Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. mars 1976. Föstudagur 5. mars 1976. r ^ í háskóla Heines og Marx Sverrir Kristjánsson er látinn. tsland hefur misst stilsnjallasta sagnfræðing sinn á siðari öldum, án þess þó að hafa fengið að njóta snilldar hans og visindahæfileika nema að nokkru leyti, fyrst og fremst sakir lágkúru og ofstækis hinnar ráðandi borgarastéttar. Móðir hans kenndi honum i æsku, að hann ætti að standa með litilmagnanum, erfiðisfólkinu, sem var hornreka á þjóöar- heimilinu, og þau heilræði hélt hann alla ævi — einnig eftir að hann uppgötvaði að erfiðisfólkið gat risið úr öskustónni og orðið voldugasti aðili mannfélagsins — og hann lagði þvi sitt lið til þess, að svo mætti veröa, með öllum funa sins heita hjarta, með eldi sins magnþrungna máls og með visindalegum skarpleik si'ns heiða hugar. Ungur hreifst Sverrir af sósial- ismanum og gekk 19 ára i „Jafnaðarmannafélagið Spörtu”, félag kommúnistanna i Reykja- vik, þann 16. október 1927. Gerðist hann brátt stórvirkur i jitgerðum og þýðingum um málefni sósial- ismans, bæði i Rétti 1929 og 1930 sem og ritun bæklinga og þýðingu bóka. Bar strax á snilli hans i stil á þessum árum — og átti þó eftir að fleygja fram — og hitinn sem málstaðnum er fylgt eftir með, brann ekki aðeins i orðum hans. Mér er enn i minni brennandi augnaráð hans sumarkvöldið i Krossanesverkfallinu, er við mættum allmargir forstjóranum norska, — þessum fulltrúa kúgar- anna, sem siðar varð kvislingur — og röðuðum okkur upp beggja megin vegarins, svo hann varð að ganga á milli raðanna, en við sungum Internationalinn — og augnaráð Sverris og þrótturinn i röddinni voru slik, að lagt hefðu fjandmanninn að velli, ef andi hefði þá breyst i efni. Hin langa dvöl i Höfn og Berlin á timum heimskreppu og harðn- andi baráttu gegn fasisma varð Sverri lærdómsrik. En ég hygg það hafi ekki hvað sist verið ,,há- skólinn” hjá Heine og Marx, sem fullkomnaði þá stil hans og auðg- aði svo anda hans og þjálfaði i visindalegri rannsókn, að er heim kom bjó hann yfir óvenjulegum yfirburðum i safnfræðinni og þeirri leiftrandi stilsnilld, er sór sig i ætt við bestu ritmennsku 19. aldar i þeirri grein. Koma mér oft i huga, er ég hugsa um ritsnilld Sverris, fyrirmæli þau, er Step- han G. lætur Kolbein gefa: „Lát- um hita hugsana hrina á gliti orð- anna”. Hefði Sverrir Kristjánsson ekki verið eindreginn sósialisti og marxisti ágætur, hefði honum staðið opin framabraut við há- skólann. En litilsigld og þröngsýn borgarstétt bannaði á ofsóknar- timum þjóðstjórnar og i komma- æði kalda striðsins að slikir hæfi- leikar sem hans fengju að nýtast þjóðinni. öll sin bestu ár varð Sverrir að afla sér brauðs með allskonar kennslu i gagnfræða- skólum, en skrifa i fristundum fjölda ritgerða i hin ýmsu blöð og timarit, fyrst og fremst hreyfing- ar okkar, formála að ýmsum út- gáfum og heilar bækur, svo undravert er hverju hann afkast- aði þá litið er til allra aðstæðna. Munu rit þau halda nafni hans á lofti þegar þeir, sem hindruðu að hann fengi að njóta til fulls hæfi- leika sinna, verða flestir gleymd- ir. Þegar heitast brann og verið var að ofurselja Island Atlants- hafsbandalaginu og þjóðina