Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. nóvember 1!»75. Þriðjudagur 25. nóvember 1!»75. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 NOKKRAR ÁLYKTANIR frá 7. þingi Verkamannasambands íslands Pappírsjafnrétti er ekki nóg 7. þing Verkamannasambands islands vill vekja athygli á þvi, að með aukinni þát/töku islenskra kvenna i atvinnulifinu hafa myndast öryggislausir láglauna- hópar kvenna, en þær vinna þó þau störf sem skapa þann arð og þá fjármuni, sem þjóðfólag vort byggist á og þá jafnframt mögu- leika til að rétta samfélaginu þá menntunaraðstöðu, sem það kall- ar á til betur launaðra starfa. Þessi stóri hópur verkamanna eru konur i frystihúsum og iðnaði, sem er að verða stærsti hópur verkamanna i landinu á lægsta kaupi. Þær búa viða við lélegan aðbúnað á vinnustöðum, vinna erfiða vinnu og eru eigi siður en. aðrar útivinnandi húsmæður i tvöföldu starfi. Á kvennaári vill þvi þing Verkamannasambands Islands leggja áherslu á það að ef launa- jafnrétti kvenna og karla á að verða nokkuð annað en pappirs- jafnrétti þarf hér betur að vinna en verið hefur og nú dugar ekki lengur skráð kaup heldur greitt kaup samkvæmt islenskum lög- um um launajafnrétti karla og kvenna. Allar konur fái fæöingarorlof 7. þing Verkamannasambands íslands, haldið i Reykjavik dag- ana 21.—23. nóv. 1975, mótmælir þvi ranglæti sem islenskum kon- um er gert með þvi að fé til greiðslu á fæöingarorlofi verka- kvenna er tekið úr almennum sjóði verkafólks, atvinnuleysis- tryggingasjóði, en samskonar or- lof þeirra sem vinna hjá rikinu eða sveitafélögum, er greitt af al- mannafé. Jafnframt vekur þingiö athygli á þvi misrétti. sem þeim konum er sýnt.'er eingöngu sinna vinnu á heimilum sinum, en þær fá ekki greitt neitt fæðingarorlof. Þingið telur eðlilegt og sjálf- sagt að fæðingaroflof allra kvenna greiðist af almannatrygg- ingum. en fé til þeirra greiðslna komi frá atvinnurekendum. Breyta verður fyrningarreglum og skattakerfi 7. þing Verkamannasambands lslands haldið i Lindarbæ 21,—23. nóvember 1975. Samþykkir að kjósa 5 manna nefnd til að samræma reglur um félags- og vinnuréttindagjöld sambandsfélaga og þá með það i huga hvort ekki sé rétt að taka upp prósentugjald, sem verði viss prósenta af dagvinnutekjum verkafólks. Einnig skal nefnd þessi gjöra tillögurum eflingu verkfallssjóða félaganna. Nefndin hraði störfum og leggi tillögur sinar fyrir sam- bandsstjórn til staðfestingar og geta þá tillögur nefndarinnar komið til framkvæmda með sam- þykki viðkomandi félags. Samræming félagsgjalda — Efling verkfallssjóöa 7. þing Verkamannasambands tslands mótmælir harðlega þvi ranglæti, sem rikir við skattlagn- ingu hér á landi. Þingið bendir á, að vegna rang- láts skattkerfis og ósæmilegra íyrningareglna er hér á landi mikill og vaxandi fjöldi einstakl- inga, sem hefur háar tekjur og lif- ir i vellystingum, en bera þó eng- an eða mjög litinn tekjuskátt. Fjöldi fyrirtækja i landinu blómstrar og skilar góðum hagn- aði. en nýtir sér leiðir sem lög- gjafion hefur opnað, til að losna að verulegu eða öllu leyti undan greiðslu tekjuskatts. Meðan þessu fer fram er al- menningur, sem yfirleitt verður að leggja á sig óhóflegan vinnu- dag, til að sjá sér og sinum far- borða, latinn bera þunga skatta af nauöþurltartekjum sinum. ijingið mótmælir barðlega nú- verandi skattalögum og fram- kvæmd þeirra og telur að bér sé þörf skjótra og gagngerðra breyt- inga. Þá telur þingið eölilegt, að hluti tekna verkafólks við fiskvinnslu