Þjóðviljinn - 22.02.1976, Síða 9

Þjóðviljinn - 22.02.1976, Síða 9
Sunnudagur 22. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 9 alltaf fært i búning heiðarleikans og hraust- mennskunnar. Hver annar en Evert Taube getur lýst hressilegum slagsmálum sænska skútukallsins Anderssón við tvo skuggalega blámenn i brasiliskri hafnarknæpu: „Sá tar han av sig tröjan, sá gör en svensk sjöman, och sláss med dem som bráka vill i land. Och knivarna de blánkte, men Andersson han slog den ena mitt i skallen sa han hickade och dog.” Og hvaða skáld lýsir kvennafarinu, hafn- armellunum af meira sakleysi, lifsgleði og einfaldleika, en einmitt Evert Taube: „Flickan i Havanna hon har inga pengar kvar, sitter i ett fönster, vinkar at en karl. Kom du glade sjömanstros! Du skall fá min röda ros! Jag ‘ár vacker! Du ar ung! Sjung, av hjartat, sjung! En kvennafar og slagsmál gátu endað illa. Fritjof Andersson, ein frægasta sjóarahetja Everts, og imynd hans sjálfs, uppgötvar, að hið eina sanna frelsi er hafið, er hann liggur i steininum i Buenos Aires: „Men dcn vinden, som bar hennes toner till mig, kom frán havet, dar friheten 'ár. Och hur Ijuvligt án jántan beklagade sig och fast kanske jag ánnu var kár, síT sade jag, Fritiof Andersson lurar man nog ett par gánger med vin och med sang, men det sker ej tvá ganger uppá samme krog, och uti varje hamn blott cn gáng.” Þetta var hinn einfaldi heimur skútukall- inna, sem sigldu um öll heimsins höf, börð- ust við storma og strauma hafsins, lentu i slagsmálum á bjórbúllum hafnarborganna og urðu skotnir i negrapium og múlatta- stelpum, en sigldu svo á brott á vit frelsis- ins; hafsins. 6 En Evertorti ekki aðeins og söng um hin- ar bláeygðu sjóarahetjur i Suðurhöfum, hann skapaði einhverja fegurstu náttúru- lýrik, sem sænsk ljóðagerð geymir. Hann fléttaði ljóð sin um sænska sumarið, skerjagarð Stokkhólms og blómaengi Sjö- sala af þvilikri lipurð, léttleika og barns- legri hrifningu að orðin dansa hreinlega á pappirnum: Könncrdahl han bindcr utav blommor en krans, binder den kring háret, det gráa och rufsiga, valsar in i stugan och har lutan till hands, vácker frun och barnen med drill och kadans. Titta, ropar ungarna, Pappa ár en brud med blomsterkrans i háret och nattskjorta tillskrud! Och se sá manga blommor som redan slagil ut pa ángen. Gullviva, mandelblom, kattfot och bla viol. Til að skilja og njóta söngva Everts um náttúrufegurð sænska sumarsins, verður maður að hafa upplifað ljúfustu hliðar Sviarikis að sumri til. öll þessi náttúru- rómantik verður manni annars ofviða og jafnvel framandi. Það er kannski engin til- viljun, að þegar Sigurður Þórarinsson þýddi ofangreint söngljóð Everts, staðfærði hann náttúrurómantikina og kallaði ljóðið „Vorkvöld i Reykjavik”. Evert hleður saman öllum unaðslegustu myndum sum- arsins eins og t.d. i „Calle Schewens Vals”: Hvit seglin ber við sólbjartan himin, heitir vindar bera með sér angan af nýslegnu heyi, gárurnar skvalpa við ströndina og sefið bærist i golunni. Calle Schewen bland- ar brennivinstári út.i kaffið „til að gefa þvi þægilegt bragð og styrkleika”, á meðan hann virðir fyrir sér eltingaleik mávanna við fæðuna. Fjarlægir harmonikkutónar berast með sumarvindinum, og Calle dans- ar vals við eina af ungmeyjum skerja- garðsins þangað til sólin