kerfisbundinni forheimskun, þá refsaði Sverrir þeim seku um undirlægjuháttinn svo grimmi- lega með sporðdrekum penna sins, að maður freistast til að segja i stil við Heine, að hann hafi sent sum skriðkvikindi kalda striðsins til þeirrar heljar logandi háðs, sem engar forbænir Nató- herra fá hrifið þau úr. Og hann gat lika sagt þjóð sinni til synd- anna, er honum fannst hún leggj- ast lágt, svo sem i ræðunni „Um að kunna að þakka fyrir sig”, sem enn á erindi til ýmissa. Það var máske engin tilviljun, að sá andstæðingur Sverris, er varð fyrstur til að viðurkenna hann og dá, var einn af þeim er Sverrir deildi snjallast á, — Jónas frá Hriflu. Það var reisn i þeim manni, sem ofstæki valdsins tókst ekki að eyðileggja. Það var draumur Sverris á efri árum, er dyr höfðu opnast nokkuð til visindastarfs, að honum auðnaðist að skrifa ævisögu Jóns Sigurðssonar. Inngangur hans að „blaðagreinum” Jóns sýna, að hefði sá draumur ræst, þá hefði Island eignast ævisögu verðuga þjóðhetju sinni. En sá draumur rættist ekki, þótt efnivið hafi hann búið i þá bók. Oss samherjum Sverris rennur til rifja nú, þá hann er kvaddur, að það tókst um tima að smækka svo þjóð vora, að hún fékk ekki notið hæfileika þessa ágæta sonar sins til fulls. Við islenskir sósialistar þökk- um félaga Sverri Kristjánssyni i dag hálfrar aldar baráttu fyrir málstað sósialismans, allt hans mikla framlag i ræðu og riti til að máttkva og stækka islenska al- þýðu, svo hún megi sigur vinna, — við þökkum honum þá reisn, er hann veitti okkar baráttu með rit- snilld sinni, þann djúpa skilning, er hann ætið sýndi á aðstöðu hennar i skrifum sinum og ræð- um. Og siðast en ekki sist vil ég þakka honum ógleymanlega, örv- andi vináttu, sem aldrei bar skugga á frá fyrstu kynnum til hinstu stundar. Sjálfur hefur hann skráð nafn sitt i sögu hreyfingar islenskra sósialista og þjóðfrelsisbaráttu islendinga með þvi letri, sem ei mun afmáð. Einar Olgeirsson. Yfirsýn og glöggskyggni Einn þeirra daga, sem ég mun seint gleyma, var i skammdeginu fyrir 20 árum út i Kaupmanna- höfn. Þeim degi eyddi ég með Sverri Kristjánssyni sagnfræð- ingi i gömlum og fáförnum bjór- kjallara nálægt Frúarkirkju. Kvöldið áður hafði verið Þorláks- blót i Biskupakjallaranum, og þvi nokkur þörf á að fá landið til að risa að nýju eftir þyngslin, sem guðaveigarnar höfðu eftir skilið frá þvi nóttina áður. Þetta siðdegi urðu kynni okkar, við höfðum að visu aðeins talast við áður, en þennan dag var lagður hornsteinninn aö þeirri vináttu, sem ég ætla að þakka fyrir með nokkrum fátæklegum linum. A þessum degi var ég leiddur inn i horfna veröld — heim islenskra Hafnarstúdenta. Hér gengu þeir fram á sviöið oftar en ekki i biluðum skóm og áttu ekk- ert hvitt um hálsinn, en ólu i brjósti sér þá háleitu hugsjón að vekja og glæða islenska þjóðmenningu og vernda tunguna i straumi timans. Ég sá þá skipa sér i fararbrodd i sjálfstæðisbar- áttunni og vekja þjóðina af löng- um þyrnirósusvefni. A þessum degi varð mér ljósara en áður, hvað mikið af islenskri sögu varð til i Kaupmannahöfn og þræðirnir lágu oft til islenskra mennta- manna, sem dvöldust i Kaup- mannahöfn lengri eða skemmri tima ævi sinnar. Kaupmanna- hafnarháskóli