Þjóðviljinn - 22.02.1976, Page 5
Sunnudagur 22. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA. 5
Bandarísk verkalýðshreyfing:
Ráölaus og
höfuðlaus her
Eitt af því sem ólíkt er
með Vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum er það, að
evrópsk verklýðshreyfing
er mjög pólitísk, nátengd
pólitískum flokkum sem
reka erindi hennar hver
með sínum hætti. í Banda-
ríkjunum hefur sam-
bræðsla borgaralegs
áróðurs gegn pólitískum
afskiptum verklýðsfélaga
og þröngrar kjarahyggju
verklýðsforingja leitt til
þess, að þarlend verklýðs-
hreyf ing er máttlaus i póli-
tískum efnum og hug-
myndasnauð.
Til eru þeir sem hafa hrósaö
þessu bandariska ástandi og
visað til góðra kjara bandariskra
verkamanna. En hér á eftir
verður það hinsvegar rakið að
nokkru, hvernig hin pólitiska
vesæld leiðir til ráðleysis i sjálf-
um kjaramálunum hvenær sem
að kreppir.
Hollusta
Um áramót var vinnumála-
ráðherra Bandarikjanna, Dunlop,
spurður að þvi, hvort að kreppan
hefði sorfið svo að bandariskum
verkamönnum, að þeir hefðu
fyllst beiskju i garð hins banda-
riska efnahagskerfis. Dunlop
kvað það af og frá, bandariskir
verkamenn væru mjög tryggir
hinu „frjálsa framtaki”. Mörgum
mun finnast þessi tryggð harla
undarleg. A sl. ári lækkuðu raun-
tekjur enn og atvinnuleysið jókst
og fór yfir 8%. Þetta þýðir i reynd
að nú eru fleiri menn atvinnu-
lausir en i kreppunni miklu á
fjórða áratugnum (en þá var
hlutfall atvinnuleysingja að sjálf-
sögðu hærra). Um leið hefur
hagnaður fyrirtækja farið vax-
andi — Wall Street Journal segir
að hann sé um 16% fyrir árið i
heild Launakostnaður á fram-
leiðslueiningu hefur minnkað og
framleiðni hefur aukist um
hvorki meira né minna en 8%.
Og um leið hefur aðeins 0,2% af
vinnustundum „tapast” vegna
verkfalla, og er það tiu sinnum
minna en fyrir fimm árum
Versnandi staða
Sú var tið, að vitnað var til lffs-
kjara bandariskra verkamanna
til sönnunar á þvi að þeir byggju
við kerfi sem væri hagkvæmt
bæði verkafólki og kapitalistum.
En á siðustu árum hafa laun
verkafólks i ýmsum vestur-
evrópskum löndum farið fram úr
bandariskum. Og sé þróunin
skoðuð kemur i ljós að margir
hafa nú minni tekjur i Banda-
rikjunum en þeir höfðu 1965. 1 US
News and World Report er launa-
þróuninni lýst með tilvisun til
launa „meðalverkamanns”.
Laun meðalf jölskyldufram-
færanda hafa hækkað um 71%
siðan 1965 en á sama tima hefur
framfærslukostnaður aukist um
81%. En afleiðingar þessa eru
ekki eins slærnar og rnenn gætu
haldið vegna þess, að þeirn fjöl-
skyldurn hefur fjölgað verulega
þar sern fleiri en einn vinna úti og
þvi hafa rneðalrauntekjur fjöl-
skyldna hækkað nokkuð á siðustu
tiu árurn.
Flestir þeirra sem i fyrra unnu
sér að ráði meira en áður bættu
við sig tekjum með lengri vinnu-
tima.
Siðastliðið ár var og heldur
slæmt þeim sem gerðu nýja
kjarasamninga. Alls voru gerðir
nýir samningar fyrir 2,5 miljónir
verkarnanna. 1 höfuðatriðurn var
útkoman sú að launahækkanir
náðu ekki verðbólguáhrifunum.
munu reyna að ná auknu frelsi til
að stjórna framleiðslunni og að
útrýma gömlum úreltum og
dýrum ákvæðum vinnulög-
gjafarinnar” segir sáttasemjari
rikisstjórnarinnar, W.J. Usery.
Þessi ósk getur rekist á kröfur
margra verkamanna um aukið
öryggi á vinnustað.
Þær umsagnir sem menn hafa
fengið frá sérfræðingum og full-
Ráðherra atvinnumála teiur að þrátt fyrir minnkandi rauntekjur og
aukið atvinnuleysi séu bandariskir verkamenn enn mjög trúir sinum
kapitalisma.
Tíöinda leysi ?
Meðlimir verklýðsfélaganna
hafa að þvi er virðist tekið þessari
útkomu með ró. Tekið er dæmi af
póstmönnum, sem árið 1971 áttu i
harðri vinnudeilu, en tóku nú
þegjandi og hljóðalaust samn-
ingum sem voru þeim um margt
óhagstæðir. Enda kallar blaðið
Business Week sl. ár ,,ár mála-
rniðlana verkalýðshreyí-
ingarinnar”. En hugsast getur að
til fleiri tiðinda dragi nú árið 1976,
en semja þarf á næstu mánuðum
upp á nýtt fyrir um 4,5 miljónir
manna, m.a. verkafólk i gúm-
iðnaði, bilaiðnaði og vöru-
bilst jóra.
