Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Föstudagur 5. mars 1976 — 41. árg. — 50. tbl. 4 VEIÐIÞJÓFAR Á SVÆÐI FRIÐUÐU I gær voru 31 breskur togari á miðunum kringum Hvalbak, þar af voru 4 inni á friðaða svæðinu sem þar er. Óveðrið sem var á miðunum i fyrradag gekk niður i gærmorgun og gátu þá togararnir hafið veiðiþjófnað sinn á nýjan leik. 1 fyrradag flaug aðstoðarráö- herra úr breska fiskveiðiráðu- neytinu, Bishop að nafni, yfir miðin í Nimrod-njósnaþotu. Hafði hann loftskeytasamband viö sina menn bæði á togurum og Lloyds- man og stappaði i þá stálinu að standa sig nú vel i sinu striði, sem óneitanlega væri þeim erfitt. —erl Fjörur gengnar og flogið yfir miðin Víðtœk leit en árangurslítil Viðtæk leit að Hafrúnu AR-28 hófst aftur i birtingu i gær, en hafði litinn árangur borið er Þjv. haföi samband við Siysavarnai - félagið undir kvöldmatarleytið i gær. Eitthvert brak úr bátnum fannst þó i Sandvik norðan við Reykjanes. TF-SÝR fór til leitar á Faxaflóa upp úr klukkan niu og þyrla frá Keflavikurflugvelli leitaði strandlengjur og ákveðið leitar- svæði á siglingaleið frá Krisu- vikurbergi vestur aö Reykjanesi. Upp úr hádegi var leitarsvæðið á Faxaflóa siðan stækkað og bætt við annarri flugvél frá hernum. Fram yfir hádegið var fádæma gott leitarveður fyrir flugvélar. Flokkar Slysavarnafélagsins frá Eyrarbakka og Stokkseyri gengu fjörur ásamt björgunar- sveit úr Grindavik. Voru það um fjörutiu menn og leituðu þeir fjör- ur allt vestur á Snæfellsnes. Ekki er talin þörf fyrir meiri mann- skap við að ganga fiörur. Eitthvert rek mun hafa fundist i gær en þó ekkert til jafns við það, sem fannst i fyrradag. Nákvæm- ar fréttir af rekanum höfðu ekki borist til Slysavarnarfélagsins i gær, þegar Þjv. hafði þangað samband. í fyrradag fannst brak úr Haf- rúnu ásamt rifrildi úr björgunar- báti skipsins rekið á fjörur. Vél- báturinn Jóhannes Gunnar fann lik matsveinsins, Ingibjargar Guðlaugsdóttir, á reki sl. þriðju- dag, en saknað er annarra báts- verja, sjö að tölu. Þar af eru fimm frá Eyrarbakka. —gsp Mokveiöi af loönu í gærdag Segja má að skipin hafi mokað upp loönunni sl. sólarhring. t allt tilkynntu 55 skip um afla til loðnunefndar, samtals 15.700 lestir og er þetta önnur besta sólarhringsveiðin það sem af er þessari vertiö Til Reykjavikur komu 10 skip með loðnu i gær og 4 voru væntan- leg í gærkveldi. Myndin hér að ofan var tekin þegar Helga RE 49 kom drekkhlaðin til Reykjavikur um miðjan dag f gær. Ljósm. S.dór 'Vélskólanemar ásamt kennurum sfnum um borð I Akraborg I gær. Ljósm. S.dór. Akraborgin skiptir yfir í svartolíu Undanfarnar vikur hafa nemar I 4. bekk Vélskóla islands unnið að nauðsynlegum breytingum á vélum Akraborgar til þess að mögulegt væri að nota svartolfu i stað gasolfu og I gær var skipiö i fyrsta sinn heyrt á svartoliu, þegar þaö lagði af stað frá Reykjavik uppá Akranes kl. 15.30. Með I þessari ferð var stjórn Skallagrims h.f. vélskólanemarn- ir sem verkið unnu, kennarar, ráðherrar og fleiri. Ileppnaðist þessi breyting mjög vel að sögn kunnáttumanna og svo mikið er vist að enginn um borð varð var við þegar skipt var yfir á svart- oliu, en það var gert á miðri leiö. Bjöm H. Björnsson, stjórnar- formaður Skallagrims h.f., sagöi af þessu tilefni að upphafið að þessu öllu væri þaö, að eftir að svartoliunefnd