hnigur til viðar i norð-vestri, og heit sumarnóttin breiðir út faðminn: Du vilar min blommande ö vid min barm, du dunkelblá, vindstilla fjárd och juninattsskymningen smyger sig varm till sovande buskar och trád. En þrátt fyrir þessi draumalönd náttúr- unnar, er hvergi tregi, söknuður eða innan- tómt sentimentalitet til staðar i kvæðum Everts. Draumalönd skáldsins eru sam- setningur af ljúfustu augnablikum upplif- unarinnar, óháð fyrirheitum og heimur út af fyrir sig. Það sem skilur slagara Everts frá ljúfsárum dægurlögum eftirstriðsár- anna er, að i söngvum hans eru engar draumavonir, engin loforð um sælu og happy end, heldur lifsgáski og fegurð hinn- ar liðandi stundar, ljósaskiptin i Skerja- garðinum, morgundöggin á blómasæng Sjösala-engisins, hið gyllta hár stúlkunnar, sem lýsir af æsku og angar af vori. 7 Vorið 1975 pakkaði ég saman pjönkum minum og flutti frá stúdentagarðinum i Stokkhólmi, sem ég hafði búið á undanfarin ár. Ég átti að heita formaður Ijósmynda- klúbbs þess, sem starfræktur var á garðin- um, og langaði til að ljúka þeim ferli með einhverju sem varpað gat lit á fremur dauft starfsár. Gegnum kunningsskap tókst mér að fá einn af aðalljósmyndurum sænska dagblaðsins EXPRESSEN, Jacob Forsell, til að halda kvöldfyrirlestur um blaðaljós- myndun. Fyrirlestur þessi reyndist hinn á- hugaverðasti, en ef til vill i lengra lagi, alla vega var orðið fámennt um miðnætti, þótt kaffiterian hefði verið nær sneisafull fyrr um kvöldið. Jacob blaðaljósmyndari hafði tekið með sér feiknin öll af myndefni, og var farinn að renna slides-myndunum frek- ar hratt i gegn i lokin. Skyndilega birtist elliært en þó lifandi andlit Evert Taube á tjaldinu. Þeir fáu, sem eftir sátu, rönkuðu örlitið við sér. Nokkrar myndir i viðbót með Taube, i þetta sinn með eiginkonuna, myndhöggvarann, i fanginu og veifandi kú- rekahattinum i annarri hendi. Myndir tekn- ar úti á svölunum og inn i dauflýstri ibúð þeirra hjóna. Jacob sagði okkur stuttlega frá tilkomu myndanna. Fyrir skömmu hafði hann fengið þá hugmynd, að taka ljós- myndaseriu i litum útum gluggann á vinnu- herbergi Everts og fá skáldið til aö skrifa prósa eða bundið mál við myndirnar. Hann sýndi okkur árangurinn af þessari ljós- myndun sinni gegn um glugga trúbadorsins gamla. Og ekki vantaði tæknina eða fegurð- ina, kvöldsólin dansaði i kjölfari Skerja- garðsbátanna, seð gegnum 300 mm linsu, silúettur skorsteinanna runnu saraan i dansandi óreiðu i fjólubláum bakgrunni i 1000 mm linsunni, og Riddarakirkjan og Ráðhúsið þöndu sig eins og spenntir bogar i 16 mm viðlinsunni. En einhverja hluta vegna tók Evert gamli Taube aldrei þátt i samstarfinu. Kannski var hann orðinn of hrumur og illa farinn af rauðvinsdrykkj- unni, eða kannski hafði hann einfaldlega ekki áhuga á slikri samvinnu. Og eitt er vist, Evert Taube þurfti aldrei á ljósmynd- um að halda til að gefa orðum Sinum stemmningu og umgjörð. Hver annar hefur lýst vorkvöldinu i Stokkhólmi i jafn gneist - andi myndmáli en einmitt Evert Taube: Se hur hela Uppland star i lagor, kv'állsol brinner bort om Solnas skog! Grön som árg mot violetta vágor brunnviksvasscn stár dár gáddan slog. Lángt i syd mot bleknade himmel blánker fönstrens rad som guld pa Södermalm och pa Slottet vakten flaggan sánker. Stockholm svalkas eftir dagens