Þjóðviljinn - 08.02.1976, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur S. febrúar 1976
: Vilborg Harðardöttir.
©
— Kannski var mikil-
vægast að við þetta náðu
konurnar saman og fólk
sem aldrei hefði annars
kynnst fékk tækifæri til að
ræða saman um sameigin-
leg vandamál. En nú er
það líka okkar að fylgja
þessu eftir með meira
starfi/ bæði í hópum og etv.
með ráðstef nu síðar í vetur
með kjör kvenna i atvinnu-
lifinu.
Það var Soffia Guðmundsdóttir
bæjarfulltrúi á Akureyri og vara-
þingmaður, sem þannig lýsti
árangri aðgerða kvenna 24.
október á Akureyri, en Soffia var
fyrsti gestur á opnu kvöldi hjá
rauðsokkum sl. fimmtudag. Opnu
kvöldin eru nýr liður i starfsemi
rauðsokkahreyfingarinnar. Er
ætlunin að hafa á fimmtudags-
kvöldum opið hús fyrir rauðsokka
og gesti þeirra og hafa þá eitt-
hvað á dagskrá og siðan umræð-
ur. Næsta fimmtudagskvöld er
von á öðrum góðum gesti, Gerði
óskarsdóttur skólastjóra á Nes-
kaupstað, en þar er nýlega hafið
hópstarf um jafnréttismál á veg-
um námsflokkanna og mun Gerð-
ur segja frá þvi.
Soffia sagði, að komið hefði
verið fram i október án þess að
nokkur hreyfing væri á akur
eyrskum konum varðandi 24.
október, hinsvegar hefði verið
kominn upp jafnréttismálahópur
sem einn af starfshópum Alþýðu-
bandalagsfélagsins þar og heföi
fallið i hans hlut og raunar orðiö
hans fyrsta verkefni að kanna
veðurlagið, þe. hvort grundvöllur
væri fyrir aðgerðum á Akureyri.
Var send út fréttatilkynning og
konum stefnt til fundar á Hótel
Varðbergi.
— Við runnum blint i sjóinn með
þetta, sagði Soffia og boðuðum
ekki á fundinn að öðru leyti en
með fréttatilkynningunni. Þegar
ég bað um húsið sagði ég að við
yrðum kannski 20 til 25 talsins, en
þegar fundur hófst snjóaði inn
ekki færri en 70 konum, svo að á
ORÐ
r
BELG
LEYSTI
MARGA
KRAFTA
ÚR _
LÆÐINGI
segir Soffía Guðmundsdóttir um
kvennaverkfallið á Akureyri
Sofffa Guðmundsdóttir.
,/Helv.... kvenfólkið,
allt er það eins...” Ég lagði
ekki eyrun eftir framhaldinu,
gafst upp yfir mig vonsvikin
og settist klumsa inn i bilinn
minn og skellti aftur hurðinni.
Þetta henti mig i ófærðinni
14. janúar. Ég kom akandi
eftir Siðumúlanum og varð að
stansa, þegar ég kom að
gatnamótunum við Fellsmúl-
ann, fyrir umferðinni viö
hann. Veður var gott, iítið
hafði snjóað um daginn og
endanum varð að skipta um sal
við fund annarsstaðar i húsinu.
í fyrsta sinn
upphátt í hóp
Við byrjuðum á að kynna okkur
allar hver fyrir annarri með
nafni, heimilisfangi og starfsheiti
og það kom i ljós siðar, að þetta
var mjög mikilvægt. Sumar
konurnar sögðu frá þvi á eftir, að
þetta hefði verið i fyrsta sinn sem
þær töluðu upphátt i stórum hóp
og lýstu þvi við að brjóta is, enda
var eins og þarna brysti stifla
þegar konurnar fóru að tala og
lýsa aðstæðum sinum. Þarna
reyndust vera saman komnar
konur frá vel-flestum vinnustöð-
um i bænum, amk. þeim stóru og
greinilega fullur áhugi á aðgerð-
um, nærri þvi einsog allar hefðu
bara beðið eftir að einhver
byrjaði.
Þetta var 12. október, svo að sú
15 manna undirbúningsnefnd sem
þarna var skipuð hafði aldeilis i
nógu að snúast næstu dagana,
enda þóttu þær konur sjaldséðir
gestir á heimilum sinum þennan
tima. Það var ákveðið að fá Sjálf-
stæðishúsið og hafa opið hús með
dagskrá allan daginn. Ekki varð
samkomulag um göngu og aðal-
áherslan þá lögðá fundinn. Þarna
mættust ýmis sjónarmið einsog
gefurað skilja, sem lýstu sér ma.
umferðin var i hámarki, þvi
klukkan var um hálffimm.
