Þjóðviljinn - 04.01.1976, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. janúar 1976.
Nálægt áramótum halda
menn áfram að tala um
bókaútgáfu á íslandi, og
eru eins og áður jafnhissa
á því, að hún skuli ekki
vera minni en i fyrra eða
hitteðf yrra.
Og eins og áður eru
hafðar uppi nokkrar
harmatölur um það, hve
laklegt hlutfall sé á milli
góðra bóka og vondra sem
út koma. Það er líka spurt
að því, hver beri ábyrgð á
þeim fjanda. Útgefendur?
ver&ur að gera með miklum
fyrirvara. Sumir útgefendur, t.d.
Mál og menning, hafa að mestu
forðast skrum á kápum bóka.
Margir höfundar forðast að leyfa
slikt — þótt til séu þeir islenskir
höfundar, sem ekki kunna að
meta nein önnur skrif um sig en
þau, sem aðstandendur útgáfunn-
ar hafa sett á kápur bóka þeirra.
Annars er það yfirleitt regla að
mest er skrumað þegar kynntar
eru metsölulegar þýddar bækur.
Að þvi er varðar varnir gegn
þessu moldviðri, þá verður að
segja þá sögu eins og er, að blaða-
menn og fréttastjórar gæta sin
ekki nærri nógu vel á þvi, að
Sigurför
skrumsins
Eða gagnrýnendur? Eða
þá rithöfundar sjálfir?
Þetta mál skulum við fjasa
svolitið um meö tilvisun til
þriggja skrifa nýlegra. Greinar
ólafs Hauks Simonarsonar i
Þjóðviljanum 21. des. Reykjavik-
urbréfs Matthiasar i Morgun-
blaði 14. des. Og ritdóms eftir
Jónas Guðmundsson um skáld-
sögu Snjólaugar Bragadóttur i
Timanum 21. des.
Grafast i skriðu
Bæði Ólafur Haukur og
Matthias eru nokkuð sárir út af
þvi, að útgefendur drekki öllu
„heilbrigðu mati” á bókum,
þurrki út mun á ómerkum og
merkum bókmenntum sem
„grafast i þessa skriðu heimsku-
legra slagorða” (Ól. H.) um
„endemisrusl” sem „bannsettir
hasarbókaútgefendur” senda frá
sér. Ólafur Haukur fordæmir
mjög auglýsingastarfsemi útgef-
enda sem dásami og prisi djöfuls
rusl. Matthias er hinsvegar tvö-
faldur i roðinu, enda finnur hann
á sér að það passar varla að
skamma auglýsingastarfsemi
sem slika i höfuðmálgagni kaup-
sýslunnar. Hann reiðist þvi
„skrumi á bókakápum og i frétta-
tilkynningum” sem kemur frá út-
gefendum og bætir við „þetta á
heima i auglýsingum en hvorki i
fréttatilkynningum né kynn-
ingu”.
Skrumið
Þarna beit Matthias reyndar i
skottið á sér. Ef við sláum þvi
föstu að ábyrgðarlaust skrum um
bækur sé skaðlegt, þá verða menn
fyrst og fremst að hafa hugann
einmitt við auglýsingastarfsem-
ina sjálfa. Það er gagnvart henni
að almenningur er hvað varnar-
minnstur. Sá sem hlustar á fólk á
bókabúðarölti fyrir jól kannast
mætavel við setningu sem þessa:
„Hún er svo mikið auglýst þessi”.
Og það dugar lygilega oft til að
ráða úrslitum um bókarval. Aug-
lýsingastarfsemin er miklu fyrir-
ferðarmeiri en fréttaflutningur af
bókum, að maður tali nú ekki um
gagnrýni, sem i praxis fjallar
varla um mikið meira en skárri
hlutann af frumsömdum bókum.
En það er semsagt lika skrum
að á bókakápum og i fréttatil-
kynningum. Og auðvitað bera út-
gefendur ábyrgð á þvi skrumi.
Hér skal um leið strax minnt á þá
staðreynd, að það er ekki hægt að
setja útgefendur undir einn hatt
frekar en t.d. rithöfunda eða
gagnrýnendur. Allar alhæfingar
sjálfshól bókaframleiðendanna
smjúgi ekki inn i það sem heila á
fréttamennska um bækur.
Arfi og ilmgresi
Og þá er komið að gagnrýnend-
um blessuðum. Matthias hefur
áhyggjur af þvi að þeir fuglar
ruglist á „arfa og ilmgresi. Þeim
veröur oft hált á svellinu, stund-
um vegna pólitiskrar þröngsýni,
en einnig mannlegrar skamm-
sýni”. Meðal annars, segir hann,
taka þeir þátt i þeim leik, að „ó-
merkileg verk eru hafin til skýj-
anna”. Ólafur Haukur er sýnu
harðorðari. Hann segir gagnrýn-
endur fara „andskoti hratt yfir
sögu” og stunda þann banditta-
hátt að „lepja upp flest það sem á
markaðinn kemur hrátt eða soð-
ið”. „Ég veit ekki betur en allir
aðrir listgagnrýnendur liti á það
sem sjálfsagðan hlut að velja og
hafna — veri það myndlistarsýn-
ingar, tónleikar eða leiksýningar.