var eini glugginn, þar sem tslendingar höfðu útsýn til evrópskrar menningar og gátu miðlað af henni, þegar heim kom. Sverrir Kristjánsson bar merk- iö fyrir siðustu kynslóðinni af islenskum Hafnarstúdentum, sem fór i vikingu til að heyja sér menningarfeng á strönd Eyrar- sunds. Hann var sér vel meðvit- andi um tengsl sin við islenska stúdenta, sem öldum saman höfðu lagt leið sina til Kaup- mannahafnar og hann var ekki fyrr kominn heim til Islands en hann hóf að miðla þjóðinni af þekkingu sinni og menntun. I meira en þrjá áratugi hefir hann verið hinn mikli fræðari útvarps- ins, þegar merkisatburðir mann- kynssögunnar minntu á sig og hann gerði þeim jafnan skil á þann hátt, að það vakti hjá mönn- um löngun að fá að vita meira. 1 annan stað gerðist hann mikil- virkur rithöfundur og þýðandi. I blöðum og timaritum er fjöldi greina um sagnfræði, bókmenntir og dægurmál og var sýnishorn þeirra gefið út i ritsafninu Ræður og riss fyrir nokkrum árum. Þá hefir hann skrifað kennslubækur og eitt bindið af mannkynssögu þeirri, sem Mál og menning er að gefa út. Þegar i skóla varð Sverrir viðlesinn i fagurbókmenntum. Hann las Brandes og mótaðist af honum, en jafnframt ýmis höfuð- skáld 19. aldar eins og Heine, Goethe, Ibsen, Strindberg og rússnesku stórskáídin. A sama hátt var hann hugianginn af þvi. besta og fegursta i islenskri ljóð- list. Hann sagðist fara höndum um útgáfu Máls og menningar á ljóðmælum Jónasar Hallgrims- sonar eins og hún væri ung kona. Og ekki dýrkaði hann siður þýðingu Einars Benediktssonar á Pétri Gaut sem hann kunni utan að á löngum köflum. I daglegu tali var hann kallaður Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur og bar það heiti með sæmd, en hann var siður en svo ein- skorðaður við fræðigrein sina. Hann er i hópi þeirra, sem best hafa skrifað um bókmenntir á þessari öld á islensku og nægir að nefna ritdóminn um Gerplu i Helgafelli og ritgerðina um ástir Heines og frönsku skáldkonunnar George Sand i afmælisriti Ragnars Jónssonar. Þá var hann mikilvirkur og listrænn þýðandi á sögur,leikritog sagnfræðileg verk og þar hygg ég að hæst beri þýð- ingar hans á verkum Joh. V. Jensens og hann ætlaöi einmitt að hefjast handa við að þýða Kongens fald, þegar kallið kom. Eftir þvi sem á ævina leiö, virt- ist hugur Sverris hneigjast æ meir að bókmenntum og leiklist. 1 bókaflokki þeim, sem hann og Tómas skáld Guðmundsson rit- uðu, voru það einkum skáld 18. og 19. aldar, sem Sverrirfjallaði um. Þessi ritröð hefir orðið eftirsótt lesefni og ég veit, að það gladdi hann mjög að finna, að hann átti marga þakkláta lesendur vitt um land. Ahugi á leiklist var honum i blóð borinn og hann hefði orðið frábær leikari, ef hann hefði lagt það fyrir sig, en það varð hlut- skipti hans að skrifa um höfund- ana og verk þeirra i leikskrár og má þar nefna Matthias, Goethe og nú siðast Gorki og eitt af siðustu verkum hans var að leiða áhorfendur inn á sögusvið gamallar Reykjavikurreviu. Nitjánda öldin var Sverri alltaf hugleikin. A háskólaárum sinum fékkst hann við að rannsaka sögu Þýskalands á 19. öld og að námi loknu hélt hann áfram að kanna Hafnarstúdent og bolsi sama timabil i sögu okkar. Þvi