Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. nóvember 1975. ÞJODVILJINN — SÍÐA 11 svo til gjöreyddur, þannig að úti- lokað var að stunda þar arðbærar veiðar lengur. Þá fyrst náðist samstaða um friðun. Fleiri dæmi mætti sjálfsagt tina til sem sýna að fjölþjóðaviðræður ná ekki til- gangi sinum i þessum efnum. Um rétt breta og afstöðu þeirra Bretar hafa komið fram við okkur i'slendinga af dæmalausri ósvifni og hroka i landhelgisbar- áttu okkar. Þeir hafa haldið þvi fram að við værum ósvifnir þrjótar, sem brytum alþjóðalög og áreittum saklaus fis'kiskip þeirra við hefðbundin fiskimið þeirra á frjálsu alþjóðlegu haf- svæði. Værum við að brjóta allar almennar siðareglur i samskipt- um þjóða. Um „hefðarétt” þeirra mætti fara mörgum orðum. Við skulum þó aðeins rifja upp i hnot- skurn og athuga það hverjir hafa brotið lög og siðareglur. Arið 1901 gerðu danir sam- komulag við breta. Þetta sam- komulag hefur siðan verið nefnt „flesksamningurinn”. Þar fengu danir hagstæðan samning um sölu á landbúnaðarafurðum til breta. Þess i stað var bretum leyft að veiða hér allt upp að 3 sjó- milum frá landi, jafnt inni á fló- um og fjörðum. Þetta var þó hálfu verra i fram- kvæmd, þvi hingað komu dönsk varðskip og aðhöfðust ekkert. Sigldu þau fram hjá togurunum þótt þeir væru (áður hafði verið hér frá fornu fari landhelgi sem var 4 milur danskar eða 16 sjó- milur) að fiska upp við harða land, eyðileggjandi veiðarfæri fá- tækra fiskimanna sem voru að draga björg i bú. Voru „varð- skipsmenn” tiðast i Reykjavikur- höfn og höfðu það gott, enda sjálf- sagt fengið fyrirmæli þar um. Eitt ár kom þó hingað danskur kapteinn sem gekk nokkuð hart eftir þessum veiðiþjófum en hann var fljótlega látinn hætta. Danska stjórnin hefur sjálfsagt ekki vilj- að eiga það á hættu að hann spillti hinni góðu viðskiptasambúð við breta. Þessi dæmalausi samning- ur var gerður til 50 ára og urðum við að búa við hann allt til ársins 1951, en auðvitað lagaðist ástand- ið nokkuð þegar landhelgisgæslan komst i okkar hendur, er þjóðin hafði öðlast fullveldi. Þannig unnu bretar sig nú inn í „hefða- réttinn’ sem þeir siðan bera á borð fyrir okkur f dag. Um fram- komu breta eftir að islendingar hófust handa um aðgerðir i land- helgismálum er þjóðinni vel kunnugt. Það kveður enn við sama tón. Þeir hafa ekkert lært. Lög og réttur er allur okkar megin. Svo sem alþjóð er kunnugt, byggjast allar okkar útfærslur á framkvæmd landgrunnslaganna frá 1948 þar sem landið og land- grunnið er ein heild. Nú vill svo til að á alþjóðaráðstefnu um land- grunnsmál árið 1958 fékkst viður- kenning fyrir yfirráðarétti strandrikja á og i landgrunni þeirra. Þessi túlkun hefur nú öðl- ast viðurkenningu sem alþjóðalög og bretar hafa sjálfir notfært sér hana með því að taka yfirráð allt út að 200 milum frá ströndum Bretlands. Voru nú einmitt ný- lega að byrja að streyma til þeirra auðæfi úr oliulindum þeirra i Norðursjó. (Hefði ekki verið rétt að senda þeim heilla- óskir i þvi tilefni sem viðeigandi texta?) Það verður þvi ómögu- lega annað séð en að við getum notið sama réttar samkvæmt al- þjóðalögum og rekið breta af landgrunni okkar. Hér hagnýta þeir sér landgrunnsbotninn, til þess aö stunda þar veiði- þjófnað. Allur réttur i þessum efnum hlýtur þvi að vera okkar megin. Hingað koma bretar hins vegar, breiða yfir sig sauðagæru og brigsla okkur um brot á al- þjóðalögum. Hvað viðkemur hefðarétti þeim, sem Bretum er gjarnt að tala um, er það að segja, að eins og áður var aö vikið, þá voru það fjörumiðin sem þeir rányrktú við strendur ófrjálsrar þjóðar, sem voru þá lielst þeirra hefðbundnu mið. A þeim miðum, sem þeir nú stunda, hófu þeir ekki veiðar að neinu marki fyrr en landsgrunns- kenningin hafði öðlast alþjóða við- urkenningu. Pétur Guðjónsson Framhald á 14. siðu. Tafla I. Dagvinna verður 40x42= 1680 klst. á ári. Eftirv. verður 10x42 = 420 klst.