Þjóðviljinn - 18.02.1976, Page 7
Miövikudagur 18. febrúar lf,76 ÞJÚDVILJINN - StDA 7
Hreppsfundur, gatnagerði
hitaveita
Sunnudaginn 18. janúar siðast-
liðinn var haldinn hér opinber
hreppsfundur. Hófst hann kl. 14 i
félagsheimilinu. Mættir voru allir
hreppsnefndarmenn að einum
undanteknum. Sveitarstjóri
Sigurjón Valdimarsson las og
skýrði nokkuð reikninga hrepps-
ins fyrir árið 1974. Fólk botnar
ekki mikið i þvi þó tölur séu lesn-
ar i belg og biðu, illheyranlegar
fyrir þá sem fjarstir eru. Allt
verður að einum graut, þegar upp
er staðið. Þessi segir þetta og hitt
segir hinn, og fólki ber ekki sam-
an. Ekki hafa svona opinberir
fundir verið haldnir siðan um vet-
urinn 1971. Hreppsnefndarkosn-
ingarurðu á áðurgreindu timabili
og algjörlega nýir menn komust
til valda Búist var við að orða-
skak yrði á milli fráfarandi og nú-
verandi oddvita. Sú von brást að
mestu, enda óskaði fyrrverandi
varaoddviti, sem er faðir núver-
andi oddvita, i snjallri ræðu, sem
hann hélt, að menn skyldu varast
hnippingar, það þjónaði engum
tilgangi, þeir skyldu bara gleyma
gömlum syndum og sukki og láta
þær niður falla. Aftur á móti ættu
menn að sameinast og reyna að
komast fram úr þeim fjárhags-
erfiðleikum sem núverandi
hreppsnefnd ætti við að glima.
Það getur verið, að orðalagið hafi
verið eitthvað öðruvisi, en ég tel,
að meiningin hafi verið þessu lik.
Reikningar ársins 1974 voru sam-
vaxið fóstur tveggja hrepps-
nefnda og ekki gott að deila hart,
þar sem hreppsnefndarkosningar
voru á miðju ári 1974. (Reikninga
ársins 1975 verður hægt að feðra
rétt). Hlustendur gátu þvi litið
mark á þeim tölum tekið.
Gatnagerð
Eftir skak ársins 1974, var
nokkuð vikið að framkvæmdum
siðasta árs, og þá sérstaklega
gatnagerðinni. Steyptir voru hér
siðsumars 262 lengdarmetrar x 5
metrar á breidd, samtals 1310
fermetrar. Samkvæmt þvi sem
sveitarstjórinn segir kostnaðinn
kr. 6,7 miljónir, hefur fermetrinn
kostað kr. 5.114.00, en þvi sem
oddvitinn bjóst við að væri 7—8
miljónir er fermetrinn þá i um kr.
6.000.00.
Búið var að hanna varanlega
gatnagerð hér áður en fyrrver-
andi hreppsnefnd dó, en sú hönn-
un var lögð tii hliðar. Aðeins kr.
600.000.00 fóru þar forgörðum.
Gera má ráð fyrir, að sá seiin
mældi upp aftur hafi tekið sitt.
Dýrtið hafði þá aukist mjög og
sennilega er um töluverða upp-
hæð þar að ræða. Gatnagerðar-
gjald bar einnig á góma. A Flat-
eyrivoru malbikaðir i sumar 4063
fermetrar, kostnaður varð 8 mil-
jónir króna og fermeterinn þvi kr.
1.969.00. Ég hefi þetta eftir
sveitarstjóranum þar. Flateyr-
ingar geta gengið á malbiki, já,
rétt, bolvikingar, hnifsdælingar,
dýrfirðingar og isfirðingar.
Hvenær verður næsti fundur,
það getur enginn séð fyrirfram.
Getur það hugsast, að hrepps-
nefndarkosningar fari fram áður
en timinn er útrunninn? Er það
ekki hugarburður? Tökum svo
fyrir næsta mál á dagskrá.
Hitaveita
Eins og hefur komið fram i
fréttum, var byrjað hér siðsum-
ars að bora fyrir heitu vatni um
3,5 km fyrir innan þorpið. Borað
var niður á 570 metra dýpi. Upp
úr holunni komu 22 eða 24
sekúndulitrar af 60 til 65 gráðu
heitu vatni. 1 fyrstu áætlun orku-
stofnunar er talið að þarna muni
fást nóg vatn fyrir Suðureyrar-
þorp.
Siðastliðið haust var svo gerð,
að beiðni Ölafs Þórðarsonar odd-
vita og Sigurjóns Valdimarssonar
sveitarstjóra, frumáætlun á
kostnaði hitaveitunnar. Það verk
annaðist verkfræðistofa
Guðmundar G. Þórarinssonar,
Skipholti 1 Reykjavik. Það upp-
lýsti einn hreppsnefndarmaður á
fundinum, að aðrir i hreppsnefnd
hefðu ekkert vitáð um þá beiðni.
