Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. nóvcmber 1975. Ástæða til að gera auknar kröfur til skólanna Unnið er að umfangs- miklum og víða djúptæk- um breytingum á öilu námsefni og kennsluað- ferðum i grunnskóla á veg- um skólarannsóknar- deildar menntamálaráðu- neytisins. Fáar fréttir fara af þvi starfi enda þótt það varði að sjálfsögðu þorra landsmanna. i tilefni af nýútkomnu námsefni í dönsku sem sagt hefur verið frá í blöðum hafði Þjóðviljinn tal af Herði Bergmann námsstjóra í dönsku á gagnfræðastigi, og var fjallað um ýmsar efasemdirsem borið hefur á um málakennslu ofl. varðandi starf og stöðu grunnskólans í dag. — i nýlegu fréttabréfi frá Rikisútgáfu námsbóka um nýtt námscfni i dönsku kom fram að dönskunám hefst nú i 4ða bekk grunnskólans. Er ekki vafasamt að ætla 10 ára börnum að byrja þetta nám? — Það fer allt eftir því að hverju er stefnt. t byrjunar- náminu er mest áhersla lögð á munnlegu þættina: að nemendur skilji mælt mál og geti talað máliö. Þetta er af mörgum ástæð- um eðlilegt markmið þvi vitað er að auðveldara er að ná tökum á þessum þáttum, amk. framburði, fyrir og um 12 ára aldur en eftir það. Að sjálfsögðu er þetta ung- um nemendum ekki ætlað að lesa mikið á dönsku og þvi siður skrifa, enda eiga þau mörg eftir að ná fullum tökum á lestri. — Eirskunám byrjar nú hjá flestum i (>ta bekk, 12 ára. Er ekki ofætlun aö halda að nemendur geti náð tökum á tveim erlendum málum að einhverju gagni? — Það er óneitanlega nokkuð djarft að láta alla reyna við tvö erlend mál i skyldunámi. Fáar þjóðir gera það. Við höfum að visu þá sérstöðu að vera með óvenjulitið sjálfstætt menningar- samfélag og þar með sérstaka þörf fyrir almenna tungumála- kunnáttu. — Er ekki nóg að kenna cnsku? — Það má amk. fullyrða að það reynist mörgum nemanda ærið nóg verkefni að reyna við eitt erlent mál. Og nemendur hafa auðvitað meiri áhuga á ensku en dönsku þvi hún er allt i kringum þá, i sjónvarpi, kvikmyndum og poppinu. Praktískt að læra dönsku Það hve dönsku er gert hátt undir höfði i skólunum á hins- vegar bæði sögulegar, félags- legar og praktiskar skýringar. Tengsl við norrænar þjóðir eru ekki aðeins hefð heldur veruleiki, norrænt samstarf vex og verður sífellt fjölþættara. Auk stjórn- málasviðsins má benda á að flest- ir eiga aðild að þvi með þáttöku stéttarfélaga og áhugahópa i norrænum samtökum og alls konar mótum. Og enn er það svo að flestir sem halda utan til náms eða starfs fara til Norðurlanda. Ef nemanda tekst við iok grunnskóla að verða sæmilega læs á dönsku er ljóst að hann hef- ur aðgang að gifurlegu efni á hvaða áhugasviði sem er. Mér virðistefni standa til að sá árang- ur geti yfirleitt náðst. Textaskiln- ingur er höfuðmarkmið námsins, siðustu bekki grunnskólans er minni orku eytt i að kepna nem- endum að skrifa málið en áður tiðkaðist. Það er erfiðasti þáttur námsins og krefst geysimikils tima, eigi árangur að nást. — Kemur aukning mála- kcnnslu ekki niður á öðrum grein- um? — Það mái hefur margar hlið- ar. Það er ekki um aukningu að ræða i 9unda bekk. Þar hefur tim- um til málanáms verið fækkað. Nám i erlendu máli sem stendur 3-4 kennslustundir á viku