Þjóðviljinn - 04.01.1976, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. janúar 1976.
Umsjón: Viiborg Harðardóttir.
Bókmenntatillegg kvennaársins:
„Flest
bókmennta-
verk eru
skrifuð af karlmönn-
um fyrir karlmenn”
Kvenlýsingar og raunsæi
Helga Kress
herjar formúlu sem hægt sé að
láta bækurnar ganga upp i, enda
tekur Helga það sjálf mjög skýrt
fram, að sjá verði verkin i ljósi
tegunda sinna og tima og hvert
þeirra kalli á sina aðferð. Hún út-
skýrir að með kvenlýsingum eigi
hún ekki aðeins við lýsingar á út-
liti og athöfnum kvenna og hlut
þeirra i framvindu verksins,
heldur einnig það viðhorf til
kvenna sem það i heild tjáir,
meðvitaða eða ómeðvitaða
höfundarafstöðu þess. Og raunsæi
segist hún nota i marxiskri merk-
ingu um þann eiginleika listar að
skyggnast undir yfirborð hlut-
anna og draga fram og sýna sam-
félagsleg tengslþeirra og orsakir.
Þar styðsthún við kenningar þess
sama Georgs Lucacs, sem
Vésteinn skrifaði um og heldur
sér við þær tvær grundvallarkröf-
ur hans, að til þess að verk teljist
raunsætt verði það bæði að sýna
hið dæmigerða við mannlegtlif og
jafnframt heild þess. Er hið
dæmigerða þá samruni þess al-
menna og einstaka i persónu-
lýsingum og atburðarás, en
heildarhugtakið lýtur að þeirri
samfélagsmyndsem verkið dreg-
ur upp.
Til þess að hægt sé að tala um
raunsæi i kvenlýsingum
samtimabókmennta, verður að
gera sér grein fyrir, hver sé hin
Er konum lýst i samræmi við
veruleikann? Beinir verkið erindi
sinu til beggja kynja jafnt?
Þetta cru þær tvær grund-
vallarspurningar sem alltaf má
spyrja og ganga útfrá við könnun
á stöðu og hlutverki kvenna i bók-
menntum, þótt hvert verk kalli
siðan á slna aðferð eftir aðstæð-
um, segir Helga Kress bók-
menntafræðingur i grein sinni
„Kvenlýsingar og raunsæi” i nýj-
asta Skirni, tímariti Hins is-
lenska bókmenntafélags, 1975.
Einsog fyrirsögnin ber með sér
fjallar grein hennar um samband
kvenlýsinga og raunsæis og hún
bendir á, að þótt könnun á stöðu
kvenna i bókmenntum miði fyrst
og fremst að vitneskju um konur
fyrr og siðar og jafnframt að
skilningi á raunveruiegri stöðu
þeirra — og sé þannig liður i
þeirrí vitundarvakningu sem er
forsenda jafnréttis — opnist
einnig með henni ein leið að veru-
leikaskynjun höfundar, og
þarmeð raunsæi verksins í heiid.
Helga skrifar grein sina með
hliðsjón af bók Vésteins Lúðviks-
sonar, Gunnari og Kjartani, sem
fær vægast sagt lélega einkunn i
þessu ljósi, en sjálfsagt hefðu is-
lenskir samtimahöfundar upp tii
hópa, með örfáum undantekning-
um þó, fengið sömu útreið eða
verri, hefðu einhverjir aðrir verið
valdirtil slikrar gegnumlýsingar.
Helga Kress hefur orðið fyrst til
þess hér á landi að gera úttekt á
stöðu og hlutverki kvenna i bók-
menntum, en sú grein innan
bókmenntafræðinnar hefur risið
með kvenfrelsishreyfingu siðustu
ára, einsog hún getur i upphafi
þessarar skirnisritgerðar sinnar,
sem enginn sem áhuga hefur á
jafnréttismálum ætti að láta
framhjá sér fara. Ég ætla að
ganga svo langt að fullyrða að
þetta sé langathyglisverðasta
bókmenntalega tilleggið til is-
lenskrar jafnréttisbaráttu sem
fram kom á þvi margrómaða
kvennaári 1975 og raunar hið eina
sinnar tegundar á þrykki, þótt
fleiri einstaklingar og starfshóp-
ar hafi verið með tilraunir i þessa
átt. Sérstaklega ánægjulegt er
hve vel unnin og vönduð grein
Helgu er, þannig að mas. þeir
sem eru á öndverðum meiði i
jafnréttismálunum verða að
beygja sig fyrir bókmenntalegu
rökunum.
Ekki er ástæða til að rekja hér
nákvæmlega umsögnina um
Gunnar og Kjartan, en eftir að
Helga hefur dregið fram það
kvenviðhorf sem liggur til grund-
vallar kvenlýsingum bókarinnar
og sýnt framá afleiðingar þess
fyrir raunsæi sögunnar verður
niðurstaðan svohljóðandi:
„Hvað varðar hlutverkaskipt-
ingu kynja i þjóðfélaginu viður-
kennir Vésteinn Lúðviksson þá
borgaralegu hugmyndafræði sem
hann annars ræðst gegn. t bók
hans er konum hvorki lýst i þjóð-
félagslegu samhengi né sem hlut-
um i þjóðfélagsheild. Hana vant-
ar heildarsýn, og i henni er engin
dæmigerð kvenpersóna. Höfund-
ur gerir sér ekki grein fyrir að um
stéttaskiptingu þjóðfélagsins
verður ekki fjallað án kynskipt-
ingar þess, og sú þjóðfélagsmynd
sem hann gefur getur þvi ekki
orðið annað en röng.
