Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. nóvember 1975.
DMÐVIUINN
MÁLGAGN SÖSlALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
titgefandi'. útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Ejinar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
NÚ ER LJÓST AÐ YIÐ GETUM VARIÐ LANDHELGINA
í dag verða smánarsamningarnir við
vestur-þjóðverja lagðir fram á alþingi.
Boðskapur rikisstjórnarinnar hefur ver-
ið sá, að við verðuin að semja, við verðum
að hleypa erlendum togurum inn fyrir 50
milurnar i stórum stil, samanber m.a. til-
boðið til breta, og við verðum að leyfa v-
þjóðverjum og þá væntanlega fleirum
ekki aðeins að halda hér óskertum afla,
heldur jafnvel að auka hann.
Og hvers vegna verðum við?
Jú, við getum ekki varið landhelgina,
segja ráðherrarnir! og þessu hafa ýmsir
trúað.
En hvað gerist nú? — Dag eftir dag ber-
ast um það fréttir af miðunum, að hópar
breskra togara þurfi ekki nema að sjá is-
lenskt varðskip nálgast, þá hifi allur hóp-
urinn troliið inn og hafi að engu fyrirmæli
lulltrúa bresku rikisstjórnarinnar um að
reyna að stunda veiðar.
Hvað segir þetta þvi fólki, sem var að
hugsa um að taka kenningu ráðherranna
um getuleysi okkar trúanlega?
Auðvitað það, að við höfum augljóslega
full tök á að verja landhelgina að mestu,
ekki sist með þvi að taka nokkra hrað-
skreiðustu togarana i gæsluna til hjálpar
varðskipunum.
Komi herskipin, þá hefur Guðmundur
Kjærnested lika bent á leið, sem örugg-
lega dugar til að mæta slikri ofbeldisárás
og hafa fullan sigur.
Hér er ekki spurningin, hvað við getum,
lieldur livað við viljum, — hvað þjóðin vill,
ekki bara rikisstjórnin. —k.
EF EKKI VERÐMEIRI KRÓNUR, - ÞÁ FLEIRI KRÓNUR
Nú um helgina var haldið i Reykjavik 7.
þing Verkamannasambands íslands. í
samþykktum þingsins er vakin á þvi at-
hygli, að nú þurfi timakaup verkamanna
að hækka um full 30% til að ná þeim kaup-
mætti, sem fyrir hendi var þann 1. mars
1974.
í ályktun þings Verkamannasambands-
ins um kjaramál er tekið fram, að vegna
samdráttar á ýmsum sviðum atvinnulifs-
ins þá hafi ráðstöfunartekjur heimilanna
þó dregist mun meira saman að jafnaði en
nemur lækkun kaupmáttar hinna beinu
kauptaxta.
Það er að sjálfsögðu ljóst, að hin hrika-
lega kjaraskerðing, sem óðaverðbólga
rikisstjórnarinnar hefur leitt yfir allan al-
menning, bitnar verst á almennu verka-
lólki og öðrum þeim, spm verst voru og
eru settir — þar var af minnstu að taka, og
kjaraskerðingin þvi sárust.
Þing Verkamannasambandsins sam-
þykkti, að i komandi kjarasamningum
verði megináhersla lögð á að bæta kjör
prirra lægst launuðu, og vinna hið fyrsta
iipp þá kjaraskeröingu, sem oröin er,
cmnig verði i nýjuin kjarasamningum á-
k\æði er tryggi að umsamiö kaup haldi
raungildi sinu.
Hér er um þrjá meginpunkta að ræða:
1. Að kjarabætur til hinna lægst launuðu
verði látnar sitja i fyrirrúmi.
2. Að kjaraskerðingin frá 1. mars 1974
verði unnin upp hið fyrsta.
3. Tryggt verði að umsamið kaup haldi
raungildi sinu.
Oft hefur verið látið að þvi liggja i
Morgunblaðinu og viðar, að hinn róttæki
armur verkalýðshreyfingarinnar sé óbil-
gjarn i kaupkröfum, heimti meira en þjóð-
arbúið þoli, og heimti fleiri krónur án til-
lits til þess, hvort fjölgun krónanna þýði
kjarabót i reynd eða ekki.
Slikar fullyrðingar eru auðvitað ekkert
nema helberar falsanir.
Alþýðubandalagið og hinn róttæki arm-
ur verkalýðshreyfingarinnar hafa fyrr og
siðar sett raungildi þess kaups, sem um er
samið verkafólki til handa, á oddinn i
kjarabaráttunni. Slikt eru engin ný sann-
indi, eins og Morgunblaðið vill vera láta i
Reykjavikurbréfi á sunnudaginn var.
Þegar 50-60% verðbólga á ári er hins
vegar notuð af stjórnvöldum til að skerða
lifskjörin svo mjög, sem orðið er, þá á
verkalýðshreyfingin ekki annars kost en
krefjast amiaö livort inun fleiri, eöa mun
verðmeiri króna i launaumslagið.
