Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 12
MOÐVIUINN Miðvikudagur 19. nóvember 1975.' Stígandi og Sæfari fengu dóm 1 Sakadómi Reykjavikur var i gær uppkveðinn dómur i málum togbátanna Stiganda RE og Sæfara ÁR, sem teknir voru að meintum ólöglegum togveiðum á linu- og neta- svæði vestur af Garðskaga siðast liðinn sunnudag af varðskipinu Albert. Báðir voru dæmdir fyrir ó- löglegar botnvörpuveiðar og greiðslu sekta til Landhelgis- sjóðs íslands. Stigandi fékk 400 þús. kr. sekt og Sæfari 200 þús. kr. Auk þess voru afli og veiðarfæri gerð upptæk. bað var Jón Abraham Ölafsson, sakadómari, sem kvað upp dóminn ásamt með- dómendum, skipstjórunum Guðna Jónssyni og Sigurði Þórarinssyni. Hvenœr voru 65,000 tonn boðin? Geir segir eitt — Bret- inn og Pórarinn annað 1 umræðunum utan dagskrár á alþingi i gær, sem skýrt er frá á forsiðu Þjóðviljans i dag, gaf Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra þá yfirlýsingu, að Roy Hatters- ley, aðstoðarutanrikisráðherra breta hafi farið með algerlega rangt mál, þegar hann sagði, að islendingar hafi boðið 65.000 tonn strax fyrir þremur vikum. Ráð- herrann sagði, að i London hafi islenska sendincfndin bara spurt, hvaö bretar segðu um 50.000 tonn?!! Hélt Geir þvi fram, að 65.000 tonnin hafi fyrst verið nefnd i ó- formlegum viðræðum Einars Águstsonar og Hattersley á sunnudaginn var. Ólafur Ragnar Gimssonkvaddi sér hljóðs og kvaðst i tilefni þess- arar yfirlýsingar forsætisráð- herra vilja vekja á þvi sérstaka athygli að i dagblaðinu Timinn segði formaður utanrikismála- nefndar alþingis, Þórarinn Þór- arinsson, hins vegar orðrétt þá um morguninn, (forsiða Timans i gær): ,,...að i undirbúningsvið- ræðum sérfræðinga, um sjávar- Utveg, sem fram fóru fyrir nokkru, hefðu sérfræðingar is- lensku rikisstjórnarinnar haldið fast viðþað sjónarmið, að veiði- heimild til handa bretum skyldi miðast við 65.000 tonn....” Ólafur Ragnar spurði, hvernig það væri mögulegt, að embættis- menn islensku rikisstjórnarinnar hafi á sinum tima „haldið fast við” sjónarmið, sem alls ekki hafi verið komið fram á þeim tima — haldið fast við töluna 65.000 tonn i fyrri viðræðum, hafi talan fyrst verið nefnd nU á sunnudag? Það fer ekki milli mála, sagði Ölafur Ragnar, að ummæli Þór- arins Þórarinssonar, formanns utanrikismálanefndar og þátttak- anda i viðræðunum við breta benda mjög greinilega til þess, að það sé Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra Islands, sem fari með rangt mál varðandi gang samningaviðræðna við breta, en ekki Roy Hattersley, — að 65.000 tonnin hafi i reynd verið boðin fram fyrr en nU á sunnudaginn. Ólafur Ragnar taldi brýna nauðsyn bera til að fá þetta upp- lýst, þvi að grundvallaratriði væri, að alþingi gæti treyst sann- leiksgildi yfirlýsinga, sem ráð- herrar gæfu á alþingi. 1 nágrannalöndum okkar er það algild regla, að ráðherra, sem verður ber að ósannindum á lög- gjafarþingi, verður skilyrðislaust og án tafar að segja af sér. Þvi verður með engu móti trU- að, að islenskir embttismenn hafi án samþykkis rikisstjórnarinnar farið að ræða einhverja ákveðna tonnatölu og halda fast við þá tölu, eins og Þórarinn Þórarins- son segir. Slikt getur aðeins gerst á grundvelli formlegs eða "óform- legs tilboðs. Það er þvi ljóst, að fari Geir Hallgrimsson með rétt mál varð- andi það, hvenær tilboðið um 65.000 tonn hafi i raun verið sett fram, þá fari ekki bara Roy Hattersley með rangt mál, heldur Þórarinn Þórarinsson lika, for- maður utanrikismálanefndar al- þingis. (Þörarinn Þórarinsson var erlendis i samningum við þjóðverja). Breskir togaraskipstjórar Yilja löndunarbann íslenskum skipum vikið frá Kristján Eldjárn heiðursdoktor Leníngradháskóla LONDON. 