Færðin var siæm, henni þarf
ég ekki að lýsa, eins og hún
hefur verið að undanförnu. Ég
þóttist hólpin i góðum bil, öll
dekk voru negld og rafmagns-
kerfið nýyfirfariö. Nú, þegar
umferðin gaf tækifæri og ég
ætlaði áfram og niður Fells-
múlann drapst á vélarskömm-
inni. Þetta hendir nú stundum
og það hjá betri ökumönnum
en mér. Hvaö um það, en nú
neitaði vél bilsins að fara i
' gang, hvernig sem ég reyndi
til við hana.
Hvað var nú til rá». Það
leyndi sér ekki að ég var ekki
þarna ein á ferð. Strax var
farið að flauta og það ekki svo
litið. Myndaðist þarna mikill
kór svo mér varð ekki um sel.
Ég gafst upp i bili við
gangsetningu bilsins og
hugðist leita til næsta öku-
manns á eftir mér um hjálp.
Ég bankaði uppá og baö hann
að htta flautinu og hjálpa mér
að ýta bilnum svo að hann
næði hallanum i götunni.
Maðurinn svarar einhverju á
erlendu máli sem ég hvorki
i þvi að konurnar kölluðu að-
geröina ýmist verkfall eða fri, en
samstarfið tókst mjög vel, allt
gekk snurðulaust og sá litli
ágreiningur sem upp kom.
jafnaðist liðlega.
Flóðgáttin opnaðist
Á blaðamannafundi sem við
héldum byrjuðu blaðamennirnir
að spyrja, hvort við kynnum
virkilega einhverjar sögur af þvi.
að konur væru órétti beittar. Og
ekki stóð á svörum. Það kom al-
veg flaumurinn af sögum og
svona var þetta yfirleitt á öllum
fundunum og á daginn sjálfan.
það var hreinlega einsog hefði
opnast flóðgátt og maður kynntist
ástandinu á flestum vinnustöðum
bæjarins. Þarna var td. kona sem
unnið hafði á sama vinnustað i 2(
ár, en karl sem unniö hafði þar i
tvö ár við samskonar störf, fékk
miklu hærri laun og var þar að
auki skráður fyrir tveim eftir-
vinnustundum á dag, þótt hann
hætti vinnu kl. 5 daglega. Dæmi
um álika misrétti voru alltol
mörg, en nú höfum við konur náð
saman og ættum að geta beitt
okkur sameiginlega gegn sliku el
við fylgjum þeim baráttuanda
sem upp hófst i sambandi við 24
október eftir.
Vegna þess hve konurnar sem
mættu á fyrsta fundinn voru frá
mörgum vinnustöðum hafði
undirbúningsnefndin fréttir af
undirtektum á þeim flestum og
reyndustþæryfirleittgóðar. Mest
létti okkur þegar við heyrðum
að þátttaka kvenna yrði alger i
verksmiðjum SIS, þvi það er einn
stærsti vinnustaður bæjarins. Sá
staður sem við höfðum áhyggjur
af var frystihúsið og daginn fyrir
verkfallið vissum við ekki um
nema 5 konur sem ætluðu að
leggja niður vinnu þar, en þegar
til kom, komu þær flestar.
Og einsog fram hefur komið i
fréttum tókst dagurinn frábær-
lega vel á Akureyri einsog i
Reykjavik. Opið hús var frá kl. 9
um morguninn til 6 með ótal dag-
skráratriðum, leikþáttum, söng
og upplestri. Jónina
Tryggvadóttir talaði i tilefni
kvennaársins og Sigriður Arna-
dóttir á Tjörn flutti ávarp og
talaðieinkum um sveitakonurnar
og félög bændasamtakanna, og
voru allir mjög hrifnir af þvi
framlagi.
Aðsóknin var hreint og beint
yfirgengileg og fór framúr öllum
þekkti né skildi og sjálfsagt
hefur hann ekki skilið mig.
Ennþá magnast flautið fyrir
aftan og ég sný mér að riæsta
bil og fer þess sama á leit við
bilstjóra hans. Jú, hann hættir
að flauta og lætur þá þessi orð
útúr sér, sem ég nefndi i upp-
hafi. Hann var brátt allur
kominn út úr bilnum og hefur
sjálfsagt ætlað að ljá mér
hönd. En það gekk svoleiðis
yfir mig, að ég afþakkaði
hjálp hans og hét þvi að ég
skyldi leyfa honum að biða og
öðrum flauturum um stund.
Liðu nú sem svarar tiu
minútum og ekki minnkaði
flautið. Ég reyndi nú að starta
og viti menn — vélin fór sam-
stundis i gang og billinn
skrönglaðist fyrir næstu hjðl-
för og rakleitt niður Fells-
múlann.
Ævintýrið var úti, — en mér
varð hugsað svona á eftir til
þeirra kvenna sem þessi
aumingja maður eflaust um-
gengst heima eða heiman, og
liklega er hann út af konu
fæddur. Þær eru sjálfsagt ekki
upp á marga fiska i hans aug-
um. Þeim er vorkunn, en
meira vorkenni ég þó þessum
manni, sem ég lit svo á, að
ekki eigi marga sina lika, svo
mikla lipurð hef ég séð þessa
dagana i ófærðinni. Hvernig er
annars svona maður inn-
réttaður?
Ein í umferðinni
Þvi miður, þvi miður. Ég
hef heyrt mörg álika dæmi um
viðhorf karla til kvenkyns,
ökumanna. Hitt hef ég lika
fyrir satt og það frá lögreglu-
mönnum, sem ættu að þekkja
til, að konur séu sist lakari
ökumenn en karlar og að
þeirra áliti oft tillitssamari og
þó fyrst og fremst gætnari,
þótt allt sé þetta að sjálfsögðu
einstaklingsbundið, bæði
meðal karla og kvenna.
Vegna rangrar utanáskriftar
barst ofanritað bréf um-
sjónarmanni siðunnar mjög
seint.og vil ég benda þeim á,
sem leggja vilja orð i belg, að
skrifa annaðhvort utan á til
Jafnréttissiðu Þjóðviljans eða
ef málið er stutt að nota sim-
ann; númer umsjónarmanns
er 20482.
—vh
okkar vonum, maður er eiginlega
ekki enn farinn að átta sig á þvi
sem gerðist. Mjög margar konur
komu strax um morguninn og
milli kl. tvö og þrjú var orðið svo
fullt, að það var setið i öllum skot-
um og i stigunum og hvar sem
pláss fannst. Nokkrar konur
komu frá Dalvik og strax um
morguninn kom rúta frá
Ólafsfirði. Konurnar voru úr
öllum stéttum og á öllum aldri, en
það sem var kannski allra
ánægjulegast og kom um leið
mest á óvart var, hve mikið kom
af eldri konum, 60—70 ára og yfir
það.
Það mun hafa verið á annað
þúsund sem fundinn sótti, og er
þetta talinn stærsti fundur sem
haldinn hefur verið á Akureyri.
Við sáum á eftir að upplagt hefði
verið að vera með dagskrána á
tveim stöðum, en það datt okkur
ekki i hug fyrirfram og lögðum
ckki i að fara að skipta hópnum
um miðjan dag.
Engar eiginkonur hér!
Þá sagði Soffia frá smáatviki
sem skeði eftir fundinn. Þegar
búið var að ganga frá og gera allt
upp brugðu nokkrar konur úr
undirbúningsnefndinni sér saman
á barinn i Sjallanum áður en þær
skildu. Eftir smástund kemur
þangað einn þjónn hússins:
— Heyriði, frúr minar. Er hún
stödd hér, konan hans N.N.?
— Hér eru engar eiginkonur!
— Ja, hann var að hringja hann
N.N. og spyrja um konuna sina...
— Við höfum allar okkar nöfn!
— Ja, hann varaðhringja, harin
N.N. og er alveg i vandræðum
með kvöldmatinn...
— Fint! svöruðu þá allar i kór.
Ekki þarf að taka fram, að ein
þeirra var einmitt konan hans
N.N., en hún var fyrst og fremst
hún sjálf.
Framhaidið
Og hver er svo árangurinn og
hvert verður framhaldið af
þessari aðgerð á Akureyri?
— Árangurinn er fyrst og
fremst sú umræða sem þetta
hefur komið af stað almennt i
bænum, en kannski var mikil-
vægast að konurnar náðu saman
og fólk, sem aldrei hefði kynnst
annars fékk tækifæri til að ræða
saman um sameiginleg vanda-
mál. Arangurinn er lika starf
jafnréttishópa.
Það var undirbúningsnefndin
sem fylgdi deginum eftir með að
boða til stofnunar þeirra og nú
eru milli 40 og 50 konur starfandi i
sex hópum, sem komu fyrst
saman i desember og byrjuðu svo
aftur starf i janúar. Þótt ekki
yrðu nema 2-3 hópar á hreyfingu
Framhald á bls. 22