Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Erlendar fréttir Rœhtun á hafsbotni Samkvæmt frásögn i Fiskets gang sem styðst við upplýsingar i ritinu NOAA news release þá hef- ur visindakonu við háskólann i Miami á Flórida i Bandarikjun- um, dr. Thorhaug að nafni, tekist að þekja hafsbotn aftur gróðri, þar sem allur botngróður var horfinn af völdum kælivatns út- streymis frá raforkustöðvum i stórum flóa við Flórida. Og það var ekki bara að allur botngróður væri horfinn heldur lika allt dýralif á botninum. Gróðurtegundin sem visinda- konan valdi ber visindaheitið Thalassium testudinum, en sem i daglegu tali er nefnt „turle grass” og er fæða sjóskaldbaka. Dr. Thorhaug fór til Bahama eyja með hóp kafara og tók þar af hafsbotninum 8 þúsund Thalassia ávexti sem rannsóknarstofa há- skólans vann siðan úr 20.000 fræ.Fræin fengu siðan rótvaxtar hormónagjöfogvorulátinhanga i rennandi vatni og þannig geymd þar til kafarar höfðu plantað þeim út á hafsbotni. Árangurinn af þessu varð sá að 31% plantnanna dóu en hinar rót- festust og héldu velli. Nú er stórt hafsvæði þarna sem virtist dautt, aftur að fyllast lifi þvi i kjölfar gróðursins komu fiskar og önnur sjávardýr sem voru horfin af svæðinu. Slik uppgræðsla á hafsbotni er sögð áður hafa verið reynd en aldrei tekist fyrr en nú. Það þykir þvi mikið visindalegt afrek sem dr. Thorhaug hefur unnið með þessu. Tilraunin var kostuð af raf- orkuframleiðslustöðvum á Flór- ida og stjórn atomáhugafélaga. Japanskeisari er visindamaður Nýlega er útkomið mikið vis- indarit eftir Hirohito keisara i Japan sem ber heitið „some hydrozoans of the Bonin islands.” Bók þessi er sögð fjalla um rannsóknir keisarans á sérstök- um flokki lifvera i sjónum sem ber heitið Hydrooza. Sagt er i þessari fréttsem er tekin úr Fisk- aren, að áður hafi birst frá keis- arans hendi visindaritgerðir um rannsóknir hans á ýmsum lægri Jifverum sjávar, sem hiotið hafa alþjóðaviðurkenningu visinda- manna. Hirohito keisari er sagð- ur vera mikill náttúrufræðingur, sem vinnur þrjá eftirmiðdaga i viku hverri á rannsóknarstofu i Tókió að hugðarefni sinu. Þar sem japanir eru mesta fiskveiði- þjóð heimsins, þá fer ekki illa á þvi að æðsti valdsmaður þeirra skuli gefa sig að 'visindarann- sóknum á lifriki hafsins. Bretar eignast nýjan togara Nýlega var tekinn i notkun nýr skuttogari i Grimsby sá fyrsti sem bætist i fiskiflota bæjarins siðan árið 1970. Togarinn ber nafnið Boston Halifax og er eign Deep sea fisherie Ldt. Skipið er innréttað sem isfisk- togari. Um smiði skipsins var samið fyrir tveim árum og var um samið smiðaverð 500 þúsund sterlingspund. En nú er sagt að smiði á sliku skipi kosti i kringum 1 miljón sterlingspund. Sagt er að togarinn hafi vakið mikla athygli i grimsbyhöfn sök- um ýmiss konar nýjunga i skipinu þ.á.m. algjörlega sjálfvirkra gangvéla skipsins sem stjórnað er frá stýrishúsi. Gert er ráð fyrir að ekki þurfi vélstjórar að vinna i vélarúmi að staðaldri heldur að koma þangað bara til eftirlits. Útlitshorfur á saltfisk in nflutn ingi i Brasiliu 1 septembermánuði s.l. kom stjórnskipuð norsk nefnd frá Brasiliu, en þangað var hún send undir forustu Tore Bögh ráðu- neytisstjóra i utanrikisráðuneyti Noregs, til að kynna sér hinar nýju reglur sem brasiliustjórn hefur sett um allan innflutning til landsins, sökum slæmrar gjald- eyrisstöðu Reglur brasiliustjórn- ar