Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. mars 1976.
Hamlet
Framhald af bls. 7.
verið að reyna að gæða texta
Hamlets nýju lifi.
Sýningu þessari stjórna þau
Nigel Watson og Inga Bjarnason,
en leikendur eru nemendur við
Enskudeild Háskólans ognokkrir
fleiri áhugamenn. Sýningunni er
ætlað að gleðja augað ekki sfður
en eyrað, og er það skoðun þeirra
sem að henni standa að hiín geti
orðið áhorfendum að gagni jafn-
vel þótt þeir skilji ekkiallan þann
texta sem fluttur er.
Sýningar á Hamlet verða i Fé-
lagsheimilinu á Seltjarnarnesrkl.
21 7. 11. 12. og 14 þessa mánaðar.
Sunnudaginn 14 verða tvær
sýningar kl. 17 og 21.
ALÞÝÐUBANDALAG
Miðstjórnarfundur
Fundur verður haldinn i miðstjórn Alþýðubandalagsins
laugardaginn 6. mars n.k. i húsi iðnaðarmanna að
Hallveigarstig 1 kl. 14
Dagskrá:
1. Verkföllin og kjarasamningarnir
2. Verkmenntun og skipulag fræðslumála
3. önnur mál
Ragnar Arnalds.
Málfunda- og fræðslunámskeið ABR
Næsti fundur er föstudaginn 5. mars kl. 20.30. Ragnar Arnalds, for-
maður Alþýðubandalagsins, heldur erindi: „Afstaða Alþýðubanda-
lagsins til annarra flokka”. Nýir þátttakendur velkomnir. —Stjórn Al-
þýðubandalags Reykjavikur.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Rabbfundur verður haldinn i Þinghól n.k. mánudagskvöld kl. 8.30.
Dagskrá: Fjárhagsáætlun bæjarins og önnur mál.
Stjórn bæjarmálaráðs.
Alþýðubandalag Hveragerðis og ölfuss
efnir til Góufagnaðar laugardaginn 6. mars kl. 9 eftir hádegi. Spiluð
verður félagsvist. Gömlu dansarnir. Ragnar Arnalds formaður Al-
þýðubandalagsins mætir. Allir velkomnir.
Ungir Alþýðubandalagsmenn
Fundur verður haldinn i Þinghól i Kópavogi n.k. þriðjudag 9. mars, kl.
20.30. Rætt verður um flokksstarfið og þátttöku ungs fólks i þvi, starf-
rækslu fræðslumiðstöðvar á vegum flokksins, sem er að komast á
laggirnar, og skipan æskulýðsnefndar.
Það er engum ofviða að ferðast nokkra kilómetra til að ákveða starfs-
vettvang ungs fólks i flokknum næstu mánuði. Þvi eru allir, sem ungir
eru i anda og sem viðast að, hvattir til að mæta á fundinn og flytja
með sér ferskar skoðanir. —Undirbúningsnefnd Æskulýðsnefndar AB.
Neskaupsstaður
„Kjör sjómanna og verkfólks i fiskiðnaði” er efni helgarerindis, sem
Bjarni Þórðarson flytur fyrir almenning i Egilsfcúö sunnudaginn 7.
mars kl. 16. Allir velkomnir. — Stjórn AB.
Húsnæði óskast
Háseti á varðskipi óskar eftir eins eða
tveggja herbergja ibúð og eldhúsi á
góðum stað i Reykjavik eða næstu byggð-
um. Uppl. i simum 17500 (Haukur Már)
eða 71323 (á kvöldin).
|)| ÚTBOÐ ||)
Tilboð óskast i efni til endurnýjunar i
þrýstivatnspipu úr tré fyrir Elliðaárstöð
Rafmagnsveitu Reykjavikur.
Tilboðin verða afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3, Reykjavik.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið-
vikudaginn 14. april 1976, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUM REYKIAVÍKURBORGA'R
Fríki'kjuvegi 3 — Sími 25800
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá
kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð
útvarp
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Magnea Matthiasdótt-
ir les slðari hluta italska
ævintýrsins „Gattó pabba”.
