Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. nóvember 1975. Steingrímur Hermannsson: Við höfum ekki efni t/ * á að veita útlending- um veiðiheimildir „Ég var ekki á þeim fundi, þar sem þetta var rætt, og þess vegna greiddi feg ekki atkv. um það. Svo er alveg rfett, sem ýmsir ffel. minir hafa sagt, að það er föst regla að skýra ekki frá því, sem gerist á þing- flokksfundum,” sagði Steingrhnur llermannsson, ritari Fram- Steingrímur sókna rf lokksins og alþingis- maður, er blaðamaður spurði hann eftir þvi i gær hver afstaða hans hefði verið til 65 þíisund tonna veiðiheimilda tilboðsins til breta. — Veistu hvort felast i tilboðinu veiðiheimildir handa bretum innan 50 milna marka eða einungis á milli 50 milna og 200 milna? — Ég skil það af þessu tilboði, að það sé almennt um veiðar á 65 þús- tonnum innan nýju fiskveiði- lögsögunnar og þar er ekki greint á milli 200 sjómilna og 50 sjómilna. — Veistu hvers lags tilboð Þjóðverjum mun verða afhent i dag? — Samningarnir við þjóðverja hafa verið ræddir mjög ýtarlega á þingflokksfundum hjá okkur. Frá þvisem þar hefur verið rætt skýri ég ekki. — Geturðu þá heldur ekki látið uppi þitt persónulega álit á 65 þUsund tonna tilboðinu? — Það get ég. Ég er mjög ákveðið þeirrar skoðunar, að ástand þorskfiskstofnsins sé slikt, að við höfum ekki efni á þvi að veita útlendingum neina heimild til vciða.Hjá mér er þetta fyrst og fremst spurningin um það, hvernig við losnum við þá sem fyrst. Þá koma alls konar þættir inni, sem ég verð að viðurkenna að eigi rfett á sfer: Koma þeir með herskip hingað og taka kannski 100 þúsund tonn undir herskipa- vernd? Er það ekki að fara úr öskunni i eldinn að semja þá ekki um eitthvað minna? Ég hef hins vegar sagt opinberlega að hefði ég ráðið þessum málum einn væri ég búinn að segja nei fyrir löngu. Það getur vel verið að það hefði reynst fljótfærni. — Hvert er þitt álit á ályktun Farmanna- og fiksimanna- sambandsins um lokun herstöðva og stjómmalaslits við þær NATÓ- — þjóðir, sem hingað kæmu til með að senda herskip? — Það er sannarlega mál, sem að minu mati á að taka til athugunar. Ég vil þó ennþá ekki trúa þvi, að bretar sendi herskip hingað. Ef þeir gera það, blasir i fyrsta lagi við, að minu viti, að þeir geta og munu liklega taka miklu meira fiskmagn, en við höfum nokkurefni á að láta þá fá. Þá gæti blasað við okkur hrun þorskstofnsins, og um afleiðingar sliks þarf ekki að orðlengja. Út af fyrir sig hef ég ekki verið hrifinn að þvi að blanda saman herstöðvarmálinu og þessu máli, og ég vil ekki nota þetta mál til þess að losna við herinn. Ég hef aldrei verið hlytnur stöðugri her- setu hér, en ef við gætum notað herstöðvamálið til þess að losna við bretana út þá er það að minu viti athugandi. Og sannarlega sýnist mfer það stangast mjög á við þann samning, sem við höfum gert við Atlantshafsrikin, ef eitt af meðlimaríkjum NATÓ gengur svo langt, að senda herskip inn i islcnska landhelgi, og ákaflega cðlilegt, að afstaða okkar til þess samkomulags sé tekin til endur- skoðunar ef slikt gerist. — Samningar við v-þjóðverja, samningar við breta: leiða þeir ekki til þess, að okkur sé ekki stætt á þvi, að semja ekki við enn aðrar þjóðir svo sem t.d. Sovét- rikin? — Það er eitt i samningunum við þjóðverja, sem kom mér mjög á óvart. Þeir hafa algjörlega snúið við blaðinu. Td. bjóðast þeir til að fara með alla verksmiðju- togara og frystitogara úr 200 milna lögsögunni. Það gefur okkur óneitanlega nokkuð sterka aðstöðu gegn þeim þjóðum, sem eru fyrst og fremst með slik skip. Svo það, að þjóðverjar bjóðast til þess að láta þorskstofninn i friði. Þeir gangast undir fullkomið cftirlit af okkar hálfu. Mér finnst samningar við þjóðverja þvi standa og falla með þvi, hvort þeir séu viljugir til þess að tak- marka veiðisvæði svo mjög, að við getum við það búið. — Hefurðu trú á þvij að samkomulag við breta um veiðar á td. 75-80 þúsund tonnum yrði samþykkt af alþingi? — Ég tel að það tilboð, sem bretum var gert sé algjört há- mark og raunar meira en það.