miður gafst honum aldrei timi né tækifæri til að skrifa samfellt verk um 19. öldina, en hann hefir skrifað fjölda ritgerða um hana og þá vil ég sérstaklega benda á Fyrir hundrað árum um fébrúar- byltinguna og áhrif hennar, sem birtist i Timariti Máls og menn- ingar, Islensk stjórnmálahugsun og Jón Sigurðsson, sem er inn- gangur að úrvali úr ritum og ræð- um Jóns Sigurðssonar fram til loka þjóðfundar, formálar að út- gáfu Menningarsjóðs á blaða- greinum Jóns Sigurðssonar auk fjölda annarra greina. Ég vona, að ég halli ekki á neinn, þó að ég leyfi mér að segja, að þessar greinar séu það besta, sem skrif- að hefir verið um sögu þessara tima. Yfirburðir Sverris lágu i yfir- sýn hans og glöggskyggni að geta rakið þræðina úr vef stjórnmála álfunnar heim til Islands. Hann sá og skildi samhengið milli þess, sem gerðist úti i hinum stóra heimi og andlegra hræringa alþýðunnar hér norður við heim- skaut. Saga tslands var aldrei einangrað fyrirbæri i augum hans, heldur mótuð af stefnum og straumum i Evrópu á hverjum tima. Við þetta bættist, að Sverri var gefin fágæt stilleikni. Yfir máli hans var mikil reisn og tungutakið var auðugt og hljóm- mikið. „Hann var beinlinis mál- snjall, þegar hann kom til Kaupmannahafnar” var dr. Björn Karel Þórólfsson vanur að segja, þegar minnst var á ræður og ritgerðir Sverris. Verk hans munu eiga langa lifdaga fyrir höndum, ef þjóðin tapar ekki tungu sinni og menningu. Sjálfur er hann horfinn af sviðinu og með honum genginn sérstæður persónuleiki, maður sem gat seitt fram hið liðna og leikið á strengi flestra mannlegra tilfinninga. Ekkert samkvæmi var svo dauf- legt, að hann gæti ekki vakið þar gleði og gáska, þegar öl var á könnunni. Þær gleðistundir verða ekki fleiri. Eiginkonu og börnum votta ég mina dýpstu hluttekn- ingu. Aðalgeir Kristjánsson. Þá er hið siðasta gömlu ljón- anna fallið, einn siðasti Hafnar- stúdentinn hniginn I valinn. A bak við hann hillir uppi heila fylkingu, fyrr á þessari öld, á þeirri 19. og jafnvel 18., manna sem gerðu vikingskap stúdentsáranna að ævilangri lifstignun sinni og sviku jafnvel ekki á hnjánum það harð- ráða fós.tbræðralag. Hvarvetna um heim hefur sjálfstæðisbarátta og þjóðfélag hálfnýlendu fóstrað af sér slika menntamannastétt. Allt er þar enn i deiglu og maðurinn utan mótaðs samfélags, einn og sjálfur sinn herra. Hann á þar hvorki bakhjarl i stofnun né kerfi, og honum er ekkert i hendur búið af fátækri þjóð nema andlegt at- gervi sitt. Ævibraut slikra manna er tiðum skreip og róstusöm. Margir kiknuðu enda ungir, aðrir leituðu i hlé og brutu skjöld sinn, en samt voru alltaf þeir sem báru merki sitt og ok með vigalegu stolti og gerðust þjóðsagnahetjur lifanda lifi. Af slikum var Sverrir Kristjánsson siðastur, að þvi ég get bezt formerkt, og þeigi smá- gervastur; með honum er að þvi leyti öld gengin. Þótt Sverrir Kristjánsson hæfi ekki háskólanám sitt i Höfn fyrr en 1928, þá rúmlega tvitugur, tengdist hann óvenju sterkum böndum kynslóð þeirri sem á undan honum var og átti rætur sinar i 19. öldinni. Þá menn dáöi hann marga, og arfur þeirra rann honum i merg og blóð. Megi kalla hvern mann tviskauta i þvi, að annarsvegar sé arfur hans