Þjóðviljinn - 22.02.1976, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. febrúar 1976
Mánudagur, 2. febr. 1976:
Þaö er frekar árla morguns á veitinga-
sölu Náttúrufræðideildar Háskólans á
Blindern. Logi kunningi minn Jónsson og ég
sötrum morgunkaffiö á meöan viö flettum i
gegn um dagblööin, hann þau norsku og ég
nokkur islensk, sem mér hafa borist aö
heiman. Þaö er heiðskirt og bjart veður
fyrir utan, en brunakuldi, likt og veriö hef-
ur siöustu vikur. Inni i veitingasölunni, sem
minnir einna helst á biösalinn á Kastrup-
flugvelli, er heitt og syfjulega notalegt. Til
að lyfta stemmningunni leita ég að brosleg-
um fréttum frá tslandi til að lesa upphátt
fyrir borðfélaga minn. Ég hef nýhafiö lest-
ur einnar smágreinar, sem vakið hefur ká-
tinu mina, þegar ég rek augun i feitletraða
fyrirsögn i norska dagblaöinu, sem Logi
hefur milli handanna. Fyrirsögnin er á
hvolfi, frá minum sjónarhóli séö, en það
stór og stuttorð, að hægðarleikur er aö lesa
hana: EVERT TAUBE LATINN.
Þaö er snemma dags, og heilabúið hefur
enn ekki opnað öll útibú sin, þannig að hin
tilfinningalegu viðbrögð verða minni en
ella: ,,Nú, er hann dauður?”
2
Ég bjó i Sviþjóð i tæp sex ár. Ef ég væri
beðinn að telja á fingrum mér þá hluti, er
ég teldi dæmigerða fyrir Sviþjóð, myndi ég
án efa byrja á Evert Taube. Kannski vegna
þess, að hann vekur ljúfustu minningarnar,
söngvar hans og ljóð lýsa björtustu hliðum
sænska mannlifsins, i þeim er hvorki til
staðar hinn grái hversdagsleiki eða áhyggj-
ur liðandi stundar. Taube var einfaldur,
sentimental, rómantiskur og viðkvæmur,
en aldrei grunnhygginn eöa ómerkilegur.
Hann sameinaði fegurð og skáldskap með
einfaldleika og skýrleika, þess vegna varð
hann eitt elskaðasta skáld sænsku þjóðar-
innar, hann gaf fólkinu draumalönd og
sumar sænskrar náttúru, en seldi þvi aldrei
póstkortsmyndir. Taube var tákn sænska
sumarsins og ævintýrsins i hversdagsleik-
anum. Tivoliið i Stokkhólmi, Gröna Lund,
opnaði alltaf sumarstarfsemi sina með úti-
tónleikum EvertTaube: sumarið kom ekki
til Stokkhólms fyrr en aö afloknum maikon-
sert Everts. Ég minnist hans fyrir nokkrum
árum er hann stóð á gömlu trésenunni á
Grönan (eins og Gröna Lund er vanalega
kallað) og fagnaöi sumrinu að venju. Rödd-
in var orðin gömul og hrum, hann treysti
sér ekki lengur til að syngja söngljóð sin, en
las þau i staðinn utanbókar með titrandi
róm. Sonur hans, Sven-Bertil, sem hafði
nýlokið við að flytja nokkur lög fööur sins
með skólaðri röddu, stóð afsiðis ásamt
hljómsveitarstjóranum Ulf Björlin og
hlýddi á upplesturinn. Evert iklæddur ljós-
um sumarfrakka með hvita, barðastóra kú-
rekahattinn sinn og langa bláa trefilinn
margvafðan um hálsinn dekiameraði með
hægri og hásri raust eitt fegursta ástarljóö
sitt:
Min álskling, du ár som en ros,
en nyutsprungen, skár,
ja, som den Ijuvaste musik,
min álskade du ár'.