áári. Næsturv. verður 22x42= 924klstáári. Samtals 3.024 klst. á ári. Ef reiknað er með að laun sjómanna (kauptrygging) séu greidd samkvæmt 7unda taxta „Dagsbrúnar” eins og hann er eftir 1. okt. 1975, verða launin. 1 dagvinnu 1680x317,00 = 532.560,00 1 eftirvinnu 420x444,60 = 186.732,00 í næturvinnu 924X571,70 = 528.250,80 Samt. kr. 1.247.542,00 Vikukaupið yrði þá 1.247.542,00:42 = 29.703,00 Mánaðarkaup yrði þá 1.247.542,00:9,7 = 128.612,00 Nú cr kauptrygging liáscta kr. 77 106,00 á mánuði. Mismunur cr þvi kr. 51.506,00 og þyrfti þvi kauplryggingin að liækka um 66,8% til að ná 7unda taxta Dagsbrúnar. Fafla II í dagvinnu væru unnar 1680klst. áári. I eftirvinnu væru unnar 420klst. á ári. í næturvinnu væru unnar 1680 klst á ári. Samtals 3.780 klst. á ári. Ef 7. taxti Dagsbrúnar er notaður áfram, yrði kaupið: í dagvinnu 1680x317,00 = 532,560,00 I eftirvinnu 420x444,60= 186.732,00 1 nælurvinnu 1680x571,70 = 960.456,00 Samt. kr. 1.679.748,00 Vikukaupið yrði þá kr. 1.679.748,00:42 = 39.994,00 Mánaðarkaupið yrði þá kr. 1.679,748,00:9,7 = 173.169,89 .Mismunttrinn cr nú orðinn kr. 96.063,89 — og þyrfti þá kaup- trvggingin að liækku um 124,5% til þcss að ná núgildandi 7. taxta Dagsbrúnar. Jón Kr. Olsen, formaður Vélstjórafélags Suðurnesja: Kauptrygging sjómanna þarf að hækka meira en 100% sé tekið tillit til hins langa vinnutíma sjómanna Á blaðamannafundi sem sam- starfsnefnd sjómanna boðaði til og getið er um i Alþýðublaðinu 27. okt. sl. lýsa tveir menn úr sam- starfsnefndinni ástandinu á fiski- skipunum, þar sem mun færri menn eru á skipunum en ætlað er að þurfi til þess að fiskiskipin séu full mönnuð, og þvi aukna álagi sem á sjómenn er lagt, þar sem færri menn eru um borð en nauð- syn ber til, svo að fyllsta öryggis sé gætt. Það hljóta allir að sjá sem eitt- hvað þekkja til vinnu um borð i fiskiskipum, að það er að bjóða hættunni heim, að ekki skuli vera til starfa við þau verk sem vinna þar, nema 7 menn þar sem gert er ráð fyrir 10 til 11 mönnum, eða 5 menn vinna verk sem ætlað er 7 mönnum o.s.frv. Vinnuálagíð verður alltof mikið, sem aftur býður heim hættu á mistökum sem valdið geta óbætanlegu tjóni. örþreyttum mönnum er hætt- ara við að gera mistök en hinum og að auki gefast menn hreinlega upp i stórum stil vegna of mikils vinnuálags, enda er svo komið að ekki fást menn til starfa á fiski- skipin, þótt fleira komi þar til en of mikið vinnuálag, eins og siðar verður vikið að. t sambandi við áður nefndan blaðamannafund, hafði Alþýðu- blaðið samband við Kristján Ragnarsson formann Landssam- bands islenskra útvegsmanna. Þessi oddviti útvegsmanna hélt þvi fram i viðtali við blaðið, að sjómenn vildu sjálfir fækka mönnum til að ná hærri hlut. Þessi fullyrðing Kristjáns Ragnarssonarveit hann mætavel sjálfur að er alröng. Ástæðan fyr- ir þvi að færri menn eru á fiski- skipunum er fyrst og fremst sú að ekki fást nægilega margir til starfa, þvi menn sem stundað hafa þessa atvinnu hafa, hreinlega gefist upp vegna of mikils vinnuá- lags, og vegna þess að launin hafa ekki verið i neinu hlutfalli við hina miklu vinnu sem þeir hafa orðið að leggja á sig. Fjöldi sjómanna hefur ekki nema kauptryggingu Það er staðreynd, að fjöldi sjó- manna hefur ekki nema kauptrygginguna, og miðað við kauptrygginguna eru sjómenn ekki hálfdrættingar á við land- verkafólk i launum sé tillit tekið til hins langa vinnutima. Ifver yrðu laun sjómanna, ef þau yrðu timamæld eins og störf landverkafólks? Ég reikna með að margir jafnvel sjómenn sjálfir hafi ekki lagt það niður fyrir sér, hver launin eru raunverulega, en ég mun hér á eftir sýna það með dæmum hver launin eru miðað við laun landverkafólks. En áður en ég geri það, skal að- eins vikið að vinnutima sjómanna og vinnuskyldu sjómannsins. 