Hvi skyldu bókmenntagagnrýn-
endur ekki lika velja og hafna?
Er ekki ástæða til að krefjast á-
kveðins hugrekkis af þeim, gildis-
mats varðandi þær bækur sem
eru tiundaðar. Það virðist að
minnsta kosti ástæða til að
staldra meira við þær, sem eru
einhvers virði i islensku sam-
hengi, leggja áherslu á bækur
sem eru forvitnilegar sem til-
raunir eða niðurstöður, en láta
það léttvægara og þýdda ruslið
biða, að minnsta kosti þar til eftir
jól. Hvi i ósköpunum þarf að
skrifa ritdóm um spennusögu
eftir Alistair McLean? Það er bú-
ið að þýða 17 bækur eftir hann á
islensku. Þær eru allar eins,
skrifaðar eftir uppskrift...”
Velja og hafna
Fyrst er að skoða nokkurn mis-
skilning hjá Ólafi Hauki. Það er
ekki rétt, að bókmenntarýnar
geri minna af þvi að „velja og
hafna” en aðrir listgagnrýnend-
ur. Þeir sem skrifa um leiklist
eða tónlist hafa venjulega á sér
þann kross að skrifa um allar
leiksýningar og tónleika i höfuð-
staðnum eða svo gott sem. Bóka-
rýnar velja reyndar meira en
aðrir. Spurt er hvaðþeir velja til
meðferðar. Svörin eru jafnmörg
og þeir sjálfir. Halldór á Kirkju-
bóli skrifar mikið um ævisögur
ýmiskonar og það sem kallaður
er þjóðlegur fróðleikur. Ólafur
Jónsson hefur fyrst og fremst
reynt að afgreiða nýjar islenskar
skáldsögur. O.s.frv. Og að þvi er
kaila eins og Alistair McLean
varðar, þá er það alveg rétt, að
þeirskrifa eftir formúlu sem litið
breytist. Þess vegna er ekki brýnt
að fjalla um einstakar bækur úr
þeim flokki. En hitt getur verið
meira en nauðsynlegt að skoða
einmitt formúlur reyfarahöf-
unda, reyna að fræða lesendur á
aðferð þeirra og kenna þeim á-
róður um menn og málefni og
þjóðir, sem þeir i raun lauma að i
bland við sinn hasar. Það er ekki
til svo ómerkileg bók að ekki sé
unnt að skrifa um hana merkilega
úttekt, séu hlutirnir skoðaðir i
stærra samhengi.
Umsagnir
Sem fyrr er tuggið eru gagn-
rýnendur svo sundurleitur hópur
að flestar alhæfingar um þá eru
lygimál. En engu að siður ætti
þeim að vera öllum skylt að virða
það sjónarmið að fyrst af öllu beri
að „staldra við þær bækur sem
eru einhvers virði i islensku sam-
hengi, leggja áherslu á bækur
sem eru forvitnilegar sem til-
raunir eða niðurstöður”. Þegar á
heildina er litið skal það viður-
kennt, að jafnvel þeir gagnrýn-
endur sem leggja mesta vinnu i
verk sitt vinna ekki nógu mark-
visst einmitt að þessu. Brýna ekki
nógsamlega fyrir mönnum þá
einföldu staðreynd, að 2—3 ágæt-
ar og 6—8 góðar bækur eru góð
ársuppskera á Islandi og beina
athyglinni að þeim.
Það er lika ljóst, að svo og svo
mikið af skrifum um bækur eru
fólgin i þvi, ef ekki beinlinis að
„hefja ómerkileg verk til skýj-
anna” (Matthias) þá að minnsta
kosti sýna þeim mikla vægð og
miskunn. Um þetta dugir ekki að
fjasa nema að nefna dæmi. Við
höfum á undanförnum árum get-
að skemmt okkur við mörg slik,
einmitt á siðum Morgunblaðsins
þegar heimilismenn þar og fasta-
gestir úr hópi rithöfunda taka sér
sleifar i hönd og maka hver annan
af mikilli natni i sultu gagn-
kvæmrar hrifningar (svonefnd
„hringekja ástarinnar”). Og ný-
legt dæmi i sömu veru er einmitt
ritdómur Jónasar Guðmundsson-
ar i Timanum sem áður var
nefndur. Jónas, sem rétt i þessu
var að komast að þeirri niður-
stöðu i leikdómi, að Bertolt
Brecht væri mesti ruglukollur,
fær vart vatni haldið af hrifningu
yfir nýrri bók Snjólaugar Braga-
dóttur. Bækur Snjólaugar eru
reyndar nær samtiðarveruleika
eri margt af þeirri yfirspenntu af-
þreyingu sem áður var hér á inn-
lendum metsölulista. En að segja
um bók eins og „Holdið er torvelt
að temja”, sem er ósköp litið á-
feng hvitvinsblanda, að hún sé
„skrifuð af leiftrandi fjöri og
þekkingu á lifi fólksins sem hún
fjallar um” og annað i þeim dúr
— það er blátt áfram tilræði við
skynsemi og smekk. Ekki sist
þegar Jónas lætur mjög að þvi
liggja að bækur Snjólaugar séu
ósköp svipaðar og vandaðasta
skáldsaga ársins, Eftirþankar
Jóhönnu eftir Véstein Lúðviks-
son. Þetta er ekki hvað sist byggt
á þeirri merkilegu forsendu sem
Jónas gefur sér, að milli bóka
sem seljast vel sé óhætt að setja
jafnaðarmerki að öðru leyti.