getur engan veginn spillt móðurmáls- kunnáttu. Námið getur hinsvegar e.t.v. stutt þætti sem tengdir eru móðurmálskennslunni eins og það að hlusta með athygli og lesa hratt. í málunum eru notaðar sérstakar bókasamstæður fyrir frjálsan lestur þar sem markmið- ið er að lesa hratt og ná þó aðalat- riðum efnis. Margar þeirra bóka eru sérstaklega gerðar fyrir þjálfun treglæsra unglinga: stórt ,ietur, langt linubil, mjóir dálkar, margar myndir o.s.frv. og geta væntanlega hjálpað þeim sem eiga i erfiðleikum með lestur eitt- hvað áleiðis þó á erlendu máli séu. Ég held hinsvegar að svokallað bóknám taki of mikið af skólatim- anum og auka þurfi hlut mynd- og handmennta og tónmennta. — Og draga þá úr dönsku- kennsiu! — Þú færð mig náttúrulega ekki til að leggja þvi lið opinber- lega. Ég held að fleiri vilji halda i dönskukennslu i skólunum. Eftir að sjónvarpið kom til sögu og býður varla annað erlent efni en með ensku tali, eins og gildir um kvikmyndir og popp, kann að skapast vaxandi skilningur á að smáþjóð verður aðreyna að forðast einhliða erlend mál- og menningaráhrif. Við lærðum ein- mitt þá lexiu meðan veldi danskr- ar tungu stóð sem hæst i landinu. Hvaö er gert i september? Það er ekki vist að þurfi að draga verulega úr þeirri kennslu sem boðin er i dag i bóknáms- greinum ef við lengjum árlegan starfstima skóla. Það sýnist mér orðið timabært, a.m.k. þar sem ekki þarf nauðsynlega að sinna aðkallandí störium meb aðstoð skólabarna. Og það er ekki viða núorðið. Hvað eru 13-14 ára ung- lingar t.d. að gera i september? Láta sér leiðast, sofa fram á há- degi, leggja kabal, heimsækja kunningjana, drolla frameftir. Höröur Bergmann Viötal viö hörö Bergmann námsstjóra í dönsku Þessum börnum á að bjóða kennslu allan septembermánuð og ég er raunar hissa á að það skuli ekki vera gert. Allt of mikill timi fer i upprifjun á haustin eftir að kennsla hefur legið niðri i 4-5 mánuði frá aprillokum og fram i október eins og viða tiðkast. Mik- iðaf árangri sem náðst hefur með markvissu starfi glatast hrein- lega. En þegar grunnskólafrum- varpið var til umræðu voru á- kvæði um lengd skólaskyldu og árlegs starfstima sljóla næstum það eina sem almennt var gagn- rýnt. Fólk virðist ekki hafa trú á skólunum og gera litlar kröfur til þeirra. — Er ástæða til annars? — Það a.m.k. er ástæða til að gera miklar kröfur til skólanna, kröfur um lifrænt, þroskandi og menntandi tilboð til nemenda. En við höfum ekki rými til að fjalla um allt sem eftir er að breyta og bæta i starfi skólanna nú. Það gæti verið efni i annað viðtal. Ég tel mjög gagnlegt ef dagblöð vilja reyna að halda uppi umræðu um skólamál, helst innra starf skólanna, ekki aðeins ytri ramma um starfið. Einhverntima hlýtur að koma að þvi að einhver hreyfi þeirri kröfu opinberlega að boðin verði meiri kennsla en ekki minni. í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að spara á út- gjaldaliðnum kennslukostnaður i grunnskólum. Það verður vart gert með öðru móti en að bjóða enn minni kennslu en nú er. Það væri að minum dómi ömurlegur vitnisburður um rikjandi viðhorf og áhugaleysi fólksins i landinu ef slikt mundi gerast athugasemda- laust. Ég