og uppruni, en hinsvegar segl þau sem taka við stormum timans, þá varð islenzk fortið Sverri sú kjöl- festa sem honum bilaöist aldrei. Fyrir sumum mönnum er sagan aðeins grúsk, liðnir og dauðir atburðir. Sverri Kristjáns- syni lagðist það ungum tií, að kynnast hugsjónum bolsjevism- ans, sem ekki eru kenningar einberar, heldur lifsviðhorf þeim sem nemur. I þeim spegli er sagan ein og söm: þar er fortiðin virkt afl i nútiðinni, og hvað eina á liðandi stund á sér þar skil- greinanlega rót. Þannig helgaðist sagan i huga hans af reisn stétta og þjóða gegn áþján, vakin af þeim öflum átaka sem i hverri tið búa. Hvort heldur sem hann skrifaði um stjórnbyltinguna frönsku, vann úr bréfum Jóns for- seta eða rakti ævihlaup útlagans og skáldvinar sins, Sigurðar Breiðfjörðs, þá rikti i öllu sá viðfeðmi skilningur á stöðu manns og þjóðar i allri samtið sinni. Hugsun hans var stór i sniðum, tungutakið hreint og karlmannalegt og einlægt með skáldlegri hafningu. Þetta at- Framhald á bls. 11. Sagnfræðingurinn og listamaðurinn Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur hneig örendur á öxl nafna mins Th„ sem var að segja hon- um skemmtisögur úr Vestmanna- eyjum i anddyri landsbókasafns- ins 26. febr. s.l. Sverrir hafði komið göngumóður inn úr ófærð- inni, en hann hafði verið að sækja „Kongens fald” niður i útvarp og ætlaði að þýða þetta frægðarverk danskra bókmennta. Með honum er genginn annar siðasti hafnar- ljúflingur islenskrar tungu. Nú stendur Jón prófessor Helgason einn eftir. I Kaupmannahöfn varð til á 19. öld örlitill söfnuður eöa sértrúar- flokkur útvalinna snillinga, sem dýrkuðu islenskuna. Þar sem erlent regn draup af upsum og okunnir vindar gnauðuðu við dyr varð það mönnum iþrótt og nautn að tjá forna og nýja reynslu á gamalli tungu fátækrar þjóðar. Borgin við sundið hafði um aldir verið brjóstvörn islensks þjóðernis og islendingum ramm- ari örlaganorn en nokkurn grun- aði. Eyrarsund er eina greiða siglingaleiðin inn á Eystrasalt og til Austur-Evrópu. Frá Krónborg og Kaupmannahöfn var hægt að drottna yfir þessari siglingaleið, en þar með voru þessar borgir einhverjir hernaðarmikilvægustu staðir i álfunni norðanverðri. Með þvi að loka englendingum og siðar þjóðverjum leið um sundið með islenskum brennisteini og dönskum fallbyssum unnu danir ýmis þorskastriö á liðnum öldum og hindruðu þar með að englend- ingar innlimuðu Island i sjóveldi sitt þegará 15. öld. Óviljandi varð borgin við sundið til þess að bjarga islensku þjóðerni i orðsins fyllstu merkingu.Hún var löngum lýst upp með islenskum grút, en galt ljósmetiö með þvi að koma nokkrum islendingum, islenskri tungu og menningu til talsverðs þroska. Ég get þessara stað- reynda hér, af þvi að Sverrir Kristjánsson var mesti Kaup- mannahafnar-aðdáandi, sem ég hefkynnst. Hannelskaði kóngsins Kaupmannahöfn, en var dyggur sonur Reykjavikur. Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur var fæddur 7. febr. 1908 i Hjörleifshúsi við Hverfisgötu. Foreldrar hans voru hjónin Bárður Kristján Guðmundsson verkamaður frá Þverdal i Aðal- vik á Ströndum og siðari kona hans, Guðrún Vigdis Guðmunds- dóttir Gislasonar frá Ánanaust- um i Reykjavik. Báröur Kristján var einn af fyrstu nemendum Torfa I Ólafsdal og meðal fyrstu Strandamanna, sem kvöddu Kaldbak og leituðu hlýrri heimkynna, eins og segir i Horn- strendingabók. Að Sverri stóðu vestfirskir fjölkynngismenn og fuglafangarar úr Hornbjargi og sunnlenskir aflakóngar, órólegt kyn, sem hafði um aldur boðið öll- um hættum byrginn i leit að afla. Sverrir var austurbæingur, vax- inn upp utan áhrifasvæðis vestur- bæjaraðalsins. Njála opnaði hon- um viðáttur tilverunnar á 8. aldursári og Kommúnistaávarpið i þýðingu Stefáns Péturssonar nýjar fjarviddir á þvi 18. Þessi rit sviptu tjöldum frá leiksviði lifsins fyrir sjónum barnsins og ung- lingsins. „Ég hef aldrei orðið jafnsnortinn af öðrum bókum”, heyrði ég hann segja einhvern tima, og þó var Sverrir bæði bókelskur og hrifnæmur. Faðir Sverris andaðist, þegar hann var 10 ára, en þrátt fyrir knöpp kjör komst hann til mennta, varð stúdent tvitugur og sigldi árið eft- ir (1929) til Hafnar til sagnfræði- náms. Arni Pálsson síðar prófess- or réöi mestu um námsbrautar- valið, en Brandesarhrifning leiddi þá Arna fyrst saman. Arni hafði elt Brandes um götur Hafnar eins og ungmær hjarta- knosandi leikara, en „Inledning til Emigrant-litteraturen” eftir Brandes varð Sverri opinberun um stílsnilld óbundins máls. Þeir Arni urðu einlægir vinir ævilangt; fyrsti tengiliður þeirra var stil- snilld Brandesar, siðar Bakkus og bóhemismi, en að lokum hreif vesturbæjaraðallinn likkistu þjóðsöguprófessorsins úr höndum okkarSverris. Þá urðu mistök við jarðarför, en við stóðum eftir og rauluðum „Hin gömlu kynni”. Sverrir var að mestu samfleytt i 10 ár i Höfn við sagnfræðinám; var hér heima frá júni til des. 1930 og aftur snögga ferö 1933 og síðar hálft ár við háskólann i Berlin, en annars sat hann i Höfn, þangað til 1 janúar 1939, að hann kom heim próflaus. Hann átti i fórum sinum tvær ritsmiðar, sem heföu hvor um sig fleytt honum gegnum kandidatsprófið. Hinn hafnar- glaði Sverrir lauk munnlegum hluta prófsins og samdi 100 vélrit- aðar fóliósiður um afstöðu þýskra sóslaldemókrata til félagsmála- löggjafar Bismarks, en flýði þá af hólmi. Þegar prófessor Erik Arup fann hann loks, en Sverrir var vinsæll nemandi, var hann settur i að semja ritgerð um afstöðu borgaraflokkanna til fyrrnefndr- ar félagsmálalöggjafar. Nú samdi hann 180 siður, áður en hann hvarf frá ritvélinni og úr hópi háskólaborgara. Þetta voru þau mistök, sem Sverrir harmaði mest um dagana. Ég hef séð hann nokkrum sinnum með „de ufuldendte” i höndunum. „Einungis, hefði ég afhent þær, aðra hvora eða báðar, hefði ég sloppið i gegn”. — Orsök próf- leysisins var levndardómur, sem hvorki Sverrir né aðrir gátu skýrt né skilið. Hins vegar átti hann ýmsa hrakfallabræður i hópi hafnarstúdenta, og islendingar erfðu misjafnlega við þá hafvill- urnar. Árni Pálsson var skipaður prófessor og Stefán Pétursson þjóðskjalavörður, en Sverrir var gagnfræðaskólakennari allan sinn starfsaldur frá 1941—74, en flutti þá upp á Akranes. Stundum fékk hann leyfi frá kennslu til þess að sinna rannsóknum. Erik Arup, aðalkennari Sverris á háskólaárunum, var mikill Islandsvinur, eins og rit hans vitna, og snjall rithöfundur. Ég veit að Sverrir taldi