Þjóðviljinn - 08.02.1976, Page 17
Sunnudagur S. febrúar 1976 þjóÐVILJINN — SÍÐA 17
ÞRÍR ÞÆTTIR
Borg
útí
mýri
Inni borg sat rithöfundur og
pikkaði á ritvél. Oðruhverju
þurrkaði hann svitann af enninu
og var búinn að tapa þræðinum.-
Hvernig sem hann rembdist
mundi hann ekki eftir neinu
að láta gerast. Púaði vindil
og sló öskuna i járnkrús, en
annarsstaðar á borðinu var
alveg eins krús sem hann drakk
úr kaffi. 1 fátinu sló hann af
vindlinum i kaffikrúsina og
drakk úr öskukrúsinni. Hvar
var þráðurinn? Loks vissi hann
ekki lengur hvort hann var að
drekka vindil eða reykja kaffi og
hellti sér yfir borðið einsog hann
ætlaði að fara að gráta, en það
var til að skrifa þetta:
„Löngu eftir að ég er orðinn hás
skal ég halda áfram að syngja um
þessa daga. Þegar sólin skin á
næturnar. Þeir eru imynd þeirrar
hamingju sem rennur um greipar
okkur en verður ekki höndluð
fyrir fingurbjörgum”.
Greip jakka, þaut út og var
staddur i miðju þessu lifi sem
hann vildi ná en kom ekki fingri á.
Sólin skein hiklaust. Trjálaufið
limt við ósýnilegt loftið, himinn-
inn nælonsokkur. Dagur póstkort-
anna runninn upp.
Nema á þessu korti hreyfðist
sjórinn litillega og öldurnar
lögðust uppá ströndina með lötu
holhljóði sem breyttist öðru-
hverju i æsandi gredduhljóð.
Maður flatmagaði i Vassmýr-
inni með sjónauka og lék sér að
þvi að auka lifið og draga til sin
fólk, fugla og tré eða kippa sjálf-
um sér uppi gluggakistu á Skóla-
vörðuholtinu. Velti sér á bakið og
beindi sjónaukanum uppi loftið og
sólin rak gula fingur uppi augun á
honum og hann lá lengi blindur
einsog glerbrot.
Kona gekk með tvö börn til sitt-
hvorrar handar yfir mýrina. Er
pabbi i þessari flugvél? spurðu
þau alltaf þegar flugvél birtist.
Er pabbi i þessari flugvél
kannski? spurði stúlkan og benti
á ónýta flugvél sem stóð á einni
löpp inni bragga. Það voru tveir
strákar inni henni og földu sig
meðan þau gengu framhjá, héldu
siðan áfram að fikta i tökkunum
og stundum fannst þeim þeir ná
að framkalla torkennileg urg- og
sarghljóð einsog þegar raf-
magnslaus bill startar; kannski
var það bara inni þeim sjálfum.
Þeir voru búnir að pæla i þessu
allan morguninn án þess að
leggja niður fyrir sér hvað þeir
ætluðu að gera er vélin rúllaði af
stað með hálfan væng og eitt hjól.
Kannski ætluðu þeir bara að
fljúga yfir Esjuna og aftur til
baka.
Útá ytrihöfn dómollaði hvitt
skemmtiferðaskip og það var
verið að ferja á land túrista. Þeir
stóðu á hafnarbakkanum einsog
fólk sem er nýkomið til Himna-
rikis, nema þessir voru búnir að
borga fyrir sig og voru kröfuharð-
ir á svipinn.
Úti Orfirsey voru bátslik mor-
andi af krökkum i sjóræningja-
leik. Maður og kona komu labb-
andi eftir götunni og fengu drullu-
mjúkar gorkúlur i hausinn.
Maðurinn öskraði á þau að riða
ömmu sinni en konan tindi úr
hausnum á sér. Þetta var ein af
þessum konum i bláu popplinkáp-
unum. Hún tók af sér támjóan
skóinn og hvolfdi úr honum möl,
fór i hann aftur og mjór hællinn
svignaði. Maðurinn saup á
brennivinsflösku sem fylltist af
sólskini um leið og hann bar hana
að vörunum og sólskinið flæddi
uppi hann, rak flöskuna i konuna
sem saup bara pent. Maðurinn fór
úr jakkanum, fleygði honum yfir
öxlina.tókutanum konuna og þau
héldu áfram að ganga úti örfirs-
ey.
Oliugeymarnir stóðu þungbúnir
Já það má nú segja.
Hann blæs
Samt svo fallegt.
Haustblærinn i loftinu.
Já.
Munurinná fólkinu sem labbaði
inni laugina og hinu sem labbaði
út, lá i hreyfingunni. Hreyfingar
fólksins sem labbaði burt voru
hlaðnarorku en samt úr þeim allt
streð, þetta sjúka æði. f þrjár
minútur var einsog þvi þætti gott
að vera bara það sjálft, lifandi.
(1974)
r
I
Reykholti
Mamma hvar er Snorri Sturlu-
son? spurði litill drengur mömmu
sina. Hann var rauðhærður og
fimmára en mamma hans
anskoti eitthvað glaðbeitt i sjálf-
lýsandi grænum buxum með risa-
stór gleraugu sem gerðu hana
ekki ósviiaða flugu skoðaðri gegn
um smásjá. Hún hélt áfram að
ganga og drengurinn að hlaupa
kringum hana með þessa spurn-
ingu:
Mamma hvar er þessi Snorri
Sturluson? Ha? Ha?
Þarna! sagði mamma hans,
þreif i öxlina á honum og benti á
myndastyttuna sem stendur á
hlaðinu:
Þarna er hann. Þetta er hann.
Hann er þetta.