tel fráleitt að heimilin geti almennt séð börnum og ung- lingum fyrir þroskandi og mennt- andi viðfangsefnum og i atvinnu- lifinu er takmarkað rúm fyrir unglinga. Ég veit ósköp vel að mikið vantar á að öll þau við- fangsefni sem skólarnir bjóða verði nemendum til þroska og aukinnar menntunar en á þeim vettvangi er þó unnið að þvi að svo verði. Geller sigursæll Fyrir skömmu lauk enn einu minningarmóti um A. Alekin i Sovétrikjunum. Mótið var afar vel skipað. Helmingur keppenda var frá Sovétrikjun- um og helmingur frá öðrum löndum. Heimamenn sendu flesta bestu skákmenn sina i mótið og reyndin varð sú að að- eins einn „útlendingur” gat komist upp á milli.þeirra. Hinir urðu i 7 neðstu sætunum og eru þeir þó engir aukvisar. Sýnir það vel hversu öflugt mótið var. Úrslitin urðu þessi.: 1. Geiler 10.5 v. 2. Spassky 10 v. 3- 5. Vaganjan 9.5 v. Kortsnoj 9.5 v. Holmov 9.5 v. fi— 7. Hort 9 v. Petrosjan 9 v. 8.— 9. Beljawsky 8.5 v. Tal 8.5 v. 10. Forintos 7 v. 11. Byrne 6 v. 12—13. Garcia 5.5 v. Lengyel 5.5 v. 14. Planinc 5 v. 15. Stean 4 v. 10. Bölim 3. v. Sigur Gellers i þessu móti er mjög athyglisverður. Þetta er annað mótið i röð sem hann sigrar i og bendir það til þess að hann muni ná langt i keppninni um heimsmeistaratitilinn. Spassky má vel við sinn árangur una. Hann tapaði aðeins einni skák, fyrir Geller i Umsjón: Jón Briem siðustu umferð, og varð þar með af efsta sætinu. Vaganjan sýndi það i þessu móti, að þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn einn af síerkustu stórmeisturum 'Sovétrikjanna. Holmov stóð sig mun betur en búist var við. Hann hefur lengi staðið i skugganum af sterkustu skákmönnum Sovétrikjanna en sýndi nú áþreifanlega að engin ástæða er til sliks. Baráttugarpurinn Kortsnoj gaf ekkert eftir i þessu móti frekar en endranær. Hann vann 8 skákir, gerði 3 jafntefli og tap- aði 4. Athygli vekur lélegur árangur Byrnes sem virðist vera i jafnri og öruggri afturför. 1 mótinu vann Geller þá Spassky, Kortsnoj Beljav/sky, Tal, Planinc og Böhm. Hér á eftir fer vinningsskák hans gegn Beljawsky. livitt: Beljawsky Svart: Geller Enski leikurinn. 1. c4 C5 2. Rf3 Rcfi 3. Rc3 Rffi 4. dl cxd 5. Rxd efi fi. g3 Pbfi Geller 7. Rb3 8. e4 ef 8. Be3 þá Db4 Rc5 8. ... Bb4 9. Dc2 0-0 10. f4 Rcfi 11. e5 Rc8 12. Bd2 ffi 13. exf Rxf 14. Bg2 (15 15. 0-0-0 Nú gekk ekki 15. c5 vegna Dc7 (ef Bxc5 þá 16. Ra4 og vinnur mann) 16. a3 Bxc5 17. Rxc5 Rd4 15. ... a5 Svartur hefur nú náð frumkvæðinu. lfi. cxd exd 17. BXd5 Kh8 18. De3 Dxe3 Þrátt fyrir peðsfórnina i 15. leik er svartur ekki hræddur við að fara i drottningarkaup. Menn hans standa vel og hrókarnir komast brátt á opnar linur. 19. Bxe3 Bg4 20. 11df1 Hd3 var slæmur leikur vegna Bf5 og svartur kemur biskupn- um með leikvinningi á góðan reit. 20. ... a4 21. Ral Ekki dugði Rc5 vegna Rxd5 22. Rxd5 Bxc5 23. Bxc5 Hf5 21. ... a3 22. Bb3 Ra5 23. Rc2 Rxb3 24. axb3 a2 25. Ral Ef 25. Rxa2 þá Hxa2 26. Rxb4 Hc8 27. Kbl Bf5 28. Kxa2 Ha8 og mátar. 25. ... Hac8 26. Bd4 Hfd8 27. Bxffi gxf 28. h3 Hxc3 Nú verður hvitur mát eftir 29. bxc3 Ba3 30. Kc2 Bf5. Hann gafst þvi upp. Jón G. Bricm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.