Arup ein- hvern glæsilegasta sagnfræðing þessarar aldar, og eiga sér fáa jafningja. Hins vegar upptendr- aðist Sverrir einnig á háskólaár- um sinum af þýskum sagnfræð- ingum, og sagðist aldrei hafa bor- ið þess bætur. Sverrir Kristjánsson var stórvinsæll fyrirlesari og út- varpsmaður, skemmtilegur kennari, raunsannur félagi og tryggur vinur. Eftir hann liggur ógrynni ritaðs máls prentaðs og i handritum. Fyrst birtist eftir hann þýðing á Stefnuskrá Alþjóðasambands kommúnista, samþ. á 6. heims- þinginu i Moskvu 1. sept. 1928 (Réttur 1929). Fyrsta frumsamda ritgerð hans, sem birtist á prenti, mun vera. „Baráttan um heims- yfirráðin”, en hún kom einnig i Rétti 1929, og þar átti hann siöar nokkrar aðrar greinar. Á náms- árunum i Höfn þýddi Sverrir fyrir danska rikið, en að undirlagi Eriks Arups prófessors, greinar- gerð Einars Arnórssonar fyrir rétti islendinga til Grænlands, en sú skýrsla var lögð fyrir alþjóða- dómstólinn i Haag, þegar fjallað var um Grænlandsmálin. Sverrir var mikilvirkur þýðandi, þýddi m.a. Jökulinn eftir danska Nóbelsskáldið Johannes V. Jensen, þýðing á Landinu gleymda liggur i hand- riti að þvi er ég best veit, og hann var byrjaöur á Falli konungsins Kristjáns II., eins og áður sagði. Leninismann þýddi hann eftir félaga Jósef Stalin og Kommúnistaávarpið eftir Karl Marx. Stalin, Marx og Jóhannes V. Jensen var hin klassiska þrenning, sem hann kaus einkum að kynna islendingum, en fáum skáldum og rithöfundum unni hann meira en Heine. Hann fór pilagrimsför á Heinesslóðir i Þýskalandi og sagði frá þeirri ferð i Timariti Máls og menn- ingar 1955 og „Til fundar við Heine i Weimar” 1957. Sverrir var einhver fimasti rit- gerðahöfundur islenskur, meistari knapps forms og hnit- miðaðs stils. Hann var skorpu- maður. sem vann dægrum sam- an, en tók sér hvildir á milli. Árið 1962 lágu eftir hann um 170 prent- aðar ritgerðir af ýmsum stærðum og efnum. Að ævikvöldi hafa þær verið orðnar á þriðja hundrað. Hann var fjölvis i bókmenntum og snjall gagnrýnandi. A sinum tima urðu frægir ritdómar hans um Atómstöð Laxness (Þjóðv. 1948), Harmleikur hetjuskap- arins, um Gerplu (Þjóðv. 1953), og Löng er leiðin frá Benedikt á Auðnum til Benna i leyniþjónust- unni, en það var ritdómur um svonefndar Bennabækur, sem birtist i Helgafelli 1953. Þá var hann aðdáandi Þórbergs Þórðar- sonar og tjáði honum m.a. trúnað sinn i Helgafelli 1953. Ég finn að meiri snilling en mig þarf til að lýsa hinum mikilúðlega félaga sem er horfinn sjónum. Hann var hrifnæmur fagurkeri, sem þoldi enga lágkúru og hvorki væmni, hræsni né yfirdrepsskap. Hann var litillátur stórbokki, sem trúði þvi að sannur listamaður skapaði ekki aðeins fegurð, heldur smiðaði hann einnig vopn til þess að breyta þjóðfélaginu, berjast gegn hvers konar rangindum og fyrir hinu fagra og sanna. Sjálfur var hann húmanisti, sem vann i vopna- smiðju hinna róttæku á landi voru, og geirar hans bitu. Hann var baráttuglaður bolseviki og svallsamur siðferðispostuli, sem krafðist þess af sjálfum sér og öðrum skilyrðislaust að eiga eng- in kaup við fulltrúa myrkravalds- ins. Vissir menn i Reykjavik ótt- uðust um 1940 að Jónas frá Hriflu yrði fyrsti forseti islenska