18/11 reuter — Mikill hiti er i breskum sjómönnum nUna eftir að samningaviðræður breta og islendinga fóru lit um þUfur. 1 nótt sem leið tilkynntu hafnar- yfirvöld i Grimsby islensku skipi sem var á leið þangað með fisk að þvi yrði ekki leyft að landa.þar. Var þvi borið við að ekki væri hægt að tryggja öryggi áhafnar- — Það hefur ekkert verið gert fyrir okkur að hálfu hins opinbera cnnþá og við höfum raunar ckki fengið loforð fyrir neinni hjálp, sagði Þör Hagalin sveitarstjóri á Eyrarbakka er við ræddum við hann i gær. Þór sagði að Eyrbekkingar hefðu óskað eftir þvi að dómskvaddir yrðu matsmenn til að meta skemmdirnar sem urðu i óveðrinu á dögunum. Þessa var óskað 7. nóv. sl. en sýslumaður Árnessýslu hefur enn ekki dómkvatt menn til matsins. Eyrbekkingar héldu fund meö innar i Grimsby. Var skipinu þá snUið til Ostende i Belgiu. Talsmaður samtaka breskra togaraeigenda i Hull sagði þó að ekki hefði verið sett algjört lönd- unarbann á islensk fiskiskip i breskum höfnum. Kvaðhann enn vera markað fyrir islenskan fisk i Bretlandi og að vonast hefði verið til að nýir samningar myndu frekar fjölga löndunum islenskra skipa. þingmönnum I Suðurlands- kjördæmi i byrjun þessa mánaðar og það voru raunar þeir sem lögðu til að láta meta skemmdirnar. Þingmennirnir lýstu þvi yfir að þeir sæju ekki annað en að opinber aðstoð yrði að koma til, en gátu auðvitað engu' lofað um slikt. Þór sagði að Eyrarbakka- hreppur væri búinn að láta vinna við viðgerðir á varnargörðum þorpsins fyrir um 2 miljónir kr; meira getum við eiginlega ekki gert fyrr en aðstoð kemur til, sagði hannaðlokum. —S.dór Tom Neilsen framkvæmda- stjóri stéttarfélags yfirmanna á togurum i Hull kvaðst fylgjandi því að bann yrði lagt á landanir islenskra skipa i Bretlandi. — Við höfum fengið nög af að bjóða þessu fólki sifellt hinn vangann og erum þvi fylgjandi algjöru lönd- unarbanni. Það er kominn timi til að við stöndum uppi i hárinu á þessu fólki („these people”), sagði Neilsen. Samstarfsnefnd breskrar tog- aratitgerðar sem i eiga sæti full- trúar eigenda, skipstjórar og undirmenn á togurum gengur a morgun, miðvikudag, á fund bresku stjórnarinnar; ætlar hún að krefjast þess að breski flotinn verði sendur til að vernda togara á íslandsmiðum. Breskir togaraskipstjórar eru sagðir fullir efasemda um að ó- vopnuð verndarskipin hafi nokkra möguleika til að standast islensku varðskipunum snúning þar sem þau siðarnefndu eru hra ðskreiðari. 1 gær ætlaði Lárus Sveinsson frá ölafsvik að selja afla sinn i Grimsby, en var neitað um fyrir- greiðslu og tilkynnt að ekki væri hægt að ábyrgjast um öryggi skipshafnarinnar. Engin formleg tilkynning hefur þó verið gefin út um löndunar- bann á islensk skip i Bretlandi. Lárus Sveinsson mun selja i Ostende i Belgiu. t gær var forseta islands, dr. Kristjáni Eldjárn, afhent skjal þess efnis, að hann hefur verið kjörinn lieiðursdoktor Iiáskólans i Leningrad. Við hátiðlega athöfn að Bessa- stöðum i gær afhenti sendiherra Sovétrikjanna heiðurskjalið og gerði grein fyrir samþykkt vis- indaráðs Leningradháskóla. Hann færði og af þessu tilefni Kristjáni Eldjárn heillaóskir Podgornis sovétforseta, Brézj- néfs flokksritara og