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Spjallað við bændur
kl. 10.05. (Jr handraðanum
kl. 10.25: Sverrir Kjartans-
son sér um þáttinn. Morg-
untónleikar kl. 11.00/Artur
Balsam leikur Pianósónötu
nr. 31 I E-dúr eftir Haydn /
Martine Joste, Gérard
Jarry og Michel Tornus
leika Trió i E-dúr fyrir
pianó, fiðlu og selló eftir
Emst Hoffmann / Friedrich
Gulda og félagar I FIl-
harmonlusveit Vínarborgar
leika Kvintett I Es-dúr fyrir
pianó og blásturshljóðfæri
op. 16 eftir Beethoven.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
Í2.25 Fréttir og veðurfregnir.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Hof-
staðabræður” eftir Jónas
Jónasson frá Hrafnagiii,
Jón R. Hjálmarsson les (6).
15.00 Miðdegistónleikar. Kon-
unglega hljómsveitin i
Kaupmannahöfn leikur
„Sögudraum”, hljómsveit-
arverk op. 39 eftir Carl Niel-
sen; Igor Markevitsj stj.
Fllharmoníuhljómsveitin I
Stokkhólmi leikur Serenöðu
I F-dúr fyrir stóra hljóm-
sveit op. 31 eftir Wilhelm
Stenhammar; Rafael Kube-
lik stjr.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Utvarpssaga barnanna:
Spjali um Indiána. Bryndls
Vlglundsdóttir byrjar frá-
sögu sina.
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál.Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Kári Jónasson
sér um þáttinn.
20.00 Tónleikar Sinfónlu-
hljómsveitar íslands I
Háskólablói kvöldiö áður.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Einleikari á pianó: Halldór
Haraldsson.a. Fornir dans-
ar eftir Jón Ásgeirsson. b.
Pianókonsert nr. 2 I G-dúr
eftir Tsjaikovský. c.
Petrúsjka, balletttónlist eft-
ir Stravinsky. — Jón MUli
Árnason kynnir.
21.30 Útvarpssagan:
„Kristnihald undir Jökli”
eftir Halldór Laxness. Höf-
undur les sögulok (17)
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir. Lestur
Passiusálma (16).
22.25 Dvöl. Þáttur um bók-
menntir. Umsjón: Gylfi
Gröndal.
22.55 Afangar. Tónlistarþátt-
ur I umsjá Ásmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
#s|ónvarp
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Kastljós. Umsjónar-
maður Guðjón Einarsson.
21.40 t skugga fortiðarinnar.
(Mickey One). Bandarísk
biómynd frá árinu 1965.
Leikstjóri er Arthur Penn,
en aðalhlutverk leika
Warren Beatty, Hurd Hat-
field og Alexandra Stewart.
Mickey One er skemmti-
kraftur á næturklúbbi. Vin-
sældir hans fara þverrandi,
og hann hefur glatað sjálfs-
traustinu. Umboðsmaður
hans er i slagtogi við glæpa-
menn, sem hyggjast græða
á Mickey. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
Hafnarstúdent
Framhald af bls. 9.
gervi og þessar hugsjónir voru
hin háu segl sem hann tjaldaði, og
svo var kjölfestan traust, að áföll
og sviptistormar fengu aldrei
hrakið hann úr horfi.
