Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. nóvember 1975. AUGLtSINGAR Auglýsingastofur ryðja brautina fyrir auðhringana og blanda sér œ meir í pólitík Auglýsingar hafa á und- anförnum árum orðið geysistór þáttur í daglegu umhverfi fólks. Þær taka æ meira rúm í fjöimiðlum og setja svip sinn á bygg- ingar, götur og torg. Víða erlendis byrgja þær alla útsýn af þjóðvegum og hraðbrautum þótt sú hafi enn ekki orðið raunin hér á landi sem betur fer. Allar kosta þessar auglýsingar fé. Það fé er ekki einungis tekið af rekstri þeirra fyrirtækja sem auglýsa heldur greiðir almenn- ingur það sjálfur i hærra vöru- verði. Eða eins og Njörður P. Njarðvik sagði eitt sinn hér i blaðinu þá greiðir almenningur fyrir að láta heilaþvo sig. Fimm þúsund miljarðar En hve miklu fé skyldi vera varið i auglýsingar. Þvi miður liggja tölur um eyðslu islendinga á þessu sviði ekki á lausu en sænska timaritið Kommentar skýrir nýlega frá þvi að árið 1970 hafi auðvaldsheimurinn saman- lagt varið 23 miljörðum dollara i auglýsingar. Af þessari upphæð áttu bandarikjamenn mest eins og vænta mátti, þeir eyddu þetta ár 20.6 miljörðum dollara i aug- lýsingar. Auðvaldslönd Vestur- Evrópu eyddu um 8 miljörðum dollara og japanir 2 miljörðum. Tiu árum áður eyddu bandarikja- menn „aðeins” 5.7 miljörðum dollara i auglýsingar. Eyðsla þeirra árið 1970 samsvaraði 2.11% þjóðarteknanna. 33 miljarðar dollara er mikið fé og i islenskum krónum talið er þaö fimm þúsund miljarðar. Þetta fé samsvarar samanlögð- um þjóðartekjum 13 rikja Suður- og Mið-Ameriku þar sem búa um 130 miljónir manna. Auðhringar og framleiðslu- fýrirtæki sjá i fæstum tilvikum sjálf um að semja og dreifa aug- lýsingum sinum. Til þess eru þar- tilgerð fyrirtæki: auglýsingastof- ur. Og þar sem bandarikjamenn punga út með 62% þess fjár sem auðvaldheimsurinn eyðir i aug- lýsingar eru stærstu auglýsinga- stofur heims vitanlega banda- riskar. Enda sagði einn af fyrr- verandi forstjórum Bandarisku upplýsingaþjónustunnar, USIS, eitt sinn: — 65% allra boðskipta sem fara um heiminn eru ættuð frá Bandarikjunum. Útþensla bandarisku auglýs- ingastofanna undanfarin ár fellur vel inn i þessa mynd. Arið 1973 komu tekjur tiu stærstu auglýs- ingastofa Bandarikjanna að 40—70 hundraðshlutum erlendis frá. Stærsta auglýsingastofa heims, J. Walter Thomson, átti þá 57 skrifstofur og útibú i 27 löndum. Mc Cann Erickson er þó enn umsvifameiri utan Banda- rikjanna þvi hún átti 100 skrifstof- ur og útibú i 47 löndum árið 1973. Einn af stærri viðskiptavinum JWT er flugfélagið Pan Ámerican sem á hótelhringinn Hilton. Aug- lýsingar þess má sjá i 121 borg i 84 löndum á 36 tungumálum. Umsvif stærstu stofanna hafa á undanförnum árum aukist mun hraðar utan Bandarikjanna en innan. Þannig fjórfaldaðist velta erlendra útibúa Mc Cann Erick- son sl. áratug meðan velta höfuð- bólsins gerði ekki nema að tvö- faldast. útvörður heimsvalda- stefnunnar Þessi þróun er náskyld þeirri staðreynd að á sjöunda áratugn- um jukust beinar fjárfestingar bandariskra auðhringa úr 32 mil- jörðum dollara i 78 miljarða. Þetta sýnir best hvert er raun- verulegt hlutverk auglýsingaris- anna bandarisku: að ryðja braut- ina — „mýkja hugina” — fyrir iiinreið bandariskra auðhringa og bandariskrar framleiðslu i efna- hagslif annarra landa og heims- álfa. Með öðrum orðum: auglýs- ingastofurnar eru nokkurs konar blaðafulltrúar auðhringanna. Ferill stofanna styður þessa fullyrðingu. Mc Cann Erickson var i upphafi deild i oliuhring Rockefeller ættarinnar, Standard Oil Company, þ.e. sú deild sem sá um almannatengsl (public re- lations) en var klofin frá fyrir- tækinu þegar þvi var skipt upp. J. Walter Thompson opnaði fyrsta útibú sitt erlendis i London árið 1923 að beiðni Libby’s sem hugð- ist selja englendingum niður- soðna ávexti. Útibúin i Kanada, Indlandi, Astraliu, Suður-Afriku, Belgiu, Frakklandi, Argentinu, Brasiliu og Uruguay sem öll voru stofnsett undir lok þriðja áratugs- ins voru bein afleiðing af útþenslu fyrirtækja eins og General Mot- ors, Ford, Gillette, RCA, Kellogs og Procter & Gamble. Að sporna við marxisma Eins og allir þekkja frá Chile eru auðhringarnir ófeimnir við að blanda sér i stjórnmál hinna ýmsu landa ef hagsmunum þeirra er ógnað af róttækum stjórnum og umbótamönnum. I Chile skipulögðu bandariskir auðhring- ar með aðstoð bandarikjastjórnar og CIA efnahagslegt öngþveiti i landinu i þeim tilgangi að bola Al- lende frá völdum. En það hefur minna farið fyrir frásögnum af þvi hvernig auglýsingastofunum var beitt i þvi skyni að æsa upp al- menningsálitið i heiminum og Chile gegn alþýðustjórninni. 