sjálf- sögðum upplýsingum leyndum fyrir þjóðinni, þá mun ég segja mig úr landhelgisnef ndinni, og skýra þjóðinni opin- berlega frá öilu, sem þar hefur komið fram. Þá vil ég eindregið fara þess á leit, sagði Lúðvik, að forsætisráðherra gefi nú hér á alþingi þá yfir- lýsingu, aðtilboð íslensku rikisstjórnarinnar, um 65.000 tonna ársafla fyrir breta, sé algert lokatilboð af islands hálfu og með öllu sé útilokað að til greina komi að hækka þá tölu, hvað sem í skerst. Að sjálfsögðu væri æski- legast að rikisstjórnin fengist til að falla frá þessu fráleita tilboði, en ég spyr forsætis- ráðherrann, — vill hann gefa þá yfirlýsingu, að nú verði þó settur stóri punkturinn aftan við þetta samningamakk, að tilboðið sé algert loka- tilboð? Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra kom í ræðustól, en lét hjá líða að svara nokkru um það, hvort ríkisstjórn hans hygðist jafnvel gera enn betur við breta áður en lýkur, en tilboð hennar nú ber með sér. Um það sagði hann ekki orð, þrátt fyrir itrekaöar áskoranir Lúðviks. Það var Karvel Pálmason, sem fyrstur kvaddi sér hljóðs utan dagskrár. Hann kvaðst viTja beina þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra, hvort það væri rétt sem Roy Hattersley aðstoðarutanrikisráðherra breta sagði i islenska sjón- varpinu i gær, að islenska rikis- stjórnin hafi strax fyrir þremur vikum boðið bretum 65.000 tonn. Væri svo þá hafi landhelgis- nefnd fengið rangar upplýsingar. Karvel gagnrýndi harðlega þá leynd, sem verið hefur yfir samningamálunum. Hann sagði greinilegt, að rikisstjórnin stefndi að samningum umfram allt, og hún hafi nú þegar boðið bretum einum að veiða hér 25—30% þess þorskafla, sem Hafrannsóknastofnunin telji að hér megi yfirleitt veiða. Hann taldi, að koma yrði i veg fyrir samninga með öllum löglegum ráðum. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra sagði, að Hattersley hafi skýrt rangt frá. 65.000 tonn hafi verið nefnd fyrst i óformlegum viðræðum Einars Ágústssonar og Hattersley nú á sunnudaginn var. 1 London fyrir þremur vikum hafi hins vegar verið talað um 50 þúsund tonn af hálfu isl. nefndarinnar. Sagði hann rikisstjórnina hafa talið rétt að gera lýðum ljóst, hvað islendingar gætu hugsað sér að bjóða. Nú væri öllum ljóst, að islendingar hafi sýnt sanngirni, en bretar óbilgirni. Spurnir.gin væri, hvort við næðum betri stjórn á veiðunum með samn- ingum en án samninga. Við værum friðelskandi þjóð. Geir kvaðst ekki búast við, að samn- ingar tækjust við breta á næstunni, en kvaðst vonast til að hægt yrði að ná samningum við aðrar þjóðir. Lúðvik Jósepsson kvaðst beina þvi eindregið til rikis- stjórnarinnar, að hafi Roy Hattersley farið með hreinar lygar i isíenska sjónvarpinu, þá komi rikisstjórn tslands þvi á framfæri i Bretlandi, i blöð að svo hafi veriö. og mótmæli kvaðst hins vegar vilja benda á að þegar islensku ráðherrarnir komu heim frá London i siðasta mánuði hafi þeir afneitað öllum fréttum um nokkurt tilboð af þeirra hálfu. Nú sé hins vegar upplýst að þar hafi þá þegar verið boðin a.m.k. 50.000 tonn, þvi að orðaleikir um það, hvort talan hafi verið sett fram með þessum hætti eða hinum skipti hér engu máli. Nú þegar hafa útlendingum verið gerð slik tilboð að mjög veruleg áhrif hlýtur að hafa á aflamagn okkar sjálfra. Rikis- stjórninni ber þvi skylda til að gera grein fyrir þvi hvernig hún ætlar að standa að málum hér heima. A að setja kvóta á islensk veiðiskip. eða á að stöðva veiðar islenska flotans þegar kemur fram á árið, og vissu aflamagni hefur verið náð? Vill forsætisráðherra taka undir það sjónarmið, sem reyndar kemur fram i leiðara Morgunblaðsins i dag, að ekki eigi að ræða við breta meðan þeir halda upp ólöglegum veiðum hér á miðunum? — öllum þessum spurningum Lúðviks, lét forsætisráðherra ósvarað, en sagði aöeins. að sjálfsagt væri að gefa út skýrslu um viðræðurnar án þess. að til- greina þó neitt um það, hvenær slik skýrsla ætti að birtast. — Sjá ennfremur frétt úr umræðunum á baksíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.