Það má teljast einræðisbröU tvi-
menninganna, ef svo er. I frumá-
ætluninni er talið, að hitaveitan
muni kosta um kr. 158.271.000.00,
sem sundurliðast þannig: Dreifi-
kerfið, einfalt kr. 52.271.000.00.
Aðveita 6” asbestleiðsla, kr.
43.000.000.00. Vátnsmiðlun, það er
500 tonna stáltankur kr.
9.000.000.00. Borkostnaður ásamt
dælum og rafmagni að borholum
kr. 54.000.000.00. Reiknað er með
tveimur borholum 1000 m djúp-
um, 10” fóðrun niður á 137 m dýpi.
Gert er ráð fyrir, að veitan verði
fullbúin haustið 1977. Ætlast er til
að öll upphæðin verði tekin að láni
til 10 eða 15 ára, vextir 17% á ári.
Ekki er reiknað með að Suður-
eyrarhreppur leggi fram fé, enda
fjárvana.
Reiknað er með 15% verðbólgu
á ári byggingartimabilið. I frum-
áætluninni er gert rað fyrir, að
varmaverðið verði 80% af oliu-
kyndingarkostnaði, án oliustyrks.
Svo má sjá i valkostur I, lán til 15
ára. Ef enginn greiðsluafgangur
er 1977 má hækka vatnsverð úr
80% i 84,8%. Sama gildir i val-
kosti II lán til 10 ára. Ef enginn
Sigurjón Valdimarsson, sveitar-
stjóri Suðureyri
afgangur verður má hækka
vatnsverð i 94,4%.
Hver er íbúða-
f jöldinn
Heimtaugargjald er áætlað 100
þúsund á hús, er borgist á tveim-
ur árum. Oddvitinn upplýsti á
fundinum 75 til 150 þúsund á hús.
Áætlanagerðin er miðuð við 160
hús. I nóvember 1975 telur áætl-
anagerðin hér 125 hús, og haft er
eftir sveitarstjóra, að byggð verði
36 hús hér á yfirstandandi ári
samkvæmt bls. 6 i frumáætlun-
inni. Eftir fundinn mátti heyra
misjafnar raddir, en flestallir
fagna þóheita vatninu, ef að tekst
að koma þvi til þorpsins. Kostn-
aðurinn er óheyrilegur. fyrir fá-
mennt byggðarlag og varmahit-
inn óhemju dýr. Fólk undraðist
þann húsafjölda, sem getið var
um á fundinum. Fróðir menn fóru
að telja saman, sumir i huganum,
aðrir fóru i ibúðaskrá frá 1. des.
1974. Sú tala ibúðarhúsa reyndist
91 og 4 voru tekin i notkun á árinu
1975, svo að talan varð 95. Ef svo
til viðbótar eru tekin önnur hús
t.d. kirkjan, barnaskólinn spari-
sjóður o.fl. eða sem næst 11, talan
verður þá 107. 7 hús af þessu eru
með rafhitun og fer þeim líklega
fjölgandi, 2 hús nota sóló-vélar
bæði til matargerðar og hitunar
og munu tæplega skipta, þvi elda-
vélar kosta um 100 þúsund krón-
ur*, 9 frá 106 þá eru eftir 97.
Ariö 1973 stóð það i ýmsum fjöl-
miölum, að á Suðureyri við Súg-
andafjörð væru 27 heilsuspillandi
ibúðir. Ekki hafa þær batnað. Það
eru gömul hús hér, sem standa
auð 10 mánuði á ári, en eru á
skrá. Nokkur hús eru með einn
ibúa og sumt af þvi fólki komið á
háan aldur.
Ekki er hægt að reikna með þvi,
að þangað verði lagt heitt vatn.
Telja má vist að sum hús verði
rifin, þegar hinir öldruðu eigend-
ur falla. Hvað sverður svo eftir af
tölunni 97?
Þörf h/f., það er byggingafélag,
nýstofnað, hefur sótt um ló?:r
undir 18 hús, ætlar það sér að
byggja 9 hús á ári, 10 eða 11 hafa
nú sótt um hús hjá þvi félagí, en
hvað verður byggt, er ekki gott að
vita. Peningarnir ráða. Sam-
kvæmt þessu vantar mörg hús til
þess að fylla töluna 160.
Þar verður ríkið
að koma til
. Að lokum má svo geta þess, að i
kostnaðaráætluninni, sem er eins
og áður segir kr. 158.271.000.00, er
innifalið fyrir hönnun og yfirum-
sjón o.fl. kr. 13.200.000.00 og liður
ófyrirséð o.fl. kr. 13.200.000.00
samtals kr. 26,4 miljónir. Deilt
var mjög á hönnunarkostnaðinn
og har.n talinn óheyrilega mikill.