Ég vil þá láta reyna á það, hvort bretar taka mikið meira magn hér undir herskipavernd Ég hef enga trúa á þvi, að það verði samið fyrr en á þetta reynir og raunar hef ég ákaflega litla trú á þvi , að það verði samið fyrst upp úr slitnaði núna. — Nú fyrir viku rann út samningur semm við gerðum við breta fyrir tveimur árum, og allt er að sækja i sama horf og var fyrir þann samning. Hvaða tryggingu höfum við fyrir þvi ef við gerum samning núna, eftir að hann er úti, að þá skapist hér ekki sama ástand og var fyrir samningsgerð? — Þetta er að sjálfsögðu eitt atriði, sem yrði að ganga betur frá i þessum samningum, en gert var áður. 1 siðustu samningum fékkst ekkert inn um slikt. Við sem studdum þá samninga gerðum ráðfyrir þvi að þetta yrði sá aðlögunartimi, sem þeir mundu sætta sig við. — Ekki þó þannig, að það yrði úrslitaatriði fyrir samþykki þinu á samkomulagi, að eftir að það rynni út, væri þar með fengin viðurkenning á 200 milna fisk- veiðilandheglinni? — Ég vil leggja áherslu á það aftur, að ég geri þvi alls ekki skóna, að það verði samningar við breta. Alls ekki. Og ég get kannski sagt sem betur fer i raun og veru, þvi magnið, sérstaklega af þorski, er komið það lágt að mér sýnist að við séum komnir út á ystu nöf. Ef svo undarlega vildi til, að bretar bökkuðu það langt niður, að það þætti ekki annað fært en að við semdum við þá, þá held ég, að slikum samningum yrði að fylgja bein eða óbein viðurkenning á 200 milunum, og þá að samningstim- inn yrði sá aðlögunartimi, sem þeir mundu gera sfer að góðu. -úþ ÍBV Framhald af bls. 8. annað verði uppi á teningnum næsta sumar. Af öðrum tekjulind- um erum við t.d. sem auglýsingar á vellinum, sem hafa gefið góðan pening og við erum einnig með áheitakerfi i gangi og fáum þannig inn fé fyrir hvern unninn leik. Þá hefur bæjarfélagið styrkt okkur vel svo að það tinist eitt og annað til. Þetta hlýtur að bjargast. — Hvað um riðláskiptinguna? — Okkur þætti það verulegt skref aftur á bak. Við leggjumst eindregið gegn þvi fyrirkomulagi og teljum með öllu óverjandi að setja afrakstur heils sumars að veði i einum úrslitaleik með taugaspennu mikilli og öðru til- heyrandi. — Missið þið einhverja menn vegna fallsins i 2. deild? — Ég veit ekki um neinn ennþá. Þvertá móti finnst mér að strákarnir séu friskir og ákveðnir i að láta ekki deigan siga. Við höfum yfir að ráða ungu liði, fullu af krafti og ágætri samheldni. — Hvað um þjálfaramál? — Það hefur ekkert verið ákveðið ennþá. Málið er á umræðustigi og hvort við leitum út fyrir eyjarnar eftir þjálfara get ég ekkert sagt um ennþá. —gsp Ögraði Framhald af bls. 1 togvirana, til þess að geta heimtað bresk herskip á miðin. Ekki dró til fleiri tiðinda milli varðskipanna og bresku togar- anna i gærdag. Togararnir héldu þegar burt af miðunum eftir að klippt hafði verið á hjá St. Giles. 35 breskir togarar voru að veiðum fyrir austan land i gær og 7 útaf Vstfjörðum. — —S.dór Samúð Ólafur G. Einarsson: Samkomulagið ekki lagt fyrir „Þetta tilboð var ekki rætt i þingflokki Sjálfstæðisflokksins áður en rikisstjórnin lagði það fyrir breta,” sagði Ólafur G. Einarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, þegar blaðamað- ur spurði hann eftir þvi i gær, hvort þingflokkur ihaldsmanna hefði fjallað um tilboð rikisstjórn- arinnar um 65 þúsund tonna fiskafla til breta innan landhelg- arinnar. „Telurðu að þetta tilboð hafi falið i sér einhverjar hömlur á þvi, hvar þessi 65 þús. tonn skyldu veidd, eða hvort veiða mætti þau allt upp að 20 milum frá landi eins og bretar veiða nú? — Ég hef engan heyrt tala um það, að veiðiheimildir kæmu til greina innan 20 milna frá landi og um svæði held ég að ekki hafi ver- ið rætt. — Mundir þú samþykkja samn- inga við breta um 65 þúsund tonna afiskafla á þeim veiðisvæðum, sem þeir hafa verið að veiðum á sl. 2 ár? — Ég hef allan fyrirvara á þvi á hvaða svæðum þær veiðar yrðu leyfðar. Ég held að það yrði að lita á það i heilu lagi ef samningar yrðu gerðir við aðrar þjóðir