Þótt Sverrir væri jafnan
ómyrkur um skoðanir slnar og
bæri þær gjarnan sem striðnis-
legt aðalsmerki, var félags-
skapar hans leitað hvaðan úr
flokki sem var. Honum var tamt
aö lita á islenzku broddborgar-
ana sem dulitið skoplega
viðvaninga.i auðvaldsfaginu,
enda kunni hann sögu þeirra
betur en þeir sjálfir. En þegar
góður drengur var annarsvegar
og skál I milli, þá hófst upp þessi
vikingur og bolsi og kunni
mergjaöar frá að segja en flestir
menn; og skopið aldrei sljótt i
eggina. A slikum fundum varð oft
æði slarksamt, og eftir marga
harða bylsennu má hann vel hafa
tekið sér i munn orð Valdemars
konungs: Der kommer atter en
dag. Að minnsta kosti heyrðist
hann aldrei hallmæla sinum
harða húsbónda né fóstbræðra-
lagi forvera sinna, Hafnar-
stúdentanna gömlu, hversu lág
sem morgunskiman var á himni.
Með Sverri Kristjánssyni er öld
gengin. Fáir menn, ef nokkur af
hans kynslóð, náðu að sameina
svo i eitt viöhorf 19. aldar og
storma samtiðar sinnar; fáir, ef
nokkur, náðu aö halda svo reisn
sinni i óvægilegum boðaföllum
lifsins.
Þegar aldurtila hans bar að
höndum, fimmtudaginn 26. febrú-
ar, sátum viö tveir einir á tali i
fordyri Landsbókasafns Islands.
A veglegri umgerð hinztu stundar
hans varð ekki kosiö. 1 því húsi
var löngum hjarta hans, hjá þeim
bókum og skjölum sem leystu Is-
land og hann hafði helgað drjúga
starfskrafta sina. Þangað lágu
jafnan leiðir hans, sem og hin
hinzta. Sjálfur hefði hann óefað
sagt, að það væri stiil og maner
yfir þvi aö hniga niður dauður I
þvi fagra húsi. Enda mun hans
lengi minnzt af þeim sem þar
sitja yfir bókum, að ég tali nú
ekki um okkur yngri Hafnar-
stúdenta og bolsa, sem komnir
erum inn i kerfið og eigum brátt
ekki annað en þjóðsöguna eina til
að ylja okkur viö.
Björn Th. Björnsson
Sverrir
Framhald af bls. 11
af meiri þekkingarauði en hann ef
vandamál sögulegs samhengis
vöfðust fyrir manni.
Ferðalög Sverris i þessari
hérna veröld okkar urðu ekki
nema 68 ár. En hann lifði hvert
þessara ára. Slíkir persónuleikar
deyja I rauninni ekki viö fráfall
sitt. Ekki meira en þvl svarar
sem maöur deyr ögn sjálfur við
hverja andlátsfregn.
Sverrir lifir svo lengi sem nokk-
urt okkar sem þekkir hann heldur
minni og sönsum. Og enn lengur
væntanlega ef ég kann rétt að
meta þaö sem hann best skrifaði.
Þorgeir Þorgeirsson.
IBM
Framhald af bls. 1.
lendinga sé ósæmandi að þiggja
þessa gjöf.
„Starfshópurinn um
auðhringi” er hópur einstak-
linga sem hafa komið sér saman
um að vinna aö öflun, greiningu
og dreifingu upplýsinga um
starfsemi, Itök, umsvif og eðli
fjölþjóðlegra auðhringa, eink-
um þó þeirra, sem starfa á Is-
landi á einn eða annan hátt. I
starfshópnum eru: Asmundur
Asmundsson, verkfræðingur,
Elias Daviðsson, kerfis-
fræðingur, Freyr Þórarinsson,
jarðeðlisfræöingur, Guörún
Hallgrimsdóttir, verk-
fræöingur, Pétur Gunnarsson,
tölvari, Stefán Þorláksson,
menntaskólakennari, Svanur
Kristjánsson, lektor, Sveinn
Baldursson, vélvirki,
Vilhelmina Loftsson, húsmóðir
og örn Ingvarsson, verk-
fræðingur.
kféug:
YKJAVfKBR^
SKJALDHAMRAR
i kvöld. — Uppselt.
SAUMASTOFAN
laugardag. — Uppseit.
KOLRASSA
sunnudag kl. 15.
EQUUS
20. sýning sunnudag kl. 20,30.