Sa underbar ár du, min ván,
och ser sá vacker ut!
Och áiska dig, det skall jag án
nár havet sinat ut.
LÁTINN
Ingólfur Margeirsson
dregur nokkrar
persónulegar myndir
kringum hinn
sænska listamann,
músikant
sjarmör og sjóara
3
Sumarið 1972 brá ég mér til tslands. Ég
hafði dvalist nógu lengi I Sviþjóð til að fá
Taube-bakteriuna, og hafði keypt mér
þykka bók með þekktustu kvæðum og
söngvum Everts, og æft nokkur lögin i
laumi á gitar, sem ég ætlaði að impónera
kunningja mina með. Tækifærið bauðst
ekki löngu eftir komu mina til landsins, sól-
fagran en napran sumardag i júli. Við sát-
um að léttri siðdegisdrykkju, Flosi Olafs-
son, Arni Elfar og ég, i húsakynnum leikar-
ans og rithöfundarins við Tjarnargötu. Ég
er ekki hálfnaður með fyrsta versið úr Calle
Schewens Vals, þegarFlosi gripur frammi:
„Þér þykir þá gaman að svona músik? ” Ég
fór náttúrulega út af laginu og sló nokkur
feilgrip i leiðinni. Arni litur sem snöggvast
á bókina, rennir augunum yfir nóturnar og
segir: „Blessaður vertu, þeir spiluðu þetta
helviti alltaf i gamla daga i útvarpinu eftir
hádegið. Aldrei friöur fyrir þessari sænsku
harmónikkumúsik. Svona ég skal spila
þessa bók fyrir þig i hvelli.” Svo vindur
hann sér að pianóinu, slær upp bókinni á
fyrstu siöu og byrjar að hamast á sönglög-
unum eftir stafrófsröð. Það tók hann ekki
nema rúmar tiu minútur að skvera af tæp-
um fimmtiu sigildum lögum Everts, allt frá
„Balladen om Gustav Blom fran Borás” til
„Vals pa Ángon”. Aö þvi loknu, (þá var
Flosi reyndar hálfkafnaður úr hlátri i sóff-
anum) snýr hann sér frá pianóinu, réttir
mér bókina og segir: „Þetta er alveg
hræðileg músik”. Svo ræddum við ekki
meira um Evert Taube.
4
Sjaldan hefur einn maður verið jafn dáð-
ur og elskaður af þjóð sinni og samtimis
jafn litt þekktur fyrir utan landsteinana,
eins og Evert Taube. Sonur hans, Sven-
Bertil Taube, var orðinn þekktur um flest
lönd Evrópu um tvítugt fyrir að túlka lög og
texta föður sins og annarra höf. sænskra
söngljóða. Sven-Bertil þótti mikið „betri”
söngvari en pabbi hans, hann notaði þjálf-
aða raddtækni og hafði sér til aðstoðar
hljómsveitarstjórann þekkta, Ulf Björlin og
aðra valda hljómlistarmenn, sem útsettu
lögin upp á nýtt og beittu bæði tæknibrögð-
um og upptökufágun i meðferð sinni á tón-
list Taube. Þetta verður maöur að gera ef
maður ætlar að verða frægur i hinum stóra
heimi: Að gera vöruna samkeppnishæfa á
alþjóðamarkaði. Og gömlu upptökurnar
með Evert Taube voru ekki upp á marga
fiska, i gegnum rispið og suðið, mátti
greina óhreina og hása rödd skáldsins
Taube, þar sem hann söng um ævintýri sjó-
manna i Suðurhöfum og eini undirleikurinn
var hálffölsk lúta trúbadorsins og einstaka
hjáróma fiðlur og má vera að trompet
flæktist inn i lagið, sérstaklega ef söngurinn
var i suður-ameriskum takti. Þessar plötur
voru ekki leiknar viða utan landamæra Svi-
þjóðar, nema kannski einstaka sinnum sið-
degis i islenska Rikisútvarpinu i gamla
daga.
