Þjóðviljinn - 08.02.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 08.02.1976, Side 9
Sunnudagur 8. febrúar 1976 ÞJÓÐVILAINN — SIÐA 9 ÞORSTEINN JÓNSSON: kvikmyndakompa Va lkostir við formöngunar- kvikmyndir Arið 1970 stofnuðu danska sjónvarpið og kvikmyndastofnun- in (Filminstitutet) þar i landi fyrirtækið Workshop. Tilgangur þess var að gefa fólki, sem vann við kvikmyndir og sjónvarp eða óskaði að vinna við slikt tækifæri til að framleiða kvikmyndir, sem ekki væru mögulegar i hinu hefð- bundna framleiðslukerfi. Þarna átti að verða aðstaða fyrir kvik- myndagerðarmenn og starfs- menn sjónvarpsins fyrir formtil- raunir og þess háttar. Workshop útvegaði efni og tækjabúnað, en kaup var ekki greitt fyrir vinnu. Þessiaðstaða var aldrei notuð i nokkrum mæli af kvikmynda- gerðarmönnum. Workshop varð fljötlega að samastað fyrir áhugahópa og baráttuhópa, sem vildu nota kvikmyndina til þess að koma skoðunum sinum á framfæri, en höfðu ekki aðgang að hinni hefðbundnu kvikmynda- framleiðslu. Framleiddar voru kvikmyndiraf ólikustu gerð, sem allar höfðu það sameiginlegt að vera gerðar af fólki, sem lá eitt- hvað á hjarta og átti i baráttu. Þarna var fjallað um mál og höfð uppi sjónarmið, sem stungið var undir stól af ritskoðurum eigna- stéttarinnar hvort sem var i „opinberum” fjölmiðlum eða fjölmiðlum i einkaeign. í fyrstu voru engin áform uppi um dreifingu kvikmynda á veg- um Workshop, en siðar hjálpaði kvikmyndastofnunin Workshop til að koma upp kvikmynda- dreifingu (Filmdistributionen) og kvikmyndahúsi (TV 2 Folkets Bio). „Vegna þess að fræðslumynda- safnið (Filmcentralen) og sjönvarpið vilja ekki dreifa kvik- myndum, sem framleiddar eru i Workshop, höfum við stofnað kvikmyndadreifingu, sem á ekki aðeins að dreifa okkar eigin kvik- myndum heldur öllum kvikmynd- um, sem ekki er hægt að koma i hið hefðbundna dreifingarkerfi.- Auk þess á dreifingin að ráða bót á hinu skammarlega ástandi, þegar fræðslumyndasafnið er óhæft til að dreifahinum nýju kvikmyndum með samfélags- gagnrýni, sem hafa komið upp á siðustu árum i Evrópu, USA og þriðja heiminum.” (Tilvitnun i kvikmyndaskrá frá Filmdistributionen). Workshop hefur fast starfslið á skrifstofu og tæknimenn til að hafa eftirlit með tækjum og leiðbeina um meðferð þeirra. Tækjabúnaðurer m.a. 16og súper 8 mm tökuvélar bæði fyrir sam- stilltar og þöglar upptökur, segulbandstæki, klippiborð fyrir bæði 16 og súper 8 mm filmu, my ndsegulbandstæki með upptökuvélum og aðstaða til að klippa myndsegulbönd. Þeirgeta orðið meðlimir Work- shop, sem gera kvikmynd þar. Meðlimir kjósa stjórn fyrirtækis- ins, sem skipuleggur vinnuna og velur úr umsóknum. Höfundarnir eiga allan rétt yfir kvikmyndunum, sem framleidd- ar eru i Workshop. Með Workshop og kvikmynda- dreifingu hennar var Danmörk fyrst Norðurlanda til að opna al- menningi (og kvikmyndagerðar- mönnum) aðgangað þessum fjöl- miðli, bæði framleiðslu og dreifingu. 1 Sviþjóð hefur reyndar verið i nokkur ár til dreif ingarfyrirtæki, Film Centrum, sem byggir á svipaðri hugsun. Kvikmyndagerðarmenn þar i landi höfðu margir hverjir fengið styrki frá sænska kvikmynda- sjóðnum til framleiðslu kvik- mynda, en sátu siðan uppi með myndirnar og fengu þær hvergi sýndar, hvorki i kvikmyndahús- unum né sjónvarpi. Hugmyndin með stofnun Film Centrum var sú, að gera kvikmyndina að hversdagsmáli fyrir eins marga og mögulegt væri. „Aður en kvikmynd er sýnd i kvikmyndahúsi eða sjónvarpi hafa verið teknar margar ákvarðanir, sem kvikmynda- gerðarmaðurinn hefur litla möguleika til að hafa áhrif á og áhorfendur alls enga. Pólitiskar, tæknilegar og fyrst og fremst viðskiptalegar ástæður hindra margar kvikmyndir i þvi að ná til fólks og enn fleiri i að verða yfir- leitt framleiddar. Óháðar kvikmyndir eru ólikar að gerð, en þær hafa eitt