Það var miðaldra kona með
hönd undir kinn að horfa á þessa
sömu styttu og sagði við sjálfa
sig:
Já var hann svona asskoti
myndarlegur kallinn.
Hjá lauginni voru nokkrir
túristar, greinilega islenskir:
þeir voru að henda peningum i
laugina.
Svo á maður að óska sér, sagði
kona við manninn sinn.
Já, mér er sem ég sjái að nokk-
ur óski sér fyrir fimmkall, svar-
aði maðurinn, fór i vasana og
fleygði einhverju kraðaki af smá-
peningum i laugina. Hvers hann
óskaði veit enginn, en konan hans
kollsteyptist allieinu á sléttu tún-
inu.
Afhverju ekki að gera
vaxsteypu af Snorra Sturlusyni
og setja hana oni laugina til að
gera okkur þetta tilkvæmara.
Eða kannski lifandi mann, helst
peningamann eða söngvara. td.
Laxnes eða Guðmund Jónsson og
fá þá til að sitja oni lauginni og
vera Snorri fyrir okkur sem
stöndum á bakkanum. Þeir gætu
gefið upplýsingar um hitastigið i
lauginni og siðast en ekki sist
fleygt i okkur peningunum aftur.
Konan og sonur hennar sispyrj-
andi skunduðu uppað kirkjunni og
þarna kom dóttir hennar flögr-
andi, ábyggilega tiu ára .
Hvar i andskotanum varstu!
æpti mamma hennar.
Úti skóg að miga! æpti stúlkan
á móti.
Konan tók i snerilinn og það
ótrúlega gerðist: kirkjan opnað-
ist. Kaþólikkar hafa sinar kirkjur
opnar, hjá þeim er Guð við allan
sólarhringinn en h já okkur bara á
skrifstofutimum.
Konan signdi sig. eða var kusk
milli brjóstanna?, sló á hönd
sonar sins sem var að bora uppi
nefið.
Hver á heima hérna? spurði
hann stundarhátt og itrekaði i
moderato eftir að mamma hans
hafði sussað snöggt niðri honum:
hver á heima hérna?
Guð, hvæsti mamma hans.
skimaði einusinni um borð og
bekki, en tók siðan á rás með
afkvæmi sin út .
Mamma hver er þessi Snoiri
Sturluson? spurði dóttir hennar
þegar þau löbbuðu niður stiginn
og hélt spurningunni til streitu
þrátt fyrir slæm móttökuskilyrði
móður sinnar, sem stirðnaði upp i
miðri karamellu. sennilega dottin
úr fylling.
Hann er myndastvtta. svaraði
drengurinn i tóni móður sinnar.
(1974)
PÉTUR GUNNARSSON:
einsog lögregluþjónar, blixfullir
af oliu en kriurnar helltu sér
gargandi yfir manninn og konuna
einsog þær vissu hvað nú stæði til
og vildu koma i veg fyrir það.
Konan setti svarta handtösku oná
hausinn á sér en maðurinn ögraði
þeim með glansandi skallanum.
Þórbergur Þórðarson kom labb-
andi einsog Sjaplin i frakka með
staf og hélt hann væri einsog Sig-
fús Blöndal. Kriur og gorkúlur
námu staðar i loftinu meðan hann
gekk framhjá.
(1972)
í sund-
laugunum
1 sundlaugunum hvarflaði að
mér að svona væri ágætt að hafa
himnariki. Kannski afþvi allt
leysist upp i gufu og fólkið verður
ekki ósvipað englum — er það
hlutleysissvipurinn? Staðreynd
að um leið og maður afklæðist föt-
unum afklæðist maður hluta af
stöðutáknum sinum. Sumir fatta
ekki að þeir eru komnir úr, eru
miklir á floti og taka jafnvel bil-
inn með sér i heitakerið. Yfirleitt
fær heitakersfólk samt á sig
þennan sjaldgæfa svip manneskj-
unnar, það þarf ekki að vera ann-
að en manneskja. I sundlaugun-
um gufa peningarnir upp einsog
vonandi lika i himnariki: fólk
liður um eða syndir f volgu hlut-
leysi.
Samt er nú ekki allt jafn hlut-
laust, t.d. gerðist það að miðaldra
kona flæktist inni karlmanna-
sturtuna, hún var með sundhettu
og átti sér einskis ills von.
Alltieinu stendur hún andspænis
röð af tippum, mjóum og feitum,
sum hvit og saklaus, önnur velkt
og lifsreynd. Augnablik var
einsog konan steinrynni þarna á
gólfinu, tók svo fyrir augun og
hljóp út. Engin viðbrögð i
sturtunum. Gömlu kallarnir voru
dáldið einsog litlir strákar aftur:
hlógu hrintust og lá ekkert á.
Töluðu i hálfkæringi um alvar-
legustu málefni, t.d. voru þrir að
hlæja sig máttlausa yfir innbroti
i kaupfélagið á Sandi. Það hafði
verið framið á laugardagskvöldi
meðan dansleikurinn stóð sem
hæst, hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar.
1 volga kerinu voru þrir strák-
ar. Tveir voru að tala við þann
þriðja:
Hvað ertu gamall?
Segi það ekki.
Sjöára ?
Nei.
Niára?
Nei.
Tiára?
Nei.
Ellefuára? tólfára?
Nei.
Þrettán? fjórtán?
Nei.
Hvað ertu þá eiginlega gamall?
Áttára.
Það voru braskarakellingar i
heitakerinu. Allt orðið fullt af laxi
hjá þeim eftir sumarið og þær
voru að bjóða þetta hver annarri
en þvi miður eins komið fyrir
kistunum hjá þeim öllum. Þær
sögðu: