Þjóðviljinn - 04.01.1976, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. janúar 1976.
DIÖÐVIUINN
MALGAGN SÖSlALISfrtA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skóiavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
HASKALEGT FYRIRHYGGJULEYSI
í áramótagrein sinni bendir Ragnar
Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, á
þá staðreynd að islendingar hljóti á kom-
andi árum að leggja vaxandi áherslu á
iðnað og eflingu iðnaðar. Fiskveiðar og
landbúnaður munu enda ekki taka við
fleira fólki á komandi árum og þvi verður
iðnaðurinn að taka við þvi fólki sem bætist
við.
Af hálfu núverandi rikisstjórnar hefur
hins vegar litið verið aðhafst til þess að
efla iðnaðinn og „málefni iðnaðarins ein-
kennast af stjórnleysi og forystuleysi, sem
bersýnilega mun hafa i för með sér mjög
hæga iðnþróun að öllu óbreyttu”, segir
Ragnar Arnalds i grein sinni. Hann bendir
á að islenskir iðnrekendur hafi ekki bol-
magn til þess að efna til stóriðnaðar af
neinu tagi, þess vegna verði forusta rikis-
valdsins að koma til. í þessu sambandi
vitnar Ragnar i skýrslu starfshóps Rann-
sóknaráðs rikisins um iðnaðinn, en þar
segir:
„Allt tal um ný iðnaðarfyrirtæki, er i
stofnkostnaði þurfa meira en sirka 100
milj. kr. er i dag óraunhæft án forgöngu
rikisvalds og/eða sveitarfélaga.” Um
þetta segir svo i grein Ragnars:
„Þetta er einmitt vandamál islensks
iðnaðar í hnotskurn: Vegna smæðar þjóð-
félagsins eru islenskir kapitalistar van-
máttugir að hafa forustu, en vegna póli-
tiskra fordóma er rikisvaldinu fyrirmun-
að að gegna forystuhlutverki nema i und-
antekningartilvikum. Niðurstaðan verður
sú að hvorki einkaaðilar né opinberir aðil-
ar hafa frumkvæði um iðnaðaruppbygg-
ingu sem eitthvað munar um.”
Siðan bendir Ragnar á, að hægri öflin
sjái það helsta lausn á þessu augljósa
vandamáli að leita á náðir erlendra auð-
hringa um uppbyggingu iðnaðar. Hann
nefnir siðan dæmi um fjölmarga þætti is-
lensks iðnaðar, sem hér mætti byggja upp
undir forustu rikisvaldsins, en nú er rikj-
andi af hálfu núverandi rikisstjórnar al-
gert stefnuleysi i málefnum iðnaðarins.
En það er ekki einasta i almennum iðn-
aði sem ekkert bólar á athöfnum af hálfu
núverandi rikisstjórnar. Raforkumálin
eru annað dæmi um stefnuleysi núverandi
rikisstjórnar, frámkvæmdir við Sigöldu
og Kröflu voru ákveðnar i tið vinstri-
stjórnarinnar. Hið sama er að segja um
byggðalinuna, sem hefur tafist um langt
skeið vegna sleifarlags yfirvaldanna. Það
verkefni sem nú stendur mest á i raforku-
málum er uppbygging dreifiveitna og
undirbúningur að rafhitun húsa. 1 þeim
efnum er litið aðhafst sem marktækt er og
stjórnleysið einkennir allar æðstu stofnan-
ir sem frumkvæðið eiga að hafa.
Skipulagsleysið i okru- og iðnaðarmál-
um, sem Ragnar Arnalds fjallar um i
grein sinni, er aðeins eitt dæmið af mörg-
um þar sem kreddurnar eru látnar ákveða
ferðina fram yfir skynsemina. Glórulaust
ofstæki ihaldsins og framsóknar i trú
hægri flokkanna á einkaframtakið sem
lausn allra vandamála verður til þess að
ekkert er aðhafst til þess að efla islenskan
iðnað og til þess að tryggja að islendingar
geti staðið á eigin fótum sem sjálfstæð
þjóð.
