Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Likan af skipulagi Breiðholtshverfanna þriggja. Suðurlandsbraut 14 — Reykjavík — sfmi 38600 Teikningar af suður- og mið- og vesturdeild Fella- og Hólahverfis, ásaint ineð texta og Ijósmyndum til skýringar. Þessu hættuástandi í umferðinni verður að linna — Það verða allir landsmenn að taka saman höndum með þeim aðilum, sem vinna að fræðslu i umferðarmálum og þar með aukinni umferðar- menningu. En til þess að snúast nú þegar til varnar, verða allir landsmenn að gcrast sinir eigin löggæslumenn i umferðinni, sagði Einar Ögmundsson, for- maður Landssambands vöru- bifreiðastjóra en hann á einnig sæti i umferðarráði, er Þjóðvilj- inn átti stutt viðtal við hann um þá geigvænlegu slysaöldu sem nú gengur yfir i umferðinni, og spurði hann álits á ástandi um- ferðarmálanna. — Astandið er vægast sagt ógnvekjandi og það hlýtur að vera krafa allra hugsandi manna að allt verði gert sem i mannlegu valdi stendur til að sporna við þessari þróun. Um- ferðarráð hélt fund sl. miðviku- dag og var þar að sjálfsögðu rætt um þá ógnvekjandi atburði iumferðinni sem hafa verið nær daglega undanfarna mánuði. Formaður ráðsins, lögreglu- stjórinn i Reykjavik gaf ráðs- mönnum skýrslu um viðræður Rœtt við Einar Ögmundsson form. Landssambands vörubifreiðastjóra sinar við dómsmálaráðherra og skýrði fyrir ráðinu þær tillögur sem hann telur helst koma að gagni nú þegar. En þær eru: Hækkaðar sektargreiðslur, aukið samræmi i beitingu sekt- argjörða um allt land, öku- leyfissviptingu verði beitt i rik- ara mæli og fleira og fleira. Það kom að sjálfsögðu einnig fram hjá formanni ráðsins að aukin löggæsla er mjög brýn, en til þess þarf aukið fé, en það er ekki til staðar, heldur hið gagn- stæða, svo sem dæmin sanna. Umferðarráð hefur að minu viti bent á margar tillögur til bóta og stuðlað að framgangi sumra þeirra þrátt fyrir tak- mörkuð fjárráð frá upphafi. í þvi sambandi vil ég sérstaklega nefna hinn merka þátt, sem er Umferðarskólinn, ungir vegfar- endur, enda má segja að i gegn- um það fræðslustarf sem þar er að unnið, sé um tölulegan ár- angur að ræða ef miða má við slysatölur milli ára. Fjárskortur hamlar allri starfsemi umferðarráðs; allt frá þvi að það var stofnað með lög- um hefur þvi verið skorinn m jög þröngur fjárhagslegur stakkur, svo þröngur að við borð liggur að leggja verði nú starfsemina niður, ef ráðamenn en það er fjármálavaldið i þjóðfélaginu sér ekki að sér og skapar um- ferðarráði og löggæslu nauðsyn- leg og sjálfsögð starfsskilyrði. 1 dag höfum við séð á.eftir 29 manns, konum,körlum og börn- um á öllum aldri i gröfina vegna umferðarslysa, auk hins gifur- lega fjölda sem slasast hafa og sumir hverjir ná aldrei heilsu eða kröftum aftur. Það má segja, að hjá mörgum þessara slysa hefði mátt komast, ef fullrar aðgæslu hefði verið gætt, hjá hvorutveggja i senn, gang- andi og akandi vegfarendum. Það er min skoðun að það sé möguleiki að bæta úr þvi ástandi sem nú er, a.m.k. hér i Reykjavik, en þar þekki ég hvað.best til og það er einfald- lega fólgið i aukinni samvinnu umferðarlögreglunnar og ann- arra aðila, sem við umferðar- málin starfa. Minnugir sérstakrar lipurðar lögreglu og alls almennings við umferðarbreytinguna úr vinstri i hægri akstur, er ég hvetjandi þess að það samstarf verði endurnýjað. öryggi i umferð- inni verður að aukast, að þvi verður þjóðin öll að vinna, sagði Einar að lokum. —S.dór Sýning á skipulagi Br eiðholtshverf anna Leitað eftir spurningum og athuga- semdum frá sýningargestum t Fellahelli stendur nú yfir sýning á skipulaginu I Breiðholt- unum þremur. Bakkahverfi (Breiðholti 1). Seljahverfi (Breiðholti 2) og Fella- og Hóla- hverfi (Breiðholti 3). Var sýningin