Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. nóvember 1975. MOÐVIUINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Éiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprenl h.f. UPP KOMA SVIK Það er nú upplýst af Einari Ágústssyni, utanrikisráðherra, að islenska rikis- stjórnin hafi gert bretum tilboð um, að þeir fengju áfram að veiða hér 65.000 tonn á ári, eða nær 30% þess þorskafla, sem fiskifræðingar telja að hér megi veiða á næsta ári, en það er sem kunnugt er um 230.000 tonn. Nú er sem sagt komið i ljós, að það sem rikisstjórnin hefur verið að reyna að fela fyrir þjóðinni er tilboð til breta um að þeir fái að veiða svo sem 3 af hverjum 10 þeirra þorska sem visindamenn telja að veiða megi hér við land. Það var kannski ekki nema von, að ráð- herrarnir væru hikandi við að veifa sliku plaggi framan i islensku þjóðina, — en upp koma svik um siðir. Þetta tilboð ber það að sjálfsögðu með sér, að ætlunin er að opna ekki aðeins 200 milurnar heldur einnig 50 milurnar upp á gátt fyrir erlendum veiðiskipum, þvi að sem kunnugt er þá eru það aðeins 2—3% þorskaflans, sem veidd eru utan 50 milna markanna. Það sem hér verður þó alveg sérstak- lega að hafa i huga er, að tilboð rikis- stjórnarinnar til breta er sett fram, þrátt fyrir það að fyrir liggur niðurstaða vis- indamanna, sem breskir fiskifræðingar viðurkenna i meginatriðum, um að hér megi yfirleitt ekki veiða eitt eða neitt af þorski á næstu árum umfram það afla- magn, sem svarar til okkar eigin afla, — jafnvel minna. Samkvæmt tilboði rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar til breta verðum við is- lendingar þvi að gera annað tveggja: Skera okkar eigin afla niður um 25—30%, þ.e. leggja verulegum hluta islenska flot- ans, ellegar hitt að látið verði vaða á súð- um með þeim afleiðingum, sem fiskifræð- ingar okkar hafa svo alvarlega varað við, en samkvæmt skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar verður hrygningastofn is- lenska þorsksins i lok þessa áratugs kom- inn niður i 1/7 hluta þess, sem var árið 1970, haldist sóknin óbreytt. Það liggur einnig fyrir, að fjöldi breskra togara, sem nú stundar veiðar á íslands- miðum er milli 90 og 100 skip. Ætla má, að þessi skipaf jöldi gæti á næsta ári tekið hér um 90.000 tonn. Tilboð islensku rikisstjórnarinnar þýðir, að bretum er ætlað að skera niður sitt aflamagn um aðeins 25—30% miðað við núverandi skipafjölda, eða alls engu minna en við islendingar verðum sjálfir að gera út á slikan samning við breta, eigi á annað borð, að gera nokkuð með hinar mjög svo alvarlegu niðurstöður visinda- mannanna. Þau 65.000 tonn, sem rikisstjórnin vill afhenda bretum eru þvi öll tekin beint af okkar eigin afla, sem þá yrði að minnka að sama skapi, eða um nær 30% samkvæmt niðurstöðum Hafrannsóknarstofnunarinn- ar. Hér er þvi ekki einu sinni gert ráð fyrir, að islendingar hafi þó nokkurn forgangs- rétt, heldur eiga báðir aðilar, bretar og is- lendingar, að skera jafnt niður veiðar sinar hér við land!! Og þá er reyndar enn eftir að taka tillit til þess, að auðvitað myndi slikur samn- ingur við breta leiða af sér samninga við fleiri erlendar þjóðir, og þar með enn frekari lækkun okkar eigin hluta i þeim 230.000 tonnum, sem hér er talið ráðlegt að veiða af þorski. Stefna rikisstjórnarinnar er sem sagt greinilega að sá niðurskurður þorskveiðanna við ísland, sem visinda- menn telja óhjákvæmilegan, ef forðast á ördeyðu á næstu árum, — hann eigi fyrst og fremst að bitna á okkur sjálfum, en ekki þeim erlendu ránsmönnum, sem hér hafa látið greipar sópa um lifsbjörg okkar að undanförnu!! Bretar heimta hins vegar helming en ekki þriðjung þorskaflans, sem kunnugt er, og þvi er ekki enn búið að skrifa undir samninga. Þeir vitna að sjálfsögðu i Haagdómstólinn, sem dæmdi okkur til dauða sem þjóð hérna um árið, sam- kvæmt heimildarbréfi frá rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins.-' Og nú er það trúlega „bræðra okkar i NATO” að koma til liðs við þá Einar Ágústsson og Hattersley og fá þá til að koma sér saman um það, hvort íslending- ar eigi að skerða lifskjör sin sem svarar til þess, að við afhendum bretum annan hvern þorsk eða ,,bara” einn af hverjum þremur fiskum. — k. KLIPPT, Aron og Marshall Eftir seinni heimsstyrjöldina var Evrópa að meira eða minna leyti i nist. 1 fyrstu kosningum að striðinu loknu fögnuðu rót- tækir flokkar miklum sigrum i Vestur-Evrópu. Bandarikja- menn, sem höfðu staðið utan hildarleiksins þar til dró að lokum, gerðu sér grein fyrir að velgengni þeirra i efnahags- málum myndi að verulegu leyti byggja á viðskiptum við Vestur-Evrópu. Það var þvi nauðsynlegt að koma sem fyrst á hringrás viðskipta milli Vestur-Evrópurikja og Banda- rikjanna. Þetta var gert með „efnahagsaðstoð”, svo sem Marshallhjálpinni, -sem bundin var pólitiskum skilyrðum er miðuðu að þvi að stemma stigu við sósialiskri þróun i hinum kapitalisku rikjum Vestur-Evrópu. Bandarikja- menn beittu sér semsagt fyrir kapitaliskri viðreisn i Evrópu fyrst og fremst i eigin þágu til þess að tryggja efnahagslegt forræði sitt á Vesturlöndum Þennan pólitiska tilgang Marshallhjálparinnar verða menn að hafa I huga, þótt skylt sé einnig að geta mannúðar- sjónarmiða i sambandi við aðstoðina. Hinsvegar er lýsing Arons Guðbrandssonar, Kaup- hallarforstjóra, á Marshallað- stoðinni i Visi i fyrradag hrein timaskekkja: „A árinu 1948 höfðum við eytt mestu af striðsgróðanum, en þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst, og þá kom Mars- hallhjálpin til sögunnar. Mars- hallhjáipin er einstæður at- burður i veraldarsögunni. Stór- veldi sem hefir staðið i styrjöld i nokkur ár, en unnið hana eftir miklar fórnir fjármuna og mannslifa, leggur fram stór- kostlegar fjárhæðir til þess að byggja heiminn upp aftur eftir hildarleikinn, og þjóðir sem barist höfðu við Bandarikin nutu jafnt öðrum aðstoðar þeirra til uppbyggingarinnar.” Og um áhrif Marshallaðstoð- arinnar á islenska þjóðer margt fleira að segja en Aron tiundar. Til dæmis hefur hún áreiðan- lega átt sinn þátt i að festa i sessi undirlægjuhátt islenskra peningamanna og rikisvalds þeirra gagnvart erlendu peningavaldi. Járnblendið á ís Byggingu málmblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga á nú að stöðva i bili. Astæðan er verðfall á járnblendi, stofn- kostnaður verksmiðjunnarhefur hækkað gifurlega og Járn- biendifélagið og rikissjóður fá ekki tilskilin lán erlendis. Iðn- þróunarsjóður hefur orðið að lána stjórninni til þess að geta staðið við hlutafjárskuldbind- ingar og lánar hann þó ekki til hlutafjárframlaga. Töfin á byggingu Járnblendiverk- smiðjunnar getur haft áhrif á Sigölduframkvæmdirnar og verksmiðjan er skuldbundin til þess að byrja að kaupa rafmagn af virkjuninni áður en hún tekur til starfa sjálf eins og nú horfir. Þessi nýju viðhorf verða leiðarahöfundi Visis tilefni til þess i fyradag að ráðast á núverandi rikisstjórn fyrir að hafa játast undir „trúar- setningar Alþýðubandalagsins” og