hafði i sjónvarps- viðtali gért grein fyrir þeim sparnaðarmöguleikum sem fæl- ust i þvi að nota svartoliu á skut togurum i staö gasoliu, hefðu stjórnarmenn Skallagrims h.f. farið að kanna möguleika á að breyta vélum Akraborgar þannig að brenna mætti svartoliu f stað gasoliu. Þaö varð svo úr eftir að rætt hafði veriö viö sérfræðinga frá verksmiðjunum, sem framleiddu vélar Akraborgar og þá Ólaf Eiriksson, kennara i Vélskóla Islands sem sæti á I „svartolíu- nefnd” og Björn Magnússon ráðunaut, að ákveðiö var að gera tilraun til þessara breytinga. Til þess að vinna verkið voru fengnir nemar úr 4. bekk Vélskóla Islands undir leiðsögn kennara sinna, einkum þó Ólafs Eirikssonar. Var verkið framkvæmt þannig, að nemarnir fóru alltaf með skip- inu uppá Akranes þegar það fór síðustu ferð úr Reykjavik á dag- innog unnu þeir að breytingunum á kvöldin og á nóttunni; byrjað var á breytingunum i janúar sl. Oliunotkun Akraborgar var sl. ár 900.000 litrar og svartolia er 15 kr. ódýrari pr. liter en gasolia, þannig að eins og veröið á oliu er nú, mun svartoliubrennsla spara fyrirtækinu rúmar 12 milj. kr. á ári, en þaö er um helmings sparn- aður frá þvi sem nú er. Að visu kemur á móti aö nokkru meira slit verður á ákveönum vélahlutum, en það er þó eins og dropi ihafið hvað kostnað snertir, miðað við þann sparnað sem svartoliubrennslan hefur i för með sér. —S.dór Osæmandi æðstu menntastofnun 25% toll á breskar vörur A fundi efri deildar alþingis i gær mælti Stefán Jónsson fyrir frumvarpi Alþýðubanda- lagsmanna um að 25% inn- flutningstollur veröi lagður á allar vörur, sem hingað verða fluttar frá Bretlandi, meðan þorskastriöiö stendur. Þjóðviljinn mun siðar greina frá ræöu Stefáns. , íslendinga að þiggja gjöfina, segir Starfshópur um auðhringi Stefán Jónsson um auðhringi”, sem i eru nokkrir kunnáttumenn, er á annarri skoðun. I frétt frá starfshópnum kemur fram sú skoðun að tölvan sé úrelLillselj- anleg og dýr I rekstri, og þvi eðlilcgt að með henni sé greitt. Þá segir að mcntunaraðstaða i Háskóla tslands megi aldrei miðast við hagsmuni utan- aðkomandi aðila og fjölþjóða fyrirtæki, svo sem IBM, gefi ekki slikar gjafir, ncma það samræmist hagsmunum þeirra. Tölvan 360/30 hefur verið á leigu hjá Skýrsluvélum rikisins og Reykja.vikurborg i nokkur ár og siðan I notkun hjá útibúi IBM á tslandi á nokkur ár til viðbót- ar. Hér er þvi siöur en svo um neina nýsmiði að ræða. Það er álit „starfshóps um auðhringi” að viðbrögð IBM við tilraunum Háskóla Islands til að marka nýja stefnu i tölvumál- um séu til þess fallin að styrkja enn meir einokunaraðstöðu þessa erlenda auðhrings og þar með torvelda eðlilega þróun tölvumála i landinu. Með tilliti til aðdraganda og afleiðinga þessa máls telur starfshópurinn að æðstu menntastofnun is- Framhald á bls. 14. I frétt frá Háskólanum segir að ókeypis not af tölvusam stæðunni IBM 360/30 og meðfylgjandi peningagjöf frá útibúi auðhringsins IBM á ts- landi sé ein veglegasta gjöf sem Káskóla Islands hafi nokkurn- tima veriö gefin. „Starfshópur Útför Sverris Ctför Sverris Kristjáns- ,sonar, sagnfræðings verður gerð frá Dómkirkjunni i .Reykjavik i dag kl. 13.30. Sverris er minnst i Þjóðviljan- um I dag á siðum 8, 9, 10 og 11. Tölvan frá IBM úr- elt og illseljanleg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.