Djöfuls
sérf ræðingarnir
Ég hefi satt að segja ekki mikla
trú á þvi að gagnrýni, góð eða ill,
hafi mikil áhrif á bókamarkað á
Islandi. En skrif sem þessi um-
sögn i Timanum, og eru alls ekki
einsdæmi, draga þó enn úr mögu-
leikum gagnrýni til að hafa ein-
hver skynsamleg áhrif. Jónas
Guðmundsson er nefnilega einn
af þeim rithöfundum, sem vinna i
reynd að þvi að grafa undan öllu
þvi sem heitir viðleitni til að
leggja sæmilega skynsamlegt
mat á bókmenntir hér á landi.
Hann notfærir sér gamalkunna
dylgjuaðferð um þessí mál segj-
andi t.d. „Sú kenning að það eitt
sé góðar bókmenntir, sem enginn
vill heyra né sjá nema örfáir sér-
fræðingar, virðist nú vera gengin
sér til húðar. Andstæðan, sem tiL
skamms tima hefur borið hið
niðrandi heiti afþreyingarbók-
menntir virðist nú vera að ná sér
á strik og jafnágætir höfundar og
Vésteinn Lúðviksson og Jökull
Jakobsson hafa látið sig hafa það
að taka ekki við hreinum for-
skriftum úr kölkuðum hvelfing-
um sérfræðinganna”.
Vá, fjörið mar, segja krakkarn-
ir.
Grinið er það, að enginn hefur
haft i frammi þessa einkennilegu
sérfræðingakenningu sem Jónas
Guðmundsson ætlar sér að stúta.
(Eða' meinar hann kannski þá
einföldu staðreynd að vinsældir
og gæði eru ekki einn og sami
hluturinn?). Það væri a.m.k.
gaman að sjá Jónas benda á þann
kennimeistara. Það eina sem er
rétt i þessu tali er að Vésteinn og
Jökull Jakobsson hafa reyndar
notfært sér ýmsar uppákomur
skemmtisögunnar — en það hefur
enginn haft hið minnsta við það
að athuga svo ég viti til. Enda veit
það hver asninn að morð eða
skothvellir lyfta ekki bók af sjálfu
sér, né heldur sökkva þeir henni
— öllu skiptir hvernig með er
farið. Andstæðingarnir skelfilegu
i hinum kölkuðu hvelfingum eru
semsagt ekki til. En það skiptir
Jónas og hans nóta ekki máli —
hann hefur rétt enn einu sinni
hamrað á þvi, að þessir djöfuls
„sérfræðingar”, andskotans
„sjálfskipaðir menningarvitar’’
eru illfygli hin mestu sem þægi-
legt er að kenna um flestan
vanda: „Hinn harði massi, þjóðin
og skáldin, hefur verið brotinn i
tvennt á hné sérfræðinganna,”
segir hann.
Skuggabox
Þetta er semsagt eitt af mörg-
um dæmum um það, að verið er
fyrirfram að lýsa frati á öllu sér-
hæfðu mati á bókum, „arfi eða
ilmgresi” skipta ekki máli — það
er salan sem ræður. Auglýsinga-
skrumið og kunningjaskrifin eiga
að fá að ráða henni i friði fyrir
„menningarvitum”. Það kemur
sannarlega vel á vondan að ein-
mitt Matthias Johannessen skuli
sjá sig neyddan til að kvarta yfir
þessari sigurför skrumsins og
meðalmennskunnar sem m.a.
birtist i Timagreininni. Hvergi
hafa menn emjað i fleiri tónteg-
undum en einmitt á siðum Morg-
unblaðsins gegn viðleitni þeirra
sem reyna eða fá það verkefni að
gera nokkurn greinarmun á „arfa
og ilmgresi”. Þegar Matthias
þykist svo kvarta yfir skelfilegri
ruglandi i mati á bókum þá er
hann öðrum þræði i skuggaboxi
við eigin uppvakninga. An er ills
gengis. o.s.frv.
Arni Bergmann.