Hið alvarlegasta við þá vanrækslu sem
hefur einkennt afstöðu núverandi rikis-
stjórnar i iðnaðarmálum er þó það að með
henni er verið að grafa undan trúnni á eig-
in atvinnuvegi um leið og grundvöllurinn
fyrir atvinnulifinu i framtiðinni er veiktur
mjög stórlega sem aftur kallar á erlenda
stóriðju eins og álverksmíðjuna ef núver-
andi rikisstjórn verður viðvöld öllu lengur.
Vanrækslan i iðnaðarmálum kemur
ekki niður á landsmönnum i dag eða á
morgun, hún kemur niður á landsmönnum
öllum og lifskjörum þeirra eftir nokkur ár.
Það fyrirhyggjuleysi sem hefur ein-
kennt meðferð Gunnars Thoroddsens i
iðnaðarmálum getur þvi orðið þjóðinni
háskalegt er fram liða stundir. — s.
VÍSINDI,
TRÚGIRNI,
GABB
Trúgirni fólks er firnafróölegt
viöfangsefni, og þá er ekki hvað
sist skemmtilegt aö fylgjast með
þvi, hvernig trúgirni þessi breyt-
ist eftir ýmsum aöstæðum i sam-
félaginu. Enn i dag er I góðu gengi
trú manna á fyrirboða ýmis--
konar, happatölur eöa óhappa,
möguleika á að hafa áhrif á at-
burði með einhverskonar hvitum
eða svörtum galdri. En þeir sem
telja sig yfir slíkt hafna og kaila
þetta úr sér gengna hjátrú
reynast ekki sterkir á svellinu
þegar á reynir. Ekkert er
algengara en menn taki fyrir-
varalaust trúaniegar allskonar
tröllasögur ef þær eru aðeins
færðar i réttan búning. Og sá
„rétti” búningur nú um stundir er
visindin.
Ekkert hefur reynst blöðum
sem ætla að sprella eitthvað
fyrsta ciiril notadrýgra en einmitt
tilbúnar fréttir úr heimi visinda
og tækni. Skulu nú rakin nokkur
dæmi um þessháttar samsetning
mönnum til tilbreytingar á nýju
ári.
Tunglið og
aðdráttaraflið
Þann fyrsta april árið 1835 til-
kynnti blaðið New York Sun að
tveir þekktir visindamenn —
stjarnfræðingurinn Gershel og
ljósfræðingurinn Brewster hefðu
eftir mikið starf fundið upp sjón-
auka sem væru svo öflugur að sjá
mætti með honum fólk á tunglinu
og ef til vill lifandi verur á öðrum
hnöttum. Hins vegar heföu vis-
indamenn þessir ekki handbært fé
til að smiða svo voldugan sjón-
auka. Frétt þessi vakti mikla
hrifningu og allmargir gerðu sig
liklega til að leggja fé i púkkið —
aðrir visuðu hinsvegar af miklum
móði á rlkissjóð.
Þann fyrsta april 1877 skýrði
þýska timaritið Daheim frá
manni sem fundið hefði upp að-
ferð til að draga úr aðdráttarafli
jarðar. Uppfinningamaður þessi
gekk sig inn i fyrirtækið Borsig,
lýsti uppgötvun sinni og bað um
einhvern þungan hlut. Honum var
fengið málfnstykki sem var um 50
kg að þyngd. Dró hann þá upp úr
vasa sinum tvö virkefli, vatt hann
ofan af öðru þeirra og vafði virn-
um utan um málmstykkið.
Endann á virum festi hann við
hitt keflið. Eftir þetta, sagði blað-
ið, dró hann stykkið upp án
minnstu fyrirhafnar. Tilraun
þessa endurtók maðurinn i viður-
vist fulltrúa hers og flota. Hann
krafðist siðan þriggja miljón
marka fyrir visdóm sinn, en
þegarhonum var neitað hélt hann
til Englands á skipi. En sem betur
fer fyrirstöðu Þýskalands i heim-
inum grandaði vitisvél skipi
þessu áður en breska ljónið fengi
þetta merka leikfang i hendur.
Járnmaðkur
Þann fyrsta april 1866 tilkynnti
þýska blaðið Westdeutsche
Volkszeitung mikil tiðindi og ill.
Á vissum járnbrautarspotta i
grennd við útgáfuborg blaðsins
fundu menn i brautarteinunum
skuggaleg göng svipuð þeim og
trjámaðkur skilur eftir sig i viði.
„Jámormur” þessi, sem blaðið
kallaði svo, stefiiir i voða stál-
mannvirkjum allskonar! Nokkru
siðar komst visindamaður einn
tiltekinn i Berlin að þvi, að skað-
valdur þessi var maðkur einn,
sem leysti upp stál með úrgangs-
efnum þeim sem aftur úr honum
gengu. Haft er fyrir satt að fleiri
en einn eða tveir efnafræðingar
hafi velt fyrir sér ráðum til að
drepa maðk þennan áður en blað-
ið sprakk á þessu april-limmi.
Timarnir breytast og april-
gabbið með. Árið 1960 hélt austur-
þýska blaðið Neue Berliner Illu-
strierte upp á fyrsta april með
þvi að skýra frá niðurstöðum
röntgenlýsingar á hinum fræga
helgidómi múhameðsmanna,
„svarta steininum” sem geymd-
ur er i musterinu Kaaba i Mekka.
A röntgenmyndinni (sem að sjálf-
sögðu fylgdi með i timaritinu)
VÍSINDI OG
SAMFÉLAG
kom greinilega fram, að inni i
steininum lá beinagrind ein-
hverskonar mannveru og við hlið
hennar óskiljanleg áhöld úr
málmi. Eins og kunnugt er þá er
„svarti steinninn” loftsteinn sem
einhverntima fyrir löngu féll á
jörðu niður. Rannsóknin leiddi i
ljós, sagði blaðið, að inni í loft-
steininum væru geymdar leifar
fulltrúa annarlegrar menningar
útan úr geimnum.
Að sjálfsögðu hafa margir
aprilgabbarar einmitt þennan
steinin klappað: geimfarar, gest-
ir frá öðrum hnöttum. Arið 1974
birti mjög alvarlegt timarit,
„Naturwissenschaftliche Rund-
schau” i Vestur-Þýskalandi grein
i aprilhefti sinu, þar sem sýnt var
fram á, að á forsögulegri vegg-
mynd i Nerchahelli á Spáni (sem
venjulega er kölluð Höfrungurinn
fráNercha) sé alls ekki höfrungur
Heldur örsmár partur af vissri
tegund einfrumunga sem á sum-
um málum er kölluð „inniskór-
inn”. Einfrumungur þessi er svo
smár að hann sést aðeins i full-
kominni smásjá. Til samanburð-
ar var mynd af veggmyndinni
fomu og svo mynd af einfrum-
ungnum, tekin i smásjá. Höfund-
ar samantektar þessarar sögðu,
að ekki gæti leikið vafi á þvi, að
þetta svæði jarðar hefði verið
heimsótt af skyni gæddum verum
utan úr geimnum og væri teikn-
ingin minjar um veru þeirra hér á
jörðu. Greinin var að öllum
frágangi á borð við „ekta” vis-
indaritsmiðar og jafnvel nokkrir
liffræðingar létu blekkjast.
Sama ár birti timaritið Jugend
und Technik frétt um árangurs-
rikar tilraunir með smátt tæki,
sem tekur við rafsegulbylgjum
frá heilanum. Getur tæki þetta
sýnt eiganda þess svart á hvitu
hvort milli hans og manns þess
sem hann er að tala við hefur tek-
ist gagnkvæm samúð og skilning-
ur eða ekki.
(áb endursagði eftir Naúka i
Zhizn).