5
En þessar gömlu 78-snúninga grjótkökur,
með stemmu ævintýramannsins Taube,
nægðu vel fyrir hina þjáðu sænsku alþýöu
kreppuáranna. Það var i fyrsta lagi létt að
skilja textana og lögin, þau voru ekki að-
eins skemmtileg frásögn, heldur huggun og
ævintýri á hinum erfiöu timum. t öðru lagi
voru þau fljótlærð og auðvelt að syngja þau.
Þvi nutu söngljóð Everts almenningshylli á
skömmum tima, þau voru i senn ópium
verkalýðsstéttarinnar og strákadraumar
borgarastéttarinnar. Það er kannski vafa-
samt að tala um stéttaskiptingu i ljóðum
Everts, margir mundu halda þvi fram, að
styrkleiki hans sem skálds allrar sænsku
þjóðarinnar, væri einmitt, að vera ópóli-
tiskur i kvæðum sinum. En ef betur er að
gáð, liggur stór hluti skýringarinnar á þjóð-
arvinsældum skáldsins einmitt i þvi, að i
kvæðum sinum sinum lifir hann eins og ó-
breyttur sjóari, en segir frá eins og fágaður
háskólaborgari. Hið ókristilega athæfi
ljóðahetjanna, sjóara skútualdarinnar, er
LIST TIL LÆKNINGA
ÞINGHALD
í SVÍÞJÓÐ
t fyrrasumar var haldin I Nor-
ræna húsinu ráðstefna á vegum
hússins og Félags islenskra sér-
kennara og fjallaöi hún um iist til
iækninga sem á ensku nefnist Art
Therapy. Nú hefur þessi ráð-
stefna borið þann ávöxt aö I sum-
ar veröur haidin önnur i Sviþjóð
þar sem rætt verður um menntun
þeirra sem stunda listiækningar.
Sigriður Björnsdóttir mynd-
listarkennari er helsti brautryðj-
andi listlækningahérá landi. Hún
hefur ásamt einum svianna sem
sátu þingið hér i fyrra, Jan
Thomæus myndlistarkennara,
unnið að undirbúningi þingsins i
Sviþjóð.
Sigriður tjáöi Þjóðviljanum aö
þingið yrði haldið I Stokkhólmi
dagana 15.—21. ágúst i sumar.
Karolinska sjúkrahúsið i Stokk-
hólmi verður gestgjafi þingsins á-
samt Kjesater lýðháskólanum
sem sænska skátahreyfingin rek-
ur. í þeim skóla hefur listlækn-
ingum verið beitt i kennslu van-
gefnna.
Viðfangsefni þingsins verður
menntun þeirra sem fást við list-
lækningar á Norðurlöndum.
Verður boðið þangað ýmsum
þeim norðuriandamönnum sem
fást við listlækningar auk ann-
arra frá Bretlandi, Hollandi og
Bandarikjunum en þar hafa list-
Sigriöur Björnsdóttir myndlistarkennari
Rætt viö Sigríði
Björnsdóttur
myndlistar-
kennara
lækningar þróast mun lengur en
hér á Norðurlöndum.
Þá hefur öllurn skólurn á Norður-
löndum sem útskrifa myndlistar-
kennara verið boðin þátttaka i
þinginu. Voru þessir skólar beðn-
ir að láta nemendurá siðari hluta
gera tilraunaverkefni með list til
lækninga á einhverri stofnun og
leggja niðurstöður þess fram á
þinginu.
Hér á landi var leitað til Mynd-
lista- og handiðaskóla tslands þar
sem kennarar og nemendur
sýndu mikinn áhuga á þátttöku.
En þegar á reyndi steytti þetta
framtak á steini 1 „kerfinu” al-
ræmda og eru nú litlar horfur á að
úr þátttöu MHl verði. Er þetta i