Verkafólk á fyllsta rétt á að fá kjara-
skerðinguna bætta að fullu, fá raungildi
launanna hækkað um 30%, og það mun
berjast fyrir þeim rétti.
Hitt segir sig sjálft, að vilji rikisstjórnin
gefa kost á að bæta kjörin með þvi að gera
hverja einstaka krónu verðmeiri, fremur
en með þvi að fjölga krónunum, þá er
verkalýðshreyfingin til viðtals um það,
eins og hún hefur alltaf verið.
Hér er það innihaldið en ekki umbúðirn-
ar, sem skipta máli.
Það eru viðbrögð þings og stjórnar, sem
eru ákvarðandi um það, hve lengi sú
kaupmáttaraukning helst, sem um er
samið hverju sinni, eins og Snorri Jóns-
son framkvæmdastjóri A.S.Í. benti rétti-
lega á i ræðu sinni á flokksráðsfundi Al-
þýðubandalagsins fyrir stuttu.
Slikt eru gömul sannindi og þó alltaf ný,
og vegna þess m.a. er barátta verkalýðs-
hreyfingarinnar ekki bara fagleg, heldur
lika pólitisk.
Slagurinn stendur nú um það, hvort
verkalýðshreyfingin eigi að semja frið án
þess að fá kjararánið bætt, eða þá fyrst
þegar kjararánið hefur verið bætt og
kaupið á ný náð fyrra raungildi.
Úrslit þeirra mála munu ráðast á næstu
vikum, og full þörf að hver einstaklingur i
verkalýðshreyfingunni haldi vöku sinni.
—k.
KLIPPT,
Bláa bókin
sakadóms og
Bláa bókin
ihaldsins
Líklega eru sakadómsbækur
einhverjar skemmtilegustu bæk-
ur sem gerðar eru og ólikt fróð-
legri og betur stilaðar en margar
þær bækur sem gerðar eru fyrir
sölumarkað. Þetta er álit klippar-
ans eftir að hafa flett nokkuð i
blárri bók sem ber heitið: ,,End-
urrit úr Sakadómsbók Reykjavik-
ur” og fjallar um svonefnt ár-
mannsfellsmál.
Innskot: Hvernig væri ef ihald-
ið gerði þessa bláu bók að sinni
næstu Bláu bók til dreifingar
meðal háttvirtra kjósenda við
borgarstjórnarkosningarnar
1978?
Höfundur bláu bókarinnar frá
Sakadómi er Erla Jónsdóttir full-
trúi, en höfundarhlutverk hennar
er þó bundið við það eitt að færa i
letur ágætar frásagnir mætis-
manna eins og Birgis tsleifs
Gunnarssonar borgarstjóra, Al-
berts Guömundssonar heildsala
og bræöranna Armannssona.
Skýring:Yfirklipparinn kom að
rétt i þvi ég var að setja þetta á
blaö, og hann segir að þetta sé
tómt bull. Maður hét Armann
Guömundsson, byggingameistari
hér i bæ, vammlaus halur. Hann
setti á stofn fyrirtæki sem hann
kenndi við sjálfan sig (fremur en
fellið i Þingvallasveit) og nefndi
Armannsfell. Hann átti tvo sonu
sem nú stýra Ármannsfelli að
föður sinum látnum: Guömund
Ármannsson framkvæmdastjóra
og Armann örn Armannsson
framkvæmdastjóra. Verkaskipt-
ing þeirra er á þá lund að Guð-
mundur sér um verklegar fram-
kvæmdir en Ármann örn um
munnlegar framkvæmdir (sjá
bls. 2 i fyrri hluta bláu bókar).
1 dag skulum við reyna að
kynna okkur dálitið hið foldgnáa
byggingarfélag Ármannsfell. I
sakadómsbókinni er eftirfarandi
haft eftir Ármanni Erni Ár-
mannssyniltæddur 1944, til heim-
ilis að Espigerði 2): „Að bygg-
ingafélagið Ármannsfell sé hluta-
félag sem stofnað hafi verið 1965.
Guðmundur Armannsson
(Gummi bróðir) sé stærsti hlut-
hafi fyrirtækisins og hafi verið
það frá stofnun þess. Næst stærsti
hluthafi sé mætti (Armann örn)
sjálfur með þvi að hann fer einnig
með hlutafé föður sins sáluga”.
Fróðlegt er að heyra hvað Ár-
mann örn hefur að segja um
„stjórn” félagsins Armannsfells.
Ekki er annað að sjá en stjórnar-
fundi sitji aðeins 3 menn,
bræðurnir framkvæmdastjór-
arnir og svo einhver Hjörtur sem
ekki eru sögð nánari deil á, en
mikið má vera ef hann er ekki
meira en lltið venslaður þeim
bræðrum: „Mætti segir að stjórn
félagsins skipi eftirtaldir aðilar:
Ásta Bjaniadóttir, Guömundur
Ármannsson, ll jörtur Ólafssonog
mætti sjállur (Ármann örn).