eru þær að saltfiskinnflytjend- ur verði að greiða fobverð alls sins saltfisksinnflutnings að fullu inn i banka þar sem peningarnir eru frystir i' 180 daga. 1 viðtali við Lófótposten sagði ráðuneytisstjórinn eftir heim- komuna, að nefndin hefði rætt við rikisstjórn Brasiliu og umboðs- menn norðmanna um þetta nýja viðhorf og um hvað tiltækilegast væri að gera. Ráðuneytisstjórinn var ekki mjög svartsýnn á markaðshorfur og taldi að þessar ráðstafanir mundu tæpast hafa úrslitaáhrif á saltfiskinnflutning til Brasiliu, þó þær gætu valdið erfiðleikum i bili og eitthvað minnkaðri sölu. Ráðuneytisstjórinn sagði, að norskur saltfiskur væri i góðu á- liti á matvörumarkaði Brasiliu, en hins vegar væri hann kominn i mjög hátt verð i samanburði við ýmsa aðra matvöru sem á boð- stólum væri. Taldi hann að um- boðsmenn hefðu haft eins miklar áhyggjur af hinu sifellt hækkandi verði fisksins eins og greiðsluskil- málum stjórnvalda. Norska nefndin reyndi að fá reglunum breytt gagnvart inn- flutningi á norskum saltfiski, þannig að þær næðu ekki yfir þann innflutning. Brasiliustjórn mun hafa gefið kost á slikri breyt- ingu ef innflytjendum yrði veittur greiðslufrestur i 360 daga. Ráðu- neytisstjórinn sagði að þetta við- horf ætti eftir að ræða á milli norskra útflytjenda og kaupenda fisksins i Brasiliu, en þar munu norðmenn hafa nál. 45 umboðs- menn sem eru dreifðir viðsvegar um landið. Fram að þessum tima hafa norðmenn selt saltfiskinn einungis gegn staðgreiðslu. Að siðustu lét ráðuneytisstjórinn þau orð falla að hann teldi að svo gæti farið, að nauðsynlegt yrði að veita gjaldfrest á saltfisknum, sem lægi einhversstaðar milli 30 og 360 daga, til að milda það gjaldeyrisástand sem brasiliu- menn nú búa við. Á fyrra helm- ingi yfirstandandi árs, eða frá 1. janúar til 30. júni var saltfiskút- flutningur norðmanna til Brasiliu 12.332 tonn. En á sama tima var allur út- flutningur þeirra á fullverkuðum saltfiski 31.652 tonn. Útflutningur norðmanna á nokkrum tegundum fiskafurða frá 1. jan-31. ágúst, samkvæmt tollskýrslum i Fiskets gang: tonn. Frosin fiskflök 53,570 Skreið 8,865 Fullverkaður saltfiskur 38.519 Óverkaöur saltfiskur 2,620 Saltsild 6,094 Niðursuða fiskafurða 10,010 Sildar og loðnulýsi 43,580 Sildar, loðnu ogfiskimjöl 191,965 Minnkandi freðfisk birgðir i Bretlandi Á s.l. ári hlóðust upp miklar birgðir af frosnum fiskflökum i Bretlandi, sem námu 46.500 tonn- um 31. júli 1974. A sama tima i ár voru þessar birgðir komnar niður i 33,400 tonn, höfðu minnkað á 12 mánuðum um 13.100 tonn. Nýr fiskmarkaður i Hull Samkvæmt breskum fegnum þá átti að opna nýjan fiskmarkað i Hull þann 18. okt. s.l. Markaðurinn er við hina nýju fiskihöfn Albert and William Wright dock. Hin gamla fiskihöfn St, Andrews’s dock sem allir is- lenskir togarasjómenn frá eldri timum þekkja, er nú orðin 92 ára gömul. Fiskafli norðmanna til 14. og 21. sept. 1975 Síld, markrill, brislingur svo og loðna og annar fiskur i mjöl- vinnslu ekki meðtalið. Alls varð annar fiskafli á þessu timabili 323,488 tonn sem skiptist þannig á vinnsluaðferðir: Scldur nýr 29,454 tonn. 1 fyrstingu 156,624 tonn. í salt 84,629 tonn. 1 skreiðarverkun 48.333 tonn i niðursuðu 3,426 tonn. i dýrafóður 166 tonn. í mjöl 856 tonn. Miðað er við slægðan og haus- aðan fisk. Heimild, aflaskýrslur birtar i Fiskets gang 21.10 1975. AF ERLENDUM 1BÓKAMARKAÐI King Edward