Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. nóvember 1975. ÞJÓÐV'ILJINN — SIÐA 5 Afmœliskveðja Er síonisminn kynþáttastefna? i síðustu viku sam- þykkti a llsher jarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun um kynþáttamis- rétti og olli hún miklu fjaðrafoki í hinum vest- ræna heimi. Ástæðan var sú aö í ályktuninni er síonismi — rikishug- myndafræði ísraels — lagður að jöfnu við apart- heid og annað kynþátta- misrétti. Eins og vænta mátti er þessi tillaga komin frá aröbum sem reynt hafa frá þvi fyrir Yom kippur striðið 1973 að einangra Israel á öllum vigstöðvum alþjóðasamskipta, einkum þó innan SÞ. Og eins og til að gera málið enn sárara auðvalds- heiminum hafði sama alls- herjarþing samþykkt nokkrum dögum áður að palestinuarabar ættu allan rétt á fullri aðild að fyrirhuguðum friðarviðræðum vegna deilnanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Samþykktin um sionismann var gerð með 72 atkvæðum arabarikjanna, sósialisku rikjanna og fjölmargra þróunarlanda gegn 35 atkvæðum Vesturlanda og annarra auðvaldsrikja — og að sjálfsögðu Israels. 32 riki sátu hjá. Alyktun þessi var ein af þremur sem fjalla um kyn- þáttamisréttið i heiminum, en yfirstandandi áratugúr er helg- aður baráttunni gegn þvi. SU barátta beinist fyrst og fremst gegn apartheid-stefnu stjórnar Suður-Afriku sem allur heim- urinn er sammála um að vera andvigur. En eins og áður segir tók hinn vestræni heimur þessa ályktun óstinnt upp. Flest riki hans neituðu að greiða atkv. með hin um ályktununum tveimur sem þau hefðu þó gert að öllu óbreyttu. Bandariska þingið viðhafði stór orð um að taka bæri aðild Bandarikjanna að allsherjarþinginu til endur- skoðunar. Og i islenska rikis- Utvarpinu flutti Gunnar Eyþórsson fréttaauka um málið sem vel hefði getað verið saminn i einhverju sendiráði ísraels. Breytt valdahlutföll Reiði vesturlandabúa var tvi- þætt. í fyrsta lagi braust hún út i almennri reiði yfir þvi að valda- hlutföll á allsherj.þ. og viðar inn an SÞ hafa breyst þeim i óhag. Auðvaldsheimurinn undir forystu Bandarikjanna hefur orðið að bita i það súra epli að geta ekki lengur ráðskast með atkvæði þróunarlanda að eigin geðþótta. Þau hafa þvert á móti tekið höndum saman um að beita sér sameiginlega á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna fyrir gerbreytingu valdahlutfalla. Menn skulu hafa það hugfast að hér er ekki neinn minnihluti jarðarbUa að sölsa undir sig völdin, heldur þveröfugt: yfir- gnæfandi meirihluti jarðarbUa býr einmitt i þróunarlöndunum eða hefur horfið inn á braut sósfalismans og þessi meirihluti er nU i vaxandi mæli að verða sér vitandi um vald sitt — og breytir i samræmi við það. Sér grefur gröf... Hitt atriðið er svo sjálft inni- hald ályktunarinnar: Hörð og beinskeytt árás á tilverurétt Israels sem rikis þar sem gyðingar eru i meirihluta og ráða lögum og lofum. 1 leiðara Information um málið segir að hér eigi við máltækið „sér grefur gröf þótt grafi”. Þvi það 'var einmitt allsherjarþing SÞ sem fyrir 28 árum samþykkti að skipta Palestinu i tvö riki, annað arabiskt, hitt gyðing- legt. Þetta var gert i blóra við mótmæli ibúa Palestinu sem þá voru að tveim þriðju hlutum palestinuarabar. Þetta hlaut óhjákvæmilega að valda deilum eins og heimurinn hefur óþyrmilega orðið var við siðan og eins og stendur bendir fátt til Alyktun allsherjarþings SÞ veldur heiftúðugum deilum en fáir athuga hvort eitthvað er hœft i henni þess að þær verði settar niður i bráð. En hvað þá um fullyrðinguna: sionismi er stefna kynþáttamis- réttis? Áður en hUn er reifuð verður að taka fram að ályktunin beinist ekki gegn sionismanum sem trúar- kenningu heldur pólitiskri beit- ingu hans. Kjarni hennar er að gyðingar eigi sögulegt tilkall til að gera tsrael að heimalandi sinu. Það skal einnig tekið fram að margir málsmetandi gyðingar hafa seint og snemma mótmælt þvi að nokkur