Mætti segist fara með hlut móður
sinnar Ástu Bjarnadóttur og um-
boö frá henni á stjórnarfundum”.
Frelsi fjármagns
og friðsœl
fjölskyldumál
Innskot: Eins og allir vita er
það ein vinsælasta áróðurslumm-
an hjá ihaldi allra landa að stýr-
ing framkvæmda (munnlegra og
verklegra) og fjármagns verði
svo einstaklega lýðræðisleg, opin
og dreifð ef einkaeignin fær að
leika lausum hala. Og þetta sann-
ast nú vel hjá Armannsfelli. Eða
hvað? (Svo má ræða um „einka-
eignina: hvað skyldu nú þeir
bræður og félag þeirra raunveru-
lega „eiga” mikið fjármagn og
hvað er mikið af fjármagni þeirra
raunveruleg eign almennings,
komin til þeirra i gegnum hið
rlkisrekna bankakerfi?).
Það er á allra vitorði að Ar-
mannsfell er mjög tengt Reykja-
vlkurborg og Sjálfstæðisflokkn-
um, þessum tveim ágætu og inn-
byrðis náskyldu þjóðfélagsstofn-
unum. En hvernig? Koma þarna
bara til sameiginlegar hugsjónir
um frelsi fjármagnseigendanna
(og þeirra sem fá fjármagni út-
hlutað úr bönkunum)? Nei, enga
sleggjudóma, kalli minn! Málið
er ekki svona einfalt.
Hinn bróðirinn, Guðmundur
Sigurjón Armannsson (fæddur
1937, til heimilis að Mosgerði 24)
segir dómaranum (ýtarlega á-
minntur um sannsögli): „Að að-
dragandi þess að Birgir fsleifur
Gunnarsson gerðist hluthafi i Ar-
mannsfelli hf. hafi verið sá að
hann hafi verið skyldur einum
hluthafa i félaginu, Benedikt
Jónssyni. Birgir fsleifur hafi séð
um stofnun félagsins og fengið
sem þóknun fyrir lögmannsstörf
hlutabréf i félaginu að upphæð kr.
50.000. Mætti (Guðmundur Ár-
mannsson) segir að Birgir fsleif-
ur hafi selt sinn hlut i félaginu ár-
ið 1972, skömmu áður en hann tók
við embætti borgarstjóra. Áður-
nefndur Benedikt hafi keypt hlut-
inn”.
Þetta var mjög falleg frásögn.
En þó er frásögn Birgis fsleifs
sjálfs af sama efni enn fallegri.
Hún er svo hrein og bein að hún
má teljast hreint og beint hugð-
næm:
Ýtarlega áminntur um sann-
sögli segir Birgir tsleifur
Gunnarsson borgarstjóri (fæddur
1936, til heimilis að Fjölnisvegi
15) aðspurður: „Að aðdragandi
þess að hann gerðist hluthafi i
byggingarfélaginu Ármannsfelli
hafi verið sá að Ármann heitinn
Guðmundsson hafi leitað til hans
árið 1964 á lögfræðiskrifstofu sem
mætti (Birgir ísl.) kveðstþá hafa
rekið hér i'borg og tjáð honum að
hann hyggðist breyta um rekstr-
arform á fyrirtæki sinu og stofna
hlutafélag. Það hafi orðið úr að
mætti hafi aðstoðað hann við
stofnun félagsins. Ermætti fram-
visaði reikningi fyrir lögfræði-
störf, varð það úr að hann fengi
hlutabréf að upphæð 50 þúsund
krónur sem greiðslu.
Ættinginn
keypti af Birgi
Mætti (Birgir Isl.) segir að-
spurður um skyldleika við hlut-
hafa félagsins að hann sé syst-
kinabarn við Benedikt Jónsson.
Mætti segir að það hafi verið á ár-
inu 1972 að hann vildi losna við
hlutabréf sin i félaginu. Félagið
hafi átt forkaupsrétt sem það
vildi ekki nýta sér i þessu tilfelli,
og það hafi orðið úr i nóvember
1972 að Benedikt Jónsson hafi
keypt hlutabréf mætta”.
Loks kemur svo þetta svo sem
ein meiriháttar sönnun þess hvað
pólitikiner gersamlega óskyld at-
vinnulifinu, hinn pólitiski maður
þekkir ekki eiginhagsmunasegg-
inn sem vasast innan um fyrir-
bæri einkarekstursins (var ekki
Marx eitthvað að bulla um þetta i
gamla daga?) :,,Aðspurður:veðst
mætti engin persónuieg afskipti
hafa haft af störfum félagsins sið-
an hann varð borgarstjóri”.
Meira seinna. hj—
... OG SKORIÐ