Af hálfu verklýðsfélaganna
verður reynt að ná upp þvi sem
verkafólk hefur tapað á verðbólg-
unni. Mörg þeirra munu hafa á
lofti einhverskonar dýrtiðarupp-
bætur, sem og kröfur um aukið
framlag atvinnurekenda i at-
vinnuleysingjasjóði.
En atvinnurekendur munu að
sinu leyti sækjast eftir þvi að ná
sterkari tökum á verkafólki.
„Stjórnendur fyrirtækjanna
trúum stjórnvalda benda til þess
að launahækkanir i nýjum
samningum muni nema 10-12%.
Með þvi að rauntekjur meðal-
verkamanns hafa minnkað um
9% siðan siðast var samið 1973
þýðir þetta, að það tap fæst bætt
— en það er einnig liklegt að sá
árangur sem næst étist fljótt upp
af áframhaldandi verðbólgu.
Sundrung
Mörg dæmi mætti nefna um
ráðleysi og veikleika banda-
riskrar verklýðshreyfingar. Hún
hefur reyndar ekki verið sterk
áratugum saman. Kynþátta-
vandamálin hafa haft sundrandi
áhrif á hreyfinguna. Eitt helsta
tilefni árekstra innan he.nnar
undanfarin ár hefur verið
busning,— m.ö.o. sú viðleitni að
blanda saman börnum af mis-
munandi kynþáttum i skólum. Þó
nokkur verklýðsfélög hafa stutt
mótmælaaðgerðir hvitra kyn-
þáttahatara gegn framkvæmd
laga um þetta efni. Um leið hefur
verklýðshreyfingin sem heild
sætt sig við það, að atvinnuleysi
Þessi kapitalisti er heldur fýidur
evrópskur.
meðal þeldökkra er helmingi
meira en meðal hvitra manna og
einnig að konur og svo fólk af
minnihlutaþjóðernum er fyrst
rekið úr vinnu hvenær sem
skórinn kreppir að. Það dregur og
úr styrk verklýðsfélaganna að
ekki eru nærri allir vinnandi
menn félagsbundnir. Laun bygg-
ingarverkamanna hafa farið
lækkandi og um leið hafa ófélags-
bundnir menn gengið i 50-60%
verka. En atvinnuleysið hjá fag-
mönnum i byggingariðnaði
nemur um 20%.
Stéttasamvinna
Fyrir utan kynþáttafordöma,
mikinn fjölda ófélagsbundinna
verkamanna og félagslega deyfð
má einnig til nefna stéttasam-
vinnu verklýðsforingja og
atvinnurekenda sem áhrifaþátt i
þá veru að veikja verklýðshreyf-
inguna. John Dunlop atvinnu-
málaráðherra kemst svo að orði
um þetta atriði: „Ég álit að inn-
byrðis samskipti á vinnu-
markaðnum hafi batnað á siðari
árum. Andrúmsloftið i sam-
skiptum toppmanna hjá verk-
lýðsfélögum og fyrirtækjum er
orðið betra en það var.”
Dunlop lætur sig i þessu sam-
hengi engu varða, að andrúms-
loftið „hjá toppmönnum” er orðið
„betra” aðeins vegna þess að
verklýðsbroddarnir geta ekki
lengur hótað heldur verða að
betla umbætur i samninga-
viðræðum. Jafnvæginu i stétta-
samvinnunni hefur verið raskað.
Verklýðsforingjarnir geta ekki
á svip — enda á hann að heita
einu sinni tryggt félagsmönnum
sinum þann árangur sem menn
höfðu náð á siðasta áratug.
Enn einn þáttur sem virkar i
sömu átt er kreppan og þar með
mikið tal um að það.sé „minna til
skiptanna”. Og þá má þvi við
bæta að hin nýja uppbygging
efnahagslifsins hefur veikt undir-
stöður verklýðshreyfingarinnar.
Þau fyrirtæki sem mestu ráða eru
annaðhvort samsteypur (margra
ólikra fyrirtækja, eða þá risa-
fyrirtæki sem starfar i mörgum
löndum. Verklýðsfélögin hafa
ekki fylgst með þessari þróun.
Verkamenn i einni framleiðslu-
grein, skipulagðir i eitt verklýðs-
félag, geta ekki með verkfalli
komið höggi á stóra samsteypu
sem heldur barasta áfram fram-
leiðslu i öðrum greinum. Verka-
menn i einu landi geta ekki sigrað
fyrirtæki sem nú þegar tekur
mestan hluta gróða sins af úti-
búum erlendis.
Auðhringarnir
I upphafi var minnst á pólitiskt
áhrifaleysi verklýðshreyf-
ingarinnar — og ýmis félög og
sambönd hafa sýnt lit á að revna
að breyta þeirri stöðu að nokkru.
En það er ekki vist að það hefði nú
jafnmikla þýðingu og stundum
áður að verklýðsfélögin kæmu sér
upp nokkrum hópi pólitikusa
Vald stóru auðhringanna er nú
orðið svo mikið, að pólitiskar
stofnanir eiga harla erfitt með að
þvinga þá til eins eða neins. Enda
hefur bandariskur ráðherra svo
Framhald á bls. 22.