á hvaða svæðum þær þjóðir ættu að veiða. Ég held, aði sjálfu sér sé ekkert unnið við það að vera að þrengja svæðin aUt of mikið, og stefna með þvi óþarflega miklum fjölda skipa á þröng svæði. — Hafa þau samningadrög, sem væntanlega hafa verið lögð fyrir þjóðverja i dag verið rædd i þingflokki Sjálfstæðisflokksins? — Ekki i smáatriðum. Ég reikna með að við fáum fréttir af þeim á morgun! — Hvert er álit þitt á fram- kvæmd samþykktar Farmanna- og fiskimannasambandsins um lokun herstöðva og stjórnmála- slitum við breta ef þessi „vina- þjóð” og bandalagsþjóð okkar sendir herskip til að vernda tog- ara innan landhelgi okkar? — Það cr mál, sem verður að ræða hér á alþingi en ekki öðrum þinguin. Það cr alþingi, scm tek- ur ákvörðun Ég vil ekki tjá mig um það hvort slikt kæmi til greina og ekki tilbúinn að svara þvi nú, hvort til greina kæmi slit á stjórn- málasambandi vegna þess. — Telurðu að það sé vænlegra til verndar fiskistofnunum, að semja um, að útlendingar fái að veiða hér ákveðið fiskimagn, heldur en að verja miðin gegn hvers konar veiðum útlendinga? — Ég legg mikið upp úr þvi, að við höfum góð samskipti við aðr- ar þjóðir hvort sem þa* \-u okkar næstu nágrannar eða þeir, sem fjær eru. Ef við höfum trú á þvi, að samningar gefi betri raun til friðunar, þá verðum við að lita til þess, hvað þessar þjóðir hafa veitt hér við land verandi i striði við okkur. Eftir þeim upplýsing- um, sem ég hef, hafa þessar þjóð- ir veitt meira i striði við okkur, en um hefur verið talað að semja við þá. Ég treysti mér ekki til þess að segja ákveðið um það hvort við liöfum afl til þess að verja land- helgina þannig að þessar þjóðir veiöi ininna þá en við gætum hugsanlega sætt okkur við að scmja við þá um. — Mundir þú gera það að úr- slitaatriði fyrir samþykki þinu hér á þingi um samninga við út- lendinga um veiðar innan land- helginnar, að þar væri skilyrðis- laust greint frá þvi, að eftir að þessi samningur rynni út, væru þær þjóðir, sem hann undirrituðu þar með búnar að viðurkenna 200 milna fiskveiðilögsögu okkar? — Ég vil liafa það á hreinu, að eftir að slikur samningur rýnni út upphæfist ekki strið á eftir, i livaða formi, sem slik viðurkenn- ing yrði. Ég læt það ekki hal'a úr- slitaáhrif á mina afstöðu livort það yrði bein fonnleg viðurkenn- ing eða viðurkenning i reynd. Annað livort verður það að vera. -úþ Framhald af bls. 2. þessa og bættrar hafnaraðstöðu i Ostende sé mjög góður grund- völlur fyrir löndunum islenskra fiskiskipa þegar fram liða stundir, Sennilega verða einnig á næstunni stofnuð i Ostende fleiri félög, sem annast munu viðskipti með fisk. — Þú telur sem sagt að Ostende hafi mikla framtið fyrir sér sem fiskihöfn? — Já. Ég held að á komandi árum, þegar kringumstæður knýja menn til endurskipu- lagningar i markaðsmálum, muni framtiðin verða okkar megin. Og Ostende er að heita má eina borgin i Belgiu, þar sem landað er úthafsfiski. Svo að segja öll belgisk fiskiskip, sem fiska á úthaíi, þar á meðal þau sem veitt hafa á íslandsmiðum, eru frá Ostende. tbúar borgar- innar eru um 60.000. Ég má segja að borgin sé mjög geðslegur staður, og ég get einnig fullyrt að islenskir sjómenn kunna vel við borgina og sérstaklega hef ég orðið var við að þeir eru ánægðir með þá þjónustu, sem þeir hafa fengið þar. dþ Bæjarpóstur Framhald af bls. 2. störfum. Þjóðfélagið eins og það er i dag getur ekki talist heilbrigt. Hefjum breytingar. „Vér skulum brjóta sundur fjötra þess og varpa af oss viðjum þess” Leggj- um hughraust út i kjarabarátt- una. Byggjum réttlátt þjóðfélag. Jónina II.ó 11. 11 '75. ------------------- Píanó- kennsla Kenni byrjendum pianóleik. Kristin Olafsdóttir Hlyngerði 7. Simí 30820. TILKYNNING frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Athygli bænda er vakin á því að árgjöld 1975 af lánum við Stofnlánadeild landbúnaðarins og Veðdeild Búnaðarbankans féllu í gjalddaga 15. nóvember s.l. Stofnlánadeild landbúnaðarins Búnaðarbanki íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.