Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Slæm byrjun Víkings gerði útum leikinn og draumur Víkings um áframhaid í Evrópukeppninni varð að engu með 16:19 tapi gegn Gummersbach Taugar hinna ungu leikmanna Vikings voru ekki 'uppá marga fiska i byrjun fyrsta EB leiks þeirra gegn þýsku atvinnumönnunum hjá Gummersbach sl. laugardag. Ilver skyssan rak aðra og fyrr en varði var staðan oröin 5:1 Gummersbach i vil og þessi Ira marka inunur var sá draugur sem Viking- ar þurftu að glima við allan leikinn. Og þótt þeim tækist að jafna metin 15:15 i siðari hálfleik fór svo mikið af kralti þeirra i að ná þvi takmarki að ekkert var eftir til að halda i við þjóðv. hvað þá að ná al' þeim forystunni þær 10 minútur sem þá voru eftir al' leiknum, og Guminersbach sigraði 19:16. Greini- legt er að Gummersbach liðið er ekki jafn sterkt nú og það var þegar það kom hingað til lands 1973. Ilansi Schmidt er ekki sá sami handknattleiksmað- ur og liatin var þá, lét nú litið yfir sér sem skytta, en var þess meira meö i öllu spili liðsins og mataði liuuinennina meistaralega og harka liðsins er mun miiini nú en þá, meira hugsaö um að leika hand- knaltleik en aö slást. Maður hafði það alltaf á til- tiiiningunni að liðiö gæti mun meira en það sýndi, gæti aíltaf bætt viö ef þörf kreí'ði. l’all lijöi'gvinssun álti snaian þátt i ágætri Irammistöðu Vikinjís i siðari hálfleik. Ilinn leikreyndi fyrir- liði leiddi lið sitt þá álrain uns staðan var orðin jöfn, 15:15, en þá var lika krafturinn á þrotum. llér lii Nst l’áll inn á lintina. Mvnd: gsp Eins og áður sagði var byrjunin 'njá Vikingum mjög slæm. Skot voru reynd úr vonlausum færum. þeir gripu ekki boltann eða þá að hann var sendur útaf og fvrr en varði var staðan orðin 4:0 þýsk- um i vil. Það liðu heilar 10 minút- ur þar til Vikingum tókst loks að skora mark. Þá var staðan 4:1 og siðan 5:1 en þá loks var eins og Vikingarnir færu að jafna sig á hlutunum og minnkuðu muninn i 7:5 en þá datt leikur þeirra aftur niður og þjóðverjarnir komust i 10:5 og i leikhléi var staðan 12:8. Siðari hálfieikurinn var svo mjög vel leikinn af Vikingum, svo vel, að ef þeir hefðu leikið allan leikinn eins og þeir gerðu þá, má búast við að leikurinn hefði orðið mjög jafn. Vikingar tóku nú að saxa á íorskot þjóðverjanna jafnt og þétt, uns þeim tókst að jafna 15:15 þegar 20 min. voru liðnar af s.h. en þá voru kraftar Vikinga á þrotum og þjóðverj- arnir skoruðu þrjú mörk gegn einu og var staðan 18:16 þegar flautað var til leiksloka, en þá áttu þjóðverjarnir eftir að framkvæma aukakast utan af velli og það ótrúlega gerðist, Hansi Schmidt skoraði úr auka- kastinu, sendi boltann i gegnum varnarvegg Vikings og loka- tölurnar urðu þvi 19:16 sigur Gummersbach. Tveir menn báru af i liði Vik- ings, þeir Páll Björgvinsson, sem átti stjörnuleik, kannski sinn besta leik fyrr og siðar og Sigur- geir Sigurðsson markvöröur, sem varði af snilld i siðari hálfleik. Þorbergur Aðalsteinsson átti einnig ágætan leik, svo og Viggó Sigurðsson sem að visu gerði fjöldan allan af skyssum en svo Framhald á bls. 14 „Gummersbach leikur alltaf á fullum hraöa” sagöi Rolf Jaeger þjálfari engin. \ ið æfnm þrisvar i viku — Við leikunt alltaf á fullri ferð, sagði Holf Jaeger þjálfari (íunimersbacli eftir \ikings- leikinn. — I>að er ekkert til hjá okkur sem heitir að vanineta andstæðing eða gefa lionum lausan tauminn. Við einfaldlega réðum ekki við stærri sigur og eruni enda hæstánægðir með þessa útkomu. Kg hef verið hér tvisvar áður, árið 1969 og svo 1973 og vissi þvi nokkiirn veginn út i hvað ég var að fara. Þeir fengu skipun uin að vinna leikinn. annað var ekki liægt að biðja um. markatalan skiptir litlu máli þvi við eruni sterkir á heimavetli og teljuni okkur örugga með sigur þar. — Ilvað veldur svo þessuin góða árangri ykkar, er atviunu- mennskan i dæminu'.’ — Nei. alls ekki. Við förum langt á nokkrum yfirburða- ni iin nii m. I>eir leiða liópinn, stjórna liðinu og lyfta hiniim moð sér upp á það plan, sem góður handknattleikiir er leik- inn á. En atvinnumennska er lyrir ulan það. að slrákarnir gela að sjállsögðu leikið sér sjáll'ir ef þeir liafa tima. Klestir þeirra eru annaðhvort iþrútta- kennarar eða i hernum: enginn er atvinnumaður. , Vorum of hræddir í byrjuninni — I>að er engin ástæða til að draga fjöður yfir það, við vor- um skitliræddir við þá i byrjun leiksins, taugarnar voru al- gerlega búnar og þvi fór sem fór, sagði liinn frábæri inark- vörður Vikings, Sigurgeir Sig- urðsson eftir leikinn. — Og ég verö að segja eins og er að cg átti ekki von á því að við stæðum svona i þeim, þetta er i einu orði sagt — frábært lið, en þaö kom svo I Ijós þcgar á leikinn lcið að við höfðum ekkert að óttast og ef við hefðum leikið allan leikinn eins og við gerðum i siðari hálfleik. þá liefðum við unnið þá, sagði Sigurgeir. Ilann sagðist þvi ekki geta verið ánægður með lítkomuna: — við gátum betur, það sást i siðari hálfleik. Jú, ég kviði lciknum ilti en þó ekki eins og ég kveið þessum leik; nii sér maður að þessir karlar eru ekki ósigrandi; við unnuni sið- ari hálflcikinn gegn þeim og við getuni unnið heilan leik gegn þeim. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.