Bent var á af einum hrepps-
nefndarmanni (hægri maður), að
á tsafirði væri starfandi viður-
kennd verkfræðistofa. Hvers
vegna hefði hún verið sniögengin,
nærtækari staður en Reykjavik.
Alit manna hér á Suðureyri er
það.að við einir ráðum ekkert við
svona stóra framkvæmd, svo fá-
mennir sem súgfirðingar eru. Þar
verði rikið eða þá einhver önnur
samhjálp eða félagsskapur að
koma til.
Allur útreiknaður frumkostn-
aður miðast við verðlag og kaup i
nóvember i haust 1975.
Skrifað i janúar 1976
Gisli
F réttabréf frá Vopnafirdi
Fyrir dyrum stendur samcining stærstu atvinnutækjanna á Vopnafirði.
Hér á Vopnafirði hefur
rikt einmuna veðurblíða
að heita má í allan vetur
og er lítill snjór til fjalla
en enginn í byggð. Fært
mun um Strandir til
Akureyrar. Jeppi fór í
dag inn á Fjall langleiðis
að Möðrudalsvegamótum
og taldi lítið verk að ryðja
Fjallið. Auk þess eru allir
vegir innan sveitarinnar
færir sem á sumardegi.
10.912
lestir af loðnu
Sildarverksmiðja Vopna-
fjarðar hefur á hádegi i dag tek-
ið á móti 10.912 smálestum af
loðnu auk þess sem Fifill GK er
væntanlegur með 550 smálestir.
Engar loðnulandanir hafa verið
hér siðustu viku og er nú þróar-
rými fyrir 4.800 tonn. Þessu hef-
ur valdið óhagstætt veiðiveður
hjá loðnuflotanum auk komu
norska bræðsluskipsins Nor-
global. Eru menn hér reiðir
þeirri ráðstöfun stjórnvalda að
veita leyfi til leigu skipsins þrátt
fyrir ört vaxandi atvinnuleysi
viða um land.
Reiðir
ríkisstjórninni
En fleiri ráðstafanir rikis-
stjórnarinnar fóru i skapið á
okkur. Það kemur til meö aö
varða lifsafkomu sjómanna hér
norðanlands miklu ef aðgerðar-
leysið i landhelgismálinu heldur
áfram og bresku togararnir fá
svo gott sem óáreittir að veiða á
friðaða svæðinu út af Þistilfirði
auk þess sem þeir hafa verið i
allan vetur hér fyrir austan. En
vonandi fef- dauðastriö þessarar
ráðlausu og dáðlausu stjórnar
að taka enda og þjóðinni gefist
kostur á aö votta henni samúð
sina i almennum þingkosning-
um.
Nýr skuttogari
Nýverið var undirritaður við
Stálvik h.f. samningur um smiði
500 smálesta skuttogara fyrir
vopnfirðinga og mun hann eiga
að koma i gagnið eftir rúmt ár.
Við fögnum þessu að sjálfsögðu
þar sem tilkoma nýja frysti-
hússins sem hér er i byggingu
kallar á meira hráefni svo og
verkafólk sem hefur haft stop-
ula vinnu i frystihúsinu. Afli
togara okkar, Brettings, hefur
verið sáralitill frá þvi að hann
hóf veiðar að nýju eftir áramót-
in.
Sameining
stœrstu
atvinnutækjanna
Fyrir dyrum stendur samein-
ing stærstu atvinnutækja stað-
arins i eitt fyrirtæki, þ.e. út-
gerðarfélagsins Tanga h.f.,
Sildarverksmiðju Vopnafjarð-
ar, Frystihúss Kaupfélags
Vopnafjarðar og Fiskvinnslunn-
ar h.f. Tvö fyrrnefndu félögin
eru að mestu i eigu Vopnafjarð-
arhrepps. Frystihúsið i eigu
kaupfélagsins og Fiskvinnslan
almenmngshlutafélag með
Vopnafjarðarhrepp, Tanga h.f.,
kaupfélagið og verkalýðsfélagið
sem stærstu eigendur. Að sögn
forráðamanna er von til þess að
af sameiningu þessara fyrir-
tækja verði innan tiðar.
Atvinnuástand hefur hér veriö
fremur slæmt og er aukin hrá-
efnisöflun til fiskvinnslufyrir-
tækja forsenda þess að það
skáni.
Mikill hugur í
smábáta-
sjómönnum
Mikill hugur er i smábátasjó-
mönnum og munu'þeir stunda
grásleppuveiðar af kappi i vor
og bætast 3 bátar 10—17 smá-
lestir i grásleppuflota okkar,
hver með um 200 net. tJtlit er
fyrir gott verð á hrognum i vor.
Verkalýðsfélag Vopnafjarðar
hefur boðað vinnustöðvun frá
miðnætti 22. fébr. hafi samning-
ar ekki tekist fyrir þann tima.
Vopnafirði, 13. febr.
Gisli Jónsson