verði skattfrjáls við álagningu tekjuskatts. Nokki ir þinglulltrúar, frcmsli r siglfirðingarnir Jóhann Möller og Kol- licinh l'riðbjariiarson. Eðvarð Sigurðsson, fráfarandi formaður Verkamannasambandsins, í ræðustól á þinginu. (iestir þingsins: Björn Jónsson, forseti ASÍ og Toine Carlsson, varafor- Karl Steinar Guðnason, varafor- maður Norræna verkamannasamhandsins. maður Verkamannasambands- 42verkalýösfélög meö 18 þúsund félaga íVerkamannasambandinu 7. þing Verkamanna- sambands islands var haldið í Reykjavik dagana 21.-23. nóvember. Þinghald- ið fór fram í Lindarbæ, Lindargötu 9 og hófst þing- ið kl. 20.30 á föstudag og lauk kl. 01 aðfaranótt sunnudags. Þingið sátu 89 fulltrúar 38 sambandsfé- laga, en 4 félög sendu ekki fulltrúa. Þingforseti var Hermann Guð- mundsson form. Vmf. Hlifar og varaforsetar Guðriður Eliasdótt- ir form: Framtiðarinnar og Kol- beinn Friðbjarnarson form. Vöku Ritarar voru Jón Agnar Eggerts- son Borgarnesi og Guðrún Ólafs- dóttir Keflavik Gestir þingsins voru: Björn Jónsson forseti ASt Rone Carlsson stjórnarmaður i Nordiska fabriksarbetarefeder- ationen Guðmunda Helgadóttir form. Sóknar. f skýrslu stjórnar kom fram, að nú eru i sambandinu 42 verka- lýðsfélög með um 18 þúsund fé- lagsmenn Samþykktir voru reikningar sambandsins fyrir ár- in 1973 og 1974. Miklar og fjörugar umræður urðu á þinginu um kjaramálin og fylgir ályktun þingsins i þeim hér með, ásamt ályktun um land- helgismálið og fl. Eðvarð Sigurðsson, sem verið hefur formaður Verkamanna- sambandsins frá stofnun þess 1964, lét nú af formennsku af heilsufarsástæðum, einnig viku úr stjórn sambandsins að eigin ósk Hermann Guðmundsson, sem verið hefur ritari og siðustu árin varaformaður og Jóna Guðjóns- dóttir, en þau hafa bæði átt sæti i stjórn sambandsins frá upphafi, voru þeim öllum og þá sérstak- lega Eðvarð, þökkuð störf þeirra i þágu sambandsins. i stjórn sambandsins til næstu 2ja ára voru kjörin: F'ormaður: Guðmundur J. Guð- mundsson, Reykjavik, Varafor- maður: Karl Steinar Guðnason, Keflavik, Ritari: Þórunn Valdi- marsdóttir, Reykjavik, Gjald- keri: Vilborg Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum, Aðrir i stjórn: Andrés Guðbrandsson, Reykja- vik, Björgvin Sigurðsson, Stokks- eyri, Hailgrimur Pétursson, Hafnarfirði, Herdis ólafsdóttir, Akranesi, Jón Helgason, Akureyri, Pétur Sigurðsson, tsa- firði. Sigfinnur Karlsson. Nes- kaupstað. Varanienn i stjórn: Guðriður Eliasdóttir, Hafnar- firði, Halldór Björnsson, Kópa- vogi, Skúli Þórðarson, Akranesi, Guðrún ólafsdóttir, Keflavik, Jón Karlsson, Sauðárkróki Formaður, varaformaður og ritari eiga sæti i framkvæmda- stjórn og auk þeirra hefur sam- bandsstjórnin kosið Hallgrim Pétursson og Andrés Guðbrands- son i hana. Framkvæmdastjóri Verkamannasambands tslands er Þórir Danielsson. Alyktun þings Verkamannasambandsins um kjaramál: Kjarabætur þeirra lægst launuðu hafi forgang Kaupið þarf að hækka um 30% til aö ná sama kaupmætti og 1. mars 1974 Þegar 6. þing Verkamanna- sambands tslands var haldið i október 1973 var verkalýðshreyf- ingin að búa sig undir samninga- gerð, sem lauk svo sem kunnugt er 26. lebrúar 1974 er samninga- nefnd Alþýðusambandsins undir- ritaði samninga, við samtök at- vinnurekenda. Þessir samningar voru um margt athyglisverðir og hafa verið mikið til umræðu sið- an. Verðlagsþróunin á þessu tima- bili hefur verið launafólki mjög ó- hagstæð. Þannig hefur visitala Iramfærslukostnaðar hækkað um 111% frá þvi i des. 1973 til nóv. 