SKJALDHAMRAR
60. sýning þriðjudag kl. 20,30.
SAUMASTOFAN
miövikudag kl. 20,30.
EQUUS
fimmtudag kl. 20,30.
Miðasalan I Iðnó opin kl. 14 til
20,30. — Sími 1-66-20.
#ÞJÓÐLEIKHÚSIfl
CARMEN
i kvöid kl. 20. Uppselt.
KARLINN A ÞAKINU
laugardag kl. 15.
sunnudag kl. 15.
NATTBÓLIÐ
3. sýning laugardag kl. 20.
SPORVAGNINN GIRND
sunnudag kl. 20.
LISTDANS
þriðjudag kl. 20.
Litla sviðið:
INUK
þriðjudag kl. 20,30.
Miðasala 13,15-20.
Simi 1-1200.
Samið
Framhald af bls. 6.
kæmi til hin nýju aflalaun, sem
bætast ofan á kauptrygginguna.
Miðað við 3% hásetahlut geta
þessi nýju aflalaun komist upp I
15.050 kr. áður en hásetinn fer á
hlut, og heilda rkaupið þvi
15.050+90.300= 105.350 kr. Afla-
launin hækka þvl heildarkaupið
hérum tæp 17%. Lægst fara afla-
launin niður i 0, þ.e. þegar hlutur-
inn nær ekki 45.150, sem er hálf
trygging (fatapeningar meðtaid-
ir). Til þess að svo yrði, þyrfti
báturinn að afla fyrir minna en
1,5 m. kr. á mánuöi. Ef fiskast
fyrir um 2,5 m.kr., þá eru afla-
launin orðin tæpar 7,500 kr, á
mánuði, og hækkar þannig
heildarkaupið um rúm 8,0%.
Meö þessari viðbót viö launa-
kerfið á bátunum ætti jafnan að
vera ávinningur af þvi að fiska
þvi sem mest þótt undir kaup-
tryggingu sé, þar sem aflalaunin
hækka i hlutfalli við afla. Þannig
erþviaðnokkrukomisthjá helsta
ókosti hlutaskiptakerfisins, sem
felst i því, að oft dregur úr sókn-
aráhuga, þegar einsýnt þykir, að
ekki fiskast upp I tryggingu. Afla-
launakerfið nýja má einnig skoða
semskref I þá átt, að á fiskiskipa-
flotanum verði tekið upp launa-
kerfi með föstum launum og stig-
hækkandi aflaverðlaunum eftir
aflabrögðum.
I Lokaorð
Hvemig sem á málið er litið,
hafa nýju kjarasamningarnir og
, fiskverðsákvörðunin fært sjó-
mönnum verulega kjarabót.
Jafnframt er ljóst, að afar erfitt
verður fyrir útgerðina að risa
undir þeim kostnaðarauka, sem
þessu er samfara, hækkunar á
oliuverði og vátryggingu og öðr-
um •Utgerðarkostnaði. Má búast
við afar erfiöri afkomu útgeröar-
fyrirtækja á næstunni einkum
þeirra, sem til þessa hafa notið
stuðnings af sjóðakerfinu.
Félagsleg
Framhald af bls. 5.
nauðsyn þess, að þær eða aðrar
slikar þurfa að ná fram að ganga.
En þá breytingu, sem gera þarf á
samtökum sjómanna gerir eng-
inn nema sjómennirnir sjálfir.
Hún verður heldur ekki gerð
nema innan sjómannasam-
takanna sjálfra eins og þau eru
nú. Það eiga sjálfsagt ótal ljón,
eftir að standa i vegi fyrir svo
sjálfsagöri þróun, að fiskimenn
skipi sér I eina fylkingu, burtséð
frá þvi hvert starfsheiti þeirra er
um borð i skipum, en þeim ljón-
um þurfa sjómenn að ryðja úr
vegi. Til þess eiga sjómenn visan
stuðning fjölmargra.