Þjóðviljinn - 08.02.1976, Page 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 8. febrúar 1976
LÚÐVIK JÓSEPSSON:
Er ríkisstjórnin aö falla?
Allt látiö
reka á
reiöanum
Klippur i varOskipi; og enginn
veit þó um hvað á að tala viö
breta.
viðnám gegn verðbólgu og lagði
timanlega fram tillögur um
æskilegar ráðstafanir til þess að
draga úr dýrtið og til þess að gera
nýja launasamninga mögulega
þannig að kaup þyrfti ekki að
hækka úr hófi.
Rikisstjórnin hefir i rauninni
visað þesum tillögum ASl al-
gjörlega á bug.
Hún svaraði þeim meö hækkun
á söluskatti i rikissjóð um 2%,
hún svaraði með framlengingu á
innflutningsgjaldi, hún svaraði
með sérstöku 10% álagi á útsvör,
og hún svaraði með þvi að ætla að
lækka niðurgreiöslur um 700
miljónir króna. Þannig hefir
rikisstjórnin enn valið dýrtiöar-
stefnuna, og áfram heldur rikis-
stjórnin að samþykkja allskonar
veröhækkanir á opinberri
þjónustu, og enn lækkar hún
gengið með gengissigi. Og nú eru
aðeins 10—14 dagar þar til alls-
herjar-verkföll skella á.
Það sem af er árinu hafa sjó-
menn þurft að búa við ,,bráða-
birgða-fiskverð”. Enginn grund-
völlur hefir verið til að ákveða
fiskverð, allt vegna stefnuleysis
rikisstjórnarinnar og ráðleysis
hennar i sjávarútvegsmálum.
Sjávarútvegsráðherra núver-
andi^ rikisstjórnar knúði
fram'Oliusjóðinn, sem nú er af öll
um talinn glapræði. Hann knúði
fram hækkun á stofnfjársjóði
fiskiskipa, og nú er talið óhjá-
kvæmilegt að lækka hann á ný.
Og það var sjávarútvegsráð-
herra, sem knúði fram hækkuná
vátryggingarsjóði.
Allt hið margumtalaða sjóða-
kerfi sjávarútvegsins er frá
stjórnartið ihaldsins og á sinum
tima sett til að hafa kaup af sjó-
mönnum. Ljóst er af öllu, að i
launa- og kjaramálum stefnir allt
i strand hjá rikisstjórninni — i
þeim málum á hún i deilum við
alla: við verkafólk, við sjómenn,
við opinbera starfsmenn og yfir-
leitt allt launafólk.
Efnahagsmálin
Sé litið á efnahagsmálin al-
mennt blasir við hið óhugnan-
legasta ástand, svo að segja hvert
sem litið er.
Fjármál rikissjóðs eru slik að
aldrei hefir annað eins heyrst.
A miðju s.l. ári tilkynnti rikis-
stjórnin að halli myndi verða á
rikissjóði á árinu sem næmi 1850
milj. kr. Þá var ákveöiö að leggja
á 12% innflutningsgjald til
áramóta, enda ætti þaö aö gefa
Það hefir sannarlega ýmislegt
verið að gerast i íslenskum
stjórnmálum siðustu dagana.
Forsætisráðherra fór til
London. Kom heim með leyndar-
mál. Allir vissu að i undirbúningi
var samningur við breta um land-
helgina.
Morgunblaðið birti daglega
langar greinar um nauðsyn
samninga og Timinn virtist á
sama máli.
Framsókn studdi för forsætis-
ráðherra til London og sendi for-
mann þingflokks sins með honum
til trausts og halds.
Svo lendir Ólafur Jóhannesson
á „Beinu linunni”. Þar afhjúpar
hann „Visis-mafiuna” og lýsir á
eftirminnilegan hátt samstarfinu
i rikisstjórn við ihaldið. Þvi er likt
við að kyssa miður þrifalegan
tóbakskarl — og um það sagt „að
menn veröi að gera fleira en gott
þykir”.