sameiginlegt. Þær fjalla um um- hverfi og vandamál i daglegu lifi manna. Þrátt fyrir það er erfitt að fá þær sýndar. Það er skilyrði fyrir frjálsa og lifandi kvikmyndaframleiðslu, að hver sem vill gera kvikmynd geti einnig fengið hana sýnda. Film Centrum gefur þann möguleika. Það er valkostur við hina for- mönguðu kvikmyndadreifingu. Film Centrum snýr sér til félaga, skóla, stofnana og einstaklinga og opnar möguleika fyrir beint sam- band milli kvikmyndagerðar- mannsins og áhorfandans. Ahorf- endur fá tækifæri til að velja hvað þeir vilja sjá og leggja dóm á það.” (Tilvitnun úr kvikmynda- skrá frá Film Centrum). Hugmyndin með Film Centrum var einnig sú að koma á betra sambandi milli höfunda og áhorf- enda með að höfundar færu sjálfir með myndum sinum og töluðu með þeim eða stjórnuðu umræð- um um þær. Film Centrum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og rekur nú einnig kvikmyndahús i Stokkhólmi og Viðar. Reyndar er starfsemi Film Centrum áber- andi milli höfunda og áhorfenda með að höfundar færu sjálfir með myndum sinum og töluðu með þeim eða stjórnuðu umræðum um þær. Film Centrum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og rekur nú einnig kvikmyndahús i Stokkhólmi og viðar. Reyndar er starfsemi Film Centrum áber- andi mest utan stórborganna. Film Centrum gefur einnig út ágætt timarit, Film och. TV. t Noregi hefur verið stofnað hliðstætt fyrirtæki, Norsk Filmsenter. Dreifing kvikmynda er þegar hafin og i undirbúningi er kvikmyndasmiðja i svipuðu formi og hin danska Workshop. Fyrir nokkrum árum þegar menn biöu með eftirvæntingu eftir ymiskonar tækniframförum i kvikmyndum og sérstaklega sjónvarpi (meðfærilegri og auðveldari upptökutækni, kapal- sjónvarp, kasettur, plötur o.s.frv.), þóttust margir sjá fyrir þróun i lýðræðisátt i þessum fjöl- miðlum. Menn þóttust sjá þá Úr einni kvikmynda Workshop. tima, þegar allir gætu eignast og notað upptökutækin, búið til efni og hafið útsendingu hver i sinni stofu. En á meðan leikmenn eign- ast betri og betri upptökutæki til heimabrúks fyrir fjölskylduna þá herða alþjóðlegir auðhringir tök- in á dreifingu efnis i hvaða formi sem er og ráða þvi hvað birtist fyrir fjöldann. Hringarnir setja efnið, sem þeir hafa þegar fengist við að gefa út fyrir kvikmyndahús og sjónvarp, út á kasettum og myndplötum eða senda það eftir simalinum heim eftir pöntun. Ahorfendur munu geta valið um það, hvenær þeir vilja horfa, hversu fullkomin myndgæði, hversu fullkomin hljómgæði, lit eða svart o.s.frv., en efnið fer eftir sem áður um ritskoðunar- siur auðhringanna. Lýðræðið kemur þvi tæpast þá leiðina. Workshop, Film Centrum og Filmsenter eru hins vegar dæmi um það, hvernig hægt er að nota kvikmyndir á lýðræðislegan hátt. Þar er ekki aðeins stefnt að þvi, að allir geti fengið tækifæri til að framleiða kvikmyndir heldur að þeir fái þær einnig sýndar.l þessu kerfi hefur áhorfandinn einnig möguleika á þvi að veija sér kvik- myndir til að sjá. Þessi fyrirtæki hafa öll notið aðstoðar kvik- myndastofnana hvert i sinu landi og kvikmyndir, sem dreift er á þennan hátt, hafa margar hverj- ar hlotið styrki frá kvikmynda- sjóðum landanna. Eins og flest það i kvikmyndagerð siðustu ára, sem til bóta horfir, má rekja þessi fyrirtæki til kvikmyndalöggjafar ogkvikmyndasjóða, sem urðu til i nágrannalöndum okkar fyrir rúmum áratug, en islendingar hafa enn ekki borið gæfu til að eignast. PÓSTKRUFU- au6 LV§ms_ FRÍMERKI í STAÐ FERÐAR í BÆINN LEVl’S GALLABUXUR SNIÐ 522 _ Slwhónir ■ MA Vinsamlegast sendið mér Levi's gallabuxur T þeirri stærð sem merkt er við.— MITTIS- MÁL 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 36 Q Q (/) LL LU 0c 34 36 NAFN: \ Levis A œvis HEIMILISF r laugavegi 89-37 hafnarstræti 17 10353 12861 13303

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.