lýðveldisins og leituöu til Sverris og báðu hann að rita feril þessa fjandmanns kommúnista á tslandi. Rannsókn Sverris leiddi til þess, að þeir Jónas urðu vinir, og Sverrir mat fáa meira en hann, en aðrir tóku að skrifa um glerbrot, sem hefði skolast til Islands og héldi að það væri orðin full flaska. Um Jónas skrifaði Sverrir tvö litil meistaraverk. Sverrir var afreksmaður við það að falla fyrir margs konar freistingum. Hann var ungur verðlaunahafi bindindishreyf- ingarinnar á Islandi, en siðar orð- aður við konur og vin. Hann hafði lengi ofurmannlegt þol, gat drukkið dægrum saman og veriö samt fær i flestan sjó. Eina freistingu stóðst hann ávallt öll- um betur til æviloka. Hann seldi aldrei sál sina, lagðist aldrei á ár fyrir þann málstað, sem hann taldi rangan, og stundaði aldrei aurkast gegn pólitiskum and- stæðingum. Sverrir var maður liðandi stundar og skemmtilegastur allra. Hann var ekki einhamur, heldur átti hann sér ýmsar verald- ir. Eitt sinn vorum við á leið upp á Landsbókasafn fagran sumardag eftir hádegi. Á Lækjartorgi stóð Siggi á kassanum og prédikaöi. Ég lagði lykkju á leið mina fram hjá fólkinu, sem safnast hafði kringum hann, en Sverrir kerrti hnakkann og skundaði að kassan- um. Þar tók hann ofan fyrir Sigga og mælti stundarhátt: „Blessaðu mig”. Ég sá að Siggi lagði hendur yfir hann og bað drottin fylgja honum í bráð og lengd. Ég hef vfst litið spurnaraugum á vin minn, þegar hann kom upp á Hverfis- götu, en hann brosti sæll og sagði: „Sjáðu, svona hafa postularnir staðið og talað fyrir lýðinn”. Eins og margir snillingar orðs- ins var Sverrir maður persónu- sögunnar. 1 fjölmörgum ævisögu- þáttum bregður hann upp ógleymanlegum myndum af gengnum kynslóðumkveikir lif og angan á fornum sögusviðum, og ber einnig oft fram kúfaða aska af nýunnum staðreyndum. Sagan fæst við að endurskapa fortiðina i máli og myndum, skýra hana og skilja, en það hefur jafnan tekist betur i listaverkum, skáldsögum, leikritum og kvikmyndum en rannsóknarskýrslum sagnfræð- inga. Fræðimennskan er i sjálfu sér frumstæð aðferð við að kynna mönnum lif og starf genginna kynslóða og jafnlangt frá veru- leikanum og lita- . og ilmlaus grasafræði hjá fegurð hásumar- dags austur i Fljótshlið. Oftast stendur sagnfræðingurinn i að- föngum fyrir listamanninn, dregur að efni, smiðar leiksvið og sniður búninga. Hann á að vera sviðsmeistari við hið mikla skoðunarspil sögunnar, en sjald- an veitist honum sá munaður að vera einn og þrieinn eins og drott- inn sjálfur, bæði arkitekt, leik- stjóri og höfundur, en slikur var Sverrir Kristjánsson þegar hon- um tókst best upp. Hann var sá eini útvaldi i hópi islenskra sagn- fræðinga ásiðarahelmingi 20. ald- ar. Mál hans var blæbrigðarikt kynngimagnað og kliðmjúkt.Hann naut sin best i dramatiskum frá- sögnum, þótt hann byggi einnig vfir léttri kimni. 1 ritgerð um prestssoninn frá Ballará leiðir Sverrir lesandann i náin kynni við fjölnismenn og félagslegt um- hverfi þeirra. Sigurður Breiðfjörð var maður Sverris Kristjáns- sonar og sprottinn upp af sömu rót i túni Braga og sjálfur Jónas Hallgrimsson. ,,Á sinum fáu Framhald á næstu siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.