rök fyrir þessari kröfu sé að finna i sionismanum og að gyðingar sem bjuggu i Palestinu fyrir stofnun Israelsrikis árið 1948 voru siður en svo á einu máli um ágæti þess að skipta landinu. Einn af kunnari málsvörum palestinuaraba, Henry Cattan, sem ma. var fulltrúi þeirra hjá SÞ árin 1947 og 1948, segir á einum stað: — Það skai minnt á i upphafi að vandamál Palestinu er ekki fólgið i deilum araba — hvort sem þeir eru kristnir eða múhameðstrúar — og júdaismans þvi arabar og gyðingar hafa búið saman i friði og jafnvægi um aldir. Deilan stendur milli araba og sionismans sem hefur þróast frá þvi að vera mannréttindahug- tak, að finna ofsóttum gyð- ingum hæli, upp i þjóðernis- lega, heimsvaldasinnaða kynþáttahreyfingu. Eins og áður segir voru arabar i miklum meirihluta ibúa Palestinu árið 1948 og þeir áttu lika obbann af öllu jarðnæði og fasteignum. Það var þvi aug- ljóslega ekkert pláss fyrir gyðingana þegar aðflutningar þeirra hófust. Það vandamál var leyst með býsna grimmdar- legum hætti. Á árinu 1948 var á að giska ein miljón palestinu- araba hrakin úr landi. Aðferð- irnar miðuðu að þvi að hræða arabana. Sem dæmi má nefna að einn morgun i april 1948 voru allir ibúar þorpsins Deir Yassin i útjaðri Jerúsalem — um 300 talsins — drepnir af gyðing- legum hermönnum. Þetta hreif. Arabarnir flýðu unnvörpum og hin nýja herraþjóð lagði undir sig eignir þeirra. Um afdrif palestinuaraba vita allir. Þeir dreifðust um allan heim en hirast þó flestir enn i ömurlegum flóttamannabúðum nágrannalandanna. t dag er málum þannig háttað að innflytjendur af gyðinga- ættum "fá rikisborgararétt sjálf xrata t Israel en vilji palestinu- arabi sem hrakist hefur Ur landi heimsækja ættingja sina i ísrael er mjög vafasamt að hann fái landvistarleyfi þótt ekki sé nema um stuttan tima. Arabiskir ibúar Jerúsalem lifa i stöðugum ótta við israelska lög- reglu. Undirritaður hefur það eftir landflótta palestinuaraba sem bUsettur er hér á landi að margra ára fangelsisvist liggi við þvi að aðstoða eða yfirleitt halda uppi samskiptum við fjöl- skyldu þeirra sem lent hafa i fangelsum israelsku lögreglunnar vegna baráttu fyrir rétti palestinuaraba. Þessi maður skýrði einnig frá þvi að umhverfis arabahverfin i Jerúsalem væri verið að byggja ibúðahverfi sem eingöngu gyðingar fá að búa i. Markmiðið er að umkringja arabana og gera þeim lifið óbærilegt. Þvi það er ekki einungis lögreglan sem ofsækir þá, heldur ekki siður óbreyttir borgarar. En það er heldur ekki nóg að vera gyðingur. Þú verður að vera af réttri tegund gyðinga. Þeir sem koma frá Austur- Evrópu eða Vesturlöndum geta búist við góðri framtið i fyrir- heitna landinu. En þeir sem koma frá Asiu eða Afriku eru settir á svipaðan bás og arabar og fara yfirleitt beina leið i fátækrahverfin. Ekki af and- semitiskum hvötum Nú taka eflaust margir undir það sem Yigal Allon utanrikis- ráðherra tsraels sagði á alls- herjarþinginu þegar ályktunin var til umræðu: — Það er blygðunarleysi af versta tagi að ásaka gyðinga og sionismann fyrir kynþáttamisrétti þegar allur heimurinn veit að gyðingar urðu fórnarlömb hinna viðbjóðslegu kynþáttakenninga nasismans. Þetta er ein helsta röksemd gyðinga gegn ásökunum á hendur sionismanum. En með sama hætti má segja að banda- rikjamenn beri enga ábyrgð á útrýmingu norðurameéiskra indjána þar sem þeir voru sjálfir flóttamenn undan trúar- ofsóknum i Evrópu. Það má einnig afsaka apartheid með sama hætti ef haft er i huga að stór hluti hvitra ibúa Suður- Afriku er kominn af frönskum hUgenottum. Nú skyldi enginn halda að ofanritað sé sett á blað til að halda fram „antisemitisma”, þe. andúð á gyðingum sem kyn þætti. Siður en svo. Undir ritaður fær hins vegar með engu móti skilið nauðsyn þess að gyðingar einir fái að byggja Palestinu og setja þar á stofn stéttarlegt alræði gyöinglegrar yfirstéttar. Þá er öllu mann- vænlegri sú stefna