1975, en kaup verkamanna aðeins um 8(1% á sama tima. Kaupmátt- ur timakaups verkamanna varö mestur 1. mars 1974 eða um 10% hærri en i des. 1973 en lægstur 1. júni 1975 aðeins 82% af þvi sem var 1. des. 1973. Viðnám verkalýðshreyfingar- innar gegn óðaverðbólgunni og ýmsum þeim ráðstöfunum stjórn- valda, sem hafa yerið launafólki n.jög andsnúnar hefur verið fólg- ið i þvi að nota það ákvæöi samn. að þeír séu uppsegjanlegir ef veruleg breyting verði á gengi, til þess að segja þeim upp og gera siðan bráðabirgðasamninga til skammstima og hafa þannig ver- ið gerðir samningar 26. mars fyr- ir mars—mai og 13. júni til ára- móta. Jalnframt hefur verið reynt að hafa áhrif á gerðir stjórnvalda launafólki i hag en með misjöfn- um árangri. Allar launahækkanir Irá 1. mars 1974, nema 3% hækk- unin 1. des. 1974, hafa verið krónuhækkanir sem komið hafa jafnt á alla taxta. Ráðstöfunartekjur heimil- anna hafa hækkað meira en nemur lækkun kaup- máttar kauptaxta Þcssar hækkanir eru alls kr. 91.2(1 á klst. eða kr. 15.800 á nián- uöi. Þrátt fyrir þetta inikla bækkun i krónutölu, hefur ekki tekisl aö lialda i horfinu og vantar nú um 17% til þcss að timakaup verkamanna hafisama kaupmátt og i cles. 1973 en um 30% til þess aö ná liæsta kaupmætti timabils- ins. Aíleiðing versnandi viðskipta- kjara og óðaverðbólgu, sem stjórnvöld hafa haft litla tilburði til að hamla gegn hefur verið samdráttur á ýmsum sviðum, sérstaklega þjónustustarfsemi. Ráöstöfunartekjur heimilanna liafa af þeim sökum drcgist mun meira saman lieldur cn kaup- niáttur kauptaxta liefur lækkaö. Að ekki hefur oröið stórfellt at- vinnuleysi er fyrst og fremst að þakka mikilli atvinnuuppbygg- ingu undanfarinna ára, sérstak- lega út um land og að unnið hefur verið að kappi við stórfram- kvæmdir i virkjunarmálum. Hinsvegar sjást nú merki sam- dráttar og atvinnuleysis, sem stafar annarsvegar af frestun Iramkvæmda og hinsvegar brös- óttum rekstri hraðfrystihúsa einkum á suðvesturlandi, sem þegar hefur valdið tilfinnanlegu atvinnuleysi. Ahersla lögð á að vinna upp kjaraskerðinguna 7. þing Verkamannasambands Islands telurað við þær aðstæður, sem nú eru i þjóðfélaginu og að framan er að nokkru lýst, þurfi verkalýðshreyfingin á öllum sin- um styrk að halda til varnar kjör- um félagsmanna sinna og sóknar til aukins kaupmáttar launa. Þingið telur þvi sjálfsagt að öll aöildarsamtök Alþýöusambands islands standi sameinuð i kom- andi samningum. i þeim samn- ingum veröi mcgin-áhersla lögö á aö bæta stöðu þeirra lægst laun- uöii og vinna hiö fyrsta upp þá kjaraskeröingu. sem oröin er og lelur þingiö væntanlegum fulltrú- um Verkamannasambandsins i samningum að lylgja þvi fast eft- ir. Allar ráðstafanir aðrar en bein- ar kauphækkanir, sem gerðar kunna að verða og miða að aukn- ingu kaupmáttar, mun verka- lýðshreyfingin nú sem jafnan áð- ur meta, euda fvlgi þeim ráöstöf- uiuim tryggingar, sem hún lékur gildar. i nýjum samningum verði ákvæöi er tryggi aö umsamiö kaup lialdi raungildi sinu. Þingið telur það skipta megin- máli, að allt verði gert til að koma i veg fyrir atvinnuleysi og að full atvinna verði tryggð. 7. þing Verkamannasambands Islands samþykkir að boða til Framhald á bls. 14 Seö ylir liluta þingsins; lulltrúar frá Akurcyri fyrir miöri inynd. Guömundur J. Guömundsson, formaöur Verkamannasambands íslands: Eindregnar kröfur um að hlutur láglauna fólks verði réttur — A þessu sjöunda þingi Verkamannasambandsins voru það tvö mál, sem yfirskyggðu öll önnur, landhelgin og samfelld kjaraskerðing síðasta eins og hálfs árs. i umræðum þingfulltrúa kom vel í Ijós sá óhugur og ótti, sem menn bera í brjósti vegna þróunar þessara mála beggja, en jafnframt hef ég sjaldan orðið var svo mikils baráttuvilja hjá fé- lögunum eins og nú. Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson, nýkjörinn for- maður Verkamannasambands Islands og varaformaður Verka- mannalelagsins Dagsbrúnar, i upphafi viðtals, sem Þjóðviljinn átti við hann i gær. — Með þeim samningum sem nú er verið að gera við vestur- þjóðverja markar rikisstjórnin þá stefnu að semja beri við út- lendinga um veiðar á 40% af þeim afla, sem skynsamlegt er að veiða á tslandsmiðum á næstu ár um. Það er mikil harka i félögun- um á móti þessum samningum, en jafnframt ótti við þessa pólitik. Samdráttur i afla vegna ofsóknar i fiskistol'nana bitnar á allri þjóð- inni, en fyrst og með mestum þunga á almennu verkafólki i fé- iögum okkar. Verkalýðshreyfingunni hefur ekki tekist að standa nægilega vel á móti samfelldri kjaraskerðingu og óðaverðbólgu á þessu og sl. ári. Þessi viðhorf ásamt launa- misrétti settu náttúrlega svip sinn á Verkamannasambands- þingið. Láglaunafólkið hefur orð- ið langsamlega harðast úti i þeim darraðardansi, sem stiginn hefur verið i þjóðfélaginu og algjör ein- drægni rikti um að höfuðáhersla yrði lögð á að rétta kjör þeirra og tryggja þyrfti varanlegan kaup- mátt umsaminna launa. Þjv.: Nú ríkti eining um þann liluta kjaramálaályktunar þin gs- ins, sem fjallaöi um lýsingú á ástandinu og kröfur um skilyrðis- lausa leiöréttingu á kjörum lág- launafólksins. Þaö var hinsvegar liart deilt um leiðir til þess aö ná markmiöinii. Um livað snerust þessar deilur? — Já, það er rétt. Þar skiptust menn i tvo hópa, og umræður urðu mjög harðar. Meginágrein- ingurinn snýst um það hvort sé árangursrikara að hafa samflot með ASl i komandi samningum eða að Verkamannasambandið semji eitt á báti fyrir láglauna- fólkið. Rökin lyrir siðarnefndu skoð- uninni eru þau helst að ASl-sam- flotin á undanförnum árum hafi ekki skilað nægilegum árangri varðandi það atriði að rétta hlut láglaunafólksins. þótt það hafi náðst fram að samið var i siðustu samningum eftir krónu- og aura- reglunni en ekki prósenturegl- unni. Þörfin á að hækka þá lægst- launuðu hefur sjaldan verið brýnni en nú, og það er talsvert stór hópur. sem telur að betri ár- angur næðist með þvi að þeir stæðu sér að sinum málum. held- ur en með samfloti. Hinn hópurinn heldur þvi að visu fram, að engin örugg leið sé fyrirhendi til þess að tryggja það aö hlutur hinna lægstlaunuðu verði réttur i samningum. en tel- Giiönuuidiir .1. Guömundsson. #Aflaminnkun vegna landhelgis- samninga bitnar fyrst á verkafólki • Gremjan og sárindin vegna kjaraskerðingar og launamisréttis sffellt meiri ur að sérstaða Verkamannasam- bandsins myndi brjóta upp Aþ þýöusambandið i margar fylking- ar og veikja heildarsamtökin hættulega mikiðá þeim umbrota- tima, sem framundan er. Þá sé einnig sú hætta fyrir hendi að , semji Verkamannasambandið á undan öðrum hópum launafólks komi aðrir smærri hópar á eftir og hrifsi til sin það sem við na'ð- um fram og meira til. i umra'ðum voru mörg dæmi tind til um að þetta hefði gerst bæði i samfloti og eltir löng verk- löll og sérsamninga Verka- mannasambandsins. Atkva'ðagreiðsla fór fram um þetta atriði i kjaramálaályktun- inni. og lvktaði henni á þann veg að 47 greiddu atkvæði með sam- floti við ASÍ og 34 á móti. Þjv.: Kr liér uiii alvarlegan