Þjóðviljinn - 08.02.1976, Qupperneq 20
20 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 8. febrúar 1976
Aumingja
diplómatarnir
Gunnar Hagglöf i fullum skrúða ásamt de GauIIe
Utanrlkisþjónustu hafa menn
víða milii tannanna. og þykir að
vonum margt i henni fáránlegt og
úrelt. Ýmisleg dæmi i þessa veru
má t.d. lesa I endurminningum
Gunnars Hagglöf, scm var lengi
scndiherra Sviþjóðar i London,
og þá aII lengi doyen meðal sendi-
herra, en doyen er einskonar
fyrirliöi sendiherra i hverri höf-
uðborg — enda hefur hann þá
veriðlengurþar istarfi en nokkur
annar koilegi hans.
Hagglöf segir t.d. ,,Að sjálf-
sögðu var samkvæmislif
diplómata i London ekki bara
friður og samlyndi, vinskapur og
skrýtlur. Mér varð það oft byrði.
Fyrstu árin i London umgeng-
umst við hjónin mest breska og
sænska kunningja. En þegar ég
varð af tilviljun öldungur sendi-
herra, þá leit ég á það sem skyldu
mina að sækja hvern diplómata-
dögurðeðaiparti. sem ég var boð-
inn til. Þegar ég fór yfir dagbók
mina að ári liðnu sá ég, að ég
hafði verið viðstaddur meira en
300 slik tildragelsi i samkvæmis-
lifi á árinu. Þegar ég hélt frá
London og gat litið yfir niu ára
feril sem doyen komst ég að þvi,
mér til nokkurs dapurleika, að ég
hafði orðið að eyða meira en 3000
hálfum dögum eða kvöldum i
þessa diplómatisku partileiki.
Þetta sýnir vel fáránleika utan-
rikisþjónustu samtimans.
I þann tima þegar diplómata-
nýlendan náði ekki nema til
20—30 sendiráða, þá var það bæði
eðlilegt og nauðsynlegt að yfir-
menn þeirra sæktu hver annan
heim og hefðu allnáin tengsli sin á
milli. En i dag þegar i einni
höfuðborg eru kannski staðsett
hundrað sendiráð, þá er staðan
allt önnur. Sumir af sendiherrum
stórveldanna i London hafa
kvartað yfir þvi að þeir glati
heimskulega miklu af tima sinum
i það að taka á móti kurteisis-
heimsóknum nýkominna sendi-
herra. Og enn verra var, að sam-
kvæmt siðvenju þarf að endur-
gjalda þessar heimsóknir. Ekki
bætti það heldur úr skák, að það
er nú mikill siður að skipta um
sendiherra á 2—3 ára fresti.
Ég fór að tala við kollega mina
um það, að það væri mjög æski-
legt að komast að samkomulagi
um að i stað þess að endurgjalda
slikar heimsóknir sendum við
nafnspjöld okkar. Sendiherrar
stórveldanna voru mjög fegnir
þessari tillögu. En það kom fljót-
lega i Ijós, að a.m.k. helmingur
sendiherranna — og þá einkum
sendiherrar landa sem nýlega
höfðu fengið sjálfstæði, höfnuðu
með öllu varfærnislegum til-
lögum minum um endurbætur.
Ég átti eftir að reka mig á það, að
það voru einmitt fulltrúar nýrra
rikja sem sist vildu hreyfa við
gömlum diplómatiskum siðum og
venjum sem fyrir löngu eru fár-
ánlegir orðnir...
Saga af Brown
Gunnar Hágglöf segir allmarg-
ar skemmtilegar sögur i bók
sinni. Ein er af hinum brokk-
genga utanrikisráðherra breta,
George Brown. Árið 1967 sendi
hann svofellda frásögn heim til
Sokkhólms af atviki einu sem
gerðist á ráðstefnu EFTA-rikja i
London:
„1 hléi sá ég George Brown
standa við bar með viskiglas i
hendi og var hann einn sins liðs.