Og þaö sem mestu máli skipti:
Ólafur rauf þögnina i landhelgis-
málinu og tilkynnti að um ekkert
væri að semja og að hann teldi
samningamöguleika nær enga.
Ljóst er af öllu, að framkoma
Ólafs hefir beinlinis verkað eins
og sprengja i liði Sjálfstæöis-
flokksins.
Gunnar, Ólafur.Geir: „Maður verður að gera fleira en gott þykir.”
Allt í uppnámi
hugmyndum
verkalýössamtakanna verið visað á bug.
Astandiö á stjórnarheimilinu
hefir ekki verið upp á marga
fiska að undanförnu.
Um landhelgismálið hafa verið-
mjög skiptar skoðanir i þing-
flokkum stjórnarinnar. Ýmsir
þingmenn, einkum i hópi Fram-
sóknar, hafa beinlinis verið á nál-
um um, aö stjórnin leiddi þá i
nýjan vanda gagnvart kjós-
endum.
Stjórnin hélt þó áfram að undir-
búa samninga við breta i fram-
haldi af samningunum við vestur-
þjóöverja.
1 efnahagsmálum hefir allt
gengið á afturfótum hjá rikis-
stjórninni. Fjármál rikisins hafa
verið með endemum og rekstrar-
halli rikissjóðs meiri en nokkur
dæmi eru um. Á vinnumarkaðin-
um er allt i öngþveiti. Verkföil
eru boðuö eftir 6 daga á öllum
fiskiskipaflotanum og eftir 9 daga
hjá öllum félögum Alþýðusam-
bandsins.
Og þrátt fyrir lægra kaup hér
en i öiium nálægum löndum, rikir
hér taprekstur i öllum greinum,
samdráttur, vaxandi atvinnuleysi
og minnkandi þjóðarframleiösla.
Ástandið er sannarlega ekki
fagurt eftir 1 1/2 árs ihalds-
Framsóknarstjórn.
Til þess að átta sig nokkru nán-
ar á þvi alvarlega ástandi sem
upp er komið i málefnum þjóðar-
innar, skal hér vikið nokkuð
nánar aö þremur veigamiklum
málaflokkum þ.e.a.s. að land-
helgismálinu, kaupgjaldsmálum
og efnahagsmálunum almennt.
Landhelgismálið
Það getur ekki farið fram hjá
neinum, sem fylgst hefir með
landhelgismálinu að undanförnu,
að rikisstjórnin er gjörsamlega
ráövillt i þvi máli. Hún er hikandi
og óákveöin, hún veit ekki hvað
hún á aö gera. /
Ýmist boöa stjórnarherrarnir
samninga við útlendinga, eða
samningar eru taldir ómögulegir.
Ráðstefna ASt; i raun hefur
Aður en samningarnir við vest-
ur-þjóðverja voru gerðir, höföu
forsætisráðherra og sjávarút-
vegsráðherra lýst þvi yfir, að al-
gjört skilyrði fyrir samningum
væri:
1) að bókun no. 6 kom strax i
framkvæmda.
2) að semja yrði við öll Efna-
hagsbandalagsrikin i einu.
Samningur við eitt riki kæmi
ekki til greina.
3) að samningar yrðu til mjög
stutts tima.
4) aö um stórlega minnkað afla-
magn yrði að ræða.
Frá öllum þessum skilyrðum var
vikið i samningunum við vestur-
þjóðverja.
Oll loforðin sem gefin höfðu
verið voru svikin.
Eftir samningana við þjóðverja
var sagt, að engir samningar
yrðu gerðir við breta. Þó var
strax hafist handa um undir-
búning að viðræðum við þá.
Aróður Morgunblaðsins og Vis-
is fór dagvaxandi fyrir nauðsyn
samninga, og forsætisráðherrann
dró ekki af sér að lýsa þvi yfir, að
bretar myndu veiða meira án
samninga en ef samningar yrðu
gerðir.
Forsætisráöherra og sjávarút-
vegsráðherra lýstu þvi báðir yfir,
svona eins og til að hughreysta
breta, að auðvitaö gætu
islendingar ekki varið land-
helgina og bretar gætu fiskað hér
undir herskipavernd eins og þeir
viidu.