1 forsetakosningunum árið 1970 skipuiagði J. Walter Thompson kosningabaráttu Jorge Ales- sandri sem var fulltrúi svartasta afturhaldsins i landinu og jafn- framt hinna erlendu auðhringa. 1 júli og ágúst rak fyrirtækið mikla móðursýkisherferð i landinu i þvi skyni að „koma i veg fyrir kosn- ingu frambjóðanda marxista” eins og það var orðað. Kostnaður- inn var greiddur af koparhringn- um Anaconda. Eftir kosningarn- ar var JWT bannað að starfa i landinu þótt fyrirtækið bæri höfuð og herðar yfir aðra auglýsendur i landinu og velti 4.5 miljónum dollara á ári. Stuttu siðar varð Anaconda einnig að hrökklast úr landi þegar koparnámurnar voru þjóðnýttar. En JWT var ekki á þvi að gef- ast upp. Áður en það kvaddi kom það öllum sérfræðingum sinum, 80 að tölu, fyrir ýmist á fjölmiðl- um hægriaflanna eða við banda- riska sendiráðið. Fyrirtækið fói innlendri auglýsingastofu að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Þessi sama auglýsingastofa sá um allar auglýsingar fyrir aftur- haldsblaðið E1 Mercurio sem var i fararbroddi fyrir áróðursher- ferðinni gegn Allende og stjórn hans. Auglýsingastofan var sá milliliður sem kom áleiðis til réttra aðila þvi fé sem auðhring- arnir og bandariska sendiráðið eyddu i áróður gegn Allende. Samræmd,alþjóöleg áróðursherferö t leyniskjölum ITT sem siðar voru gerð opinber kom fram að blaðafulltrúar hringsins höfðu skipulagt nákvæmlega hvernig styðja ætti við bakið á Mercurio og öðrum afturhaldsfjölmiðlum, m.a. með þvi að tíæla i þá auglýs- ingum, styrkja þá með beinum fjárframlögum og troða réttum mönnum að við rikisfjölmiðlana. Einnig var USIS látið dreifa leið- urum Mercurio um alla Suður- Ameriku og til Evrópu. 1 einu bréfinu segir ennfremur orðrétt: — ...að við reynúm i krafti sam- banda okkar i Evrópu að fá helstu stórblöð Evrópu til að fjalla um þá ringulreið sem valdataka Al- lendes og co. mun leiða yfir land- ið. Eftir að JWT var rekið úr landi tók Mc Cann Erickson að sér að „móta almenningsálitið” i Chile. Með auglýsingaherferðum, föls- uðum skoðanakönnunum o.þ.h. reyndi fyrirtækið að æsa almenn- ing til andstöðu við þjóðnýting- arnar. Þessar herferðir áttu stærstan þált i að draga yfir- og millistéttarkonur Santiago út á göturnar með potta sina og pönn- ur. Eftir valdarán Pinochet-klik- unnar tókust miklir kærleikar milli hennar og auglýsingastof- anna sem gáfu herforingjunum ýmis holl ráð um það hvernig ætti að lama mótstöðuafl alþýðunnar með sálfræðilegum hernaði. Mc Cann Erickson og USlS starfa nú náið saman að þvi að hjálpa Pino- chet við að „eyða marxismanum i hugum chilena” og vinna þá til liðs við það „nútima lýðræði” sem verið er að koma á i landinu. Frá þvi i nóvember 1973 fram i febrúar 1974 sjöfölduðust útgjöld til auglýsinga i landinu þrátt fyrir að efnahagsástandið væri mörg- um sinnum verr á sig komið en fyrir valdaránið. Vinir Nixons Afskipti auglýsingastofanna af stjórnmálum i auðvaldsheimin- um eru ekki eins opinská en engu siður athyglisverð. Heilar bækur hafa verið skrifaðar um það hvernig auglýsingamenn „seldu” bandarisku þjóðinni forsetann Nixon. En það hefur ekki farið eins hátt að þrir af nánustu sam- starfsmönnum hans i Hvita hús- inu voru um leið háttsettir starfs- menn J. Walter Thompson. Þess- ir menn voru Robert Haldeman, sérstakur ráðgjafi forsetans, Ron Ziegler blaðafulltrúi hans og Harry Treleaven, ráðgjafi Nixons um pólitiskan áróður. Einn af for- stjórum JWT, Dan Seymor, er einn valdamesti meðlimur Council for Foreign Relations sem er ráðgjafarstofnun forset- ans i utanrikismálum og starfar við hlið utanrikisráðuneytisins. Það færist æ meir i vöxt að aug- lýsingastofu sé falið að reka kosn- ingabaráttu fyrir hægriöfl hinna ýmsu auðvaldslanda, En það er ekki nóg. Stofurnar taka einnig æ meiri þátt i að móta beinlinis stefnu rikisstjórna, i utanrikis- málum fyrst og fremst. Þannig hafa bandariskar auglýsingastof- ur oft lagt fram tillögur að þvi hvernig Bandarikin eigi að haga sér gagnvart öðrum löndum i þvi skyni að vinna sér traust i þeim. Sumar hafa gengið svo langt að leggja til nýja „Marshall-áætlun á sviði hugmyndanna”. Það er þvi margt til i þvi sem segir i grein Kommentars sem þessi er byggð á: auglýsingastof- urnar stefna að þvi að verða nokkurs konár „utanrikisráð- herrar” heimsvaldastefnunnar. —ÞII

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.