Svissneski verslunarmálaráð-
herrann, dr. Schaffner, stóð
skammt frá honum i fjörugum
samræðum við finnska sendiherr-
ann. Þeir töluðu þýsku, móður-
mál Schaffners, mál sem hinn
finnski kollega minn talar eins og
innfædur væri. Allt i einu greip
utanrikisráðherra Bretlands
fram i fyrir þeim, hrópandi til
þeirra með glas sitt á lofti:
„Haldið þið kjafti. Ég þoli ekki að
þýska sé töluð i minni návist.”
Þessu svaraði Schaffner um-
svifalaust: Kæri ráðherra, á
meginlandi Evrópu tölum við
margar tungur sem þér skiljið
ekki.”
Það var þennan sama dag að
breska stjórnin lagði fram um-
sókn sina um fulla aðild að Efna-
hagsbandalaginu.
4 konur
dæmdar
fyrir
nauðgun
LONPON. nómstóll einn i
enska bænum Plymouth hefur
dæmt fjórar konur fyrir að gera
tilraun til að nauðga ciganda
næturklúbbs þar i borg.
Næturklúbbshaldari þessi,
Christopher Deville, sem er á
fimmtugsaldri, bar það fyrir
rétti, að meðan tvær kvennanna
héldu honum niðri, hafi hinar
tvær dregið af honum buxur.
Tókst þeim að setjast á hann ofan
áður en vegfarandi einn kallaði
lögreglu á vettvang.
Konurnar fjórar játuðu árás
þessa en bættu þvi við, að þær
hefðu ekki viljað annað en veita
næturklúbbshaldaranum hæfi-
lega ráðningu. Hefði hann i klúbbi
sinum gerst nokkuð fjölþreifinn
við þær og hefði siðan elt þær eftir
lokun. Þess vegna hefðu þær á-
kveðið að lokka hann inn i
skemmtigarð og nauðga honum
þar.
Þær konur tvær, sem komnar
voru yfir tvitugt, fengu hvor um
sig rúmlega tveggja ára fang-
elsisdóm, en táningar tveir, sem
með þeim voru, fara á betrunar-
hæli.
Málarinn
Richter
Svjatoslav
TBILISI (APN) Hinn heims-
frægi pianóleikari Svjatoslaw
Richter hefur sýnt nýja hlið hæfi-
leika sinna. Þessi sextugi pianó-
leikari hefur haldið fyrstu mál-
verkasýningu sina i höfuðborg
Grúsiu, Tbilisi. Frumsýningin
hefur vakið verðskuldaða athygli
listfróðra áhorfenda.
Nýjar
þýöingar á
tveim
íslendinga-
sögum
Út er komin i flokknum The
New Saga Library þýðing á tveim
islendingasögum, Bandamanna-
sögu og Hænsna Þóris sögu. Her-
mann Pálsson hefur þýtt sögurn-
ar á ensku og gerir itarlega grein
lyrir þeim i formála.
Útgefandi er Southside i Edin-
borg, en sögur þessar tvær falla
inn i llokk þýðinga á heimsbók-
menntum, sem unnið er að á veg-
um UNESCO. Báðar þessar sögur
hafa áður verið þýddar á ensku,
önnur tvisvar en hin fjórum sinn-
um.
Athyglisverðar
tilraunir
með höfrunga
BATUM (APN) Sovéskir
höfrungatemjarar ráðgera at-
hyglisverðar tilraunir. Höfrunga-
þjálfunarstöðin i Batumi á strönd
Svartahafs ætlar að sleppa tömd-
um höfrungum i hafið Tamninga-
mennirnir munu fylgjast með
þeim til þess að sjá, hvort þeir
geti áfram haldið sambandi við
þá og e.t.v. fengið höfrungana til
þess að aðstoða við ýmis konar
hafrannsóknastörf. (APN)