1. Vinnuskylda sjómanna er minnst 18 klst. á sólarhring. 2. Á hvers kyns nótaveiðum eru ekki helgarfri allt árið. 3. Á netaveiðum er ekki helgar- fri fyrstu þrjá mánuði ársins. 4. A öðrunt veiðiskap er aðeins 4ra daga fri i ntánuði allt árið. 5. Á togveiðum eru ekki helgar- fri þrjá siðustu mánuði ársins. Miðað við 72 vinnustundir í viku þyrfti tryggingin að hækka um 66,8% Þegar meta skal vinnutima sjó- manna út frá kjarasamningi þar um, þar sem lágmarks hvildar- timi er ætlaður 6 klst. á sólar- hring, segir það ekki alla söguna, vinnutiminn getur i mörgum til- vikum orðið lengri, en i öðrum tii- vikum styttri. Ef miðað er við vinnutimaskipt ingu samninga hinna almennu verkalýðsfélaga er dagvinnan unnin 5 daga vikunnar, eða 40 klst. á viku — eftirvinna 5 daga. sem gerir 10 klst. á viku. Annar timi reiknast sem nætur og/eða helgidagavinna. Vinnutimi sjómanna er hins- vegar miðaður við 6 daga vikunn- ar og verður 6. dagurinn að reikn- ast sem næturvinnutimi. Þá verð- ur vinnutimi sjómannsins — 40+10+22= 72 klst. á viku. Er þarna reiknað með skylduvinnu sjómanna 12 klst. á sólarhring, sem verður þó sem meðaltal allt- of lágt. Þá hefi ég gefið mér, að úthaldstimi á bát sé 9,7 mánuðir á ári, eða 42 vikur. Skiptist þá vinnutiminn þannig. Sjá töflu I hér á siðunni: Miöaö við 90 vinnustundir þyrfti tryggingin að hækka um 124,5% En það er reyndar ekki raun- hæft að ætla vinnutima sjómanna 72 klst. á viku, nær sanni væri að reikna hann að meðaltali 90 klst. á viku, sem skiptist þá þannig. — Sjá töflu II hér á siðunni: Sjómenn eru orðnir þreyttir á þeim skripaleik sem viðhafður hefur verið fram að þessu um alla samninga þeirra við útgerðar- menn, þar sem blekið hefur vart verið þornað á hinum nýju samn- ingum, en alþingi og rikisstjórn hafa breytt hinum gerðu samn- ingum með lögum. Skiptaprósenta, fiskverð og fisknrat, dugar ekki lengur til að tryggja sjómönnum sannvirði vinnu sinnar, þvi verður nú að leggja aðal áhersluna á mjög hækkaða kauptryggingu. Sjómenn eiga ekki aö vera hálfdrættingar— Hindrum uppgjafasamninga í land- helgismálinu Sjómenn! Nú á næstu dögum verða hafnar samningaviðræður við útgerðarmenn um kaup ykkar og kjör. Nú frekar en oft áður, mun reyna á samstöðu ykkar i baráttunni fyrir réttmætum kaupkröfum. Sýnið það i félögum ykkar, að Jón Kr. Olsen þið hafið komið auga á misréttið,- að þið munið ekki vinna lengur sem hálfdrættingar i launum, miðað við aðrar launastéttir i landinu. \ó lokum vil ég biðja alla sjó- menn um að lylgjast vel með Irainvindu landbelgismálsins, og mótmæla allri undanlátssemi, og nota allar liiglegar aðgerðir til þess að koma i veg lyrir sainn- inga um landsöluréttindi eins og rikisstjórnin virðist stefna að. Reiknistofa Bankanna óskar að ráða starfsfólk til tölvustjórnun- ar og skyldra starfa. Reynsla eða þekking á tölvustjórn eða for- ritun er kostur en ekki skilyrði. Keyrslur eru framkvæmdar á IBM 370/135 undir DOS VS. Störfin eru unnin á vöktum. Óskað er eftir umsækjendum með banka- menntun, stúdentspróf eða tilsvarandi menntun. Ráðning er samkvæmt almennum kjörum bankastarfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu Bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi fyrir 1. desember 1975. OFNAR Húsbyggjendur, getum nú afgreitt ofna með mjög stuttum fyrirvara. Sérstaklega ódýrt efni fyrir verkstæðishús og bilskúra. Lang lægsta verð. Ofnar, Ármúla 28, simi 37033.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.