Framsóknarflokkurinn, eða
forystumenn hans, fylgdu for-
sætisráöherra i allri þessari
undansláttarpólitik.
Framsóknarráðherrarnir
knúðu alla sina þingmenn til aö
samþykkja vestur-þýska
samninginn, þrátt fyrir kröftug
mótmæli flokksmanna sinna og
annarra.
Framsókn samþykkti för for-
sætisráðherra til London og sendi
Þórarin Þórarinsson með-
ábyrgðarmann með Geir
Hallgrimssyni.
Og ráöherrar Framsóknar áttu
sin viðtöl við dr. Luns frá Atlants-
hafsbandalaginu eins og ráðherr-
ar ihaldsins meö þeim árangri, að
hann flutti Wilson þau skilaboð að
ekki myndi verða hreyft við
breskum togurum á meðan við-
ræðurnar i London stæðu yfir.
Og Framsókn tók þátt i öllu
pukrinu og leynimakkinu með
landhelgismáliö eins og foringjar
ihaldsins.
En á meðan ráðherrarnir
pukruðu með málið, magnaðist
andstaða almennings gegn
samningum og mótmælasam-
þykktirnar dundu á stjórnarráð-
inu.
Það var almenningsálitið, sem
snéri Ólafi Jóhannessyni i mál-
inu. Það var einmitt það sama al-
menningsálit, sem hann hafði
áður talað um með fyrirlitningu
ogsagtum.að hannléti ekki ein-
hverja aðra skipa sér fyrir,
heldur færi hann eftir samvisku
sinni.
Ólafur gugnaði — hann varð
hræddur, og siðan brast flótti i
þingiið Framsóknar.
ihaldsliðiö stóð hinsvegar eftir
afhjúpað sem undansláttarlið i
landhelgismálinu og forsætisráð-
herrann og sjávarútvegsráðherr-
ann stóðu eftir svo berstripaðir
sem uppgjafa. og undansláttar-
menn i landhelgismálinu, að
annaö eins hefir ekki þekkst áöur.
En þrátt fyrir allt, sem gerst
hefir siðustu daga i landhelgis-
málinu, þá er öllum það ljóst, að i
höndum núverandi rikisstjórnar
er málið i fullkominni óvissu.
Engin skýr stefna er mörkuð.
Enn er verið að tala um viðræður
við breta — og enginn veit þó um
hvað á að tala.
Kaupgjaldsmálin
Ráðleysi rikisstjörnarinnar i
landhelgismálinu er mikið, en
ekki er ráðleysi hennar minna i
launa- og kjaramálum.
í marga mánuði hefir það legiö
fyrir, aö nýja kjarasamninga yrði
að gera upp úr áramótum. Um
áramót runnu nær allir kjara-
samningar út. Kjarasamningar
launafólks á s.l. ári voru meö
þeim hætti, að rikisstjórnin hefur
sjálf orðið að viðurkenna aö
verkalýðssamtökin hafi gengið
eins langt til móts við kröfur
hennar og hægt var að hugsa sér.
Rikisstjórnin getur þvi með
engu móti kennt samtökum
launafólks um hið hræðilega
ástand, sem nú rikir i efnahags-
málum. Viðurkennt er af ráðu-
nautum rikisstjórnarinnar, að
kaupmáttur launa hafi að meðal-
tali rýrnað um 17% á s.l. ári og að
eini teljandi samdrátturinn sem
fram hafi komið i hagkerfinu á
árinu stafi af þessari launalækk-
un almennings. Allir aðrir létu á
sér standa með að færa fórnir.
Rikissjóður tók meira til sin en
áður, bankar hirtu meiri vexti til
sin, milliliðir hækkuðu sina
þjónustu, og þeir sem jafnan
græða á verðbólgu tóku til sin
meiri gróöa en nokkru sinni áður.
Þrátt fyrirallt sem á undan var
gengiö, bauð Alþýðusambandið
rikisstjórninni samstarf um