Raunsæi i kvenlýsingum er þvi
forsenda fyrir raunsæi bók-
menntaverks i heild, alveg eins
og vitund um raunverulega stöðu
kvenna i þjóðfélaginu er forsenda
réttrar þjóðfélagsgreiningar.”
Hversvegna Gunnar og
Kjartan?
Nú má spyrja hversvegna
greinarhöfundur hafi einmitt val-
ið bók Vésteins Lúðvikssonar til
þessarar úttektar, en ekki ein-
hverja aðra, og hún svarar þvi
reyndarr
„Gunnar og Kjartan er að
mörgu leyti vel fallin til könnun-
ar. Hún fjallar um samtimann og
er samin á árum þegar miklar
umræður um stöðu kynjanna eiga
sér stað á íslandi, einnig á
bókmenntalegu sviöi. Hún er löng
og efnismikil, með fjölda persóna
og breiða umhverfislýsingu. Og
ekki sist er hún forvitnileg fyrir
þær sakir að hún er samin af ung-
um sósialiskum höfundi sem bæði
i ræðu og riti deilir hart á
borgaralegt þjóðfélag, og að-
spurður myndi efalaust telja sig
hlynntan jafnrétti kynjanna. A
hinn bóginn má svo af þessari bók
einnig fá vissa mynd af þvi, hvað
islenskir bókmenntagagnrýnend-
ur leggja upp úr kvenlýsingum
við mat á bókmenntum. En
Gunnari og Kjartani var yfirleitt
ákaflega vel tekið i blaðadómum,
og árið 1974 var hún lögð fram
sem önnur af tveimur bestu is-
lensku bókum til bókmenntasam-
keppni Norðurlandaráös.”
Einnig bendir Helga á, að á
sama tima og Vésteinn er að
skrifa Gunnar og Kjartan birtir
hann grein i Timariti Máls og
menningar um „Georg Lukacs og
hnignun raunsæisins”, þar sem
fram kemur, að hann aðhyllist
raunsæi i skáldskap og hefur með
Gunnari og Kjartani ætlað sér að
skapa raunsætt verk, einsog
Helga leiðir rök að. Höfuðminni
sögunnar skilgreinir hún sem
einslakling og samfélag og segist
þvi leggja megináherslu á að at-
huga hvernig sambandi kvenna
við þetta höfuðminni sé varið, og
hver sé hlutur þeirra i samfélags-
mynd sögunnar.
Aðferðirnar
Aður er getið þeirra tveggja
grundvallarspurninga sem ganga
má útfrá við slika könnun, en
fróðlegt er að kynnast vinnu-
brögðum Helgu við úttektina nán-
ar, þótt ekki beri að taka það sem
hér er rakið sem einhverja alls-
raunverulega staða kvenna i
þjóðfélaginu sem miðað skal við,
segir Helga, og tekur til fyrir-
myndar skilgreiningu Juliet
Mitchell á stöðu kvenna i
borgaralegu þjóðfélagi i bókinni
„Woman’s Estate”. En
samkvæmt henni ákvarðast lægri
staða kvenna af fjórum höfuð-
þáttum: framleiðslunni, æxlun-
inni, kynferði og barnauppeldi.
1 þessu sambandi bendir hún á
það m., að flest bókmenntaverk
eru „skrifuð af karlmönnum fyrir
karlmenn. Karlmenn eru
gerendur bæði i atburðalýsingum
og atburðarás. A konur er litið
meö augum karlmanna, þeim er
lýst I afstöðu við þá, þær eru þol-
endur og þiggjendur. Þannig hafa
bókmenntir stuðlað að hefð-
bundnum viðhorfum til hlutverks
kynja og til kvenna sem ,;hins”
kynsins.”
Um myndina, sem þau stöðn-
uðu viðhorf þjóöfélagsins sem
Juliet Mitchell lýsir, taka á sig i
bókmenntum visar Helga til
kenninga Pil Dahlerup i bókinni
Litterære kpnsrolier um karl-
veldismunstur („patriarkale
fiktionsmunstre) f frásögn:
„1. Aðalpersónan er karl-
maður. 2. Karlmenn eru i
meirihluta persóna. 3.
Kvenpersónur eru tengdar kyn-
lifi. 4. Viðfangsefni frásagnarinn-
ar er annaðhvort bundið við karl-
menn eina eða þvi er lýst þannig.
5. Höfuðsjónarmið eru lögð i
munn karlmanna. 6. t persónu-
Framhald á bls. 18
NÚ ÁRIÐ ER LIÐIÐ...
i tilefni nýs árs birtum við hér teikningar Kari Rolfsen úr blaði
norsku kvennahreyfingarinnar Sirene, en fyrir Jensen sinn hefur -
Jæja, þá er kvennaárið búið....
Kari fengið norsku teikniseríuverðlaunin. Og hér birtist Jensen
með kveðju til Páls Líndals og allra hinna, sem voru búnir að
hlakka svo til áramótanna.
Það er einsog cftir veikindi: Gott þegar lifið getur aftur byrjað sinn eöliiega gang.