palestinu- araba að gyðingar, kristnir menn og fylgjendur Múhameðs spámanns lifi þar saman og deili með sér þjóðfélagslegum völdum sem ekki væru þá bundin einhverjum ákveðnum kynþætti eða trúarhópi. __j,jj Kjartan Þorgilsson, kennari, sjötugur Hinn 1. nóv. sl. varð Kjartan Þorgilsson, kennari, sjölugur. Foreldrar Kjartans voru Þor- gils Friðriksson, bóndi og kennari i Hvammssveit i Dalasýslu og kona hans, Halldóra Ingibjörg Sigmundsdóttir frá Ksarfsstöðum i sömu sveit. Þau hjón eignuðust 14 börn og komust 12 þeirra til fullorðinsára. Af þeim systkinum eru nú 6 á lifi. Kjartan hefur stundað kennslu i samfellt 37 ár, þar af s.l. 25 ár við Melaskólann i Reykjavik. Hann hefur nú látið af kennslustörfum sökum aldurs, en annast nU dyra- vörslu við skólann. Ekki ber Kjartan það með sér að fullum starfsaldri sé náð. Alltaf er hann jafn hress og liflegur, ekki sist ef þjóðmálin ber á góma. Afmœliskveðja til Kjartans Þorgilssonar, kenn- ara, á sjötugsafmæli hans, 1. nóv. ’75. í dag niun vor skóli skála fyr sjötigu barni vetra, — Skála fyr göfugri sálu, samverkabróðurnum góða. Starfið langa og stranga styrkt með trúnaði og virkni vert er af hlýju hjarta höldi þakkir að gjalda. Engan halinn svo ungan með aldursmalinn jafn gildan getur, þótt lengi sé leitað um landsins dali og strendur. Heill þér, Kjartan. — Vér hyllum heiðursmanninn sanna. Endist þér æskumyndin á ævinnar löngu göngu. Með árnaðaróskum og bestu kveðjum. Magnús Pétursson. Sambandsstjórn Sambands byggingamanna V erkmenntunar- stefna stjórnvalda breytist Sambandsstjórn Sambands byggingamanna samþykkti harðorða ályktun um ástandið i verkmenntunarmálum á fundi sinum 8. þ.m. „Fundur i sambandsstjórn Sambands byggingamanna vitir þá stefnu stjórnvalda gagnvart verkmenntun i landinu, sem kemur fram i fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar og kveður á um stórfelldan niðurskurð á fjármagni til verkmenntunar. Lækkun tolla á innfluttum iðnaðarvörum á sama tima mun enn auka á það misrétti, sem verkmenntun hefur mátt búa við og veikja stórlega aðstæður islensks iðnaðar. Slikri stefnu er i raun stefnt gegn þróun og uppbyggingu islensks iðnaðar. Fundurinn beinir þvi eindreg- inni áskorun til stjórnvalda. að þau hverfi frá núverandi stefnu sinni og auki til muna f járframlög til verkmenntunar, minnug þess að bætt verkmenntun og traustur og vaxandi iðnaður mun verða ein af meginstoðum islensks þjóðfé- lags i framtiðinni.” Leiðrétting Á forsiðu siðasta sunnudags- blaðs Þjóðviljans var sagt að rætt væri við Margréti Jónsdóttur, fréttamann á Jafnréttissiðu blaðsins þann dag. Þarna átti að standa að rætt væri við Margréti R. Bjarnason, fréttamann, svo sem fram kemur i viðtaiinu á Jafnréttissiðunni. Þjóðviljinn biður hlutaðeig- andi afsökunar á þessum mistökum. Fimmtudagsleikrit útvarpsins: Músagildran eftir Agöthu Christie Annað kvöld kl. 20.05 verður flutt i útvarpi leikritið „Músa- gildran” (The Mousetrap) eftir Agöthu Christie. Þýðandi er Halldór Stefánsson, en leikstjóri Klemenz Jónsson. Agatha Christie er f jölmörgum kunn hér á landi, enda á hún stóran lesendahóp. Hún heitir réttu nafni Agatha Mary Clarissa Miller og er fædd i Torquay i Devon árið 1891. Á unga aldri stundaði hún tónlistarnám i Paris og var hjúkrunarkona i heims- styrjöldinni fyrri. Hún hefur ferðast mjög viða, ekki sist i fytgd með manni sinum, Sir Max Mallowan, sem er fornleifa- fræðingur. Fyrstu sakamálasögur Agöthu Christie kom út um 1920, en alls hefur hún skrifað yfir 70 sögur, en auk þess allmörg leikrit. Lang- vinsaælast þeirra en án efa „Músagildran”, sem hefur verið sýnd i London samfleytt frá 1952 , eða i 23 ár. Leikurinn gerist á Monkwell herragarðinum. sem breytt hefur verið i gistihús, og er loft þar sannast að segja lævi blandið.en efnið skal ekki rakið nánar af skiljanlegum ástæðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.