Kosigins for- sætisráðherra með óskum um velgengni bæði á sviði fræða og i störfum i þágu islenska lýðveldis- ins. Forseti þakkaði hann heiður sem honum væri sýndur og kvaðst vilja deila honum með orðstir islenskra mennta og tengja hann vinsamlegum hug til islensku þjóðarinnar. Þetta drægi hinsvegar ekki úr persónulegri á- nægju sinni yfir þvi að tengjast merku fræðasetri, sem hann fyrir sitt leyti bað lifa og dafna. Danskir fiskimenn PORTÚGAL; Mikil óvissa ríkir Óv eðursskemmdirnar; Ekkert gert fyrir eyrbekkinga ennþá Sitja fast við sinn keip Kaupmannahöfn 18/11 — Danskir fiskimenn halda aðgerðum sínum enn til streitu og segjast ekki munu víkja frá höfnum þeim sem þeir hafa lokað fyrr en stjórnin hef ur látið að kröfum þeirra. Markmið fiskimannanna meö þvi að loka höfnunum er aö koma i veg fyrir landanir erlendra skipa og i dag varð það til þess að sænskir fiskimenn hófu mót- mælaaðgerðir i Gautaborg. Kröfur fiskimanna eru ma. þær að stjórnin leyfi áframhaldandi veiöar á bræðslusild og að veiði- kvótar á öðrum fisktegundum verði auknir. Stjórnin hlýddi i dag á skýrslu Poul Dalsagers sjávar- útvegsráðherra um málið. Lýsti hún að þvi loknu yfir fullum stuðningi við þá stefnu hans að láta hvergi undan kröfum fiski- manna. Farið er að bera á atvinnuleysi i landi vegna aðgerða fiski- manna. Um þúsund manns bættust i hóp atvinnulausra i fimm bæjum á Jótlandi, þar af 600 í Esbjerg. Lissabon 18/11 reuter — Portú- galska stjórnin kom saman I dag til að ræða stjórnmálaástandið í landinu sem einkennist af hennar cigin valdlcysi, stöðugum til- kynningum um yfirvofandi valdarán frá liægri og vinstri, hótunum um viðskilnað Asoreyja og yfirvofandi umsátur bakara um stjórnaraðsetrið. Talsmaður Azevedos forsætis- ráðherra sagði i dag að landið væri i djúpstæðri pólitiskri kreppu og að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á henni. Eng- inn veit þó hvort hún kemur frá forsætisráðherranum, forsetan- um, byltingarráðinu, með valda- ráni eða að tilstuðlan alþýðu landsins, sagði hann, en hún verð- ur að finnast. Sorp hrannast upp á götum Lissabon vegna verkfalls hreins- unarmanna og lagmetisiðnaður- inn stöðvaðist i dag en niðursoðn- ar sardinur eru ein helsta útflutn- ingsvara landsins. Bakarastéttin hefur hótað að umkringja aðsetur stjórnarinnar ef ekki verður kom- ið til móts við kröfur hennar um bætt vinnuskilyrði og styttan vinnutima. Er talið að helsta við- fangsefni stjórnarfundarins verði aö koma i veg fyrir að bakarar endurtaki sama leikinn og bygg- ingarverkamenn léku fyrir skemmstu er þeir héldu stjórn- inni og þinginu i 36 tima umsátri. Tvö dagblöð birtu stórar fyrir- sagnir i dag um að hægrisinnaðir herforingjar hygðu á valdarán. Þeir sem nefndir voru svöruðu strax fyrir sig og sögðu fréttir blaðanna hafa þann tilgang að æsa hægri menn upp til aögerða sem síðan ættu að réttlæta mótað- gerðir vinstrimanna. öryggissveitir landsins, COP- CON, sendu frá sér tilkynningu i dag um að ekki væri vitað um nein samsæri hægri manna. Enn- fremur sagði i henni að róttækari armur hersins væri á varöbergi og væri þvi verkefni vaxinn að ráða niðurlögum á hugsanlegum valdaránstilraunum hægriafla. BLAÐA- BURÐUR Þjóðviljinn óskar eftir blað- berum i eftirtalin hverfi: Tómasarhagi Safamýri Fossvogur Miklabraut Mávahlíð Brúnir Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna, simi 17500. voov/um

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.