klofning iitiian Verkaiuaiiiiasain- bandsiiis aö ræða aö þimi mati? Ég vil ekki túlka þetta sem klofning. þótt ymsir af helstu lor- ystumönnum félaganna hafi lagst mjög eindregið á sveif með þeim sem vilja að Verkamannasam- bandið semji sér. Þetta ber miklu fremur Ijósan vott um þá gremju og þau sárindi sem búiö hala um sig meðal almenns yerkafólks vegna hins gifurlega launamisréttis sem viðgengist hefur um árabil. Og reynslan af heildarsamningum siðustu ára skýrir það að margir skuli vilja berjast á annan hátt. Þjv.: Voru þessi átök á þingiiiii á einlivern liátl flokkspólitisk? — Nei, eindregið ekki, það má kannski miklu fremur lita á þau frá landshlutasjónarmiði. Mörg lélaganna úti á landi voru i minnihlutanum. Skýringarnar á alstöðu þeirra eru vafalaust margar. en vera má að á þeirra svæöum séu viða hreinni linur. minna um blönduð l'élög og erfið- ara um samband við samninga- l'orystu i heildarsamningum. Þjv.: Ilvaöa áhrif hafa þessar umræöur á Verkamannasam- bandsþingimi á kjaramálaráö- stefnu ASi, sem liefst eftir viku? - Þær eru náttúrlega mjög á- kveðin visbending til hennar. Það þarf að bæta margt i vinnubrögð- um. og tryggja verður betra sam- band við félögin og koma i veg fyrir að heildarsamningarnir lok- ist inni af fárra manna höndum. Verkamannasambandsþingið ákvað sjálft að kalla íulltrúa frá öllum félögum á ráðstefnu sem fyrst eftir ASl-ráðstefnuna þar sem rætt verður um sérkröfur og hvernig standa eigi að samning- unum i heild, auk þess sem kosin verður samninganeínd fyrir Verkamannasambandið. Hún mun fara með sérkröfur og verða hugsanlegum fulltrúum sambandsins i samninganefnd ASl til trausts og halds sem bak- nefnd. En það er ástæða til að minna á að félögin eru á engan hátt bundin af þessum samþykkt- um þingsins. Þjv.: Að lokuin. Guðmundur. hvað um framtiðarverkefni Verkamannasambandsins? Þú færð mig ekki til þess að koma neð neinar stórbrotnar vfir- lýsingar i foringjastil. Það er ekkert vit i öðru en að stjórn Verkamannasambandsins starfi i sem nánástri samvinnu við félag- ana og félögin og stefnan veröur mótuð sameiginlega. en hún mun að sjálfsögðu markast af þvi dökka ástandi. sem lramundan er. Það er ekki bjart framundan. Ég óttast stöðvun fiskiskipaflot- ans um áramót. öngþveiti i efna- hagsmálum. og ha’ttan á atvinnu- leysi upp úr áramótum er vissu- lega fyrir hendi. Verkalýðshreyf- ingin á við rammasta afturhald að etja. Það er nú að semja at okkur stóran hluta fiskimiðanna. Við það bætast yfirlýsingar rikis- stjórnarinnar og atvinnurekenda um að helst þurli að auka kjara- skerðinguna enn frekar. En eftir að hafa hlýtt á þykkjuraddir og beiskjuraddir á þingi okkar vegna kjaraskerðingarinnar og afsals auðlinda er ég enn sann- færðari en áður um. að það eru samtök verkafólks i landinu sem ein geta tryggt að þjóðin eigi sér lifsvon i þessu landi. Það ler ekki milli mála að inn- an Verkamannasambandsins eru ákaflega sterk verkalýðslélög og meginþorri almenns verkafólks i landinu. Þar er þvi um sterkt þjóðlélagsafl að ra’ða. sé þvi beitt. Ilitt er svo annar handlegg- ur að verkalýðshreyfingin er á- kaflega stirðnuð og hel'ur ekki tekist að samra’ma starf sitt breyttum starfsháttum i þjóðfé- laginu. Al þvi sem eg het tiundaö her i stuttu viðtali er þvi alveg ljóst að verkalólk og isiensk verkalýðs- hreyling þarf ekki að kviða verk- efnaskorti. Það er mikið og erfitt verk að vinna og hörð barátta framundan. —ekb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.