The Sevent. Phiiip Magnus. Penguin Books 1975. John Murray gaf út bókina 1964. Bókin varð strax mjög vinsæl og hlaut ágæta dóma. Höfundurinn lýsir ensku samfélagi jafnframt og hann dregur upp minnisstæða mynd af Játvarði, lifsháttum hans og hugsunarhætti. Hann lifði haustdaga breska heimsveldisins sem konungur, en meginhluta ævinnar beið hann eftir að „axla byrðar konungsstarfans” og stundaði þann lifernismáta, sem honum þótti eftirsóknarverðast- ur, móður sinni til ama og áhyggju. Bókin er skemmtilega skrifuð, höfundurinn hefur einnig ritað ævisögur Gladstones, Kit- cheners og Burkes. j j ’ ... " 'yýlf; ; My Life An Attempt at an Autobiography. Leon ■ Trotsky. With an Introduetion by Joseph Hansen. Penguin Books 1975. Ævisaga Trotsky kom fyrst út 1930, skrifuð á fyrsta ári út- legðarinnar i Tyrklandi, þar setti hann einnig saman Sögu rússnesku byltingarinnar. Ævisagan er meðal merkustu heimildarrita tuttugustu aldar bæði hvað snertir sögu aldarinnar og persónusögu þeirra sem áttu mestan þátt i að móta þá atburði sem mörkuðu fyrri hluta aldar- innar. Vaidabaráttan innan innsta hrings kommúnistaflokks Sovétrikjanna olli útlegð Trotskys og dvöl i Tyrklandi, Noregi, Frakklandi og loks i Mexikó, þar sem útsendari Stalins myrti hann i ágústmánuði 1940. Trotsky rekur ævi sina frá barnæsku, lýsir skólagöngu sinni og pólitiskri þátttöku, fangelsis- vistum og útlegö úr Rússlandi zarsins, dvöl sinni i Frakklandi, Sviss og viðar og óeirðunum 1905, en rit hans um það ár er til i Penguin. Loks kemur að bylt- ingunni 1917 og borgarastyrj- öldinni. Bókinni lýkur á baráttu útlagans að öðlast blivanlegan samastað. Einkaritari Trotskys, Joseph Hansen ritar inngang, en hann starfaði með honum 1937—1940. 9 KÓPAVOGUR OLÍUSTYRKUR Greiðsla oliustyrks skv. lögum nr. 47/1974, fyrir timabilið júni/ ágúst 1975, fer fram i bæjarskrifstofunum á 4. hæð i félagsheim- ilinu i Kópavogi. Styrkurinn greiðist þeim framteljendum til skatts, sem búið hafa við oliuupphitun ofangreint timabil. Greiðslum verður hagað þannig: Til framteljenda hverra nafn byrjar á: A— G miðvikudaginn 19. nóvember kl. 10.00—15.00 H — M fimmtudaginn 20. nóvember kl. 10.00—15.00 N — O þriðjudaginn 25. nóvember kl. 10.00—15.00 Framvisa þarf persónuskilrikjum til að fá styrkinn greiddan. Bæjarritarinn i Kópavogi Heimskreppa auðvaldsins og verkefni Fjórða Alþjóðasambandsins Kinn ai' lorystumönnum Fjórða Alþjóða- sambandsins, Ken Lewis, sem jafnframt er einn af stofnendum RMF, sænsku deildar Fjóröa Alþjóðasambandsins, hef- ur framsögu um þetta efni og svarar fyrir- spurnum ó almennum fundi i Tjarnarbúð fimmtudagskvöldið 20. nóv. kl. 20.30. Allir velkomnir. Fylkingin — Baráttusamtök Sósialista Lausar stöður Stöður fjögurra fulltrúa við embætti rikis- skattstjóra, rannsóknardeild, eru hér með auglýstar lausar til umsóknar frá 1. janú- ar nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist rann- sóknardeild rikisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavik, fyrir 20. desember nk. Reykjavik, 18. nóvember 1975. Skattrannsóknarstjóri. 1MELTAWAY snjóbræðslukerfi úr PEX plaströrum AKATHERN frárennsliskerfi úr PEH plaströrum. Nýlagnir Hitaveitutengingar Viðgerðir Stilling hitakerfa Pípulagnir sf. Auðbrekku 59 — Kópavogi S. 43840 & 40506. SMÁAUGLÝSINGAR ÞJÓÐVILJANS 30.000 LESENDUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.