kvalm. Stockholm, i ditt sköte vill jag drömma, sorglöst, nar din aftontimma slar! Nya syner, gamla minnen strömma leende emot mig dár jag gár. Nár din várnatt dunkelmjukt fSr sluta dig i famn, frán parkens dolda plan eko tonar án ur Bellmans luta och i Stora Skuggan spelar Pan. Ti Ivitnanir: (1) Min álskling (1943) (2) Fritiof Andersson (1922) (3) Flickan i Havanna (1922) (4) Jag ár fri, jag har sonat... (1936) (5) Sjösala vals (1941) (6) Calle Schewens vals (1938) (7) Stockholmsmelodi (1941) Mun Kissinger segja af sér? vegna uppljóstrana um starfsemi CIA samræmi við annað tómlæti sem „kerfið” hefur sýnt listlækning- um til þessa. Sigriður sagði að hugmyndin með þessu þingi væri að skil- greina og samræma menntun þeirra norðurlandamanna sem vilja fást við listlækningar. Slik samræming myndi verka mjög hvetjandi fyrir þá sem við þetta starfa og örva samskipti milli landa á þessu sviði. Sigriður var i Stokkhólmi fyrir skömmu til að undirbúa þingið. Þangað korn hún frá Sao Paolo i Brasiliu þar sem hún sótti Pan American barnalæknaþingið. Var henni boðið að flytja þar fyrir- lestra um listlækningar og setja upp sýningu á verkurn barna sern notið hafa slikrar meðferðar. Þingið fjallaði um leik sem mikil- vægan þátt i barnalækningum. Þetta þing var fyrsta opna barnalæknaþingiö, þ.e. þangað var boðið öllum þeim sem stuðla að bata barnsins, þar með talið foreldrum. Sagði Sigriður að eitt það merkasta sem hún hefði kynnst á þessu þingi væri það að á barnasjúkrahúsum i þróunar- löndunumþekktust ekki heim- sóknartimar. Þar þykir sjálfsagt að foreldrar barna og systkini taki fullan þátt i meðferð þess. Væri þetta mjög heppilegt þvi sú einangrun sem börn upplifa oft við sjúkrahúsvist gæti reynst mjög skaðleg tilfinningalifi þeirra. — ÞH WASHINGTON. Hcnry Kissingcr utanrikisráðherra hefur nýlega látið i ljós þá skoðun sina á blaða- mannafundi i Washington, að af- hjúpun leyniskjala um njósna- starfsemi Kandaríkjanna erlend- is leiddi til þess, að rikisstjórnin sæti „galdraofsóknum” sem minni á ofsóknir þær sem McCarthy hélt uppi i landinu fyrir tuttugu árum. Kissinger sagði, að hann velti þvi fyrir sér hvort hann ekki ætti að segja af sér, ef að áframhald- ando ásakanir og afhjúpanir leiddu til þess að mjög dragi úr möguleikum hans á þvi að stjórna bandariskum utanrikismálum. Þess skal getið, aö McCarthy öldungadeildarþingrnaður hélt uppi ofsóknum sinum gegn frjáls- lyndum mönnum og vinstrisinn- um — allt i nafni krossferðar gegn kommúnisma! Kissinger kvartaði yfir þvi, að enda þótt e.t.v. væri rétt farið rneð einstök plögg, þá væru heildaráhrifin af afhjúpununum ekki annað en „illskeytt lygi”. Ásakanirnar Meðal þeirra ásakana sem fram hafa komið af hálfu þeirra sem rannsaka bandariska njósnastarfsemi eru þessar: — Kissinger sveik uppreisnar- menn kúrda i trak til þess að geta komist að samkomulagi við íran. — Pukurtilhneigingar Kissing- ers leiddu til þess að leyniþjón- ustan vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar jómkippur-striðið hófst fyrir Miðjarðarhafsbotnum árið 1973, og svo til þess að tyrkir gerðu innrás á Kýpur 1973. — Kissinger er sagður hafa haldið upplýsingum um brot sovétmanna á samningum um takmarkaðan vigbúnað leyndum fyrir öðrum ráðherrum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.