opnuð föstudaginn 14. þ.m. og stendur út vikuna og ef tii vill aðra viku til. svo fremi hún rekist ekki á starfsemi Fella- hellis. i dag verður sýningin opin kl. 1-6 á morgun, fimmtudag 1-10 og á föstudaginn 1-5. Höfundar skipulagsiiis eða fulltrúar frá þeim verða á staðnum tvo siðustu klukkulima hvers sýningardags og verða til viðtals fyrir þá, sem óska nánari upplýsinga. Aðalhöfundar skipulags Fella- og Hólahverfis eru arkitektarnir Geirharður Þorsteinsson og Hróbjartur Hróbjartsson, en Stefán Jónsson og Guðrún Jóns- dóttir höfundar skipulags hinna hverfanna tveggja. Þjóðviljinn hafði tal af Geirharði Þorsteins- syni og skýrði hann svo frá, að á sýningunni væri meðal annars yfirlitsteikning, sem sýndi stöðu hverfanna þriggja I heildarmynd borgarinnar. útskýrt er i texta á hvern hátt skipulagt var. Sýning- unni er skipt i deildir eftir hverfum og teikningar af hverju hverfi skýrðar nánar. Þá eru teikningar af einstökum hlutum hverfanna, leikvöllum. göngu- brúm o.fl., og nokkrar ljósmyndir úr hverfunum eru til að gefa hugmynd um, hvernig skipulagið litur út i útfærslunni. Ennfremur eru á sýningunni likön af hverf- unum. Geirharður sagði að aðsóknin að sýningunni hefði verið allgóð, en engu að siður væri ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna á sýninguna., kynna sér skipulagið með eigin augum og koma fram með athugasemdir varðandi það. Gæfist þarna ágætt tækifæri fyrir fólk til að fá fram'hjá höfundum skipulagsins hvað fyrir þeim vakti i sambandi við gerð skipu- lagsins. Á sýningunni er bréfakassi, ætlaður fyrir þá sem vilja gera athugasemdir eða spyrja einhvers bréflega, og hafa margir þegar notað sér það. Geir- harður sagði að þegar þefði verið tekið upp úr kassanum einu sinni og þeim bréfum svarað, sem kostur hefði verið, þannig, að svörin voru vélrituð neðan á bréfin og þau siðan fest upp á vegg, sem sérstaklega er til þeirra nota á sýningunni, og er ætlunin að hvert bréf hangi uppi i einn eða tvo daga. Er um algert nýmæli að ræða hér á Iandi að þannig sé leitað eftir skoðunum almennings um skipulagninu ibúðarhverfa. Einnig er fyrirhugað að halda saman öllum bréfum,, sem látin eru i kassann, flokka þau eftir þvi hvaða óskir koma fram i þeim og gera yfirlit yfir niðurstöðurnar. Sambandsstjórn byggingarmanna: Stjórnmála- slit sé her- valdi beitt Sambandsstjórn byggingar- manna gerði á fundi sinum 8. þessa mánaðar samþykkt, þar sem tekið er undir kröfuna um enga samninga og stjórnmálaslit, ef isl. verða beittir hervaldi i landhelgi. „Fundur i sambandsstjórn Sambands byggingamanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við þá ákvörðun að færa fiskveiðilandhelgi okkar út i 200 milur. Fundurinn varar við öllum samningum við útlendinga, sem ekki taka tillit til þeirrar skýrslu fiskifræðinga, sem ný- lega hefur verið birt um ástand fiskistofna við tsland og i raun felur i sér, að enginn grundvöllur er fyrir veiðum annarra þjóða á islenskum fiskimiðum. öllum aðgerðum og hótunum andstæðinga okkar um beingu erlendra herskipa til verndar veiðiþjófum ber að svara með slitum á stjórn- málasambandi við slika aðila.” Bæjarfoss Skipið Nordkynfrost, sem Eimskipafélagið festi nýverið kaup á i Noregi, var afhent félaginu i gærmorgun kl. 9.30 i Hamborg. Hefur skipinu verið gefið nafnið „BÆJARFOSS”. M.s. BÆJARFOSS er tuttugasta skipið i flota Eimskipafélagsins. Það er smiðað i Noregi árið 1972 og er 240 brúttó tonn að stærð, D.W. 530 tonn. Tvær frystilestir eru i skipinu. samtals 35 þúsund teningsfet. Bæjarfoss siglir væntanlega frá Hamborg laugardaginn 22. nóvember og tekur vörur i Antwerpen. Skipið er væntan- legt til Reykjavikur 1. desember. mmrnmim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.