ákveðið að eigaverksmiðjuna að meirihluta. Hér kveður við tón, sem á áreiðanlega eftir að hljóma i ihaldspressunni næstu daga. Það kæmi ekki á óvart þótt verið væri að undirbúa með þessum hætti sölu á eignarhluta islenska rikisins til Union Carbide. Þeir eru margir, sem myndu fagna þvi, ef þannig færi. Hluti islenskra peningamanna hefur ávallt talið það áhættuminna að vera eingöngu þjónar erlendra auðfélaga og öðlast stundar- gróða á umsvifum þeirra hér. Þeir eru ekki menn til þess að takast á hendur þá áhættu, sem fylgir samkrulli i stóriðju við erlenda auðhringa. Og fulltrúar þeirra I rikisstjórn og stjórnar- flokkunum, sem einlægt semja af sér I viðskiptum við erlenda stórkalla, eru sama sinnis. Alþýðubandalagið benti á það á sinum tima að Járnblendi- verksmiöjan væri engin for- senda Sigölduvirkjunar og islendingum væri nær að nýta orkuna frá Sigöldu til innan- landsþarfa. Það er þvi affara- sælast eins og nú er komið að leggja verksmiðjuáformin á Is I nokkur ár og leyfa þeim að frjósa föstum meðan við sinnum þarfari og brýnni verkefnum. Gylfi rœðst á eigin hugarburð Gylfi Þ. Gislason hefur skrifað leiðara í blað sitt að undanförnu sem með einum eða öðru hætti eru helgaðir Alþýðu- bandalaginu. Með röksemda- færslum sem honum einum eru lagnar hefur hann reynt að sýna fram á að Alþýðubandalagið sé einræðisflokkur hvað sem hver segir og styðji einræðisöfl annarsstaðar i heiminum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir Gylfa, hvort það sé skýringin á þvi að vinstri sinnað fólk gengur nú til liðs við Alþýðubandalagið en segir skilið við Alþýðuflokkinn. Sé skýring hans rétt lýsir hann miklu vanmati á þvi fólki, sem eflt hefur Alþýðubandalagið á siðustu árum. Ástæðan fyrir ofsa Gylfa út i Alþýðubandalagiö er náttúrlega sú að frá því að hann hófst til forystu i Alþýðuflokknum sem fulltrúi v ístra arms hans hefur sivaxandi hægrimennska og ihaldsherleiðing flokks- formannsins reytt fylgið af Alþýðuflokknum. Nú er svo komið að flokkurinn hefur aðeins 10 þingmenn á þingi og hefur minnkað um helming i valdatiö Gylfa. 1 siðasta helgarleiðara Al- þýðublaðsins gerir Gylfi það að umtalsefni að Þjóðviljinn lýsi fylgi við fjölflokkakerfi hér á landi. Siðan spyr prófessorinn: „En hvers vegna er Þjóð- viljinn þá ekki llka fylgjandi fjölflokkakerfi i Portúgal? I deiiunum sem þar geisa styður hann leynt og ljóst málstað þeirra, sem beita sér gegn fjöl- flokkakerfi. Hvaða skýringar eru á þessum tviskinnungi? Er óeðlilegt, að menn velti þvi fyrir sér, hvort um sé að ræða hræsni eða óskýran hugsunarhátt?” JU, það verður að teljast óeðlilegt, þar sem þessi tvi- skinnungur er alls ekki fyrir hendi. í Þjóðviljanum nánar til tekið i forystugrein 15. ágúst sl„ segir: „... við mótmælum öllum hömlum á stjórnmálastarfsemi portúgalska sósiaiistaflokksins og annarra lýðræðisafla.... við teljum það ekki farsælan veg til sósialisma i Portugal að ætla Kommunistaflokki landsins einum pólitisk áhrif við hlið her- foringjanna.” Jafnframt er minnt á það i forystugreininni að eitt helsta grundvallaratriðiö i stefnuskrá Alþýðubandalagsins sé: Enginn sósialismi án lýðræðis, ekkert raunverulegt lýðræði án sósialisma, sem á islensku máli heitir jafnaöarstefna. Og hvort skyldi það nU vera hræsni eða óskýr hugsunar- háttur, sem veldur þvi að Gylfi Þ. Gislason sér sig knúinn til þess að gera Alþýöubanda- laginu upp skoðanir til bess að geta ráðist á það? —ekh OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.